Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 43
ÞAÐ hefur verið ömurlegtað horfa upp á að fram-haldsskólarnir séu meðfjöldatakmarkanir vegna
fjárskorts. Brottfall
nemenda úr fram-
haldsskólunum er
Sjálfstæðisflokknum
að kenna og er áfell-
isdómur yfir stjórn
flokksins á skólamál-
unum undanfarin
fjórtán ár. Ekkert
getur afsakað þessi
vinnubrögð.
Aðrar þjóðir leita
allra leiða til að lokka
unga fólkið inn í
skólana og styðja til
að ljúka námi. Ef um
er að ræða ungmenni
sem ekki hafa staðið sig þurfa auð-
vitað að vera til stuðningsúrræði
en hér er þeim vísað frá. Verknám
hefur verið vanrækt og fyrir vikið
vantar iðnaðarmenn í ýmsum
greinum. Margir af þeim sem
flosna upp hafa farið í bóknám sem
þeir svo ekki ljúka. Fjórðungur
nemenda hvers árgangs lýkur ekki
viðurkenndu námi að loknum
grunnskóla, fyrst og síðast vegna
þess að þeim bjóðast ekki náms-
tilboð við hæfi. Þennan hóp hefur
Sjálfstæðisflokkurinn vanrækt.
Árás er besta vörnin er oft sagt.
Þann leik hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn leikið í allt haust gegn Sam-
fylkingunni en þegar mennta-
málaráðherra Þorgerður Katrín
kemur og syngur
þann sama söng til að
breiða yfir vanda sinn
og flokksins í
menntamálunum
skýtur hún yfir mark-
ið.
Ný tækifæri
Meðal helstu mála
Samfylkingarinnar
við upphaf þings í
haust voru merkileg
þingmál sem Björg-
vin G. Sigurðsson og
Einar Már Sigurð-
arson, þingmenn
Samfylkingarinnar, hafa leitt vinn-
una við. Samfylkingin vill m.a. efla
framhaldsskólann og fullorð-
insfræðsluna með eins konar
menntaþrennu. Komið verði á fjöl-
tækninámi sem er nýtt tækifæri
fyrir nemendur sem ekki hafa lok-
ið formlegu prófi eftir grunnskóla
og verknám fjölbrautaskólanna
verði endurnýjað og eflt. Fjöl-
tækninám er skólastig sem gegnir
m.a hlutverki frumgreinadeilda
fyrir þá sem lokið hafa verknámi
en ekki stúdentsprófi og lögð er
áhersla á hagnýtt nám í verk- og
tæknigreinum.
Það eru meira en fjörutíu þús-
und manns á vinnumarkaði sem
ekki hafa lokið viðurkenndu námi
úr formlega menntakerfinu. Það
þarf að auðvelda fólki að taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Samfylkingin vill skapa því ný
tækifæri með áætlun um átak í
menntun fullorðinna sem ekki hafa
lokið námi á grunn- eða framhalds-
skólastigi.
Fullorðinsfræðslan
Treysta þarf fullorðinsfræðslu í
sessi og skipa henni í farveg. Það
verður að vera vel skilgreint hverj-
ir eiga að bera ábyrgð á tilteknum
þáttum fullorðinsfræðslunnar og
hvernig kostnaðarskipting eigi að
vera á þessu fræðslustigi. Laga-
ramma vantar fyrir fræðslu- og sí-
menntunarmiðstöðvar á lands-
byggðinni sem sinna mikilvægu
hlutverki fyrir fólk með stutta
skólagöngu eða litla formlega
menntun. Fræðslunetin eru bylt-
ing fyrir landsbyggðina og hafa
skapað alveg nýjan aðgang að
menntun. Anna Kristín Gunn-
arsdóttir þingmaður Samfylking-
arinnar hefur unnið lagafrumvarp
til að styrkja þessa starfsemi.
Einn mesti vandinn er að ríkið við-
urkennir ekki kostnað við þessa
menntun sem lendir þess vegna
hjá sveitarfélögum þó framhalds-
og háskólanám sé kostað af ríkinu
þar sem þeir skólar eru starf-
ræktir. Þetta er enn eitt dæmið
um mismunun sem orðið hefur til í
stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í
menntamálaráðuneytinu.
