Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 48

Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 48
48 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sverrir Stein-dórsson fæddist á Sólbakka á Sel- fossi 1. apríl 1938. Hann andaðist í Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfara- nótt föstudagsins 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Stein- dór Sigursteinsson bifreiðarstjóri, d. 14. febrúar 1986, og Guðbjörg Pálsdótt- ir, húsfreyja. Systk- ini Sverris eru: Páll Árnason á Selfossi, Sigursteinn Steindórsson á Hvolsvelli, Ingibjörg Jóna Stein- dórsdóttir á Selfossi og Gísli Steindórsson á Selfossi. Sverrir kvæntist Báru Stein- dórsdóttur frá Stokkseyri. Þau eignuðust þrjú börn: Guðbjörgu Dóru á Selfossi, Steindór á Sel- fossi og Ríkharð á Selfossi. Seinni kona Sverris er Sigríður Þóra Yngvadóttir frá Kollabæ í Fljóts- hlíð. Barnabörnin er átta, barnabarna- börn þrjú. Sverrir gekk í barna- og unglinga- skóla á Selfossi, og síðar Iðnskólann. Hann lauk ungur prófi í rafvirkjun og fékk meistararétt- indi í iðn sinni og starfaði við hana allar götur síð- an. Hann stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Rafgeisla hf. og rak það um nokkurra ára skeið. Frá því farið var að virkja við Búrfell starfaði Sverrir við virkj- anir. Útför Sverris verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku pabbi. Ég á þér svo margt að þakka. Þú kenndir mér margt og þú varst góður kennari. Þú varst heilsteyptur og raunsær, ráðvandur og maður orða þinna með sterka réttlætiskennd. Kletturinn í tilver- unni og fyrirmynd mín. Engum hef ég kynnst sem var jafnskipulagður og þú, alltaf allt í röð og reglu, allir hlutir á sínum stað. Það var margt sem þú hafðir gam- an af. Þú fékkst margar skemmti- legar dellur sem áttu hug þinn allan. Mér tókst að smita þig af einni dellu þegar ég var unglingur, frímerkja- söfnun. Það var skemmtilegur tími sem við áttum saman og í því eins og öðru gerðir þú allt vel, sparaðir ekk- ert til og valdir fallegar frímerkja- bækur, lést teikna á fyrsta dags um- slög og fleira svo safnið yrði sérstakt og hefði stíl. Ljósmyndadellan var líka skemmtileg, þú tókst endalaust myndir, stilltir okkur mömmu upp og við urðum að bíða þolinmóð eftir að þú næðir réttu myndinni. Auðvit- að höfðum við gaman af. En mestu ánægjuna hafðirðu af trjáræktinni, dugnaðurinn í ykkur Siggu við að planta trjám við bústaðinn ykkar var ótrúlegur. Ég man þegar ég kom þarna fyrst, það var ekki ein hrísla í landinu, en nú er þar stór skógur og þú talaðir um að það þyrfti að fara að grisja hann. Þú elskaðir allt sem við- kom gróðri og sagðir mér það eitt sinn að þú hefðir velt fyrir þér að læra skógrækt þegar þú varst yngri. Þú varst náttúrubarn. Ég átti margar góðar stundir með ykkur Siggu í bústaðnum. Þar var oft mikið fjör, grillað, hlegið og sung- ið. Ættarmótin í bústaðnum voru frábær, ein af þessum skemmtilegu hugmyndum sem þú áttir og gáfu líf- inu gildi. Þarna sameinaðir þú alla fjölskylduna eina helgi á sumri sem ég veit að okkur þótti öllum vænt um. Þarna lékum við okkur öll sam- an og skemmtum okkur fram á rauða nótt við ylinn frá varðeldinum, söngvatninu og gítarspilinu og sung- um. Við vorum líka hjá ykkur Siggu mörg áramótin og alltaf veittuð þið vel og þú varst hrókur alls fagnaðar, pabbi, alltaf hress og gerðir grín og dansaðir við barnabörnin. Þú hjálpaðir mér oft og margar voru vinnustundirnar sem þið Sigga gáfuð okkur þegar ég var í garðyrkj- unni og aldrei var slegið af. Þú reyndist mér vel á erfiðum stundum. Takk fyrir það, pabbi