Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ítarlegri leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Spurt og svarað Ný íslensk leitarvél Á mbl.is hefur verið opnaður nýr íslenskur leitarvefur sem markar tímamót í sögu gagnasöfnunar á Íslandi. Vefurinn, sem ber nafnið Embla, er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum. Embla kann skil á beygingum íslenskra orða. Sé slegið inn orðið „hestur“ skilar hún einnig niðurstöðum úr texta sem inniheldur beygingarmyndirnar „hest“, „hesti“ og „hests“. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum. Emblaðu á nýju íslensku leitarvélinni á mbl.is. H ví ta h ús ið S ÍA / 45 52 ÞEGAR kínverska karlalandsliðið í skák hafði teflt 6 viðureignir í heims- meistarakeppni landsliða í skák, sem lauk nýverið í Beer-Sheva í Ísrael, hafði liðið 19½ vinning á meðan helstu keppinautar þeirra um gullið, lið Rússlands hafði 15½ vinning. Bæði lið áttu eingöngu eftir að taka þátt í tveim viðureignum í mótinu þegar hér var komið við sögu og því aðeins átta vinningar í pottinum. Í næstsíð- ustu viðureigninni lögðu Rússar kvennalið Kína 3-1 en kínverski karl- peningurinn tapaði fyrir Armenum 2½-1½. Þessi fyrsti ósigur Kínverj- anna á mótinu leiddi til þess að þeir höfðu tveggja og hálfs vinnings for- skot á lið Rússa fyrir lokaumferðina en liðin mættust þá í úrslitaviðureign þar sem Kínverjum dugði einn vinn- ingur til að tryggja sér heimsmeist- aratitilinn. Meðalaldur kínverska liðs- ins í lokaumferðinni var 23 ár á meðan Rússarnir höfðu á að skipa marg- reyndum ofurstórmeisturum. Á fyrsta borði gerði Xiangzhi Bu (2637) stutt jafntefli með hvítu gegn Peter Svidler (2740) en á öðru og fjórða borði tefldu Pengxiang Zhang (2613) og Zhang Zhong (2608) illa með svörtu gegn Alexander Grischuk (2720) og Evgeny Bareev (2675). Rússarnir nýttu sér þetta til fullnustu sem gerði að verkum að þeir voru komnir með tveggja vinninga forskot í viðureigninni. Þeir þurftu hinsvegar á einum sigri í viðbót að halda til að tryggja sér titilinn og má segja að úr- slit mótsins hafi ráðist í viðureign Hua Ni (2603) og Alexander Moroze- vich (2707). Hvítt: Hua Ni (2603) Svart: Alexander Morozevich (2707) 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. c3 Rf6 4. e5 Rd5 5. d4 cxd4 6. cxd4 d6 7. Bc4 Rb6 8. Bb5 Bd7 9. exd6 e6 10. O-O Bxd6 11. Rc3 Re7 12. Bd3 Bc6 13. De2 Rbd5 14. Hd1 O-O 15. Re5 Bxe5 16. Dxe5 Db6 17. Dh5 Rg6 18. Bxg6 hxg6 19. Dh4 Hvítur hefur ekki teflt í anda byrj- unarinnar heldur stefnt að því leynt og ljóst að einfalda taflið eins mikið og hann mögulega gat. Slíkt er sjaldan farsælt ef nauðsynlegt er að gera jafntefli því að eins og Kasparov benti á fyrir tveim áratugum er ákjósanleg- ast að tefla hvasst til sigurs þegar maður þarf á jafntefli að halda. 19... Rxc3 20. bxc3 Db5! Svartur stendur betur þar sem hann hefur góð tök á löngu skálínunni a8-h1 og hann hefur mun betri mögu- leika til að bæta stöðu sína en hvítur. 21. He1 Hac8 22. Dg3 Hfd8 23. h4 Df5 24. Bf4 f6 25. a4 Bd5 26. Bd6 Bxg2 27. Be7 Hd7 28. Bxf6 Bd5 29. Be5 Hf7 30. He3 a5 31. Hc1? Nauðsynlegt var að leika 31. f4 til að drottning hvíts tæki virkari þátt í vörninni. 