Morgunblaðið - 12.11.2005, Side 60
60 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er enginn eins og þú. Þess vegna
þarftu að leggja sérstaklega mikið á þig
til þess að geta sett þig í spor þeirra sem
þú vilt hafa áhrif á. Þín mikla þörf fyrir
að hjálpa öðrum verður ofan á.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Einhver sem passar ekki inn í fjöl-
skyldumynstrið er með fótinn í dyra-
gættinni. Gakktu á undan með góðu for-
dæmi og gefðu þeim sem ekki virðast
eiga það skilið annan séns. Samúðin fær-
ir þér heppni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Möguleikarnir eru óteljandi en tvær
leiðir til þess að eyða tímanum blasa við.
Tvíburinn verður tvístígandi framan af
en ákveður loks hvað er fyrir bestu og
fylgir því eftir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er líklega önnum kafinn við að
taka á móti gestum og leita leiða til þess
að hafa ofan af fyrir fólki. Þess vegna er
hann hinn fullkomni gestgjafi, hann spá-
ir fyrst í hverjum hann ætlar að bjóða og
reynir svo að skapa þannig stemningu að
fólk njóti sín.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Fyrsta manneskjan sem þú laðast að er
ekki endilega sú eina rétta fyrir þig.
Ekki láta tilviljanir ráða sköpunarferl-
inu, heldur val. Vertu viss um að mann-
eskjan sem þú velur þér uppfylli kröf-
urnar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan hefur mikið að hugsa um og er
mitt í hringiðunni. Hún er ekki viss um
hvað henni á að finnast. Ekki örvænta
þótt þú áttir þig ekki strax á lærdómnum
sem þú þarft að draga eða tilfinningum
þínum. Slakaðu á, allt hefur sinn tíma.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Lífið er bið, eins og skáldið sagði. Líttu
svo á að þú sért að eyða tímanum í að
bíða eftir næsta gæfuspori. Og notaðu
tækifærið til þess að gera þig meira að-
laðandi í augum væntanlegs ástvinar,
viðskiptavinar o.s. frv.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Lífið býður upp á skemmtilega opinber-
un sem hugsanlega tengist fyrrverandi
maka. Þú hefur svo sannarlega breyst,
og ert örugglega vitrari en áður. Þú
munt hafa gríðarlegt vald á huganum í
kvöld og bara hugsa eitthvað jákvætt um
fólk.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er kallaður til en getur
ekki gert gæfumuninn einn síns liðs.
Hóaðu eftir liðsauka og gefðu skýr fyr-
irmæli. Lestu einhverjum lífsreglurnar í
kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er tryllingslega aðlaðandi
núna og hefur meira vald í samskiptum
en hún veit hvað hún á að gera við. Þú
ert heppin í ástum ef þú gerir þér engar
hugmyndir fyrirfram.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Skyndilausnir eru tímabundnar, eðli
sínu samkvæmt. Hugsaðu langt fram í
tímann í dag, það klikkar ekki. Berðu þig
eftir lausn sem er nokkurn veginn var-
anleg. Fjármálin kalla á hagnýta ákvörð-
un sem þú átt erfitt með, sýndu hug-
rekki.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn er bara alls ekki í sparnaðar-
ham. Hann vantar tiltekna hluti og vill fá
þá strax. Gerðu ráðstafanir sem hindra
að þú missir þig í peningamálum. Meyja
getur hjálpað við að búa til skynsamlega
áætlun.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Framtakssemi er verð-
launuð þegar tungl er í
hrúti, þeir sem taka af
skarið fá að stjórna, koma hugmyndum
sínum í verk og leiða hóp hæfra ein-
staklinga. Það er sama hvort þú ert í
miðju verkefni, að fara að halda veislu
eða leggja á borð, sjálfstraustið er lykill-
inn að því að gera eitthvað sem hefur
áhrif eða jaðrar jafnvel við listfengi.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 syfjuð, 4 fánýti,
7 gröf, 8 afla, 9 læsing, 11
fréttastofa, 13 þari, 14
fugl, 15 strítt hár, 17
veisluréttur, 20 óræsti,
22 leynibrall, 23 sjúga, 24
kveðskapur, 25 afrennsli.
Lóðrétt | 1 umfram allt, 2
skríkjur, 3 gjóta, 4 helgi-
dóms, 5 færa rök að, 6
flatfótur, 10 sammála, 12
móðuþykkni, 13 á húsi,
15 drekkur, 16 auðugum,
18 skrifar, 19 stöðvun, 20
eirðarlaus, 21 svikul.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tómstunda, 8 stétt, 9 bólur, 10 tía, 11 rétti, 13
rauða, 15 hvarf, 18 ónáða, 21 lið, 22 glaða, 23 iðinn, 24
tilgangur.
Lóðrétt: 2 órétt, 3 setti, 4 umbar, 5 dollu, 6 ósar, 7 trúa,
12 tær, 14 ann, 15 högg, 16 ataði, 17 flagg, 18 Óðinn, 19
álinu, 20 agna.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Fella- og Hólakirkja | Breiðfirðingakórinn,
Íslandsbankakórinn og VÍS-kórinn verða
með sameiginlega tónleika kl. 17. Fjölbreytt
efnisskrá. Miðaverð kr. 1.000, frítt fyrir
börn innan 12 ára.
Grundarkirkja | Björn Thoroddsen og fé-
lagar flytja tónsmíðar Björns byggðar á
sálmalögum Lúters kl. 15–16.
Háteigskirkja | Tónleikar strengjasveita
Tónlistarskólans í Reykjavík kl. 14. Verk eft-
ir Britten, Walton og Shostakovich. Að-
gangur ókeypis.
