Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 26

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 26
Kópasker | Leikskólinn Kríla- kot á Kópaskeri er tuttugu ára um þessar mundir. Af því til- efni var haft opið hús og heitt á könnunni í báðum deild- unum, á Kópaskeri og í Lundi. Í upphafi voru það foreldrar barna á leikskólaaldri sem stóðu fyrir rekstrinum en seinna sveitarfélagið eins og vera ber. 21 barn er í vistun á Krílakoti. Elisabeth Hauge er leikskólastjóri og Guðrún Margrét Einarsdóttir deild- arstjóri í Lundi. Margir litu inn í heimsókn á báðum stöðum, þannig skrif- uðu 85 manns í gestabók á Kópaskeri og bárust leikskól- anum ýmsar góðar gjafir á þessum tímamótum. Þessir krakkar fengu sér köku í tilefni dagsins, frá vinstri Davíð Bjarmi, Röskva Lilja, Erna Rún, Jón Alexand- er, Ívar Smári og Bergþór Logi. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Fagna afmæli Krílakots Afmæliskaka Akureyri | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Aðstandendum rækjuvefjarins bárust þau gleðitíðindi í síðustu viku að vefurinn væri í hópi þeirra 100 vefja sem eru í úr- slitum í Evrópusamkeppninni Elearning Awards, en þar er verðlaunað framúrskar- andi námsefni á netinu. Þau verkefni hafa verið valin úr hópi þeirra 800 vefverkefna sem tilnefnd voru. Úrslitin verða kunn- gjörðí París þann 8. desember nk. Krakk- ar í Grunnskólanum á Hólmavík gerðu vefinn undir leiðsögn kennara síns, Krist- ínar S. Einarsdóttur. Rækjuvefurinn hef- ur þegar unnið í samkeppni á vegum sjáv- arútvegs- og menntamálaráðaneytanna fyrr í haust.    Það var mikill handagangur í öskjunni þegar fréttaritari leit við í félagsstarfi eldri borgara í vikunni, sautján konur önn- um kafnar við föndur. Eldri borgarar hitt- ast vikulega í félagsheimilinu og föndra undir leiðsögn þeirra Esterar Sigfúsdótt- ur og Ingibjargar Sigurðardóttur. Það er nokkrum tískusveiflum háð hvaða föndur er vinsælast og svo var að sjá sem lampar og seríur nytu mikilla vinsælda um þessar mundir. Það var líka greinilegt að jóla- stemmning var kominn í hópinn. Verið var að setja saman jólatré úr herðatrjám, búa til þrívíddarmyndir inn í jólakúlur, mála á keramik og fleira.    Undanfarnar vikur hafa þau Ester Sig- fúsdóttir bókavörður Héraðsbókasafns Strandasýslu og Jón Jónsson unnið að skráningu safnsins í landskerfi bókasafna. Landskerfið er aðgengilegt á netinu á slóðinni gegnir.is og þar er þegar hægt að fletta upp þeim bókum sem til eru í safn- inu og búið er að skrá inn. Skráning geng- ur ágætlega þó erfitt sé að meta hve stór- an hluta safnsins er búið að skrá. Búið er að skrá fræðibækur, byggðasögurit, ljóð og leikrit, ævisögur og íslenskar skáldsög- ur. Einnig allar nýjar bækur sem hafa borist með jólabókaflóðinu, entöluvert komið af þeim í safnið og þegar farið að lána þær út. Allar bækur sem fólk tekur að láni eru skráðar í nýja kerfið jafnóðum og útlán í gamla kerfinu heyra því sögunni til. Úr bæjarlífinu HÓLMAVÍK EFTIR KRISTÍNU EINARSDÓTTUR Það var gríðarlegur fnykur semgaus upp þegar kassi sem í varbeinagrind af náhval var opnaður við Hvalasafnið á Húsavík. Hvalurinn sem er gjöf til safnsins frá vinabæ Húsa- víkur á Grænlandi, Qeqertarsuaq eða Godthaab, veiddist við Grænland í febr- úar á þessu ári. Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður Hvalasafnsins sagði kassann með beina- grindinni hafa komið til landsins í maí sl. og það hefði tekið sinn tíma að fá hann afgreiddan í gegnum kerfið. Síðan kom hann norður og hefur beinagrindin ver- ið látin kæsast þar til kassinn var opn- aður. Þorvaldur Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands, var mættur til Húsavíkur en hann hefur sett upp allar þær tíu hvalabeinagrindur sem prýða safnið í dag. Þeir félagar, Ásbjörn og Þorvaldur, tóku strax til við að þrífa beinagrindina en langan tíma tekur að hreinsa hana áður en hægt verður að setja hana upp í safninu. Ásbjörn sem að vonum var ánægður með þessa gjöf Grænlendinganna segir náhval teljast til flækingshvala við Ís- land en óhætt er að segja að sérstaða hans sé hin langa og mikla tönn sem karldýrið er með og getur orðið allt að 2,7 metrar að lengd. Beinagrind Hvala- safnsins er um 6 metra löng og tönnin reyndist vera 2,19 metrar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Náhvalstönn Ásbjörn Björgvinsson nýtur aðstoðar Gunnars Bóassonar við að mæla tönn náhvalsins en hún reynd- ist vera 2,19 metrar að lengd. Beinagrind af náhval send frá Grænlandi Nú líður að helgi.Það gefur PétriStefánssyni til- efni til að yrkja: Komin er helgi, hefst nú fjör, hellum í glös og skálum. Holdið er til og andinn ör, allt er í góðum málum. Friðrik Steingrímsson sér fyrir afleiðingarnar: Eftir helgar bras og baks borið við svo getur að á morgni mánudags muni þunnur Pétur. Kristján Bersi Ólafsson hlustaði í útvarpi á nýja fréttastöð og heyrði þar sagt að með henni væri gamli sveitasíminn end- urvakinn á landsvísu. Kristján orti: Nú er ég aftur að komast í takt við tímann og tel það afrek fjölmiðlunga snjallra að endurvekja gamla sveitasímann á sjónvarpsstöð sem kitlar hlustir allra. Líður að helgi pebl@mbl.is Arnkötludalur | Vegagerðin hefur kært úrskurð Skipulagsstofnunar um umhverf- ismat Arnkötludalsvegar og fer fram á að ákveðnum framkvæmdaskilyrðum verði aflétt, að því er kemur fram á vef Leiðar ehf. Meðal þeirra skilyrða sem sett voru fram var að framkvæmdaaðili þurfi að tryggja að á varptíma, það er frá maílokum og fram undir ágústlok, standi ekki yfir framkvæmdir á svæðinu á Hrófá í Von- arholti í Arnkötludal og við Foss í Gauts- dal. Einnig var sett skilyrði um að ekki megi berast grugg í fiskgenga læki og ár á tímabilinu 15. júní til 30. september. Úr- skurðinn mátti kæra til umhverfisráðherra til 14. október, en ekki bárust kærur frá fleirum en Vegagerðinni, sem bendir á í kæru sinni að skilyrði sem þessi séu mjög íþyngjandi fyrir framkvæmdaaðila, ekki síst í ljósi þess að aðalframkvæmdatíminn er á sumrin. Þá segir á vef Leiðar að félagið hafi feng- ið upplýsingar hjá Vegagerðinni um að frumdrög vegarins væru nú til skoðunar. Að mati sérfræðinga Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri er arðsemi fyrirhug- aðs vegar um Arnkötludal 14,5% en algeng ávöxtunarkrafa við vegaframkvæmdir á Íslandi er um 5-6%. Þetta kemur fram í skýrslunni Samanburður vegtenginga á Vestfjörðum sem stofnunin vann fyrir sveitarfélögin í Barðastrandarsýslu. Samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum hefur umhverfisráðherra tvo mán- uði til að úrskurða í kærumálinu eða til 15. desember næstkomandi. Vegagerðin kærir úrskurð Þingeyjarsýslur | Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Húsavíkur- bæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðar- hrepps og Raufarhafnarhrepps ákvað á fundi sínum í vikunni að kjördagur yrði 21. janúar 2006. Atkvæðagreiðsla utan kjör- staða hefst á mánudag, 28. nóvember, átta vikum fyrir kjördag. Þetta eru þriðju sameiningarkosning- arnar á svæðinu á fáum mánuðum, en tví- vegis hefur sameining sjö sveitarfélaga í þingeyjarsýslum verið felld. Kristján Halldórsson, Öxarfjarðar- hreppi, er formaður samstarfsnefndar. Kjósa í janúar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.