Gagnrýni úr öllum áttum
Það verður ekki skilið við Sjálf-
stæðisflokkinn og ógöngur hans í
menntamálaráðuneytinu öðruvísi
en að minna á samanburðarúttekt-
ina á dögunum. Samfylkingin hef-
ur bent á fjárhagsvanda háskól-
anna við fjárlagagerð mörg
undanfarin ár. Það hlýtur að vera
sárt fyrir menntamálaráðherrann
þegar útlendingar ganga í lið með
Samfylkingunni og segja stjórn-
völdum á Íslandi að þau séu að
svelta háskólana sína.
Á harðahlaupum frá vandanum
Eftir Rannveigu
Guðmundsdóttur ’Brottfall nemenda úrframhaldsskólunum er
Sjálfstæðisflokknum að
kenna.‘
Rannveig
Guðmundsdóttir
Höfundur er þingmaður Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
unveruleg
.
ssum við-
ý kynslóð
ra haslað
s. Og því
ið einhver
varð til á
rt á móti
engi vera
m árum að
engið“ úr
flokkinn
durs leið-
um skiln-
hópi voru
k, Sigmar
Hubertus
Þetta má
nn í hópn-
pið á „ba-
m. Nú er
hías Plat-
ðarmanna
Hubertus
aðalritari,
kksins.
a „nýliða-
alsverðum
amla ’68-
m æðum.
nterfering
ráðherra
slari, og
ruck, sem
a í ríkis-
ri sem for-
truck lét
inberlega
hans sam-
na hinum
var Davíð
n hafi látið
ör duldist
undir bjó
skeiði
a sem ein-
eit? Og að
breyta því
nn hafa til
rnmálum?
vafist fyr-
ýrendum.
efa sú að
á nokkra
málflutn-
stumenn-
irnir virðast hvorki hneigjast til
„hægri“ né „vinstri“; þeir vilja „lif-
andi umræðu“ og öflug skoðana-
skipti, án þess að það sé alls kostar
ljóst, hvers konar skoðunum menn
eiga að skiptast á. Með vissum hætti
má segja að þeir séu sprottnir úr
ákveðnu pólitísku „tómarúmi“. Þeir
virðast enn eiga eftir að finna
flokknum pólitískan samastað.
’68-kynslóðin átti sér hugsjónir
sem hún barðist fyrir með oddi og
egg – hvernig svo sem menn meta
þær hugsjónir á okkar dögum. Og
þrátt fyrir að ríkisstjórn Schröders
og Joschka Fischers sem komst til
valda í Þýskalandi 1998 ylli engum
byltingarkenndum straumhvörfum í
þýsku þjóðlífi, þá sveif andi ’68-kyn-
slóðarinnar ótvírætt yfir vötnum
þessi sjö ár, ekki síst í utanríkis-,
menningar- og umhverfismálum.
Þeir sem leysa „gamla ’68-geng-
ið“ af hólmi í þýska jafnaðarmanna-
flokknum boða „nýjan stíl“. Þeir
vilja með vissum hætti „opna flokk-
inn“, gera hann móttækilegri en áð-
ur fyrir nýjum hugmyndum. Þeir
vilja setja „hagsýni“ í stað hugsjóna
á oddinn. Þeim er í mun að efla
starfsemi atvinnufyrirtækja, frem-
ur en að beita sér fyrir því að rétta
hag þeirra sem eiga undir högg að
sækja – líkt og stefnuskrá jafnaðar-
mannaflokksins gerir enn ráð fyrir.
Og þó að þessir yngri leiðtogar haldi
þeim sið að kyrja víðfrægan „al-
þjóðasöng verkalýðsins“ á flokks-
þingum, þá er ljóst að þeir líta ekki
lengur á sig sem baráttumenn fyrir
„þjáða menn í þúsund löndum“.
Þvert á móti syngja þeir slíka bar-
áttusöngva af gömlum vana. Hefðin
er ekki lengur annað en umbúðirnar
einar.
Og ekki má heldur gleyma því að
margir þessara manna eru aldir upp
í austurþýska alþýðulýðveldinu.
Þeir eru því margir hverjir haldnir
mikilli andúð á því fyrirbæri sem
ráðamenn þar eystra kölluðu „raun-
verulegan sósíalisma“. Eftir að hafa
upplifað hrun kommúnismans hafa
þeir litla trú á því að hefðbundin
jafnaðarstefna geti orðið þjóðinni til
framdráttar. Þess vegna vilja þeir
fara inn á nýjar brautir, finna hinum
„gengisföllnu“ hugmyndum um
jöfnuð og bræðralag nýjan farveg.
Það er hins vegar enn ekki ljóst,
hvað á eftir að koma út úr þeirri leit.
