Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ný Íslensk heimildarmynd sem
hefur farið sigurför um heiminn
Sýnd kl. 5.30 B.i. 12 ára
Africa
United
S.V. Mbl.
TOPP5.is
Ó.H.T. Rás 2
S.k. Dv
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 10.40 B.i. 16
Sá beSti í branSanum
er mættur aftur!
hörku spennumynd frá
leikstjóra 2 fast 2 furious
og boyz´n the hood
Þeir voru leiddir
í gildru...
nú þarf einhver
að gjalda!
Sýnd kl. 5.45 og 10.30 bi. 16 ára
Hún er besti vinur þinn
og versti óvinur þinn Hún
er eina persónan sem þú
getur ekki verið án
Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential
og handritshöfundi Erin Brockovich
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára
MBL
TOPP5.IS
TOPP myndin á Íslandi Í 2 ViKUR
TOPP myndin á Íslandi Í 2 ViKUR
MMJ Kvikmyndir.com
MBL TOPP5.IS
Sýnd kl. 3, 8 og 10.15 B.i. 14 ára kl. 3, 5.40, 8 og 10.20
„Frábær
kvikmynd,
áhugaverðari
og fyndnari
en flestar
þær sem
boðið hefur
verið upp á
undanfarið“
MMJ
Kvikmyndir.com
Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn.
Hún er eina persónan sem þú getur ekki verið án
Sýnd kl. 3, 5.30 og 8
Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential
og handritshöfundi Erin Brockovich
Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 3 og 8
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal
Sjóðheit spennumynd með
ofurtöffaranum PaulWalker og
hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
Þetta var hið fullkomna frí
þangað til þau fundu fjársjóðinn!
Þetta var hið
fullkomna frí
þangað til
þau fundu
fjársjóðinn!
Miðasala opnar kl. 13.30
Sími 564 0000
Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul
Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
SÖNGKONAN Regína Ósk er að
góðu kunn, hún hefur komið víða við
síðustu árin. Platan sem hér um
ræðir, sem ber nafn söngkonunnar,
er þó hennar fyrsta sólóplata. Plat-
an inniheldur þrettán lög, þar af tíu
gömul (misgömul þó) sem öll ku
vera í miklu uppáhaldi Regínu. Hin
þrjú eru hins vegar ný; „I saw you“
eftir Ragnheiði Gröndal, „The sun-
light of my eyes“ eftir Þóru Gísla-
dóttur og „Mother“ eftir Regínu og
félaga.
Hér er valinn maður í hverju
rúmi, öll vinnubrögð eru fyrsta
flokks, hvort sem varðar flutning,
hljóðfæraleik eða hljóðritun, og er
hljómburður plötunnar sérlega góð-
ur. Hins vegar vantar hér einhvern
neista til að kveikja almennilega í,
að platan rífi sig upp úr flatneskj-
unni sem óneitanlega er ríkjandi á
köflum. Hér er um að kenna útsetn-
ingum sumra laganna, þar sem al-
gjörlega er reynt að sigla milli skers
og báru og litlu bætt við það sem
áður hefur verið gert.
Að gefa út plötu með lögum ann-
ara er hið besta mál ef tónlist-
armaðurinn bætir einhverju við frá
eigin brjósti, gefur eitthvað af sjálf-
um sér í lagið, túlkar það á sinn
hátt. Ef þetta er ekki fyrir hendi
verður útkoman aldrei annað en
karaoke-plata sem í besta falli getur
talist boðleg dinnertónlist. Því mið-
ur er svolítill karaoke-þefur af
nokkrum laganna á þessari plötu.
„Alamaz“ eftir
Randy Crawford
er t.d. hér í nán-
ast óbreyttri
mynd, sem og
„Ástarsorg“ Jó-
hanns Helgason-
ar, sem er frábærlega flutt en í
mjög hefðbundnum búningi. Svo
eru það þessar R&B-skotnu útsetn-
ingar á t.d. Yazoo-laginu „Only
you“, sem „The Flying Pickets“
gerðu ódauðlegt, og Air-laginu „All
I Need“ sem eru ekki alveg að gera
sig, lögin hljóma ágætlega í byrjun
en verða frekar leiðigjörn þegar á
líður.
Sönghæfileikar Regínu eru óum-
deilanlegir, hún er sannarlega
glæsileg söngkona hvernig sem á
það er litið. Það sem hana hins veg-
ar skortir áþreifanlega er meiri kar-
akter. Söngur hennar er nánast full-
kominn en þrátt fyrir það gæti
þetta verið nánast hver sem er.
