Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 72
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði
á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær
að ef það kæmi í ljós að Bandaríkjamenn vildu
ekki sinna nauðsynlegum vörnum Íslands þá
yrðu Íslendingar að endurmeta stöðu sína og
grípa til annarra ráða. „Og það liggur alveg ljóst
fyrir, í mínum huga, að ef samskiptin við Banda-
ríkin veikjast með einhverjum hætti, þá verðum
við að treysta enn betur okkar samband og sam-
skipti við Evrópuríki,“ sagði hann.
Halldór sagði að skýringin á því hversu hægt
hefði miðað í varnarviðræðunum væri sá skoð-
anamunur í öryggis- og varnarmálum sem væri á
milli íslenskra stjórnvalda og áhrifamikilla afla í
Bandaríkjunum. Hann kvaðst mjög ósáttur við
hversu hægt þessum málum hefði miðað. „Við Ís-
lendingar getum ekki verið sáttir við það, að þessi
mál séu með þessum hætti mikið lengur. Og við
verðum að gera þá kröfu til Bandaríkjamanna að
þeir tali skýrar í þessu máli,“ sagði Halldór.
Væru Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að
hér þyrftu ekki að vera sýnilegar varnir og vildu
ekki halda þeim uppi á Íslandi, þá yrðu þeir að
segja það. „Við munum aldrei neyða þá til að vera
hér, ef þeir vilja ekki vera hér. Við munum heldur
ekki biðja þá um að vera hér, ef þeir vilja ekki
vera hér,“ sagði hann.
Halldór sagði að af þessum sökum væri mik-
ilvægt að varnarmálin yrðu til lykta leidd sem
allra fyrst, þó hann hefði raunar ekki trú á því að
það tækist á næstu mánuðum.
Í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum hvatti
Halldór framsóknarmenn til dáða og sagði að
þeir gætu verið stoltir af þeim verkum sem flokk-
ur þeirra hefði unnið. Þeir yrðu að kynna verk sín
betur og ekki vera of hógværir. | 6
Ef það kæmi á daginn að Bandaríkjamenn
vildu ekki sinna nauðsynlegum vörnum Íslands
þá yrðu Íslendingar að grípa til annarra ráða og
endurmeta stöðu sína. Framsóknarmenn hefðu
lagt áherslu á að styrkja sambandið við jafnt
Bandaríkin og Evrópu. Ef samskiptin við Banda-
ríkin myndu veikjast með einhverjum hætti, þá
yrðu Íslendingar að treysta sambandið við Evr-
ópuríki.
Halldór Ásgrímsson er ósáttur við hversu hægt miðar í varnarviðræðunum
Yrðum að treysta betur
sambandið við Evrópu
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Halldór Ásgrímsson sagði nauðsynlegt að Bandaríkjamenn töluðu skýrar um varnir Íslands.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
GUÐRÚN Bjarney
Bjarnadóttir hefur ver-
ið virk á hliðarlínunni
því mennirnir fjórir í lífi
hennar eru sannkallaðir
tuðrusparkarar. Viðar
Halldórsson eiginmaður
hennar lék með FH upp
alla flokka og með ís-
lenska landsliðinu. Synir þeirra Arnar
Þór, Davíð Þór og Bjarni Þór eru allir
komnir í atvinnumennsku.
Guðrún hefur verið heimavinnandi og
getað fylgt sonunum eftir í fótboltanum.
Hún segist hafa gefið karlmönnunum sín-
um kjarngóðan íslenskan mat og eigi
grjónagrautur, íslensk kjötsúpa og fiskur
upp á pallborðið hjá þeim. Hún segir þá
alltaf hafa fengið lýsi og þeir fara vopn-
aðir hákarlalýsi í atvinnumennskuna. | 30
Allir synirnir
atvinnumenn
í fótbolta
TUNDURDUFL sem að líkindum
var lagt af Þjóðverjum í seinni
heimsstyrjöldinni kom upp úr
djúpinu með veiðarfærum Þórunn-
ar Sveinsdóttur VE þegar skipið
var á togveiðum á Skrúðsgrunni út
af Austfjörðum í gær. Hvellhettan
var virk og þótti ekki annað fært en
senda sprengjusérfræðinga með
þyrlu austur.
Viðar Sigurjónsson, skipstjóri á
Þórunni, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ekki hefði verið hætta
á að allt tundurduflið spryngi í loft
upp á dekkinu þar sem hvellhettan
hefði losnað frá því og dottið úr.