minn. Takk fyrir allt. Þú lifðir góðu lífi, pabbi, og komst þér vel fyrir, hugsaðir fyrir öllu, ferðaðist mikið bæði utanlands og innan. Líf þitt var bara alltof stutt og þú fékkst ekki að njóta elliáranna sem þú hafðir þó hlakkað til og skipulagt. Dugnaður og handlagni var eitt af því sem einkenndi þig og þú vannst í garðinum heima nánast allt fram á þann dag þegar þú lagðist inn á spít- alann. Þaðan sem þú áttir aldrei aft- urkvæmt, pabbi minn. Þau verða þung og erfið sporin mín og okkar allra í dag en þó lítil miðað við þá þrautagöngu sem þú gekkst í lokin. Já, þær eru margar minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu um þig, ljúfar en þó sárar í senn. Mig langar að skrifa svo miklu meira en þú varst ekki mikið fyrir væmni, pabbi, þoldir ekki væmnar bíómyndir, þær voru alltof ,,amerískar“ fyrir þig. Ég vona þó að þú fyrirgefir mér þessi skrif í minningu þína. Hvíldu í friði. Þinn Ríkharður. Í dag verður til grafar borinn elskulegur tengdafaðir minn, Sverr- ir Steindórsson, sem lést eftir stranga baráttu við þann illvíga sjúk- dóm sem að lokum varð honum að falli. Það var gríðarlegt áfall þegar þú greindist með krabbamein skömmu eftir að þið Sigga komuð heim frá Kanaríeyjum í febrúar. Þá höfðu bakverkir hrjáð þig um nokkurt skeið en engan óraði fyrir því sem í vændum var. Heilsu þinni hrakaði verulega á næstu vikum en ný von kviknaði er þú fórst í skurðaðgerð og geislameðferð í kjölfarið. Því miður var ekki hægt að komast fyrir meinið en allan tímann héldum við í vonina, þó veik væri stundum. Þú barðist hetjulega en allt kom fyrir ekki. Minningarnar streyma um hug- ann og erfitt er að halda aftur af tár- unum. Minningar úr afmælum okkar og barnanna, brúðkaupinu okkar, skírninni á alnafna þínum sem þú svo stoltur hélst undir skírn. Sam- verustundirnar með ykkur í sum- arbústaðnum ykkar í Brekkukoti en þær eru margar, ættarmótin þar, öll ferðalögin um landið sem þér þótti svo vænt um, áramótaveislurnar í Grundartjörninni og allar heimsókn- irnar, þessar „hversdagslegu“ sem skipta okkur svo miklu núna. Úr Brekkukoti á fjölskyldan margar góðar minningar. Ófáar eru ferðirnar sem farnar voru í bústað- inn til ykkar Siggu, oft gistum við hjá ykkur og skemmtum okkur með ykkur. Þá varst þú hrókur alls fagn- aðar, kunnir margar sögur og sagðir skemmtilega frá. Það var alltaf rausnarlega tekið á móti okkur og veitt vel jafnt í mat sem drykk. Fjöl- skyldan var þér mikilvæg og ættar- mótin þegar börnin þín, tengdabörn- in og barnabörnin komu saman höfðu fest sig í sessi. Þá voru leikir fyrir börnin, gengið á fjallið eða út í rétt, grillað, varðeldur, gítarspil og söngur og allir skemmtu sér vel, ungir sem aldnir. Þér var mikið í mun að mótið skyldi haldið sl. sumar þrátt fyrir að þú værir fárveikur og ættir ekki heimangengt, þú komst samt til okkar af vilja fremur en mætti og borðaðir með okkur og dvaldir fram eftir kvöldi. Áhugmál ykkar Siggu, útivist og ræktun hvers konar, sameinuðust í bústaðnum og ber Brekkukot þess vel merki. Aðdáunarvert er að sjá öll trén og blómin sem þið hafið gróð- ursett og hlúð að á þessum yndislega griðastað ykkar. Þar fékk náttúru- barnið í þér svo sannarlega að njóta sín til fulls. Snyrtimennska var þér í blóð borin og ber heimilið ykkar og garðurinn í Grundartjörninni þess glögglega merki jafnt og sumarbú- staðurinn. Síðustu árin hafið þið Sigga haldið okkur áramótaboð á heimili ykkar þar sem fjölskyldan öll kom saman, skemmti sér og fagnaði nýju ári. Áhugi þinn á landi og þjóð var mikill og kom það best í ljós á ferða- lögum ykkar Siggu um landið, en