Morgunblaðið - 12.11.2005, Side 53
björnsdóttir. Veitingar í boði sókn-
arnefndar eftir messu. Sjá Vefrit Keflavík-
urkirkju: keflavikurkikja.is
HNÍFSDALSKAPELLA: Guðsþjónusta á
Kristniboðsdaginn 13. nóv. kl. 11. Sunnu-
dagaskóli kl. 13.
STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Kristniboðs-
dagurinn. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14.
Ragnar Gunnarsson, kristniboði, prédikar.
Í lok athafnarinnar verður safnað fjár-
framlögum til kristniboðsins.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Óskar H.
Óskarsson og sr. Sólveig Halla Kristjáns-
dóttir. Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur
undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega
boðin velkomin.
GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og
messa kl. 11. Sr. Ragnar Gunnarsson
framkvæmdastjóri Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga prédikar. Sr. Arnaldur
Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Gler-
árkirkju leiða söng. Organisti er Hjörtur
Steinbergsson.
KFUM og KFUK, Sunnuhlíð, Akureyri.
Kristniboðsdagurinn. Kaffisala á vegum
Kristniboðsfélags kvenna í Sunnuhlíð til
ágóða fyrir kristniboðið í Eþíópíu og Kenýu
kl. 15 til 17. Kristniboðssamkoma kl. 20
um kvöldið. Ræðumaður sr. Ragnar Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga. Tekið verður á
móti gjöfum til kristniboðsins.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Kveðjusamkoma kl. 17
fyrir Erling Níelsson. Allir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta
kl. 20. 14. nóv, mánudag, kyrrðarstund kl.
18 og biblíulestur (skóli orðsins) kl.
20.30–21.30. Minni á námskeiðið Bæna-
bandið í Kirkjuselinu í Fellabæ 11. nóv. kl.
20–22.
VALLNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sókn-
arprestur.
KIRKJUBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 13. Allir velkomnir. Sókn-
arprestur.
PRESTSBAKKAKIRKJA á Síðu: Guðsþjón-
usta á kristniboðsdegi Þjóðkirkjunnar
sunnudag kl. 14. Þá heldur sóknin hátíð í
tilefni verkloka við Prestsbakkakirkju.
Prestur er séra Haraldur M. Kristjánsson.
Organisti er Brian R. Haroldsson. Kór
Prestsbakkakirkju syngur. Að guðsþjón-
ustu lokinni býður kirkjukór Prestsbakka-
kirkju kirkjugestum til kaffisamsætis á
Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Þar mun
Sigurður Harðarson arkitekt m.a. lýsa
kirkjunni og þeim viðhaldsframkvæmdum
sem nú er að ljúka. Er það von kirkjukórs-
ins og sóknarnefndar að sem flestir sjái
sér fært að líta upp úr haustönnum til að
gleðjast saman í kirkjunni og yfir kaffibolla
í tilefni verklokanna og vetrarkomunnar.
Fermingarbörn og forráðamenn þeirra sér-
staklega hvött til að mæta. Sóknarnefnd
Prestsbakkasóknar og séra Haraldur M.
Kristjánsson.
VÍKURKIRKJA í Mýrdal: Kvöldguðsþjón-
usta sunnudagskvöldið kl. 20. (Athugið
vel tímasetninguna.) Prestur er séra Har-
aldur M. Kristjánsson. Organisti er Kristín
Waage. Fjölmennum til kirkju að kvöldi
kristniboðsdags íslensku Þjóðkirkjunnar.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sér-
staklega hvött til að mæta. Haraldur M.
Kristjánsson, sóknarprestur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Nína María Morá-
vek. Kirkjuskóli barnanna er í Safn-
aðarheimili Oddasóknar á Hellu kl. 11 á
laugardögum. Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Guðsþjón-
usta nk. sunnudag kl. 13.30. Vænst er
þátttöku væntanlegra fermingarbarna og
aðstandenda þeirra. Söngkór Hraungerði-
sprestakalls syngur undir stjórn Inga Heið-
mars Jónssonar. Kristinn Á. Friðfinnsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa og altarisganga
kl. 11. Foreldrar fermingarbarna aðstoða
við athöfnina. Fermingarbörn og foreldrar
þeirra sérstaklega hvött til þess að koma.
Barnastund kl. 11.15. Léttur hádeg-
isverður að lokinni messunni. Tíðagjörð
þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Fyrirbæn
og tekið við bænarefnum. Kaffisopi á eft-
ir. Kirkjuskóli í Félagsmiðstöðinni við
Tryggvagötu þriðjudaginn 15. nóv. kl. 14.
