Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 46

Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 46
46 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skúli Jónssonfæddist 21. júní 1938 í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Hann lést á Land- spítalanum 7. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Egilsson frá Stokkalæk, bóndi í Gunnarsholti og seinna á Selalæk, f. 31. júlí 1908, d. 23. júní 1992, og Helga Skúladóttir frá Keld- um, f. 21. nóv. 1902, d. 28. jan. 1947. Systkini Skúla eru: 1) Þuríður Eygló ræstitæknir, f. 1939, búsett á Sauðárkróki, gift Braga Haraldssyni húsasmíða- meistara. 2) Egill verkstjóri, f. 1942, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Helenu Weihe húsfreyju. 3) Helgi Svanberg bóndi í Lamb- haga, f. 1943, d. 1993, kvæntur Ás- gerði Sjöfn Guðmundsdóttur bónda. 4) Svanborg húsfreyja á Bjólu, f. 1945, gift Sæmundi Birgi Ágústssyni bónda. Hálfsystkini Skúla, þ.e.a.s. börn föður hans og seinni konu hans, Ólafar Bjarna- dóttur frá Böðvarsholti í Staðar- sveit, f. 2. okt. 1915, d. 31. júlí 2002, eru: 1) Bjarni bóndi á Selalæk, f. 1952, kvæntur Kristínu Bragadótt- ur skrifstofumanni. 2) Bjarnveig bóndi í Vesturholtum, f. 1954, gift Ármanni Ólafssyni bónda. 3) Bára bankastarfsmaður, f. 1955, búsett á Hellu, gift Árna Þór Guðmunds- syni, rafvirkjameistara. 4) Þórir bóndi á Selalæk, f. 1957, kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur launafull- trúa. 5) Viðar húsasmíðameistari, f. 1958, búsettur á Hvolsvelli, kvæntur Jónu Árnadóttur starfs- manni á Kirkjuhvoli. Skúli kvæntist 10. sept. 2005 Að- alheiði Auði Finnbogadóttur, fyrr- um starfsmanni á Reykjalundi, f. 1936, Sólvöllum 2 í Mosfellsbæ. Foreldr- ar hennar voru Finn- bogi Helgi Helgason, bóndi á Sólvöllum í Mosfellssveit, f. 1901, d. 1993, og Ingibjörg Bjarna- dóttir, f. 1901, d. 1979. Börn Aðal- heiðar og fyrri manns hennar, Ing- þórs Þórðarsonar, f. 1935, d. 1986, eru: 1) Guðrún Þóra, bóndi á Háafelli í Dala- sýslu, f. 1962, gift Finni Þór Har- aldssyni. 2) Ingunn sjúkraliði, f. 1964, búsett í Mosfellsbæ. 3) Þórð- ur þroskaþjálfi, f. 1966, búsettur í Danmörku, kvæntur Guðrúnu Þor- láksdóttur hjúkrunarfræðingi. 4) Ómar landslagsarkitekt, f. 1970, búsettur í Reykjavík. Störf tengd landbúnaði voru að mestu ævistörf Skúla. Hann var bóndi á Selalæk frá 1976, er kyn- slóðaskipti urðu á búinu. Tók hann við fénu, en bræður hans, Þórir og Bjarni, við kúnum, en áður hafði Skúli unnið mestmegnis við búskap föður síns og Ólafar á Selalæk. Skúli vann hjá Sláturfélagi Suð- urlands í Reykjavík veturinn 1966– 1967. Einnig vann hann við sauð- fjárslátrun hjá Sláturfélagi Suður- lands á haustin í fjölda ára meðan heilsan leyfði, nær alltaf sem verk- stjóri, fyrst á Hellu, síðan á Hvols- velli og síðast á Selfossi. Hann var hreppstjóri frá 1984 þangað til sú staða lagðist af fyrir nokkrum árum. Hann sat í hrepps- nefnd Rangárvallahrepps 1970– 1974. Einnig voru honum falin ým- is félagsmálastörf fyrir sveit sína og hérað. Útför Skúla fer fram frá Keldna- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegur Skúli okkar er farinn. Það er lítið sem maður getur gert þegar dauðinn bankar að dyrum og fyllist maður af vanmáttarkennd við að upplifa ástvin heyja baráttu við sjúkdóm og að lokum sæta ósigri. Það eina sem maður getur gert er að vera til staðar. Skúli kynntist Öllu fyrir 18 árum þegar hann var innlagður á Reykja- lund eftir veikindi. Þau felldu hugi saman en engum hefði dottið í hug að þau myndu kveðjast aftur í svipaðri aðstöðu 18 árum seinna, þá nýlega orðin hjón. Skúli var hlýr og góður maður. Hann var alltaf svo rólegur og okkur og börnunum leið