þið höfðuð skoðað nánast hvern krók og kima landsins. Þið nutuð svo sann- arlega þessara ferða, gistuð ýmist í sumarbústöðum, á hótelum, gisti- húsum, í tjaldvagninum ykkar eða jafnvel bara í litla kúlutjaldinu. Við Steindór, Andrea og Bára vorum svo lánsöm að fara með ykkur í sumar þessara ferða og eru þær ógleyman- legar. Þú hafðir einstaklega gaman af því að fræða okkur um þá staði sem við heimsóttum og oft fylgdu sögur með. Á daginn var keyrt um og skoðað en á kvöldin grillað, spjall- að saman og farnar gönguferðir. Síð- asta ferðin okkar saman sem farin var í fyrrasumar stendur mér ofar- lega í minni, ekki síst fyrir það að þá var litli alnafni þinn með í för aðeins tveggja mánaða gamall. Áttum við hjónin ánægjulega daga með ykkur og Báru okkar í Stykkishólmi í sann- kölluðu Mallorca-veðri, 25 stiga hita og sól. En lífið getur verið ósanngjarnt, tilhugsunin um að þú fáir ekki að njóta elliáranna með Siggu þinni er sár, en þú hlakkaðir svo sannarlega til þeirra. Að þú fáir ekki að njóta samvista við börnin þín og barna- börnin sem þér þótti svo vænt um, að Sverrir litli fái ekki að kynnast þér þegar hann eldist og þú að sjá hann vaxa úr grasi. En til stóð að þið Sigga færuð að passa hann í mars þegar ég fór aftur að vinna eftir fæð- ingarorlofið. Stórt skarð er höggvið í hópinn, en minningarnar um þig, elsku Sverrir, lifa um ókomin ár. Elsku Sigga, þú ert algjör hetja, það sýndi sig best í veikindum Sverr- is hversu yndisleg manneskja þú ert, hversu vel þú barst hag hans fyrir brjósti og hversu vel þú hugsaðir um hann í veikindunum, jafnt daga sem nætur. Missir þinn er mikill, þið vor- uð svo samstíga, svo miklir vinir og félagar í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur, svo sjálfum ykkur nóg. En okkur áttu alltaf að og við stönd- um saman sem áður. Ömmu Guð- björgu sendi ég hlýjar kveðjur, það er þér þungbært að horfa á eftir syni þínum, en hann hefur örugglega ver- ið kallaður til æðri starfa á öðrum stað. Elsku Steindór, Dóra, Rikki og fjölskyldur, missir okkar allra er mikill en minningin um elskulegan föður, tengdaföður og afa mun lifa í brjóstum okkar. Guð veri með okkur öllum á þess- um erfiðu stundum. Elsku Sverrir, takk fyrir sam- fylgdina og elskulegheitin í minn garð og fjölskyldu minnar alla tíð. Þín tengdadóttir Hjördís. Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður við mig. Það var svo gaman í öllum ferðalögunum sem við fórum í saman á sumrin. Og svo var alltaf svo gam- an að koma upp í Brekkukot til þín og ömmu Siggu og fara upp á fjall. Þér fannst svo gaman að labba upp á fjallið með mér og Andreu og sýna okkur allar plönturnar. Svo fórum við aftur niður og fórum í pottinn með heitt kakó og kex. Síðan löbb- uðum við svo oft í réttirnar með sóda-stream. Þegar ég fer að rifja þetta upp man ég eftir einni heimsókninni til ykkar. Það var mikil rigning en samt logn og ekkert kalt. Við fórum út að labba í rigningunni og fórum í polla- stríð. Við amma vorum saman í liði og þú varst einn á móti okkur báð- um. Það var ofboðslega gaman. Síðan eru það ættarmótin, það var alltaf svo gaman á þeim. Alltaf eitt- hvað að gera fyrir okkur börnin. Svo var brenna um kvöldið, það var lang- mesta stuðið. Það verður frekar skrítið á næsta ættarmóti að hafa engan ættarmóts- kóng, og engan afa. Það var líka alltaf svo gaman hjá okkur þegar við fórum í boccia. