Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 37 Hér á landi sem í öðrum vest-rænum löndum virðistvandi barna sem eiga viðtilfinningalega vanlíðan að stríða eða sýna af sér hegðun sem ekki samrýmist aðstæðum og væntingum hinna fullorðnu vera vaxandi. Þetta birtist m.a. endurtekið í umræðum í fjölmiðlum og þá oftast í tengslum við vanda foreldra og skóla við að fá þjón- ustu þegar ekki ræðst við vandann. Þá hefst þrautaganga um óreiðustíga mennta-, félags- og heilbrigðiskerfis. Þjónusta allra þessara kerfa markast að meira eða minna leyti af erfiðu aðgengi, skorti á fram- boði og biðlistum. Ann- ars vegar er mismikill vanmáttur hinna 89 eða svo sveitarfélaga lands- ins hvað varðar félags- og sálfræðiþjónustu og hins vegar vanmáttur þeirrar þjónustu sem heyrir undir heilbrigð- isráðuneytið, heilsu- gæslunnar, þar með talið skólaheilsugæslu, sér- fræði- og sjúkrahúsþjón- ustu. Félagsþjónusta sveitarfélaganna er mjög misjafnlega í stakk búin til að mæta lögbundnum skyldum sínum sem sérstaklega varða börn með hegð- unarvanda, vímuefnaneyslu og afbrot. Sama gildir um barnaverndina sem ber að grípa inn í og veita viðeigandi úrræði þegar um vanrækslu foreldra er að ræða eða börn eru beitt lík- amlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Grundvallaratriði er að skoða að- stæður heima, í skóla og jafnaldrahópi þegar barn hegðar sér illa eða sýnir viðvarandi vanlíðan þannig að beita megi viðeigandi stuðningsúrræðum. Víða er misbrestur á að svo sé gert jafnvel þó að um lögbundnar leiðir sé að ræða. Þegar úrræðin á heimaslóð- um duga ekki til á félagsþjónusta sveitarfélaganna þess kost að leita til sérúrræða Barnaverndarstofu sem jafnframt er eftirlitsaðili með fram- kvæmd barnaverndar. Greining- arstöðin hefur svo sérstöku hlutverki að gegna þegar raskanir leiða til fötl- unar. Menntakerfið hefur yfir skóla- sérfræðiþjónustu að ráða sem fyrst og fremst hefur því hlutverki að gegna að greina vanda í skólaumhverfi og meta þroska og námshæfni nemenda sem ekki ráða við nám eða aðrar aðstæður sem skólinn skapar. Sveitarfélögin standa mjög misjafnlega að þessari þjónustu og mörg dæmin um börn sem hafa árum saman sýnt hegðun eða líðan sem bendir til að barnið ráði ekki við aðstæður í skólanum án þess að vandinn hafi verið greindur eða þá að ekki sé farið eftir þeim ráðlegg- ingum um úrræði sem í framhaldi af greiningu eru talin nauðsynleg. Skorti á sérfræðiþjónustu, stuðnings- og sér- úrræðum skólanna er jafnan um að kenna þegar ekki er markvisst brugð- ist við. Á meðan úrræðum félags- og menntakerfis er ábótavant má segja að sá hluti heilbrigðiskerfisins sem gera má tilkall til að veiti þjónustu á þessu sviði einkennist af skorti á fram- boði og óreiðu hvað skipulag varðar. Þrjá meginaðila má nefna hér til sög- unnar, í fyrsta lagi heilsugæsluna, í öðru lagi Miðstöð heilsuverndar barna og sérfræðinga á einkareknum stofum og í þriðja lagi sjúkrahúsþjónustu Barna- og unglingageðdeildar LSH (BUGL) og FSA. Ýmsir heilsufars- legir þættir geta vegið misþungt í vanda barna sem hegða sér illa eða bera merki tilfinningalegrar vanlíð- unar. Þroskaraskanir, sjúkdómar í miðtaugakerfi, skert skynjun, of- virkniröskun og þunglyndi má nefna sem dæmi um viðfangsefni heilbrigð- iskerfisins á þessu sviði. Grundvall- aratriði er að aðstæður í skóla séu í samræmi við þroska og getu og að barnið búi við forsvaranlegar heimilis- aðstæður. Flestar heilsugæslustöðvar sinna þessum heilsufars- vandamálum af litlum mætti eða algjöru magn- leysi. Örfáar undantekn- ingar eru þó til þar sem heilsugæslulæknirinn og hjúkrunarfræðingurinn eiga kost á nauðsynlegu samstarfi við sálfræðing, félagsráðgjafa og iðju- þjálfa en síður sér- fræðilækna á þessu sviði. Það varðar miklu um lífs- gæði þessara barna og fjölskyldna að geta leitað til slíkra fagaðila í sínu