alltaf vel í ná- vist hans. Hann átti ekki börn sjálfur en tók hann okkur og sérstaklega börnum okkar sem sínum eigin. Sunna og Dagur munu alltaf eiga góð- ar minningar úr heimsóknunum til Skúla afa í sveitina, þar sem farið var í fjárhúsin og keyrt um á traktor. Það var sko sport fyrir borgarbörnin. Skúli var voða hrifinn af litlu Líf okk- ar, sem líklega mun ekki muna eftir honum. Henni leist nú ekkert á hann liggjandi í rúminu, sagði bara „skamm“ og vildi fá hann framúr. Maður gat ekki annað en brosað þrátt fyrir kringumstæðurnar. Við eigum fínar myndir af þeim saman, sem við getum sýnt henni seinna. Skúli var berdreyminn og kíkti hann stundum í bolla. Þá varð hann dulur og þóttist stundum ekkert sjá eða vilja segja um það sem hann sá. Það var ekki fyrr en maður var að springa úr forvitni að maður fékk eitt- hvað að vita og margt sem hann sagði átti eftir að rætast. Kom fyrir að hann sá fyrir hluti sem hann vildi ekki sjá og fór hann því alltaf varlega í þessa hluti. Nú er hann svo farinn yfir móðuna miklu og erum við sannfærð um að hann mun vaka yfir okkur sem og öðrum ástvinum. Minningin um góð- an mann lifir alltaf í hjarta okkar og kveðjum við hann með þessum orðum úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til mömmu, tengdamömmu, ömmu og annarra ástvina Skúla. Þórður, Guðrún, Sunna, Dagur og Líf. Góður bróðir er genginn, minning- arnar hrannast upp í hugann og líða hjá. Myndir allt frá æskudögum okk- ar á Selalæk og til síðustu daga. Æska hans leið við skólalærdóm og önn dag- anna eins og venja var hjá börnum til sveita um miðbik síðustu aldar. Ekki var Skúli gamall er hann fór að hjálpa til við bústörfin, man ég sérstaklega eftir mynd af honum fimm ára göml- um, sem birtist á forsíðu Fálkans, þar sem hann var að flytja mjólkina frá Gunnarsholti á hestvagni í veg fyrir mjólkurbílinn, en foreldrar okkar bjuggu sín fyrstu búskaparár þar eða til vors 1946, er þau fluttu að Selalæk. Hann var elstur systkinanna og því lengi vel ein helsta stoð föður síns. Þá þótti ekki tiltökumál að börnin löbbuðu á hverjum degi í skólann, þótt um nokkra kílómetra væri að ræða. Þetta gerði Skúli þá tvo vetur sem hann var í Barnaskólanum á Strönd, þá 11 og 12 ára gamall. Var skóli í einn mánuð og síðan mánuður heima við lærdóm. Á morgnana fór hann fyrst í fjósið með föður sínum og klukkan átta var lagt af stað í skól- ann, sem byrjaði klukkan níu. Seinni partinn var haldið heimleiðis, kom jafnvel fyrir að leiðin reyndist villu- gjörn, væri kominn einhver bylur. Stundum man ég eftir föður okkar fara gangandi á móti skólabörnunum, Eygló og Skúla, þegar honum þótti veðrið í tvísýnna lagi. En allt bless- aðist þetta giftusamlega. Móðir okkar dó úr lömunarveiki í janúar 1947, lá hún banaleguna heima eins og títt var þá. Skúli var þá átta ára gamall. Sagði hann mér á seinni árum hvernig hann fylgdist með er sjúkdómurinn heltók hana stig af stigi. Gerði hann það með því að pota í fætur hennar, tilfinningaleysi þeirra færðist ofar og ofar dag frá degi. Mik- il reynsla og sorg hefur þetta verið honum sem og öðrum í fjölskyldunni. Í kringum fermingu var Skúli í læri í Fellsmúla hjá sr. Ragnari Ófeigs- syni. Varð það til þess að hann þurfti aðeins að vera tvo vetur í Héraðsskól- anum á Skógum, þaðan sem hann tók landspróf með góðum vitnisburði. Sagði hann seinna að hugur hans hefði staðið til frekara náms, en hon- um hefði ekki fundist hann geta farið að heiman. Pabbi var þá giftur aftur, börnunum fjölgaði og búið fór stækk- andi, svo að nóg var að gera. Tæknin var lítt farin að halda innreið sína á þessum árum, hestum var beitt fyrir heyvinnuvélar, traktor þó oftast not- aður til að