Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝVERIÐ luku Loftmyndir ehf. hnitsettri loftmyndatöku af öllu Ís- landi. Er þetta í fyrsta skipti sem landið er kortlagt af ís- lenskum aðilum. Áður hafði danska herfor- ingjaráðið ásamt bandaríska hernum kortlagt landið með tækni og nákvæmni þess tíma. Allt frá stofnun Loftmynda ehf. 1996 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að mynda og kortleggja Ísland með það að markmiði að búa þjóð- inni fullkomnari korta- grunn sem fullnægir ýtrustu kröfum um nákvæmni. Á hverju ári hefur arði af starfsemi fyrirtækisins verið varið í að mynda og kortleggja stærri hluta landsins og er nú svo komið að um 10 þúsund ferkílómetr- ar eru endurnýjaðir ár hvert. Í tilefni framangreinds áfanga gerðu Loftmyndir ehf. umhverfis- ráðuneytinu tilboð um yfirtöku á öll- um rekstri og skuldbindingum Landmælinga Íslands (LMÍ). Til- boðið gerir ráð fyrir þjónustusamn- ingi til 5 ára sem hefur í för með sér 500 milljóna króna sparnað fyrir skattgreiðendur. Strax á fyrsta ári samningsins munu Loftmyndir ehf. afhenda fullbúinn kortagrunn sem stenst þær nákvæmniskröfur sem gerðar eru til LMÍ. Jafnframt munu eiginlegir notendur fá gögnin endur- gjaldslaust til eigin nota en til sam- anburðar kostar hvert notendaleyfi fyrir gögn LMÍ 2,6 milljónir. Að auki munu Loftmyndir ehf. leggja til opið vefaðgengi fyrir almenning þar sem landsmönnum mun gefast kostur á að skrá upplýsingar um landa- fræði, sögu og menn- ingu. Slíkur vefur verð- ur kærkomin nýjung fyrir áhugafólk um ör- nefni og skráningu menningararfs þjóð- arinnar. Vænlegra er að op- inberir aðilar skilgreini sínar þarfir en feli einkaaðilum að keppast um að mæta þörfunum. Jafnframt ætti að forðast með öllu að skil- greina þarfir markaðarins með fyr- irskipunum um opinbera staðla og verklag þar sem markaðurinn sér um slíkt sjálfvirkt. Breytingar sem þessar munu ávallt kalla á vörn þeirra sem hags- muni hafa af óbreyttu kerfi. Fullyrð- ingar um að þessi eða hinn mála- flokkurinn sé svo mikilvægur og þarfir hins opinbera svo sérstakar að engin leið sé að fela einstaklings- framtakinu framkvæmdina. Eini raunverulegi munurinn felst þó í rík- isforsjá í stað markaðslögmála. Megináhersla Landmælinga Íslands hefur legið í að blása út stofnunina sem enn einn póstinn í opinberum eftirlitsiðnaði, með staðlagerð, er- lendum ferðalögum, ráðstefnusukki, vottun o.s.frv. Í raun flest annað en eiginlegar landupplýsingar. Framtíðarverkefni Nýverið skrifuðu Loftmyndir ehf. og Skipulagsstofnun undir samning sem kveður á um skönnun og skrán- ingu útlína allra skipulagssvæða. Samningur Fasteignamats ríkisins við Loftmyndir ehf. kveður á um hnitsetningu allra heimilisfanga og fasteigna á Íslandi. Að auki er nú unnið að staðsetningu allra lands- númera auk jarða- og lóðamarka frá sveitarfélögum og einstaklingum sem verða fyrstu gögn í væntanlega Landeignaskrá Íslands. Árið 2000 þegar Landmælingar Íslands hugðust ráðast í gerð Land- eignaskrár útlistaði forstjóri stofn- unarinnar mikilvægi landeignaskrár á þann veg að um „tímamótaverk- efni“ á sviði landmælinga og