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Mér finnst leiðinlegt að þú getir ekki verið með okkur um áramótin, því það voru alltaf svo skemmtileg kvöld hjá ykkur ömmu. Ég á eftir að sakna þín mikið á áramótunum. Elsku afi, þú passaðir alltaf að engum leiddist og að enginn væri út- undan. Það var líka alltaf svo gaman þeg- ar þú komst heim frá útlöndum með gjafir handa okkur Andreu. Elsku afi, vonandi líður þér bara sem best þarna uppi. Þetta var bara best fyrir þig því þú varst orðinn svo veikur. Þó að þú sért farinn til himna áttu ennþá stóran stað í hjarta mínu. Ég á eftir að hugsa mikið til þín á ára- mótunum og á ættarmótum. Mér fannst alltaf svo gaman að kíkja í heimsókn til ykkar ömmu með fjöl- skyldunni minni. Þú varst frábær maður. Ég á eftir að sakna þín mikið. Þín Bára. Elsku afi, það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért bara farinn og komir aldrei aftur. Ég veit að þér líð- ur betur núna og ég reyni eins og ég get að sætta mig við að við hittumst aldrei aftur. Þú varst alltaf svo glað- ur og varst alltaf að fíflast í okkur krökkunum. Við fjölskyldan vorum oft með ykkur ömmu í útilegum á sumrin og svo var haldið ættarmót á hverju sumri þar sem öll stórfjöl- skyldan hittist yfir helgi uppi í sum- arbústað. Þessi ættarmót eru mér alltaf minnisstæð og sérstaklega það sem var haldið sumarið áður en þú veiktist. Við fórum alltaf reglulega upp í bústað til ykkar og það brást ekki að við Bára fórum í pottinn og þið amma komuð með heitt kakó og kex til okkar. Við löbbuðum oft í réttina eða á fjallið með soda-stream en þið áttuð alltaf alls konar soda- stream sem maður fékk bara hjá ykkur. Þú varst alltaf svo góður við mig og gafst þér alltaf tíma til að vera með okkur krökkunum. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Sofðu rótt, elsku afi minn. Þín Andrea. Elsku afi. Mikið eigum við syst- urnar eftir að sakna þín. Okkur þyk- ir svo vænt um þig. Þú varst svo æð- islegur og fjörugur afi. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þér og ömmu Siggu á áramótum, fara á áramóta- brennuna með þér, syngja og dansa við þig fram á nóttina. Þú varst alltaf svo glaður og hress. Og á sumrin hittist öll fjölskyldan á ættarmótum í bústaðnum þínum. Það var nokkuð sem við hlökkuðum alltaf svo mikið til og eitt það skemmtilegasta sem við gerðum á sumrin. Okkur fannst gaman að teikna handa þér myndir, þér fannst þær alltaf svo fínar og hrósaðir okkur fyrir þær. Það var líka notalegt að spjalla við þig. Þú varst alltaf svo áhugasamur um allt sem við sögðum þér, þú hlustaðir alltaf á okkur. Þú varst líka svo gjafmildur, elsku afi. Þakka þér fyrir allar þínar samveru- stundir með okkur. Við elskum þig og minningin um þig mun alltaf fylgja okkur. Erna og Lena Björg. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku afi, við sungum þetta nú stundum á litlu Brekkukotsættar- mótunum í bústaðnum. Þú varst svo duglegur að safna öllu fólkinu þínu saman og hafa gaman. Allir skemmtu sér vel, en það voru ekki síst barnabörnin og barnabarna- börnin sem skemmtu sér þar, þú varst svo mikill barnakarl. Þú hafðir svo gaman af því að gleðja alla og við barnabörnin nutum góðs af því. Þeg- ar við systur vorum litlar komu stundum tveir jólapakkar til hvorrar okkar. Þú keyptir líka alltaf eitthvað sniðugt handa okkur á ferðalögunum þínum í útlöndum. Einu sinni komstu með spánarkjóla, þá vorum við sko fínar. Skógurinn í kringum bústaðinn ykkar ömmu Siggu ber þess vitni hversu mikill garðyrkjumaður þú varst. Það var nú alltaf gaman að koma í bústaðinn til ykkar og okkur leið alltaf vel þar. Þegar þú veiktist varstu farinn að hlakka til að eyða tímanum þínum í bústaðnum og í ferðalög enda hætt- SVERRIR STEINDÓRSSON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.