Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þorlákshöfn | „Það var þreyttur en frekar lítill kall sem stóð þarna á þessu háa fjalli og innra með sér stoltur en þó meyr og mest með hug- ann heima hjá fjölskyldunni sem gaman hefði verið að ná sambandi við á þessum tímapunkti,“ sagði Ólafur Áki Ragnarsson, fimmtugur bæj- arstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, um þá tilfinningu að komast á tind Kilim- anjaro í Tansaníu. Þar var hann ásamt átta ferðafélögum klukkan sjö að morgni fimmtudagsins 27. október síðastliðins. Fjallið Kilimanjaro er 5.895 metrar að hæð og hæsta fjall Afríku og jafn- framt hæsta frístandandi fjall í heimi. Ólafur heldur áfram: „Hvað fær menn sem komnir eru yfir miðjan aldur í slíka ferð, þegar hægt er að skoða alla þessa dýrð heima í sófa yfir góðum bjór án líkamlegrar þreytu? Ég hef alltaf haft gaman af útivist, al- veg frá því ég var krakki. Umhverfið sem ég ólst upp í kallaði á að vera úti og ég þvældist um kletta, eyjar og hálsa dag eftir dag. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei stundað íþróttir tel ég mig vera í frekar góðu líkamlegu formi, sem nýst hefur mér vel í gönguferð- um. Þá stundaði ég lengi framan af ævinni líkamlega erfiðisvinnu sem ef- laust hefur gefið góðan grunn.“ Ólafur segir að hugmyndin að þessu ævintýri hafi kviknað þegar hann var á leið austur í Svínafell í Öræfum til þess að klífa Hvannadals- hnjúk. „Mér gekk vel að klífa Hvannadalshnjúk og hafði heyrt leið- sögumann segja að það væri jafn erf- itt og að klífa Kilimanjaro, – ég hef nú reynt að það er alrangt.“ Hafði áhyggjur af andlegu hliðinni „Þegar ég hef tekið ákvörðun um eitthvað er mér ekki auðsnúið. Nú tóku við skipulagðar og stífar æfing- ar. Farið var á flest fjöll á Blá- fjallasvæðinu, á Esjuna, Skálafellið og fjöll á Hengilssvæðinu. Farið var í hvernig veðrum sem var; snjókomu, rigningu og sólskini. Eftir að hafa lokið göngu á Hvannadalshnjúk bætti ég heldur í. Farið var á Arnarfell, Bú- landstind, Esju, um Selvogsheiði, Víf- ilfell, Skálafell og frá Grafningi yfir í Hveragerði og um Lónsöræfi. Yf- irleitt var markmiðið að fara nokkuð hratt yfir, en í lokin var ég farinn að fara hægt t.d. upp Esjuna. Ég hafði töluverðar áhyggjur af andlegu hlið- inni, ég æði oft áfram án þess að taka tillit til samferðafólks og aðstæðna og óttaðist að það gæti komið mér í koll. Þá undirbjó líka öndunina og andlegu hliðina vel, fór til jógakennara og lærði öndun. Svona ferð krefst mikils undirbúnings. Það þarf að undirbúa sig líkamlega og ekki síður andlega. Svo þarf að huga að fatnaði og öðrum útbúnaði, lyfjum og ýmsu fleiru, fara tímanlega í sprautur og margt fleira. Þetta er mjög fjölbreytt gönguleið, allt í allt um 40 kílómetrar frá grunn- búðum upp á tind fjallsins, sem er 5.895 metra hátt, og það þarf að hafa fjölbreyttan fatnað með því menn byrja á að ganga um regnskóga og þá er maður léttklæddur, svo kemur gresja og því næst gróðursnautt fjall- lendi. Í um 5.600 metra hæð er kom- inn snjór. Þetta er sjö daga ganga og allra veðra von.