31...Hc4! 32. f4 Hvítur varð að láta af hendi peðið þar sem eftir 32. Ha1 Hxa4! yrði hann mát eftir 33. Hxa4 Db1+. 32... Hxa4 33. Dg5 b5 34. Dxf5 gxf5 35. Kf2 Ha2+ 36. He2 Ha3 37. Hb2 Hb3 38. Hxb3 Bxb3 Hvítum hefur tekist að létta á stöð- unni og óvíst er að taflið sé tapað með bestu taflmennsku. 39. Ke3 Hd7 40. Ha1 a4 41. Kd2 Ha7 42. Bd6 Ha6 43. Ba3 Kf7 44. Ke3 Ha8 45. Kf2 Hh8 46. Hh1 Bd5 47. Hh3 Be4 48. Ke3 Hh6 49. h5 Ke8 50. Hg3 Hxh5 51. d5 g5! Snjall leikur sem kemur peðastöð- unni á hreyfingu á kóngsvæng. 52. dxe6 g4 53. Kd4 Hh3 54. Hg1? Tapleikurinn þar sem nú kemst g-peð svarts á g2. 54. He3 var eini leikurinn og er þá óvíst að svartur geti unnið taflið. 54...g3 55. Ke5 g2 56. Hd1 Hh1 57. Hd7 g1=D 58. Bd6 Bc6 og hvítur gafst upp og um leið urðu Rússar heimsmeistarar landsliða í skák. Það vakti athygli að keppnin skyldi snúast upp í einvígi Rússa og Kín- verja um gullið þar sem Ólympíu- meistarar Úkraínu höfðu yfir að ráða firnasterku liði. Þeir enduðu hinsveg- ar í fjórða sæti en Armenía nældi sér í bronsið. Lokastaða varð þessi: 1. Rússland 22 vinningar af 32 mögulegum. 2. Karlalið Kína 21½ v. 3. Armenía 18½ v. 4. Úkraína 17½ v. 5. Bandaríkin 16½ v. 6. Ísrael 14½ v. 7. Georgía 13½ v. 8. Kúba 13 v. 9. Kvennalið Kína 7 v. Í hnotskurn má segja að þessi keppni hafi heppnast vel og skákir mótsins hafi verið áhugaverðar og spennandi. Það verður fróðlegt að fylgjast með kínverskum skákmönn- um í framtíðinni og ekki ólíklegt að einhver þeirra komist í allra fremstu röð. Nánari upplýsingar um HM landsliða er að finna á heimasíðu mótshaldara, sbr. http://www.wcc- israel.com. Mót fyrir grunnskóla- nemendur í Grafarvogi Skákdeild Fjölnis heldur veglegt skákmót fyrir alla grunnskólanem- endur í dag, laugardaginn 12. nóvem- ber. Teflt verður á Torginu, verslun- ar- og þjónustumiðstöð í Hverafold og hefst mótið kl. 11. Um fimm umferða mót verður að ræða þar sem hver keppandi fær sjö mínútna umhugsun- artíma. Engin þátttökugjöld eru fyrir keppendur en verslunareigendur við Torgið í Grafarvogi eru velunnarar skáklistarinnar og veita vinninga til mótsins. Alþingismaðurinn og for- maður Fjölnis, Guðlaugur Þór Þórð- arson, verður gestur mótsins og leik- ur fyrsta leik þess. Unglingameistaramót Hellis Mánudaginn 14. nóvember nk. kl. 16.30. hefst Unglingameistaramót Hellis í húsakynnum félagsins, Álfa- bakka 14a. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og lýkur keppn- inni þriðjudaginn 15. nóvember. Mót- ið er opið öllum 15 ára og yngri en þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn Hellis en aðrir þurfa að greiða hóflegt þátttökugjald. Verðlaunagripir verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og bóka- verðlaun fyrir þau fimm efstu. Fyrir utan þetta verða einnig aukavinning- ar dregnir út. Rússneski björninn er seigur SKÁK Beer-Sheva í Ísrael HM LANDSLIÐA 31. október–11. nóvember 2005 Sergey Dolmatov, liðsstjóri Rússa, fagnar sigri á HM með liði sínu. HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.