heimahéraði en færa má rök fyrir því að veigamestu brotalöm- ina í heilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga sé hér að finna. Sérfræðiþjónusta sjálfstætt starfandi lækna og annarra fagaðila er síðan óskilgreint eyland í óreiðunni. Eyland vegna þess að rekstrar- grundvöllur einyrkja á stofu býður ekki upp á nauðsynlegt svigrúm til að eiga nauðsynlegt samstarf við aðra fagaðila um leið og kostnaður við hverja komu er tiltölulega lítill í sam- anburði við sjúkrahúsþjónustu. Hér mætti nýta hagkvæmni einkarekstrar og þverfaglegt svigrúm sjúkra- húsþjónustunnar með því að taka upp svo kölluð ferliverk á göngudeild BUGL eins og í undirbúningi hefur verið á barna- og unglingageðdeild FSA. BUGL er skilgreind sem ein deilda innan eins af sviðum LSH, deild með göngu-, dag- og legudeildarþjónustu. Deildin getur aðeins sinnt broti af þeim hópi barna sem eiga við geð- og þroskaraskanir að stríða við allsendis ófullnægjandi aðstæður hvað varðar húsnæði og skipulagslega stöðu. Til stendur að bæta það fyrrnefnda enda deildin búið við óhentugt, illa farið og þröngt húsnæði um árabil. Ómet- anlegur stuðningur við þau áform hef- ur fengist hjá einstaklingum, fé- lagasamtökum, fyrirtækjum og síðast en ekki síst fórnfúsu framlagi ýmissa listamanna sem fram hafa komið á styrktartónleikum. Hvar kreppir þá skórinn? Svarið er ekki einfalt og fer eftir því hver er spurður. Hvert geta foreldrar eða kennarar leitað þegar barn hegðar sér eða líður illa? Svarið er að leitað er meira og minna tilviljanakennt til allra þessara aðila vegna þess að markviss verkaskipting milli þeirra er ekki til. Hver ber ábyrgð á óreiðunni sem hef- ur þróast ómarkvisst í áranna rás? Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki þann laga- og reglugerðarramma sem fé- lags- og menntayfirvöld hafa við að styðjast á þessu sviði en þeim ber skylda til að upplýsa fólkið í landinu um þá sýn og stefnu sem þau vonandi hafa um skipulag heilbrigðisþjónustu á þessu sviði. Lýst er eftir leiðakorti um óreiðustíga þess kerfis sem mæta á vanda hins stóra hóps barna og ung- linga sem búa við skert aðgengi að nauðsynlegri þjónustu sökum þeirrar óreiðu sem hér er lýst. Hvernig mæta á ónógu framboði þjónustunnar hlýtur síðan að þurfa að byggjast á því að til- tekið skipulag sé fyrir hendi. Svo er ekki. Óreiðustígar og skortur á þjónustu Ólafur Ó. Guðmundsson fjallar um stöðu geðheilbrigðisþjón- ustu fyrir börn og unglinga ’Skorti á sérfræðiþjón-ustu, stuðnings- og sér- úrræðum skólanna er jafnan um að kenna þeg- ar ekki er markvisst brugðist við.‘ Ólafur Ó. Guðmundsson Höfundur er yfirlæknir BUGL. a ð er Á að rangr- smik- far og jafn- grar dar - sem r rit- verið ðunar var- num. æk lög- m og ðli- vænst sem sína, i með rausti okkur m- l- kki m við gan uta- huga af kostgæfni, í anda þess sem seg- ir í Reykjavíkurbréfinu, til hverra ráða sé rétt að grípa. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fullvissa sig um að sá rammi lög- gjafar sem umkringir viðskipta- lífið sé hæfilegur og heilsteyptur. Við þá skoðun getum við stuðst við álitlegan hóp innlendra fræði- manna í þessum greinum og not- fært okkur reynslu annarra þjóða bæði í nágrenni okkar og víðar í heiminum. Þetta höfum við raun- ar reynt að gera, en spurningin er hvort þar verði enn um bætt. Þá skiptir það ekki minna máli að þær stofnanir landsins sem sjá um framkvæmd þessarar lög- gjafar séu vel í stakk búnar, starfi með réttum hætti og hafi yfir þeim fjármunum og því mannavali að ráða sem til þarf. Í því efni get- um við sömuleiðis stuðst við for- dæmi annarra þjóða og notið að- stoðar og ráðgjafar frá alþjóð- legum stofnunum. Við eigum ennfremur á að skipa meira úrvali menntaðs og reynds fólks en nokkru sinni áður sem ráðist geti til starfa á slíkum vettvangi. Það skiptir þó enn meira máli en opinberar aðgerðir