“ Hópurinn flaug til London og það- an til Nairóbí í Kenýa. „Ég get nú al- veg viðurkennt það að mér stóð ekki á sama þegar við komum fljúgandi skýjum ofar og nálguðumst Nairóbí og flugstjórinn benti okkur allt í einu á fjallstopp sem skagaði upp úr skýj- unum. „Þetta er Kilimanjaro,“ sagði hann. Þá fyrst fór verulegur hrollur um mig og ég hugsaði: „Almáttugur, hvað ertu búinn að koma þér út í Ólaf- ur.““ Enginn fær að fara á fjallið án þess að vera með leiðsögumann. „Það er hlið við rætur fjallsins, þar skrá menn sig inn. Þeir verða að tilgreina hver er leiðsögumaður og um leið umsjón- armaður leiðangursins og segja hversu marga daga þeir reikni með að vera. Svo skrá menn sig út þegar þeir koma til baka.Við höfðum 22 burðarmenn, kokka og fararstjóra.“ Takmarkinu náð Það tók um fimm klukkustundir að ganga upp í fyrstu búðir sem eru í 2.700 metra hæð, Mandara-búðirnar. Í næstu búðum, Homrombo-búð- unum, sem eru í 3.700 metra hæð, var hæðin farin að hafa áhrif á fólk, að sögn Ólafs. Menn áttu erfiðara með svefn og aðrir fengu höfuðverk. Í Horombo var stoppað einn dag til að aðlagast hæðinni. Á fjórða degi var haldið upp í Kibó-búðir í 4.700 m hæð. „Eftir matinn áttum við kost á að leggja okkur í skála með öðru fólki og um kl. 22.30 vorum við ræst til að hefja undirbúning að göngunni upp á topp fjallsins. Farið var í gegnum all- an búnaðinn og það nauðsynlegasta tekið með. Fatnaður yfirfarinn og reynt að gera sér grein fyrir hversu mikið af honum við þyrftum að nota. Þá er mjög mikilvægt að hafa góðan aðgang að mat og drykk á leiðinni upp, því hver hreyfing í þessari hæð er erfið og getur kallað fram hæð- arveiki, s.s. höfuðverk og velgju. Sjálfur fór ég í ullarföt, vindbuxur og dúnúlpu. Þá ákvað ég að hafa með mér 1½ lítra af vatni, harðfisk og Snickers-súkkulaði. Vatnið útbjó ég í poka sem ég kom fyrir innundir úlp- unni að framan. Þannig gat ég sprautað vatni upp í mig sem var að- eins volgt. Súkkulaðið var strax frosið í miðjum hlíðum en harðfiskurinn sem ég hafði í vasanum kom sér vel og ég leysti hann upp í munninum í vatni. Þetta var bara góð máltíð. Mik- ilvægt er við svona aðstæður að hafa eitthvað sem er gott og þægilegt að borða. Menn verða að ganga rólega, fara hægt, bara hægt. Síðasti hluti ferðarinnar er svo að segja lóðréttur upp snarbratta hlíð, skriður, einstígi og klettabelti. Við gengum með ennisljós í svartri nótt- inni,“ segir Ólafur. Klukkan sjö að morgni hinn 27. október náði hópurinn tindi fjallsins. Tólf manna hópur frá Englandi ark- aði fram úr þeim, en gekk ekki eins vel því aðeins sex komust á toppinn, hin sprengdu sig áður en þau komust upp. Allir ferðafélagar Ólafs komust á tind fjallsins. „Það var ótrúlegt að vera þarna uppi. Við vorum mjög heppin með veður og það tók að birta um hálf- sexleytið. Víðsýnið var ótrúlegt. Það var kalt, um 10 gráða frost, en heið- skírt. Ég stoppaði um það bil 45 mín- útur uppi. Við vorum með íslenska fánann og svo var ég með fána Sveit- arfélagsins Ölfuss. Svo dró ég upp ljósmynd af fermingarsystkinum mínum, enda hafa þau farið með mér í allar meiriháttar ferðir á árinu og þær ferðir hafa allar lukkast vel. Flestir voru farnir á undan mér niður og fór ég því nokkuð geyst af stað nið- ur. Þá fann ég strax fyrir þrýstingi upp í höfuðið og hægði á mér.