Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 34

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF LENGI var talið að leyndarmál fjöl- skyldunnar væru best geymd og ekki bæri að tala um þau við börnin. Á okkar tímum hefur tilhneigingin frekar verið í hina áttina og telja margir að best sé að segja börnum strax frá því ef vandamál steðja að fjölskyldunni. En hversu langt skal ganga? Í nýlegu aukablaði franska dag- blaðsins Le journal du dimanche er spurningu varpað upp um það hversu mikið börn þurfi raunveru- lega að vita um vandamál fullorðna fólksins og niðurstaðan er sú að of mikil hreinskilni geti skaðað jafn mikið og ef þeim er ekkert sagt. „Í tilfellum þar sem um er að ræða fjárhagsvandamál eða alvarlega sjúkdóma foreldranna borgar sig að vera hreinskilinn í aðalatriðum en ekki fara út í smáatriði,“ segir í greininni. „Börn skynja ef ekki er allt með felldu og ímynda sér frekar það versta ef þeim er ekkert sagt. Þau þurfa því að vita af hverju for- eldrarnir hafa áhyggjur án þess þó að það bæti á kvíða þeirra. Börn þurfa umfram allt að fá að vera börn áfram.“ Þannig er rætt um hin ýmsu tilfelli sem geta komið upp innan fjölskyldunnar. Við skilnað foreldra skiptir mestu að samskipti foreldr- anna virki eðlileg, að minnsta kosti fyrir framan barnið, og foreldrar ættu að forðast lítilækka hvort ann- að svo barnið heyri til. Einnig er fjallað um dauða ná- komins ættingja og talið er nauðsyn- legt að ræða um dauðann og það sem honum fylgir án þess að valda kvíða hjá barninu eða ruglingi. Að lokum segir fjölskylduráðgjafinn að börn þurfi að vita sérstaklega ef breyt- ingar kunna að verða á daglegu amstri þeirra. Í flestum þessara dæma virðist þó nægja að snerta að- eins á málefnunum án þess að farið sé of djúpt ofan í þau og með því sé barninu hlíft við óþarfa áhyggjum.  UPPELDI | Of miklar upplýsingar geta skaðað börnin Hvað þurfa börn að vita? Morgunblaðið/Kristján sara@mbl.is ANNA Elsa Jónsdóttir lætur flest verða sér tilefni til sköpunar. „Mér finnst gaman að búa til eitt- hvað sem er öðruvísi. Mér áskotn- uðust til dæmis afgangar neðan af kápu og datt í hug að búa til úr þeim nokkrar töskur. Síðan fór ég að gramsa í dalli sem ég á þar sem úir og grúir af öllu mögulegu og þar þvældist fyrir mér ein og ein ónotuð skóreim. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú notað þessar reimar í eitthvað annað en skó. Svo ég bjó til úr þeim blóm og fugla og puntaði töskurnar með þeim. Sumir hafa spurt hvaða fuglar þetta séu og ég hef svarað því til að þetta séu bleshænur, því þær sjást ekki lengur hér á landi,“ segir Elsa sem gaf dóttur sinni eina af töskunum góðu en notar hinar þrjár sjálf. „Það hrúgast á mig alls konar afgangsefni, því fólk hefur trú á að ég búi eitthvað til úr því, sem er alveg rétt, því ég tími engu að fleygja og ég fæ alltaf ein- hverjar hugmyndir þegar ég er komin með eitthvert efni í hend- urnar. Ég er til dæmis með fullan poka af beltum sem fólk hefur verið að tína í mig og ég er viss um að mér tekst að búa eitthvað til úr þeim.“ Skapað úr skóreimum  HANDVERK Morgunblaðið/Kristinn Úr skóreimunum verða til blóm og fuglar. Núna er Anna Elsa Jónsdóttir með fullan poka af beltum sem hún á örugglega eftir að búa eitthvað til úr. Bleshænur úr skóreimum prýða þessa tösku. ÓJAFNRÉTTI kynjanna á m.a. rætur að rekja til viðhorfs foreldra og skóla sem mótar viðhorf barnanna. Þetta er skoðun náms- efnishöfundar sem skrifar í sænska dagblaðið Göteborgs Posten fyrir skömmu. Helena Jos- efson hvetur til þess að námsefn- ishöfundar og kennarar setji upp kynjagleraugun til að leggja sitt af mörkum til að útrýma kynjamis- rétti. „Stór hluti af því hvernig við upplifum okkur sjálf byggist á kyni okkar og félags- og menning- arlegum venjum því tengdu,“ seg- ir Josefson. Í nútímasamfélagi virðist vera mikilvægara hvort við erum karlar eða konur en ein- staklingar, að hennar mati. Josefson telur mikilvægt að sænsk stjórnvöld ráðist að rótum vandans þegar námskrár og námsefni verður endurskoðað og telur þrennt nauðsynlegt:  Að allir kennarar fái menntun í kynjafræðum.  Að kynjafræði verði á námskrá í grunnskóla. Það sé jafnsjálfsögð námsgrein og t.d. líffræði. Stelpur og strákar verði að fá tækifæri til að horfa gagnrýnum augum á jafnréttismálin.  Að embætti umboðsmanns jafn- réttismála fái aukið fjármagn til að fylgjast með og leggja sitt af mörkum til jafnréttisstarfs í skól- unum. „Það er kominn tími til að grípa til aðgerða sem leiða til raunveru- legra breytinga fyrir bæði konur og karla,“ segir Josefson að lok- um.  MENNTUN | Ójafnrétti kynjanna Viðhorf foreldra og skóla skiptir miklu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.