slá, enda þótt líka væri slegið með orfum. Snúnings- og rakstrarvél kom nokkru eftir miðja öldina, um líkt leyti kom einnig grár Ferguson-traktor, sem þótti mikil bú- bót. Vann Skúli oft á honum, t.d. við slátt og við að ýta saman heyi í galta. Söng hann oft hástöfum við þessa iðju sína, heyri ég enn í huga mér söng hans, t.d. lagið: „O, my baby, I whisp- er…“. Skúli unni Rangárvöllum og þar var hugur hans. Vann hann á búi föður okkar, Jóns Egilssonar, og stjúpmóður, Ólafar Bjarnadóttur. Hann var liðtækur til verka og gott þótti Ólöfu að leita til hans, þegar þurfti að laga eða dytta að einhverju innanhúss. Oftsinnis fór hann að Stokkalæk til aðstoðar Sigurði föður- bróður sínum, t.d. er verið var að byggja fjós þar upp úr 1960. Árið 1976 stofnaði Skúli eigið bú á Selalæk, er kynslóðaskipti urðu á búinu. Tók Skúli við fénu, en yngri bræðurnir, Bjarni og Þórir, við kún- um. Árið 1984 hóf Skúli byggingu íbúðarhúss í túninu á Selalæk, spöl- korn frá því gamla. Voru þá faðir okk- ar og Ólöf ein eftir í gamla húsinu, sem Sigurður Guðmundsson frá Keldum byggði árið 1908. Voru þau búin að koma tíu börnum til manns í því og þau öll búin að taka flugið. Upp úr 1960 fór Skúli að vinna við sauðfjárslátrun hjá Sláturfélagi Suð- urlands á haustin, var hann um tíma fláningsmaður en seinna verkstjóri. Er sláturhúsið á Hellu hætti árið 1984 flutti Skúli sig með allmargt af sínu fólki á Hvolsvöll, þar sem S.S. hafði sláturhús í nokkur ár. Síðan fluttist sauðfjárslátrun á Selfoss og enn flutti Skúli sig um set með margt af sínu fólki. Þar var hann í nokkur haust. Þá var heilsa hans tekin að bila. Hann hafði fengið aðkenningu af heilablóð- falli árið 1988, en náði sér nokkuð vel eftir það. Í endurhæfingu á Reykja- lundi sama ár kynntist hann konu sinni, Aðalheiði Auði Finnbogadóttur, ágætri konu, sem vann þar. Reyndist hún honum stoð og stytta upp frá því til hinstu stundar. Slit í mjaðmaliðum hrjáði Skúla eins og suma ættmenn hans. Var skipt um þá báða með nokkurra mán- aða millibili. Gekk vel með annan, en illa með hinn og átti hann í miklum erfiðleikum þess vegna, náði sér í raun aldrei. Var honum þá stundum erfitt með bú sitt, en hann naut góðr- ar hjálpar bræðranna á Selalæk og annarra. Flestum þótti t.d. gaman að komast í kindarekstur hjá Skúla, er hann náði í fé sitt upp á Geitasand. Voru sum börn mín farin að tala um það með margra mánaða fyrirvara. Síðastliðið haust mættu hátt í þrjátíu manns til að taka þátt í því. Skúli var þá kominn á Landspítalann, en fylgd- ist með úr fjarlægð. Undanfarið hefur Skúli barist við krabbamein, undir lok ágústmánaðar var hann fluttur á Landspítalann. Vissi hann að hverju stefndi, átti jafn- vel til að hafa það í flimtingum. „Af hverju ertu að tala um framtíðarhorf- ur við alla nema mig?“ spurði hann lækni eitt sinn er læknir var á stofu- gangi. Skúli var maður sátta og samlynd- is, fjarri var honum að kvarta yfir smámunum, hann var alltaf tilbúinn til að gera gott úr hlutunum. Hann var gamansamur en orðvar og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni, en hann var dulur og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum. Dulræna hæfileika hafði hann einhverja og vissi stundum meira en aðrir. Sannfærður var hann um endurfundi síðar meir. Svanborg Jónsdóttir. Æðruleysi Skúla og rólyndi í veik- indastríði sínu var aðdáunarvert. Þegar stóð til að hann færi á sjúkra- hús síðustu daga ágústmánaðar kapp- kostaði hann að ljúka ýmsum verkum fyrir þá för. Sjúkrahúslega hans að þessu sinni var nokkuð löng en hon- um hrakaði stöðugt þar til yfir lauk. Á svona stundu leitar hugurinn til baka þegar ég var lítill drengur. Það var gott að leita til