lands- kráningar væri að ræða. Undir fyr- irsögninni „Kjölfesta í starfseminni“ sagði að um væri að ræða „… grund- vallaratriði fyrir starfsemi LMÍ“. Undir fyrirsögninni: „Undirstaðan: Stafræn kort“ sagði „… það sem vantað hafi til þessa séu kort … sem geti leitt til þess að ónákvæm gögn fari í þinglýsingu. Mikilvægi þessa verkefnis ætti að vera augljóst og undirstaða þess að hægt sé að leysa það eru stafræn kort …“ Vonandi breytist ekki skoðun forstjórans þó svo að hans eigin stofnun muni hvergi koma nærri þessu verkefni í framtíðinni. Látum verkin tala Vafalaust spyrja margir hvernig getur einkafyrirtæki boðið jafn- rausnarlega, hvað búi að baki og mun fyrirtækið geta uppfyllt lof- orðin? Einfaldur samanburður á um- fangi og afrakstri Loftmynda og LMÍ gefur ágæta mynd af stöðu mála, allt er uppi á borðinu og ekk- ert falið. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur getið sér gott orð fyrir mestu lífs- kjarabætur í íslenskri hagsögu. Sú hagsæld hefur öðru fremur grund- vallast á afli einkaframtaksins. Þarf- ir hins opinbera felast í aðgengi að bestu gögnum og þjónustu sem í boði eru hverju sinni en ekki í fram- kvæmd slíkra hluta. Ríkisforsjá í landupplýsingum gagnast engum. Einkarekstur Landmælinga Íslands Arnar Sigurðsson fjallar um loftmyndatökur af Íslandi og einkarekstur þar að lútandi ’Flestir eru sammálaum að farsælast sé að hið opinbera forðist að stunda rekstur sem einkaaðilar geti séð um.‘ Arnar Sigurðsson Höfundur er markaðsstjóri Loftmynda ehf. Á LAUGARDAGINN gefst Kópa- vogsbúum færi á að velja forystu Framsóknarflokksins sem er for- ystuafl í bæjarmálunum í Kópavogi. Ég sækist eftir því að leiða listann og tyggja þannig áframhaldandi uppbygginu í bænum. Örugg fjár- málastjórn er grunnurinn Grunnur að vel- gengni bæjarins er ábyrg fjármálastjórn. Með áframhaldandi traustri stjórn á fjár- málum bæjarins, vax- andi tekjum og nið- urgreiðslu skulda skapast möguleikar til frekari uppbyggingar þjónustu á öllum svið- um. Gríðarleg uppbygg- ing hefur átt sér stað í aðstöðu fyrir ungt fólk til þess að sinna sínum áhugamálum. Öflugar félagsmiðstöðvar eru nú starfræktar í öllum skólum. Íþróttasalir og útivistarsvæði hafa stækkað og þeim fjölg- að. Ég sem foreldri tel mikilvægt að tryggð verði aðstaða fyrir börnin til að stunda holla og góða hreyfingu. Ég mun áfram beita mér fyrir því að ódýrt verði að stunda íþróttir í Kópavogi. Börnin eru framtíðin Með auknu sjálfstæði skólanna hef- ur það gefið þeim tækifæri til að sinna miklu þróunarstarfi og setja sér skýr markmið í anda skólastefnu Kópa- vogsbæjar. Við eigum góða gunnskóla með frábæru starfsfólki, það þarf að styrkja og efla enn frekar. Skóla bæj- arins, allt frá leikskóla upp grunn- skólann, á að reka í góðri samvinnu við foreldra og starfsfólk, þannig að börnunum okkar líði sem best í leik og starfi. Ég vil taka upp systk- inaafslátt fyrir foreldra sem eiga börn bæði í leikskóla og dægradvöl. Samhjálp Félagsleg samhjálp miðar að því að tryggja jöfn tækifæri ein- staklinga og fjölskyldna í lífsins leik. Fé- lagsþjónustan í Kópa- vogi á að mæta þeim þörfum sem fyrir