Hótel Geysir, Haukadal | Þuríður Sigurð-
ardóttir fagnar 40 ára söngafmæli á ein-
stökum tónleikum þar sem hún, ásamt tón-
listarmönnunum Magnúsi Kjartanssyni og
Jóhanni Ásmundssyni, rifjar upp dæg-
urlagaperlur sem hljómað hafa í flutningi
söngkonunnar á 40 ára ferli. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.
Íslenska óperan | Tökin hert (The Turn of
the Screw), Benjamin Britten. Leikstjóri:
Halldór E. Laxness. Hljómsveitarstjóri:
Kurt Kopecky. Einsöngvarar: Hulda Björk
Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturlu-
dóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ísak
Ríkharðsson. Sjá: www.opera.is.
Vélasalur Tónlistarskólans | Lúðrasveit
Vestmannaeyja heldur sína árlegu styrkt-
arfélagatónleika kl. 16 í vélasal Listaskól-
ans. Efnisskrá mjög fjölbreytt. Fram koma
ma. Jóhanna Wlaszczyk píanóleikari og
Anna Cwalinska söngkona. Aðgangseyrir
er 1.000 kr. Frítt fyrir börn og nemendur
Tónlistarskólans.
Myndlist
Akranes | Einar Hákonarson. Ath. lokað
sunnudag 13. nóv.
BANANANANAS | Hildigunnur Birg-
isdóttir til 26. nóv.
Byggðasafn Árnesinga | Á Washington-
eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka.
Café Cultura | Róbert Stefánsson. Ljós-
myndir frá Hróarskeldu. Til nóvemberloka.
Café Karólína | Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir. Til 2. des.
Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram
streymir. Út nóvembermánuð.
Gallerí + | Haraldur Ingi Haraldsson til 27.
nóvember.
Gallerí 100° | Einar Marínó Magnússon.
Bryndís Jónsdóttir. Opið mán.–fös. 8.30 til
16.
Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26.
nóvember. Opið fim.–lau. 14 til 17.
Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des.
Gallerí Lind | Ólöf Björg Björnsdóttir er
listamaður nóvembermánaðar.
Gallerí Sævars Karls | Guðrún Nielsen.
Skúlptúr „Tehús og teikningar“ til 17. nóv.
Gallery Turpentine | Arngunnur Ýr og Am-
anda Hughen.
Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv.
Grafíksafn Íslands | Svanhvít Sig-
urlinnadóttir, Hreyfing og gleði til 13. nóv.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar.
Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des.
Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía
Magnúsdóttir til 6. desember.
Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir til 15. nóv.
Jónas Viðar Gallerí | Sigríður Ágústs-
dóttir til 13. nóv.
Karólína Restaurant | Óli G. til loka apríl
2006.
Kling og Bang gallerí | Unnar Örn J. Auð-
arson til 4. des.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið-
jónsson til 23. des.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Til 12. febrúar 2006.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími
Romanov-ættarinnar. Til 4. des.
Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til
4. des.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð-
rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun-
blóm til 27. nóv.
Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10
listakonur.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun-
björk til 20. nóv.
Næsti bar | Sýning um Gamla bíó. Hug-
myndir listamanna. Til miðs nóvember.
Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón
Laxdal – „Tilraun um mann“.
Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason
– Himinn, haf og allt þar á milli. Til 20. nóv.
Smekkleysa plötubúð – Humar eða frægð
| Þorsteinn Otti Jónsson sýnir „Börn Pal-
estínu“.
Svartfugl og hvítspói | Björg Eiríksdóttir –
Inni – til 13. nóv. Opið alla daga kl. 13–17.
Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til
áramóta.
Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir
Hjörtur Hjartarson málverk.
Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós-
myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907
og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv.
Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor-
grímsson.
Leiklist
Iðnó | Söngfarsinn Gestur – síðasta mál-
tíðin í Iðnó kl. 20. Miðapantanir í síma
562 9700 og á indo@xet.is. Frábær
skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.
Bækur
Borgarbókasafn – aðalsafn | Í dag verður
bókaveisla Síung haldin í Borgarbókasafni
Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Veislan hefst
kl. 13.30 og lýkur kl. 17. Höfundar, þýðendur
og fleira listafólk lesa úr nýjum bókum fyrir
börn á öllum aldri. Töfrandi leynigestur lít-
ur inn.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Þjóð-
skjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn
Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land
allt taka þátt í norrænum skjaladegi með
margvíslegum hætti. Á www.skjaladagur.is
er sýning á skjölum, getraun og fróðleikur.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánudaga í
vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Vel-
komin. www.gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið,
íslenskt bókband. Hægt er að panta leið-
sögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og
menning býður alhliða hádegis- og kaffi-
matseðil.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt
bókband gert með gamla laginu, jafnframt
nútímabókband og nokkur verk frá nýaf-
staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýn-
ingin er afar glæsileg og ber stöðu hand-
verksins fagurt vitni. Félagsskapur
bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn
setti sýninguna upp.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn-
ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla
daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Skagfirðingurinn Hörður G.
Ólafsson í kvöld.
Café Aroma | DJ Júlli 15 skemmtir gestum.
Aðgangur ókeypis.
Café Rosenberg | Robin Nolan-tríóið spilar
í kvöld.
Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla
helgina. Hljómsveitin Public heldur uppi
stuðinu í kvöld.
Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties í kvöld.
Stuðið hefst kl. 23.
Lundinn | Hljómsveitin Tilþrif spilar í kvöld.