Pabba- og mömmumorgunn miðviku-
dagann 16. nóv. kl. 11. Opið hús, spjall og
hressing. Fáum heimsókn frá Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands. Hulda Gestsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, fjallar um áhrif ung-
barnaóróa á mæður. Æskulýðsfélag Sel-
fosskirkju heldur fund í safnaðarheimilinu
fimmtudaginn17. nóvember kl. 19.30. Sr.
Gunnar Björnsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14.
Stokkseyringafélagið kemur í heimsókn.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Orgelstund kl. 17. Foreldramorgnar
á þriðjudagsmorgnum kl. 10–11.30 í
Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Þriðju-
daginn 15. nóv. ræðir Steina Ólafsdóttir,
sjúkraþjálfari, um hreyfiþroska ungbarna.
Sóknarprestur. HNLFÍ: Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11.
SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta verður
í Sólheimakirkju í Grímsnesi, sunnudag-
inn 13. nóvember kl. 14. Sr. Birgir Thom-
sen þjónar fyrir altari. Allir hjartanlega vel-
komnir.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 53
KIRKJUSTARF
Kristniboðsdagurinn
á sunnudag
ÁRLEGUR kristniboðsdagur þjóð-
kirkjunnar verður á sunnudaginn
kemur, 13. nóvember. Í tilefni dags-
ins hvetur biskup presta og söfnuði
til að nýta það tækifæri til að halda
á lofti málefnum kristniboðsins og
minna á þann mikilvæga þátt í lífi
og köllun kirkjunnar sem kristni-
boðið er.
Samband íslenskra kristniboðs-
félaga var stofnað árið 1929 og stóð
í fyrstu að baki íslenskum kristni-
boðum í Kína. Með valdatöku
kommúnista lokaðist landið og
stuttu síðar, eða árið 1954, hófu Ís-
lendingar starf í Eþíópíu, meðal
Konsómanna í suðurhluta landsins.
Um þrátíu Íslendingar hafa verið
þar að störfum í landinu á liðnum
50 árum, flestir í áratug eða lengur.
Starf lúthersku kirkjunnar, Mek-
ane Yesus, hefur vaxið gríð-
arlegalega og er hún ein af stærstu
og öflugustu lúthersku kirkjum í
heimi. Tvær íslenskar fjölskyldur
eru að starfi í landinu.
Árið 1978 hóf Kristniboðs-
sambandið starf í Keníu og þar eru
þrír fulltrúar þess nú við störf.
Megináherslan hefur verið á starf
meðal Pókotmanna í norðvest-
urhluta landsins.
Útvarpsguðsþjónusta dagsins er
frá Lindasókn í Kópavogi. Þar mun
Bjarni Gíslason kristniboði prédika
en séra Guðmundur Karl Brynj-
arsson þjóna fyrir altari. Kristni-
boðar og fulltrúar frá Eþíópíu taka
þátt í guðsþjónsutum víðar á höf-
uðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Sérstök hátíðarsamkoma verður
síðan í húsi KFUM og KFUK við
Holtaveg kl. 17. Hirut Beyene og
Kusse Kushosho frá Konsó í Eþíóp-
íu segja þar frá eigin lífi og starfi
og flytja hugleiðingu. Haraldur
Ólafsson kristniboði flytur upphafs-
orð og bæn. Allir eru velkomnir.
Tekið er á móti gjöfum til starfs-
ins í kirkjum landsins en þær má
einnig leggja inn á eftirtalda
bankareikninga: Hjá Íslandsbanka:
0515-26-2800, hjá Landsbanka:
0117-26-2800, hjá KB banka 0328-
26-2800 og hjá SPRON: 1153-26-
2800. Kennitala Sambands ís-
lenskra kristniboðsfélaga er
550269-4149.
Kvöldguðsþjónusta í
Þorlákskirkju
KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA með
Þorvaldi Halldórssyni nk. sunnu-
dagskvöld kl. 20. Julian Edward
Isaacs spilar við upphaf og lok sam-
komunnar. Létt tónlist og gleðiríkt
andrúmsloft. Einstakt tækifæri fyr-
ir alla aldurshópa. Vænst er þátt-
töku væntanlegra fermingarbarna
og aðstandenda þeirra. Prestur:
Kristinn Á. Friðfinnsson.
Seljasöfnuður 25 ára
HALDIÐ verður upp á 25 ára af-
mæli seljasafnaðar sunnudaginn
13. nóvember. Dagskrá dagsins
hefst á barnaguðsþjónustu kl. 11
þar sem m.a. börn úr KFUM og K
starfi kirkjunnar sýna listir sínar.
Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14.
Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup
prédikar. Sr. Valgeir Ástráðsson og
Sr. Bolli Pétur Bollason þjóna fyrir
altari. Barnakórinn og kór Selja-
kirkju leiða söng. Organisti Jón
Bjarnason. Hátíðarsamvera verður
kl. 20 með fjölbreyttri dagskrá. Hr.
Ólafur Skúlason flytur hugvekju og
tónlistarflutningur verður í hönd-
um kóra kirkjunnar. Guðmundur
Hjálmarsson, Guðmundur Hall-
varðsson og sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir flytja hátíðarávörp. Allir
velkomnir.
Basar Kvenfélags
Grensássóknar
Í DAG, laugard. 12. nóv., heldur
Kvenfélag Grensássóknar árlegan
basar sinn í safnaðarheimili Grens-
áskirkju frá kl. 14. Auk góðra muna
eru kökur á basarnum og einnig
selt vöfflukaffi.
Basarinn hefur um árabil verið
ein helsta tekjulind Kvenfélagsins
en fjármunir þess hafa allt frá
stofnun safnaðarins runnið til
góðra og þarfra verkefna í upp-
byggingu kirkjunnar og á vett-
vangi safnaðarstarfsins.
Nú síðast gaf Kvenfélagið söfn-
uðinum lýsingu til að lýsa upp gler-
listaverkið í glugganum á kórgafli
kirkjunnar en Kvenfélagið gaf
einnig á sínum tíma glerlistaverkið
sjálft sem er eftir Leif Breiðfjörð.
Kvennakirkjan í
Breiðholtskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guð-
þjónustu í Breiðholtskirkju sunnu-
daginn 13. nóvember kl. 20.30. El-
ína Hrund Kristjánsdóttir
guðfræðingur prédikar og er um-
fjöllunarefni hennar reiðin – er hún
góð eða vond? Kór Kvennakirkj-
unnar leiðir sönginn við undirleik
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og mun
syngja kröftuga söngva sem
Kvennakirkjan hefur látið semja
eða þýða. Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Fimmtudaginn 17. nóvember kl.
20 verður bókakynning í stofum
Kvennakirkjunnar að Laugavegi
59, 4. hæð, gengið inn frá Hverf-
isgötu. Þar munu þær séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir og Edda Andr-
ésdóttir kynna bók sína Auður Eir –
Sólin kemur alltaf upp á ný.
Ósýnilegi vinurinn í
Bústaðakirkju
Í BARNAGUÐSÞJÓNUSTU næst-
komaandi sunnudag 13. nóvember
kl. 11 mun STOPP leikhópurinn
flytja leikritið „Ósýnilegi vin-
urinn“. Leikrit þetta er fyrir alla
fjölskylduna. Allir velkomnir.
Almenn guðsþjónusta kl. 14.
Prestur: Sr Jón helgi Þórarinsson.
Kór Bústaðakirkju syngur. Org-
anisti: Guðmundur Sigurðsson.
Kristniboðsdagurinn í
Hallgrímskirkju
Á KRISTNIBOÐSDEGI þjóðkirkj-
unnar á sunnudag hefst dagskráin
kl. 10 á fræðslumorgni. Guðlaugur
Gunnarsson kristniboði fjallar um
efnið: Með fjölskyldu í framandi
heimi, en efni fræðslumorgnanna í
haust hafa flest fjallað um málefni
fjölskyldunnar.
Messa og barnastarf hefst kl. 11.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik-
ar og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Sigurði Pálssyni. Fermingarbörn
lesa ritningarlestra og bænir. Ung-
lingakór Hallgrímskirkju og
Barnakór Austurbæjarskóla og
Hallgrímskirkju syngja undir
stjórn Friðriks S. Kristinssonar.
Organisti verður Hörður Áskels-
son. Eftir messu er sem fyrr boðið
upp á kaffisopa.
Kvöldmessa, kristni-
boð og konur í Laug-
arneskirkju
EITT helsta einkenni Jesú frá Nas-
aret var það að hann iðkaði jafn-
ingjasamskipti við allt fólk. Hvar-
vetna sem kristni hefur náð fótfestu
í heiminum hafa jafnréttismál
kynjanna t.d. fengið nýjan hljóm-
grunn. Samt skortir mikið á að
kirkjan í landinu okkar iðki full-
komið jafnrétti kynjanna.
Í tilefni af kristniboðsdeginum
munu konur prédika í Laugarnes-
kirkju bæði í messunni kl. 11 og í
kvöldmessu kl. 20.30. Í þeirri fyrri
stígur Hildur Eir Bolladóttir guð-
fræðingur og æskulýðsfulltrúi safn-
aðarins í stólinn, en sóknarprestur
mun þjóna í sunnudagaskólanum í
hennar stað. Eftir þá messu verður
haldinn hinn árlegi Kökubasar
kvenfélagsins, þar sem ætíð er eftir
ýmsu að slægjast.