hverju fyr- irtæki atvinnulífsins sjálfs og samtök þeirra geta komið til leið- ar. Hér er um framtíð frjáls at- vinnulífs í landinu að tefla, sem eigendur og stjórnendur þessara fyrirtækja hljóta að láta sig varða öðrum fremur. Þeir ættu því að hafa frumkvæði að því að efla gott siðferði og tiltrú með því að fyr- irtækin setji sér sjálf reglur um heilbrigða stjórnarhætti, byggðar á ráðgjöf sinna eigin samtaka. Í því efni skiptir samband yf- irstjórnar og framkvæmda- stjórnar meginmáli. Hlutverkum þeirra má ekki rugla saman. Skylda yfirstjórnar er að líta eftir framkvæmdastjórn, og eigendum getur gefist vel að leita að ein- hverju leyti út fyrir sinn eigin hóp til þess að gegna því hlutverki. Ástæða er til þess að endurskoð- unarfyrirtæki geri sérstaka gang- skör að því að skilgreina hlutverk sitt og stöðu, svo mjög sem starf- semi þeirra hefur verið í sviðsljós- inu víða um heim. Þá ættu hinir einkavæddu og ört vaxandi bank- ar að gera sem fyllsta grein fyrir því að þeir forðist liðsinni við æv- intýramennsku, noti ekki stöðu sína til að hafa áhrif á kauphall- arviðskipti og haldi launum for- stjóra sinna í eðlilegum skorðum, án kaupréttarhlunninda sem ekki þjóna þeim tilgangi sem ætlað var. Þá kemur að hlutverki blaða og annarra fjölmiðla við mótun heil- brigðs viðskiptalífs. Sá þáttur hef- ur aukist og eflst á undanförnum árum, enda ólíkt meira um mennt- að og þjálfað fólk en áður var og ærið rúm ætlað til þessara þarfa. Mikið vantar þó á að fjölmiðlar hafi getað gert það vel skiljanlegt sem verið hefur að gerast í ís- lensku viðskiptalífi að und- anförnu. Á meðan það hefur ekki tekist er varla von að stjórn- málamenn og allur almenningur geti náð áttum í umfjöllun vanda- samra og viðkvæmra mála. Svo aftur sé snúið að upphafi þessa máls, er vissulega ástæða til að spyrja hvort íslenskt viðskipta- líf sé á refilstigum. Það er skoðun okkar sem þessar línur ritum að við þeirri hætu eigi að bregðast á breiðum grundvelli þar sem sam- an fari vel ígrundaðar aðgerðir af opinberri hálfu og viðbrögð við- skiptalífsins sjálfs til þess að efla það traust og velsæmi sem er mesta auðlind hverrar þjóðar. ’… er íslenskt við-skiptalíf komið á ref- ilstigu? Erum við ef til vill að ganga í gegnum svipað ribbaldaskeið ungs kapítalisma sem Bandaríkin gerðu í byrjun tuttugustu ald- ar, Svíar nokkru seinna, og Rússar og aðrar þjóðir …‘ Jóhann er stórkaupmaður. Jónas er fv. bankastjóri. milli landfyllingarinnar og lands, hafi ekki hlotið góða umsögn Skipulagsstofn- unar, sem lagði til að ekki yrði farið í svo miklar landfyllingar. Því sé líklegra að svokölluð lágbrú verði lögð þvert á víkina, og líklegt að farið verði í hug- myndasamkeppni um hönnun á útliti brúarinnar, verði sú leið fyrir valinu. Hugmyndir um að byggja yfir hluta Sæbrautar Dagur segir að í þeirri vinnu sem framundan er við skipulag tenginga inn í gatnakerfi borgarinnar vilji menn ekki einskorða sig við þær hugmyndir sem þegar hafi komið fram, heldur sé allt opið. Til dæmis hafi sú hugmynd komið upp að byggja yfir Sæbrautina á ein- hverjum kafla á milli Miklubrautar og Kleppsmýrarvegs til að endurnýja tengsl Vogahverfis við Elliðaárvoga. Hugmyndin sé til skoðunar. lag Sundabrautar mun miðast við innri leið t hús þurfi að víkja Líklegt er að Sundabraut muni liggja á svokallaðri innri leið og verði haldin sérstök hugmyndasamkeppni um útlit brúarinnar, segir Dagur B. Eggertsson. Framkvæmda- svið Reykjavíkurborgar mun svo standa fyrir fundi um Sundabrautina 17. október nk. Ljósmynd/Borgarvefsjá líkindum mæta Sæbraut, en rvegur er nú. Borgaryfirvöld leggja mikið upp úr því að ekki verði bein leið í gegnum Voga- hverfi. Því gætu þeir sem ætla inn Skeið- arvog að leggja krók á leið sína, miðað við þessa hugmynd sem varð til við vinnu tæknimanna Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.