Skúla með ým- islegt. Ósjaldan fór ég með tafl til hans, raðaði því upp og bað hann að tefla. Eflaust hefur hann stundum verið þreyttur á því en aldrei sendi hann mig í burtu. Þegar skólagangan mín hófst kom oft fyrir að ég leitaði til hans með eitt- hvað sem ég skildi ekki og bað hann um að aðstoða. Hann hafði gaman af dönskunni, hún þvældist ekki fyrir honum og í stærðfræðinni var hann snillingur. Skúli var ósérhlífinn til vinnu og nægjusamur. Frekar gekk hann á eigin hlut en að láta halla á aðra. Árið 1976 hætti faðir okkar búskap, þá tók Skúli við sauðfjárbúskapnum en við Bjarni við kúabúskapnum. Frá miðjum sjöunda áratugnum og fram að því sem heilsan leyfði vann Skúli við sláturhússtörf á haustin, þessi vinna átti vel við hann. Auk þess sinnti hann ýmsum félagsstörfum í sinni heimasveit. Kæri bróðir, þú varst aldrei mikið fyrir orðmælgi um ágæti þitt og dug, kannski þess vegna set ég þessi orð á blað. Þú varst mér góður bróðir og fjölskyldu minni reyndist þú vel. Aðalheiður, ég votta þér samúð mína. Þórir Jónsson frá Selalæk. Síðustu vikur hefur hugurinn reik- að til baka og við fjölskyldan höfum verið að rifja upp ýmis skemmtileg at- riði í samskiptum okkar við Skúla. Oft sátum við Skúli yfir kaffibolla og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Mér fannst gott að leita til hans með ýmsa hluti og fá skoðanir hans á því sem ég var að sýsla við. Ég held að Skúli hafi verið einstak- ur stóri bróðir systkina sinna. Móðir Skúla lést þegar hann var tæplega 9 ára gamall og setti það mark sitt á hann. Mér fannst ég greina í orðum hans að ábyrgðartilfinning hans gagnvart systkinum sínum hafi byrj- að þá. Það bar oft á föðurlegri vænt- umþykju í rödd Skúla þegar hann var að tala um Svanborgu og yngri systk- ini sín en eftir að þau elstu fullorðn- uðust leit hann meira á þau sem jafn- ingja sína. Alveg fram á síðasta dag talaði Skúli um „litlu strákana“, þá var hann að tala um þá Viðar og Þóri sem er eiginmaður minn. Mér fannst þetta alltaf jafnyndislegt. Þetta minnti mig á það þegar pabbi var að spila brids við „strákana“, þá Ægi bróður sinn á Ægisíðu og tvo bræðrasyni. Ég hló oft að þessu því mér fannst þeir allir vera rígfullorðnir menn. Skúli fylgdist vel með því sem var að gerast hjá systkinabörnum sínum, það var iðulega hann sem færði okkur fréttir ef eitthvað var um að vera í stórfjölskyldunni. Skúli reyndist börnum okkar sem besti frændi. Eftir að langafi þeirra dó var hann eina afaímyndin sem þau áttu því þau voru ekki svo lánsöm að kynnast feðrum okkar Þóris. Skúli hafði stórt hjarta og þar var pláss fyr- ir marga, þessi afaímynd var þeim mikils virði. Elsku Skúli, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, þín er sárt saknað hér á okkar heimili. Ég votta Öllu innilega samúð á þessari erfiðu stund. Einnig sendi ég tengdafólki mínu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Guðný Sigurðardóttir frá Selalæk. Hann Skúli frændi minn á Selalæk verður borinn til moldar laugardag- inn 12. nóvember 2005 að Keldum á Rangárvöllum, bæ forfeðra okkar, 67 ára að aldri og allt of snemma. Á Keldum hvíla forfeður, frændlið hans margt og foreldrar. Helga móðir hans var fædd á Keldum og faðir hans, Jón Egilsson, á næsta bæ, Stokkalæk. Móðurforeldrar Skúla, Svanborg Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúp- verjahreppi og Skúli Guðmundsson, bjuggu á Keldum í hálfa öld og faðir Skúla, Guðmundur Brynjólfsson, bjó þar næstu 50 ár á undan. Þriðja kona Guðmundar, Þuríður Jónsdóttir frá Skarðshlíð, var langamma okkar Skúla á Selalæk. Helga móðir Skúla, kennari og list- ræn hæfileikakona, dó úr lömunar- veiki frá 5 ungum börnum aðeins 45 ára gömul í