Aftur á móti er líklegt, að sú end-
urskoðun á hefðbundinni stefnu
jafnaðarmanna sem nú er hafin inn-
an flokksins eigi eftir að auðvelda
samstarf þeirra við Angelu Merkel
og aðra „forna fjendur“ úr röðum
kristilega demókrata. Þessar hrær-
ingar gætu því auðveldað samstarf
flokkanna tveggja í samsteypu-
stjórn Angelu Merkel – sem margir
efast reyndar um að eigi langt líf
fyrir höndum.
þýsk-
álum
Reuters
mbætti kanslara Þýskalands. Fyrst lá leiðin til
síðan hélt hún til Brussel áður en hún átti við-
plifað
mans
á því
n-
rðið
„HEILSA kvenna, heilsa mann-
kyns: Stöðvum ofbeldið“ er yfir-
skrift 16 daga átaks gegn kyn-
bundnu ofbeldi sem hófst í gær, á
alþjóðlegum baráttudegi gegn kyn-
bundnu ofbeldi, og stendur fram til
10. desember, sem er hinn alþjóð-
legi mannréttindadagur. Átakið
hófst með morgunverðarfundi
UNIFEM í Reykjavík og hádegis-
fundi á Akureyri. Þetta er í annað
sinn sem slíkt átak er haldið hér-
lendis, en á þriðja tug samtaka og
stofnana standa sameiginlega að
því. UNIFEM á Íslandi og Kvenna-
athvarfið hafa forgöngu um verk-
efnið í ár.
Á morgunverðarfundi UNIFEM
í gærmorgun flutti Edda Jónsdóttir
ávarp fyrir hönd stjórnar UNI-
FEM á Íslandi og sagði m.a. að þótt
-fagna mætti framförum hefðu þær
verið alltof hægar. „Þrjátíu árum
eftir að jafnréttisstarf SÞ hófst með
kvennaárinu 1975 eru konur enn
merkisberar fátæktar, HIV/alnæm-
is, vopnaðra og borgaralegra átaka
og mansals. Við hvorki viljum né
getum beðið 30 ár í viðbót eftir
kynjajafnrétti eða þess að yfirvöld
hlýði kalli kvennahreyfingar um að
konur njóti sömu mannréttinda og
karlkyns samborgarar þeirra.“
Í ávarpi Geirs H. Haarde, utan-
ríkisráðherra, sagðist hann fagna
góðu samstarfi ríkisstjórnarinnar
við UNIFEM á Íslandi. „Til vitnis
um gott samstarf íslenskra stjórn-
valda við UNIFEM ákvað ríkis-
stjórnin að framlag hins opinbera
til UNIFEM myndi hækka úr 2,5
milljónum króna árið 2004 í 11,7
milljónir í ár, en helmingur þess
fjár rann í Ofbeldissjóð UNIFEM.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið
2006 gerir ráð fyrir að framlagið til
UNIFEM hækki í 20 milljónir það
ár,“ sagði hann.
Geir upplýsti að í ljósi góðs ár-
angurs sérfræðings frá íslensku
friðargæslunni sem starfað hefur á
vegum UNIFEM í Kósóvó hefði
hann ákveðið að ráðstafa 12,5 millj-
ónum króna af ónýttum fjárveiting-
um utanríkisráðuneytisins til að
styrkja verkefnið sem UNIFEM
hefur ákveðið að útfæra og ná á til
annarra ríkja á Balkanskaga.
Hafið er sextán daga átak ýmissa samtaka gegn kynbundnu ofbeldi
Framfarir allt of hægfara
Morgunblaðið/Ómar
Hinn árlegi morgunverðarfundur UNIFEM í gær markaði upphaf sextán
daga átaks á þriðja tug samtaka og stofnana gegn kynbundnu ofbeldi.
„ÞAÐ er yndislegt að ferðast heimshorna á milli
og hitta þar fyrir fólk sem berst fyrir sömu mál-
efnum og maður sjálfur þó að félagslegar að-
stæður okkar séu að mörgu leyti gjörólíkar,“
sagði Nadya Engler frá Bisan rannsóknarstofn-
unar- og þróunarsetrinu í Ramallah Palestínu,
en hún var sérstakur heiðursgestur á morg-
unverðarfundi UNIFEM í gærmorgun.
