Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 41 UMRÆÐAN frekari breytingar á sáttmálanum ef þurfa þykir eða eftir atvikum auka fjárframlög til dómstólsins til að fjölga starfsfólki, eða gera aðrar ráðstafanir til að auðvelda dóm- stólnum að leysa af hendi verkefni sín. Undirbúningur að gildistöku 14. viðauka er í fullum gangi innan dóm- stólsins, enda mun hann hafa í för með sér talsverðar skipulagsbreyt- ingar fyrir þá sem þar starfa. Það stendur aftur á móti ekki til sam- kvæmt 14. viðauka að setja sér- stakar skorður við rétti einstaklinga til að kæra mál til dómstólsins, né heldur eru uppi áform um að dóm- stóllinn „loki á fólk“ eins og það er orðað í fyrirsögn umræddrar fréttar í Fréttablaðinu. Ekkert af því sem ég sagði í umræddu fræðsluerindi bar að skilja á þann hátt, eins og ætla mætti af fréttinni, enda væri það í meira lagi undarlegt þar sem slíkar einhliða aðgerðir af hálfu dómstólsins væru í engu samræmi við það hlutverk sem honum er ætl- að samkvæmt Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Dómstóllinn mun að sjálfsögðu halda áfram taka við kærum frá einstaklingum eins og lög standa til, hversu margar sem þær kunna að verða og kveða upp dóma ef þær teljast tækar til efnis- meðferðar, en ella vísa þeim frá samkvæmt heimildum í sjálfum sátt- málanum. Verður svo áfram þar til aðildarríki sáttmálans koma sér saman um annað. Ef tekin yrði póli- tísk ákvörðun um að hverfa frá því fyrirkomulagi að dómstóllinn taki við kærum frá einstaklingum hefði það í för með sér grundvallarbreyt- ingar á lagalegu eðli Mannréttinda- dómstóls Evrópu sem alþjóðlegs dómstóls. Það er að sjálfsögðu hvorki hlutverk né á færi dómstóls- ins eða einstakra dómara sem þar starfa að taka slíka ákvörðun. Höfundur er dómari við Mannrétt- indadómstól Evrópu og fyrrverandi prófessor við lagadeild HR. Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstift- is, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Ævintýri og spenna Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is Draumar marglyttunnar segir frá baráttu góðs og ills. Óþokkinn Syrtir berst gegn konungi sínum og ætlar sér að taka völdin og segja mönnum stríð á hendur. En það er Fráinn litli sem reynir að koma vinum sínum til bjargar. Herdís Egilsdóttir er fyrrverandi kennari og þjóðþekktur rithöfundur. Glæsilegar litmyndir eru eftir Erlu Sigurðardóttur, myndlistarmann. Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók fyrir börn á öllum aldri. Hér kemur 9. bókin í hinum geysivinsæla bókaflokki GÆSAHÚÐ eftir Helga Jónsson. Í könnun sem Landskerfi bókasafna gerði fyrir árið 2004 lenti Gæsahúð í 3. sæti yfir mest lesnu bækurnar í öllum flokkum. Í flokki barna- og unglingabóka var Gæsahúð í 1. sæti. Bókin sem allar stelpur verða að lesa! Bryndís Jóna Magnúsdóttir, 24 ára frá Keflavík, er ný og fersk rödd í íslenskum unglingabókmenntum. Hér er á ferðinni flott og kúl bók um stelpu sem þjáist af mikilli ástsýki og feimni og tilraunum hennar til að næla í Danna, sætasta strákinn í skólanum ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.