janúar 1947, nýflutt að Selalæk frá Gunnarsholti. Það voru erfiðir tímar fyrir ekkilinn og börnin ungu. Skúli bjó að þeirri lífsreynslu alla tíð. Hann var elstur systkinanna og varð aðalstoð föður síns við búskap- inn, áhugasamur, duglegur og sam- viskusamur og reyndar börnin öll, en meira þurfti til á stóru heimili. Um það leyti urðu þær breytingar á Keldum, að Lýður móðurbróðir okkar tók við búi þar ásamt Guð- mundi bróður sínum, en móðir mín, sem áður hafði búið í Bárðardal en flutt heim til Keldna eftir að hafa misst mann sinn, fór nú að Selalæk til aðstoðar ásamt Svanborgu móður sinni og sonum sínum tveimur, okkur Skúla Jóni, og var þar í tæp 2 ár, en þá fluttum við til væntanlegs eigin- manns hennar að Hemlu í Landeyj- um. Við bræður höfðum orðið hluti af Selalækjarheimilinu og eignuðumst þar dýrmæta þekkingu og reynslu og eilífðarvináttu systkinanna og heima- fólksins þar. Jón bóndi á Selalæk hafði verið í Hólaskóla og tók með sér nýjan tíma þaðan, nýja tækni við hey- skap t.d. sem við bræður tileinkuðum okkur og fluttum inn í búskapinn á Hemlu í Landeyjum eftir að þangað var komið og fáum árum síðar, þegar ég var orðinn pakkhúskarl á Rauða- læk í Holtum, átti ég þátt í innreið nýrra tíma í heyskapartækni þar í sveit, allt vegna áhrifanna frá Sela- læk. Á Selalæk var lífið óslitið ævin- týr. Við lærðum að taka til hendinni til aðstoðar á búinu og lifðum í fölskvalausri gleði og oftast nær sak- lausum uppátækjum frændsystkina- hópsins. Móðir okkar tók að sér kennslu hópsins heima á Selalæk vet- urinn eftir að hún kom. Við fórum svo að Strönd um vorið og tókum í barna- skólanum þar próf með ágætum ár- angri minnir mig og yfir okkur sat séra Arngrímur í Odda með bros á vör og hlýleg orð. Jón bóndi var hreppstjóri lengi og oddviti um skeið og að Selalæk áttu margir erindi að reka. Hreppsnefndarfundir voru haldnir í stofunni handan við þilið. Ég á erfitt með að ímynda mér hrepps- nefndarfundi nú á dögum jafn- skemmtilega og þeir voru hjá Jóni á Selalæk, Þórði Bogasyni, Magnúsi í Ártúnum, Ágústi á Hofi og Boga í Kirkjubæ. Að minnsta kosti man ég vel hlátursrokurnar sem glumdu svo snjallt að gamla steinhúsið hans Sig- urðar afabróður okkar frá 1908, sem var járnbent með skeifnajárni til að gera það sem öruggast gegn jarð- skjálftum, titraði við, fannst okkur, og við krakkarnir hermdum eftir hlát- ursrokunum, sem voru hver með sínu móti hjá hverjum og einum. Skúli var lengst fjárbóndi á Sela- læk en bræður hans tveir, Bjarni og Þórir, búa við kýrnar. Jörð og bústofn og búskaparhættir allt með miklum myndarbrag. Skúli var hreppstjóri lengi eftir föður sinn og verkstjóri við sláturhúsin á Hellu, svo á Hvolsvelli og síðar á Selfossi, og ýmsum trún- aðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína og hérað, alls staðar vel látinn, vel verki farinn og úrræðagóður. Skúli var meðalmaður á hæð og þykkur undir hönd en holdskarpur þó, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var dökkhærður, en hárið tekið að grána, augun gráblá með móleitu ívafi. Skúli var hugulsamur og hlýr en seintekinn til vináttu, dulur en vina- vandur og trölltryggur vinum sínum, frændrækinn. Hann var samviskusamur, strang- heiðarlegur og íhugull. Hann gekk ekki á aðra menn en varðist vel og var vopnfimur í orðaskaki. Skúli hafði átt við sjúkdómsáföll að stríða frá því að hann var fimmtugur og háði síðast með hetjuskap langa baráttu við þann óvin sem enginn sigrar og mætti skapadægri sínu með æðruleysi. Hann vissi fullvel að hverju stefndi, gerði jafnvel úr því góðlátlegt gaman með sínum hætti og sagði skrýtið að læknar greindu ekki SKÚLI JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.