“ Það skall á snjóbylur þegar hóp- urinn var rétt snúinn við niður á ný, sem stóð yfir rúma klukkustund. Það tók hópinn tvo daga að komast niður af fjallinu. Það var dálítið stíft og tók á, að sögn Ólafs. „Menn verða að gæta þess að geyma krafta til að komast niður líka. Það eru um 40 kíló- metrar niður í neðstu búðir. Það var yndislegt að komast á hótelið á ný eft- ir sjö daga dvöl á fjallinu og alveg yndislegt að komast í almennilegt bað. Við sváfum þar í eina nótt en fór- um svo á vit nýrra ævintýra.“ Hæðarmunurinn olli sumum úr hópnum erfiðleikum. „Hæðarmunur getur lagst mjög þungt á menn. Menn geta ekki sofið, fá í magann, kasta upp og það blæðir út úr fólki. Menn fá bólgur í lungun og mikinn höfuðverk. Ekkert okkar var þó í hættu, en þetta reyndi verulega á. Ég held að lykilatriðið fyrir svona ferð sé að vera vel undir allt búinn. Menn gera sér fæstir ljóst hvað það er erfitt að fást við þennan hæðarmismun, það var til dæmis mjög erfitt að sofna uppi í hlíðum fjallsins, menn verða að anda svo grunnt. Svo hættir mönnum til að fara of hratt. Ef menn mæðast mikið geta þeir orðið veikir. Á vit nýrra ævintýra Morguninn eftir fórum við í enn eina rútuferð yfir til Nairóbí. Þaðan var haldið í sjö til átta klukkustunda ferð á hrikalegum vegum í Masai Mara-þjóðgarðinn. Við vorum í jepp- um með opnu þaki og sáum flest villt- ustu dýr Afríku. Það var líka mjög eftirminnilegt. Við sáum meðal ann- ars ljón að veiðum og það var stór- kostlegt. Eftir þá ferð héldum við heim á ný. Ólafur Áki á ekki von á að fara í fleiri slíkar ferðir. „Þessi ferð var eins konar áskorun, eitthvað sem maður gerir einu sinni á ævinni. Þetta var ferð sem mann langar til að reyna sig við en hún er erfið og ég á eftir að njóta hennar enn betur eftir því sem lengra líður frá,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, gekk á Kilimanjaro með átta félögum Frekar lítill karl á þessu háa fjalli Ljósmynd/Rannveig Halldórsdóttir Hrímugir Það er allra veðra von í langri fjallgöngu, Ólafur með Einari Sverrissyni og Sigurði Heglasyni. Takmarkinu náð Ólafur Áki Ragn- arsson bæjarstjóri með fána Sveit- arfélagsins Ölfuss, skálar við ferða- félaga á tindi Kilimanjaro. Eftir Jón H. Sigurmundsson Selfoss | Vinna er á lokastigi við gerð samnings milli Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands og heil- brigðisráðuneytisins um aukna heimahjúkrun í Árborg og ná- grenni. Um er að ræða tilrauna- verkefni til tveggja ára. Miðað er við að heimahjúkrun verði veitt allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Með þessu átaki verður Árborg fyrsta sveitarfélagið utan Reykjavíkur sem veitir næt- urþjónustu í heimahjúkrun. „Ég vil stórátak í því að efla heimaþjónustuna og tel brýnt að sveitarfélög, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið, heilbrigð- isstofnanir og félagasamtök taki höndum saman og efli samræðu og samstarf á þessu sviði.