Bisan-setrið var einn af styrkþegum Ofbeld-
issjóðs UNIFEM á síðasta ári, en styrkinn hlaut
Bisan til að vinna að eflingu og samhæfingu úr-
ræða heilbrigðiskerfisins í Palestínu til að taka á
heimilisofbeldi og öðrum myndum kynbundins
ofbeldis. Með verkefninu er komið á fót samræð-
um milli ólíkra aðila í leit að lausnum, ekki ein-
ungis milli heilbrigðisstarfsfólks heldur einnig
trúarleiðtoga, kennara, félagsráðgjafa og
kvennasamtaka.
Sagði lækna hafa ranghugmyndir
Í máli Engler kom fram að tiltölulega nýleg
könnun Bisans leiddi í ljós að stór hluti lækna
hafði ákveðnar ranghugmyndir um heimilis-
ofbeldi og voru tregir til þess að ræða slíkt mál-
efni við sjúklinga sína. „Rúmlega 20% lækna
svöruðu því til að sjúklingur hefði sagt þeim frá
heimilisofbeldi, en hafa ber í huga að stór hluti
þolenda ræða aldrei ofbeldið sem þeir verða fyr-
ir við nokkurn mann. Um 33% palestínskra
lækna sögðust hins vegar kjósa að skipta sér
ekki að þótt þeir yrðu þess áskynja að kvenkyns
sjúklingar þeirra byggju við heimilisofbeldi, en
meirihluta lækna voru samt þeirrar skoðunar að
félagsráðgjafar ættu að sinna þessum málum
betur og veita þolendum aukinn stuðning.“
Sagði Engler í ljósi þessa mikilvægt að þjálfa
lækna og annað heilbrigðisstarfsfólks til þess að
greina vanda heimilisofbeldis eða kynbundins of-
beldis og veita konum ráðleggingar og stuðning,
auk þess sem stuðla þurfi að hugarfarsbreytingu
sem m.a. mætti gera með því að skilgreina heim-
ilisofbeldi sem opinbert heilsufarslegt vandamál.
„Okkar mat var að mikilvægt væri að fá lækna
og heilbrigðisstarfsfólk til samstarfs við okkur,
þar sem heilbrigðisstéttirnar eru í hvað bestri
stöðu til þess að ná til fjöldans og njóta þegar
trúnaðar sjúklinga sinna. Læknar eru líka í ein-
stakri stöðu til þess að greina ofbeldi og áhættu-
þætti.“ Að mati Englers hafa bæði læknar og
heilbrigðisstarfsfólk tekið afar vel í verkefnið og
eru greinilega áhugasamir um hvernig mætti
bæta ástand mála, en Bisan hefur að undanförnu
staðið fyrir námskeiðum og vinnur að útgáfu
upplýsingabæklings.
Erfiðar aðstæður geta leitt til ofbeldis
Í erindi sínu ræddi Engler um erfiðar fé-
lagslegar aðstæður Palestínubúa, sem búa í her-
numdu landi, með mörg hundruð landamæra-
stöðvar, útgöngu- og ferðabann, svo eitthvað sé
nefnt sem hefur áhrif á heilsufar Palestínubúa,
menntun þeirra, atvinnumöguleika og félagslíf
þar sem allur strúktúr samfélagsins hafi beðið
hnekki. Sagði hún ljóst að slíkar félagslegar að-
stæður og ofbeldi á opinberum vettvangi væru
líklegri til þess að leiða til ofbeldis á heimilum.
Þessar sömu félagslegu aðstæður leiða einnig til
þess að margar konur eru í auknum mæli bundn-
ar inni á heimilum sínum og hafa ekki jafn stór
eða öflug félagsnet kvenna í kringum sig jafn-
framt því sem þeim er gert nær ómögulegt að
sækja sér þjónustu í félagsmiðstöðvum.
Engler benti á að sérstaklega væri mikilvægt
að huga að því að veita þeim sem ýmist verða
vitni að pólitísku ofbeldi eða eru þolendur slíks
ofbeldis ráðgjöf til þess að þeir gætu verið með-
vitaðri um að láta þá reynslu sína ekki fá útrás í
ofbeldi inni á heimilinu. „Við erum ekki að segja
að það sé algilt samhengi þarna á milli, en það er
mikilvægt að opna umræðuna og veita þessum
einstaklingum ráðgjöf, því vitað er að álagið sem
þessir einstaklingar búa við eykur hættuna á því
að þeir sýni sjálfir ofbeldisfulla hegðun.“
Efla þarf úrræði vegna heimilisofbeldis
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Nadya Engler frá Bisan-rannsóknarstofnunar-
og þróunarsetrinu í Ramallah í Palestínu var
heiðursgestur á morgunverðarfundi UNIFEM.