Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VISTFRÆÐINGAR og eiturefna- fræðingar sögðu í gær að baneitruð efni, sem bárust í Songhua-fljót í Kína, gætu stefnt heilsu manna í hættu næstu árin, borist í fæðukeðj- una og skaðað viðkvæmt vistkerfi í norðaustanverðu landinu. Yfirvöld í Kína sögðu að um 100 tonn af bensóli, sem getur valdið krabbameini, og eiturefninu nítr- óbensóli hefðu borist í fljótið eftir sprengingu í efnaverksmiðju í borg- inni Jilin fyrir þrettán dögum. Um 80 km eiturefnabrák mjak- aðist í gær niður fljótið í gegnum borgina Harbin þar sem vatnsveitu til rúmlega þriggja milljóna manna var lokað vegna mengunarslyssins. Bensól-mengunin var allt að 33 sinnum yfir hættumörkum í gær, að sögn fréttastofunnar AFP. „Refsingar að vænta“ Kínverska stjórnin sendi embætt- ismenn til Harbin í gær til að rann- saka hvers vegna ekki var skýrt frá mengunarslysinu fyrr en tíu dögum eftir að sprengingin varð í efnaverk- smiðjunni. Yfirvöld í Harbin sögðu í fyrstu að vatnsveitu borgarinnar hefði verið lokað vegna viðhalds. „Refsingar er að vænta fyrir ábyrgðarlaust athæfi,“ sagði kín- verska fréttastofan Xinhua um rannsókn embættismannanna og bætti við að öll þjóðin væri forviða á málinu. „Það hefur verið hræðilegt fyrir rúmar þrjár milljónir manna í Harbin að þurfa að vera án vatns.“ Kínversku ríkisfjölmiðlarnir hafa verið óvenju gagnrýnir síðustu daga á viðbrögð yfirvalda við mengunar- slysinu. „Ef upplýsingar eru ekki veittar tímanlega með nákvæmum og hreinskilnum hætti verður það til þess að hviksögur breiðast út,“ sagði í grein í einu kínversku blað- anna þar sem rangar og misvísandi upplýsingar frá embættismönnum voru tíundaðar. Margir íbúanna hafa forðað sér frá Harbin vegna mengunarinnar. Eiturefnabrákin barst til borgar- innar í fyrradag og gert var ráð fyr- ir því að hún yrði öll farin þaðan í dag. Mengunin barst um 380 kílómetra frá Jilin til Harbin og íbúar bæja á milli borganna tveggja sögðu að þeim hefði aldrei verið sagt frá menguninni. Þeir hefðu því haldið áfram að borða fisk úr fljótinu. Lífríkið í hættu í nokkur ár Gu Jidong, sérfræðingur í meng- unarslysum, sagði að eiturefna- mengunin myndi stofna lífríkinu í hættu í nokkur ár. Kenneth Leung, eiturefnafræð- ingur við Hong Kong-háskóla, tók í sama streng. Hann sagði að bensól- ið myndi setjast í botn fljótsins og berast í fæðukeðjuna með fiskum sem leita fæðu í botninum. „Þetta gæti skaðað tegundir sem eru hærra í fæðukeðjunni, svo sem vatnafugla, og ógnað heilsu manna.“ Leung bætti við að dýr gætu auð- veldlega tekið í sig bensól en væru ekki fær um að losa sig við eitur- efnið. „Bensól getur haft áhrif á DNA og valdið stökkbreytingu sem getur leitt til krabbameins.“ Viðbúnaður í Rússlandi Óttast er að eiturefnabrákin ber- ist úr Songhua í Amur-fljót við landamæri Kína og Rússlands. Fulltrúi Vladímírs Pútíns forseta í Austur-Rússlandi, Kamil Iskhakov, gerði í gær ráðstafanir til að vernda milljónir Rússa sem fá vatn úr Am- ur-fljóti. Hann gaf út tilskipun um að sérstök nefnd yrði skipuð til að fylgjast grannt með menguninni. Rússneska fréttastofan Itar-Tass hafði eftir embættismönnum í Moskvu að þeir hefðu ekki fengið nægar upplýsingar frá Kínverjum um mengunarslysið. Um 100 tonn af eiturefnum bárust í fljótið Óttast að baneitruð efni setjist í botn fljótsins, berist í fæðukeðjuna og ógni heilsu manna næstu árin Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is   $  %   9   &B&   S/   . 4  ,0:6/   8 4)  ;: / 0/  )1 % 0:/ = .4: .  /1 9   C0/ !%7$Y2BC7 2B + C     C 7 $ 7 2 7 2 2 M 7 + Y 2B\ $ I C   @ @ & (  #   $*+ ,- .,/01 $ / ,6   < :/ ;,  06;  "40/  / O 6 : ./  , 6; / +, 5  94 . 4:: 1"1 . 4 0 : / 9 09 /  4/0 .0  , "> ): - "/ , <<0 .  /? "> /0   4 ,,:/ 0 , <<0 , . 0;/0 B/  ": < 8: )  < 8:6O,"80/01 " 0 /4/ : = . 0, /0 05  / R:  ": "/: . :!"- -:7 -D 7 =E=@=*&@<!&! @ 7 $ $7 @&  & D  !< $!"   -  ($7 ,  E 6": $=                        *=< =  . 4  ,0:6/ 0  : ,,/ /" /: 0  4 9 4 68/1 *00 0 =/ .4: %,,  4)  /: : ,  /0  5:  R :  /   : +/ / <  . <8 . MO "  9 4 09: + FG#H#+2F 9@) !!Q 40$!!< 9@) @&  Q '$!!= D 7Q =0' ($ 17!Q 3& '      (  ) # &&)# "        *  # ( +   =< =- / ,: =< = ? 34 ; " :4/ 0/  ): . -@) E& 2/6"  )6/ B/ . ! <  / 4 / R: . 4) " ($!: @ 6( 9 /?4 68 <  . /0 <  . 5 %"D! O  0/ ? 8 /0 )0/0  : R) 0/ O '=*& 4  / " ),,6 ?   