Við kvöldmessuna mun Ingibjörg
María Gísladóttir guðfræðinemi og
Bjarni Karlsson sóknarprestur
flytja samtalsprédikun og Arndís G.
Bernhardsdóttir guðfræðinemi og
safnaðarfræðari þjóna að ritning-
arlestrum og bæn ásamt hópi fé-
laga úr trúfræðslu safnaðarins. All-
ur talaður texti verður að þessu
sinni fluttur á máli beggja kynja.
Kór Laugarneskirkju syngur við
báðar messurnar, en um kvöldið
bætast í hópinn nokkrir djassleik-
arar, með Gunnari Gunnarssyni
organista og kórstjóra. Það verða
þeir Sigurður Flosason, Matthías
M.D. Hemstock og Tómas R. Ein-
arsson.
Tekið verður við samskotum til
íslenska kristniboðsins við Guðs-
þjónustur dagsins.
Fjölskylduhátíð og
kvöldmessa í Hafn-
arfjarðarkirkju
SUNNUDAGINN 13. nóvember er
kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar.
Þá verður boðið til fjölskylduhátíð-
ar sunnudagaskólanna í Hafn-
arfjarðarkirkju kl. 11 og lofgjörðar
og poppmessu um kvöldið kl. 20.
Við fjölskylduhátíðina kl. 11 mun
barnakór kirkjunnar syngja undir
stjórn Helgu Loftsdóttur við undir-
leik Önnu Magnúsdóttur og hljóm-
sveitin Gleðigjafar leika. Leiðtogar
sunnudagaskólanna munu stýra há-
tíðinni ásamt sr. Gunnþóri Ingasyni
sóknarpresti. Eftir stundina í kirkj-
unni er boðið upp á góðgæti í safn-
aðarheimilinu Strandbergi.
Hljómsveitin Gleðigjafar mun
leika fjörleg lofgjörðarlög í lof-
gjörðar- og poppmessunni kl. 20.
Prestur verður sr. Gunnþór Inga-
son en leiðtogar í æskulýðsstarfi
kirkjunnar munu lesa ritningarorð
og leiða bænir. Eftir messuna bjóða
fermingarbörn kirkjunnar til veislu
í Hásölum Strandbergs en þar verð-
ur ljósmyndum, sem teknar voru í
sumar- og haustferðum ferming-
arbarnanna í Vatnaskóg, varpað
upp á tjald.
Þess er vænst að þessi lofgjörð-
arkvöldmessa á kristniboðsdeg-
inum verði vel sótt af ferming-
arbörnunum og fjölskyldum þeirra
og öðrum sem vilja njóta hennar og
veislunnnar í Hásölum Strand-
bergs.
Sr. Friðrik Schram
prédikar á kristni-
boðsdegi í Grafar-
vogskirkju
Á morgun, kl. 11 mun sr. Friðrik
Schram, prestur Íslensku Krists-
kirkjunnar, prédika í Grafarvogs-
kirkju. Sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar fyrir altari. Organisti verð-
ur Gróa Hreinsdóttir. Barnakór og
Unglingakór kirkjunnar munu
syngja undir stjórn Oddnýjar J.
Þorsteinsdóttur.
Fermdur verður Tómas Freyr
Jóhannsson Gautavík 6. Barn borið
til skírnar. Oddur Thorarensen
syngur einsöng. Samskot tekin fyr-
ir Kristniboðssambandið.
Að messu lokinni verður boðið
upp á veitingar.
Safnaðarfélag Dóm-
kirkjunnar
FUNDUR í Safnaðarheimilinu að
lokinni messu sunnudaginn 13. nóv-
ember nk.
Fyrirlesari er dr. Sigurður Gylfi
Magnússon, sagnfræðingur. Safn-
aðarfélagið er opið öllum bæði
sóknarbörnum og öðrum velunn-
urum Dómkirkjunnar.
Félagsmenn hittast einu sinni í
mánuði yfir vetrartímann, hlýða á
messu og borða saman léttan há-
degisverð. Allir velkomnir.
Leyndardómar ást-
arinnar II
KFUM og KFUK í Reykjavík býður
til málfundar um leyndardóma ást-
arinnar laugardaginn 12. nóv-
ember, kl. 11–13, í húsi félagsins
við Holtaveg. Fyrirlesari er Hafliði
Kristinsson, fjölskylduráðgjafi sem
mun fjalla um efnið út frá fimm
tungumálum ástarinnar.
Hann hefur haldið fjölda fyr-
irlestra um þetta efni og hefur
mikla reynslu af að hjálpa fólki í
hjónabandserfiðleikum.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.