Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 8

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 8
8 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Líttu inn í HTH Smáralind og sjáðu úrvalið af fallegum innréttingum sem þú getur auðveldlega sett saman. Samtök stangveiði-manna hafa umárabil þrýst á um að bændur hætti netaveiði á laxi í ám á jörðum sínum. Segja stangveiðimenn að gríðarleg verðmæti skap- ist í hverjum laxi sem veiddur er á stöng, marg- falt meiri en fyrir laxinn sem veiddur er í net. Netaveiði á laxi valdi því hins vegar að mun færri laxar veiðist á stöng og hindri því uppbyggingu í stangveiði og þar með arð- semi sem laxinn gæti skapað. Bændur sem veiða lax í net á jörðum sínum hafa hins veg- ar fullan rétt til þess, þeir eiga jarðirnar og hafa átt þennan rétt áratugum saman. Sums staðar á landinu hafa náðst samningar á milli bænda og stangveiðifélaga um netveiðina, eins og í Borgarfirði þar sem árið 1991 var samið um að netaveiði skyldi lögð niður í Hvítá gegn því að netabændur fengju greiðslu. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir aðilar, m.a. Stangveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Fiskræktarsjóður og fleiri, hafi gert bændum á vatna- svæði Hvítár í Árnessýslu tilboð þess efnis að þeir fái peninga- greiðslu gegn því að hætta neta- veiðum í ánni. Netaveiði í Hvítá er talin hafa neikvæð áhrif á stangveiði í ám á svæðinu, m.a. í Soginu, Stóru- Laxá, Brúará og Tungufljóti í Biskupstungum, þar sem laxinn sem gengur upp í árnar fer fyrst í gegnum netaveiðisvæðin í Hvítá. 20 þúsund í stað 750 króna fyrir hvern lax Fyrir skömmu kynnti Örn Þórðarson skýrslu Atvinnuþróun- arsjóðs Suðurlands á ársfundi Landssambands stangveiðifélaga. Í henni kemur fram að verðmæti lax sem veiddur var í net hér á landi síðasta sumar er áætlað um 5,25 milljónir króna, en samsvar- andi tölur fyrir arðsemi af laxi sem veiddur er á stöng eru rúm- lega 1,2 milljarðar. Er þá miðað við að 60.000 laxar séu veiddir á stöng en 7.000 í net. Í skýrslunni kemur einnig fram að reikna megi með að verðmæti hvers lax sem veiddur er í net í ám á Hvítársvæðinu í Árnessýslu sé um 750 krónur en verðmæti hvers lax sem veiddur er á stöng á sama svæði sé um 20 þúsund krónur. Eitt mesta hagsmunamál stangveiðimanna Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir að það að netaveið- inni verði hætt sé eitt mesta hags- munamál stangveiðimanna í land- inu og að hjá SVFR séu menn tilbúnir til að leggja sig alla fram til að það náist. „Við viljum leita allra leiða til að netaveiðinni á Hvítárssvæðinu verði hætt. Við teljum best ef hægt er að leysa þetta með samn- ingum við veiðiréttareigendur, eins og gert var í Borgarfirði. Við erum tilbúnir í samstarf við heimamenn, getum lagt fram fjár- magn og þekkingu til að stuðla að uppbyggingu stangveiðinnar fyrir austan fjall. Ef netin fara upp kunna að verða til ný stangveiði- svæði og við erum tilbúnir að að- stoða við slíka uppbyggingu. Þetta yrði öllum til hagsbóta.“ Bjarni bendir á að Gunnar Ör- lygsson hafi boðað breytingartil- lögu við frumvarp Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra, um veiðar á laxi og silungi, en í tillögu Gunnars verði lagt til að netaveiði á laxi verði bönnuð. „Við vonum auðvitað að þetta mál verði leyst í samvinnu við heimamenn og það þurfi ekki að koma til þess að þetta fari með hörku í gegnum löggjafarvaldið,“ segir Bjarni. Samningar í uppnámi í Borgarfirði Þorkell Fjeldsted, netabóndi í Ferjukoti, er einn bændanna í Borgarfirði sem samdi á sínum tíma um að hætta netaveiði gegn greiðslu. Hann segir að hvað stangveiðina varðar virðist fyrir- komulagið hafa gefið góða raun, árnar í Borgarfirði hafi verið þær aflahæstu á landinu undanfarin ár og met hafi verið slegin í sumar. Þetta kerfi hafi því gefist ágæt- lega í þau fjórtán ár sem það hafi verið við lýði. Hins vegar sé nú nokkur óánægja með samningana þar sem bændum þyki ekki nógu hátt verð greitt fyrir réttindin, og samningar hafi ekki náðst fyrir næsta sumar. „Greiðslurnar sem við fáum hafa ekki hækkað í samræmi við hversu mikið árnar hafa verið að gefa í sölu veiðileyfa og við erum ekki ánægð með það,“ segir hann og bætir við að netin gætu farið niður aftur ef samningar takist ekki. „Síðasta sumar fengum við 16,5 milljónir en lægri tölur hafa verið boðnar fyrir næsta sumar. Ég veit að árnar hafa verið að gefa 200 milljónir og mér finnst ekki mikið þótt við fáum 16–17 millj- ónir.“ Vill halda fyrirkomulaginu Þorkell segist þó gjarnan vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram og það hafi þegar allt komi til alls gefist vel. Veiðiréttareigendur verði þó að fá sanngjarnt verð fyr- ir að sleppa netaveiðunum. Fréttaskýring | Mun meira fæst fyrir lax sem veiddur er á stöng en í net Vilja netin upp úr laxánum Vilja greiða bændum fyrir að hætta að veiða lax í net á jörðum sínum Myndarlegur lax í Stóru-Laxá. Net eða stöng?  Stangveiðimenn benda á að margfalt meiri verðmæti skapist fyrir lax sem veiddur er á stöng en lax sem veiddur er í net. Neta- veiðin valdi því og að mun færri laxar veiðist á stöng og hindri þar með uppbyggingu og verð- mætasköpun sem fæst í stang- veiðinni. Bændur sem veiða lax í net á jörðum sínum hafa hins vegar fullan rétt til þess, þeir eiga jarðirnar og hafa haft þenn- an rétt áratugum saman. Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is MARGIR gestir verslunarmiðstöðv- anna Kringlunnar og Smáralindar- innar ráku upp stór augu og sperrtu eyrun þegar fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson hóf boga sinn á loft og lék þar kafla úr Árstíðum ítalska tónskáldsins Vivaldis. Með uppátæki sínu vildi Hjörleif- ur minna á styrktartónleika Barna– og unglingageðdeildar Landspítal- ans (BUGL), sem haldnir verða á þriðjudags- og miðvikudagskvöld í Grafarvogskirkju. Á styrktartónleikunum mun Hjörleifur leiða hóp tólf hljóðfæra- leikara í flutningi á Árstíðunum, en verkið er meðal þekktustu tón- verka sígildrar tónlistar. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og rennur aðgangseyririnn óskertur til þess að reisa viðbyggingu við húsnæði BUGL. Lýsing mun taka að sér að greiða listamönnum, húsaleigu og leigu á hljóðkerfi, auk annars til- fallandi kostnaðar. Forsala að- göngumiða er í verslunum Skíf- unnar og á midi.is. Morgunblaðið/ÞÖK Óvæntur glaðningur í versluninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.