4:     :/ .,  /: 9 0 /  I + 2  AP Harbin-búar bíða eftir því að fá vatn úr tankbíl. Lokað var fyrir vatnsveitukerfi borgarinnar á þriðjudaginn var. Tókýó. AP. | Æsku- og uppvaxtarár japanska munaðarleysingjans Takayoshi Ishihara í Kína voru erfið. Í stríðslok var fjölskylda hans drepin fyrir augunum á honum og maðurinn, sem tók hann að sér, barði hann oft og kallaði öllum illum nöfnum, til dæmis „riben guizi“, japanska djöfulinn. Eftir 30 ár komst Ishihara loks heim til lands feðra sinna en raunasögu hans var ekki þar með lokið. Ættingjar hans í Japan vildu ekkert með hann hafa og litu á hann sem hvern annan útlending. Ishihara er nú sjötugur að aldri og stendur í málaferlum við japönsk stjórnvöld ásamt 2.000 manns, sem máttu upplifa það sama og hann. Krefst hann og hver þeirra um 18 millj. ísl. kr. í bætur. „Japanska stjórnin bar ábyrgð á okkur munaðarleysingjunum sem japönskum þegn- um,“ segir Ishihara en hann býr nú einn í fé- lagslegu húsnæði í Tókýó. „Hefði hún gengið í að flytja okkur heim eftir stríð, hefðum ekki þurft að líða svona mikið.“ Japanskur undirréttur í Osaka hefur úr- skurðað, að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fólkinu neinar bætur en hvernig sem það fer að lokum, þá hefur málið að minnsta kosti vak- ið athygli á hlutskipti þeirra, sem nauðugir viljugir tóku þátt í landvinningum Japana í Austur-Asíu á fyrra hluta síðustu aldar. Talið er, að 2,8 milljónir Japana hafi farið sjóleiðina frá Kína til Japans eftir uppgjöfina í styrjöldinni en um 6.000 manns komust fyrst heim eftir að ríkin tóku upp eðlileg samskipti 1972. Í þeim hópi voru um 2.500 manns, sem höfðu verið skilin eftir í Kína sem börn. Var um að ræða syni og dætur japanskra her- manna, embættismanna og kaupsýslumanna og sum svo ung, að þau gleymdu fljótt sínum japönsku nöfnum. Öll dreymdi þau samt um að komast heim. Heimkoman var hins vegar öðruvísi en þau hugðu. Ætlast var til, að ættingjar þeirra hjálpuðu þeim við að aðlagast og styddu þau fjárhagslega en sú varð þó sjaldnast raunin. Í Japan var litið niður á munaðarleysingja og Kínverja og á því fékk fólkið að kenna og jafn- vel börnin þess líka. Drápu móður hans og þrjá bræður Saga Ishihara hefst árið 1944 en þá kom hann með fjölskyldu sinni til Mansjúríu þar sem faðir hann ætlaði að stunda búskap. Hann var þó fljótlega kallaður í herinn þar sem hann lést úr einhverjum sjúkdómi. Ishihara segir, að hann hafi verið 10 ára þegar sovéskir her- menn komu í þorpið og drápu móður hans og þrjá bræður. Ishihara var tekinn í fóstur af kínverskri fjölskyldu og kallaður Li Lianyu. Fór fóstur- faðir hann illa með hann, neyddi hann til að vinna baki brotnu, barði hann og neitaði hon- um um skólagöngu. Önnur börn í þorpinu níddust á honum fyrir að vera japanskur en Ishihara reyndi samt að laga sig að lífinu og þeim aðstæðum, sem hann bjó við. 23 ára kvæntist hann frænku stjúpmóður sinnar og átti með henni sex börn. Hann gleymdi samt aldrei sínum japanska uppruna. Ishihara og fjölskylda hans komust til Tók- ýó 1977 en frændi hans þar, sem ætlaði að taka á móti honum, lét ekki sjá sig þegar til kom. Fékk fjölskyldan inni í niðurníddu húsnæði og Ishihara framfleytti henni með vinnu sinni í stóru bakaríi og stundum sem túlkur. Síðar kom hann upp litlum, kínverskum matsölustað en hætti að vinna á síðasta ári. Betra líf í Kína þrátt fyrir allt Könnun, sem japönsk stjórnvöld gengust fyrir á árinu, sýnir, að meira en 60% þeirra, sem sneru heim til Japans eftir 1972, segja, að lífið hafi verið betra í Kína eða ekki verra. Er nú verið að skipuleggja stuðning við þetta fólk þótt seint sé en það er flest orðið aldrað og margt af því á enn í basli með japönskuna. Iwao Ioriya, sem bjó í Mansjúríu á stríðs- árunum og vinnur við að hjálpa fólkinu, segir, að stjórnvöld hafi brugðist því. „Aðrir Japanir tóku þátt í uppbyggingunni eftir stríð en munaðarleysingjarnir voru bara skildir eftir og þeim gleymt.“ Munaðarlaus, gleymd og grafin Munaðarlausu börnin sem Japanir skildu eftir í Kína í stríðslok hafa flest átt illa og erfiða ævi. Nú þegar þau eru komin á gamals aldur krefjast þau nokkurra bóta af stjórnvöldum í Japan. Um það bil 2.000 manns standa í málaferlunum AP Takayoshi Ishihara, japanski munaðarleys- inginn, sem var skilinn eftir í Kína. Hann krefst nú bóta af japönskum stjórnvöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.