“ Þetta kom meðal annars fram í ávarpi sem Sæ- unn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar heilbrigð- isráðherra, flutti fyrir hans hönd á fræðslufundi Vinafélags Ljósheima á Selfossi sem haldinn var sl. fimmtudagskvöld. Í ávarpinu kom einnig fram að ráðherra vildi heyra hugmyndir heimamanna um fram- tíð hjúkrunarheimilisins Ljósheima sem er í gömlu, óhentugu húsnæði við Austurveg á Selfossi. Á fund- inum fluttu ávarp, auk Sæunnar, Aðalsteinn Guðmundsson læknir, Óskar Reykdalsson lækninga- forstjóri og Ásmundur Sverrir Páls- son, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Mikil neyð fyrirliggjandi Mikill bráðavandi er á Selfossi varðandi hjúkrunarrými fyrir aldr- aða. Nú eru 24 rými á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum sem fyr- irhugað er að flytjist í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunarinnar þar sem verða 12 einbýli og 7 tvíbýli. Í máli Óskars Reykdalssonar lækninga- forstjóra kom fram að 16 eru nú skráðir á biðlista eftir hjúkr- unarrými, þar af eru 12 í mikilli neyð, og 8 einstaklingar eru á sjúkrahúsinu og bíða eftir hjúkr- unarheimilisplássi. „Nýtt hjúkr- unarheimili fyrir 30 manns myndi fyllast strax ef það væri fyrir hendi,“ sagði Óskar. Hann benti á að hjúkrunarheimilispláss á Selfossi væri 5,1 á hverja þúsund íbúa en hlutfallið fyrir landið væri 8,2. Ekk- ert dvalarrými væri á Selfossi. Á fundinum kom einnig fram að stjórn Vinafélags Ljósheima leggur áherslu á að nú þegar verði brugðist við og ráðist í byggingu hjúkr- unarheimilis í samstarfi ríkisins og sveitarfélagsins Árborgar til að leysa þann bráða vanda sem steðjar að þeim sem ekki geta nýtt sér þá heimahjúkrun sem í boði er. Ásmundur Sverrir Pálsson, for- seti bæjarstjórnar Árborgar, sagði það stefnu Árborgar varðandi hjúkrunarheimilismál að þau væru á hverjum tíma það mörg í sveitar- félaginu að þeir sem væru með vist- unarmat gætu fengið pláss. „Það þarf að fjölga hjúkrunarrýmum um 50 á Selfossi til þess að ná landsmeð- altalinu,“ sagði Ásmundur og einnig að bæjaryfirvöld hefðu margsinnis bent ráðuneytinu á þörfina og lagt til að stækkun nýbyggingar Heil- brigðisstofnunarinnar yrði meiri en raun varð á, en ekki haft árangur sem erfiði. Aðalsteinn Guðmundsson læknir fjallaði á fundinum um búsetumál og endurhæfingu aldraðra. Í máli hans kom fram að mikil þörf væri á því að viðhalda hreyfigetu fólks og að áhersla á hreyfingu og félagslega virkni væri mjög arðbær þáttur í rekstri heilbrigðisþjónustunnar ásamt því að stuðla að meiri vellíðan einstaklinga sem í hlut ættu. Áhugi hjá einkaaðilum Á fundinum kom einnig fram að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vinnur að nýju, framsæknu módeli í samvinnu við bæjaryfirvöld eftir hugmyndafræði sem byggir á einka- framkvæmd á byggingu, í Haga- landi, með samningum við opinbera aðila um þjónustu. Þessi hugmynd hefur fengið góðar viðtökur hjá heilbrigðisráðherra. Gert er ráð fyr- ir að markaðssetja módelið fyrir allt landið. Þá kom og fram að einkaað- ilar sem keypt hafa lóðir við Aust- urveg í næsta nágrenni við þjón- ustumiðstöð aldraðra og Heil- brigðisstofnun Suðurlands hafa óskað eftir viðræðum við bæjaryf- irvöld um samstarf. Heilbrigðissráðuneytið og Heilbrigðisstofnun semja um aukna heimahjúkrun í Árborg og nágrenni Hjúkrað heima all- an sólarhringinn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Málefni aldraðra Frá fundi Vinafélags Ljósheima um hjúkrunarheim- ilismál á Selfossi. Þar var sagt frá slæmri stöðu í málaflokknum. Eftir Sigurð Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.