hendi eru í samfélaginu hverju sinni. Hún á að vera það öryggisnet sem hægt er að leita til þegar eitthvað bjátar á í lífshlaupinu og vera sú stoð og stytta sem hægt er að treysta á þegar allt annað bregst. Áfram verður unnið að bættum hag aldraðra með enn frekari upp- byggingu á hjúkr- unarheimilum og byggð verði félagsaðstaða á Vatnsenda, sambærileg við Gullsmára og Gjábakka. Umhverfið í kringum okkur Vakning hefur orðið í umhverfis- og skipulagsmálum í Kópavogi á þessu kjörtímabili. Íbúar bæjarins eru orðnir virkir þátttakendur í skipulags- og umhverfismálum og vilja láta til sín taka á því sviði. Þetta á að efla enn frekar með fleiri opnum fundum um umhverfis- og skipulags- mál. Kópavogur er miðja höfuðborg- arsvæðisins, það sýnir ásókn fólks og fyrirtækja í bæinn. Ég mun beita mér fyrir því að áfram verði fjölbreytt og nægjanlegt framboð á bygging- arlóðum í Kópavogi og þjónustan frá sveitarfélaginu fylgi þeirri uppbygg- ingu. Kópavogsbær þarf á öflugum Framsóknarflokki að halda, það sýnir saga undanfarinna ára. Með því að teysta mér fyrir fyrsta sætinu á lista flokksins getið þið tryggt að Kópa- vogur verði áfram í fremstu röð. Kópavogsbúar hafa valið Eftir Ómar Stefánsson Ómar Stefánsson ’Félagslegsamhjálp miðar að því að tryggja jöfn tækifæri ein- staklinga og fjölskyldna í lífsins leik.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi og býður sig fram í fyrsta sæti B-listans. Prófkjör Kópavogur & '  (  )*+ )      ,  ( -'+     ,(       .  ($(     % / 0 (    .  ( ( .0     1  % 2 % 31 /( /( /( ( 2  (     !"  2* % 4 4 1 (  ( 11  ( #$    !  %  56(  3   0    ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. mbl.is smáauglýsingar ÞAÐ ER löngu kominn tími til að hinir tónelsku Vestfirðingar fái nýjan flygil í hið glæsilega menningarhús sitt, tónlistarsalinn Hamra á Ísafirði. Rúm sex ár eru liðin síðan Hamrar voru vígðir og hefur salurinn frá fyrsta degi hlotið mikið lof fyrir einstaklega fal- legan hljómburð. Bar- okkperlur, háklassík, nútímatónlist, djass, popp, rokk, kórsöngur, kammermúsík, nem- endatónleikar, tónlist- arnámskeið – allt hljómar þetta listilega í Hamrasalnum góða. Listamenn sækjast því eftir að koma vestur til tónleikahalds og Ísfirð- ingar eru iðnir að sækja tónleika sem og aðra menningarviðburði í salnum. Gamli Bösen- dorfer-flygillinn sem nú stendur í Hömrum hefur dyggilega þjónað hlutverki sínu sem tónleika- flygill Ísfirðinga í rúm 40 ár, en nú er hann farinn að láta verulega á sjá, bæði hvað varðar útlit og hljóm. Ljóst er að hann er ekki lengur fær um að uppfylla þær gæðakröfur sem nú- tímaáheyrendur og listamenn gera til slíkra hljóðfæra. Tónlistarlíf á Ísafirði hefur löngum staðið með miklum blóma og í augum landsmanna hefur tónlistin, ásamt fiskinum, verið eitt aðalauðkenni bæj- arfélagsins. Tónlistarfélag Ísafjarðar hefur starfað óslitið frá stofnun þess árið 1948 að eflingu tónlistarlífs á Ísa- firði, fyrst og fremst með uppbygg- ingu tónlistarmenntunar í bænum en einnig og ekki síður með öflugu og metnaðarfullu tónleika- haldi. Á þeim rúmlega fjórum áratugum sem liðnir eru síðan