Við hvellhettuna hefði á hinn bóg-
inn verið um eitt kíló af sprengiefni
sem hefði hæglega getað grandað
manni.
Fluttir með þyrlu
Varðskipið Týr var skammt frá
skipinu þegar duflið kom upp og
óskuðu skipverjar því eftir leið-
beiningum þaðan. Tveir varðskips-
menn komu um borð og eftir skoð-
un þeirra var ákveðið að kalla til
sprengjusérfræðingana. Á meðan
þyrlan var á leiðinni sigldu skipin
inn á Reyðarfjörð. Þar sigu
sprengjusérfræðingar Landhelgis-
gæslunnar um borð í Tý og þaðan
voru þeir fluttir um borð í Þórunni.
Hinu aldna tundurdufli var síðan
grandað.
Drógu þýskt tundurdufl
LEIKSTJÓRINN kunni, Quentin Tarantino, er staddur hér á landi til að
vera viðstaddur heimsfrumsýningu myndarinnar Hostel, sem hann
framleiðir en Eli Roth leikstýrir. Tarantino, sem er hvað þekktastur
fyrir að leikstýra myndunum Kill Bill, Pulp Fiction og Reservoir Dogs,
sagði á blaðamannafundi á Hótel Nordica í gær að vinkona sín Heba
Þórarinsdóttir, sem sá um förðun í Kill Bill, hefði hvatt hann til að
koma hingað. „Mig hefur langað að koma hingað í 10 ár,“ sagði Taran-
tino meðal annars á fundinum og bætti því að áhuginn á landinu hefði
ekki minnkað þegar hann frétti að hér ynnu fegurðardrottningar á
McDonald’s!
Hostel verður frumsýnd í kvöld og fer þá fram lokahóf Októberbíó-
fest, sem hefur staðið yfir undanfarna daga. | 65
Morgunblaðið/Kristinn
„Mig hefur langað að koma hingað í 10 ár“
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness felldi í gær
úr gildi fjárnám sem Ríkisútvarpið hafði
látið gera hjá manni sem ekki borgaði af-
notagjöld á þriggja ára tímabili, frá 1999–
2001. Lykilatriði í málinu var að söluskýrsla
um að maðurinn hefði keypt sjónvarp árið
1991 var hvorki undirrituð af kaupanda né
seljanda. Maðurinn neitaði að hafa átt sjón-
varp eða útvarp á fyrrnefndu tímabili og
RÚV gat ekki rennt frekari stoðum undir
þá fullyrðingu að svo hefði verið.
RÚV fór fram á fjárnámið vegna
ógreiddra afnotagjalda að fjárhæð tæplega
97.000 krónur en þegar vextir og kostnaður
höfðu bæst við hafði hún hækkaði í 219.000.
Krafist var fjárnáms vegna þeirrar upp-
hæðar í júlí í sumar og féllst sýslumaðurinn
í Keflavík á að fjárnám yrði gert hjá mann-
inum. Þessu mótmælti maðurinn þar sem
hann hefði ekki átt viðtæki og sagði að krafa
RÚV væri því úr lausu lofti gripin. Hann
lýsti í kjölfarið yfir eignaleysi og því tókst
ekki að ljúka fjárnáminu.
Maðurinn höfðaði síðan mál og krafðist
þess að fjárnámið yrði fellt úr gildi. Hann
krafðist auk þess miskabóta þar sem þetta
hefði orðið til þess að hann lenti á vanskila-
skrá hjá Lánstrausti en þeirri kröfu var vís-
að frá dómi.
Í niðurstöðu dómsins er bent á að þegar
sýslumaður tók fjárnámsbeiðnina fyrir
hefði maðurinn mótmælt því að hafa átt við-
tæki. Þrátt fyrir það hefði RÚV ekki verið
gert að leiða líkur að því að þær varnir ættu
ekki við rök að styðjast.
Þar sem dómurinn taldi að RÚV hefði
ekki getað fært rök fyrir því að líklegra
væri að maðurinn ætti viðtæki en ekki hefði
RÚV ekki haft heimild til að krefjast fjár-
náms. Það var því fellt úr gildi og RÚV gert
að greiða manninum 120.000 í málskostnað.
Fjárnám
vegna afnota-
gjalda RÚV
fellt úr gildi
♦♦♦