Þetta á þó ekki við í lögunum „I saw
you“, „Mother“ og „Ástarsorg“ þar
sem glittir í áðurnefndan karakter,
sem vonandi á eftir að koma meira
fram síðar. Tvö af fyrrnefndum lög-
um eru reyndar, ásamt „The sun-
light of my eyes“, frumsömdu (þ.e.
ekki tökulög) lögin á plötunni, og
eru það lögin sem skilja mest eftir
sig, og reyndar er lagið „Mother“
án nokkurs vafa besta lag plöt-
unnar. Regína ræðst ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur með laginu
„Ástarsorg“, því sennilega er eðl-
isfræðilega útilokað að syngja það
betur en Ragnhildur Gísladóttur
gerði á sínum tíma, en Regína skilar
því með sönnum glæsibrag. Það há-
ir því hins vegar hve svipuð útsetn-
ingin er þeirri upprunalegu svo að
samanburður er óhjákvæmilegur og
getur aldrei orðið hagstæður því
enginn fer í skó yfirgrýlunnar.
Í heild er þetta hin ágætasta
plata, hugljúf og einlæg. Þetta eru
óskalögin hennar Regínu framreidd
af natni og virðingu.
Óskalög Regínu
TÓNLIST
Geisladiskur
Söngkonan Regína Ósk hefur sent frá sér
sína fyrstu sólóplötu. Með Regínu leika
þeir Jón Ólafsson (píanó/orgel), Róbert
Þórhallsson (bassi), Guðmundur Pét-
ursson (gítar), Jóhann Hjörleifsson
(trommur/slagverk) og Sigurður Flosa-
son (þverflauta). Einnig koma fyrir margir
fleiri, s.s. Ragnheiður Gröndal (píanó),
Samúel J. Samúelsson (trompet),
Strengjasveit Íslands og fleiri. Útsetn-
ingar voru í höndum Jóns Ólafssonar,
Regínu og hljómsveitar og upptökustjóri
var Jón Ólafsson. Útgefandi: Sena.
Regína Ósk – Regína Ósk
Grétar M. Hreggviðsson
NÝVERIÐ lauk upptökum á nýjum
bandarískum sjónvarpsþætti sem
ber heitið Svartskeggur sjóræningi
(Blackbeard the Pirate) sem áætlað
er að sýndir verði þar vestra næsta
sumar. Hugi nokkur Ingibjartsson
hefur verið við tökur á þáttunum
undanfarnar vikur og brugðið sér í
hin ýmsu hlutverk auk þess að að-
stoða við tökur.
Það liggur beinast við að leita til
Huga um nánari útskýringar á
sjónvarpsþættinum.
„Þetta er þáttaröð í fjórum þátt-
um til sýninga í sjónvarpi. Sagan
segir frá ævintýrum Svartskeggs
sjóræningja, baráttu hans við yf-
irvöld og Blástakka, sem voru eins-
konar sjólögregla síns tíma. Inn í
þennan söguþráð blandast svo spill-
ing æðstu manna og rómantík, allt
eins og það á að vera,“ segir Hugi
en Svartskeggur þessi var frægur
breskur sjóræningi sem hrelldi sjó-
farendur í Karabíahafinu á 18. öld.
„Tökur á þáttunum stóðu yfir í
um þrá mánuði og lauk 8. október
síðastliðinn. Það var byggður helj-
arinnar bær fyrir utan borgina Sur-
tatani sunnarlega hér á Taílandi.
Auk þess voru byggð feikilega stór
skip og aðrar sviðsmyndir sem áttu
að færa okkur í Karabíahafið
snemma á 18. öld,“ segir Hugi.
Lít kvikmyndir öðrum augum
Með helstu hlutverk í þáttunum
fara meðal annars gamla brýnið
Richard Chamberlain, Stacy Keach,
Angus Mayfaden, Rachel Ward og
fleiri. Huga bregður einnig fyrir á
nokkrum stöðum í þáttunum en
hann bregður sér meðal annars í
hlutverk Blástakks í bardaga, líks
manns á þilfari og hefðarmanns á
dansleik svo fátt eitt sé nefnt.
En hvernig skyldi hafa staðið á
því að Hugi komst í þessa stöðu?
„Ég rek gistiheimili á eyjunni
Koh Samui rétt fyrir utan Taíland.
Dag einn var ég að spila golf hér á
eyjunni og kynntist þar þýskum
manni sem sagði mér frá upptök-
unum og því að það vantaði fólk í
aukahlutverk. Ég hafði því sam-
band við manninn sem sá um tök-
urnar og hann gaf grænt ljós,“ seg-
ir Hugi og bætir við að sér hafi
fundist vinnan mjög spennandi.
„Ég er orðinn margs fróðari um
hvernig þessi vinna við kvikmynda-
iðnaðinn virkar og ég horfi á bíó-
myndir með allt öðrum augum nú.“
Sjónvarp | Íslendingur við tökur á bandarískum þætti í Taílandi
Blástakkur, hefðarmaður og lík
Frá tökustað í Taílandi.
Hugi á sjóræningjaslóðum.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is