Bösen- dorfer-flygillinn var vígður hafa allir helstu píanóleikarar Íslands auk fjölmargra erlendra snillinga komið til Ísa- fjarðar, sumir þeirra margsinnis, og leikið á þetta gamla og virðu- lega hljóðfæri, sem einu sinni var eitt hið besta í landinu. Fyrir nokkrum árum stofnaði Tónlistarfélag Ísafjarðar sérstakan flygilsjóð og hafa sjóðn- um síðan borist ýmsar stórar peningagjafir svo að nú mun vera í honum talsvert á aðra milljón króna. Verð á Steinway-flygli í Hamra er á bilinu 6,5–8,5 milljónir króna eftir því hversu stór flygill verður fyrir valinu, en verð á flyglum hefur lækkað veru- lega á síðustu misserum vegna hás gengis íslensku krónunnar. Nú hefur Sunnukórinn á Ísafirði átt frumkvæði að sérstöku fjáröfl- unarátaki fyrir flygilsjóðinn sem hefst með styrktartónleikum í Ísa- fjarðarkirkju nk. sunnudag, 13. nóv- ember kl. 16.00. Tónleikarnir eru há- punktur menningarhátíðarinnar Veturnátta sem stendur yfir í Ísa- fjarðarbæ og er dagskráin fjölbreytt og glæsileg. Leitað hefur verið til fjöl- margra aðila um tónlistar- og skemmtiatriði á tónleikana og styrkt- arlínur í efnisskrá og hefur hvarvetna verið tekið afar ljúfmannlega í stuðn- ing við þetta verðuga verkefni. Nýr og vandaður flygill í Hömrum verður án efa mikil lyftistöng fyrir vestfirskt tónlistar- og menningarlíf. Það verður gífurleg hvatning fyrir vestfirska tónlistarmenn, vestfirska tónlistarkennara og -nemendur, að fá slíkt hljóðfæri til afnota og með til- komu þess verður enn eftirsókn- arverðara en áður fyrir íslenska og erlenda listamenn að halda hér tón- leika, tónlistarnámskeið og gera upp- tökur. Á síðustu árum hefur verulega aukist skilningur á hlutverki menn- ingar í íslensku atvinnulífi og mik- ilvægi skapandi atvinnugreina í hag- kerfinu, Vestfirðingar eiga ýmis vannýtt sóknarfæri í þessum geira at- vinnulífsins og með auknum stuðn- ingi við menningarlífið gæti Ísafjarð- arbær hæglega skapað sér ákveðna sérstöðu sem forystubær á þessu sviði. Slíkt myndi bæta mjög ímynd Vestfjarða og laða að skapandi ein- staklinga og fjárfestingar af ýmsu tagi. Listir og menning skapa oft auð þar sem menn eiga þess síst von. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að nýr og vandaður flygill mun ekki aðeins hleypa nýju lífi í vestfirskt tón- listarlíf heldur og hafa jákvæð áhrif á allt atvinnu- og efnahagsumhverfi á svæðinu. Ég leyfi mér því að skora á alla Vestfirðinga að mæta á styrktartón- leikana í Ísafjarðarkirkju og styrkja þar með málefni sem snertir hags- muni allra íbúanna á svæðinu um leið og þeir fá notið margs hins besta sem vestfirskt menningarlíf hefur upp á að bjóða. Þeir Vestfirðingar og aðrir tónlistarunnendur, sem ekki komast á sunnudaginn en vilja gjarnan leggja eitthvað af mörkum, geta lagt pen- inga inn á reikning flygilsjóðsins 0156-05-62251, kt. 650269-0209. Tónlistarbæinn vantar nýjan tónleikaflygil Sigríður Ragnarsdóttir fjallar um tónlistarlíf á Ísafirði ’Listir ogmenning skapa oft auð þar sem menn eiga þess síst von.‘ Sigríður Ragnarsdóttir Höfundur er skólastjóri Tónlistar- skóla Ísafjarðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.