Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 26.11.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR ég var lítil stúlka sat ég í skólastofu og starði á blað sem hékk uppi á vegg. Á blaðið var skrifað með bleikum tússpenna: Allir eru góðir í ein- hverju, en enginn er góður í öllu. Svo var okkur nemendunum úthlutað einu stykki A4 blaði, þar sem við áttum að skrifa lista yfir þá hæfileika sem við byggjum yfir. Efst á blaðið skrifaði ég: Góð að lesa. Og listinn varð ekki lengri. Ég gat ómögulega fundið til fleiri hæfileika og var allsátt og hæstánægð með þennan eina. Ég þótti líka sérlega góður upplesari í æsku og fékk alltaf hlutverk sögumanns í leikritum í barna- skóla. Þessi minning kom upp í huga minn þeg- ar ég las þetta geð- orð. Í skólanum var okkur sagt að hver og einn þyrfti að finna eitt- hvað sem hann væri góður í og leggja rækt við það. Í okkur öllum leynast jú marg- víslegir hæfileikar, sem liggja á hinum ýmsu sviðum, t.d. listræn- um, verklegum eða persónulegum, meðfæddir eða áunnir og mik- ilvægt að hver einstaklingur eigi kost á að þroska þá og njóta til fulls. Það veitir okkur ánægju og vellíðan þegar hæfileikar okkar fá að njóta sín, hvort sem er í skóla, vinnu eða áhugamáli. Eflir sjálfs- mynd okkar og öryggi. Þegar ég var beðin um að skrifa litla hugleiðingu um þetta geðorð, byrjaði ég á því að kíkja inn í sjálfa mig og fór í allsherjarleit að eigin hæfileikum, hvar og hvernig þeir nýt- ast. Suma hef ég ræktað vel en aðra ekki. Í mörgu er ég líka gjörsamlega sneydd öllum hæfi- leikum. Hæfileikar spretta einnig upp frá því sem maður hefur áhuga á. Kannski fæ ég, einn góðan veðurdag, af- skaplega mikinn áhuga á matreiðslu, og verð afbragskokkur, annars held ég bara áfram að kaupa til- búna rétti í Bónus. En hvort sem ég kem til með að geta steikt fiskibollur, tekið slát- ur, saumað út eður ei, þá hef ég í hyggju að starfa við það sem veitir mér möguleika á nota hæfileika mína. Meginatriðið er að njóta hæfileika sinna, trúa á þá, nýta í leik og starfi, og rækta vel. Það eykur líkurnar á vellíðan og velgengni í lífinu. Einnig er all- skemmtilegt að uppgötva óvænta hæfileika. Á næstunni ætla ég að grafa upp námshæfileika mína, sem leg- ið hafa í dvala um hríð og hafa þá uppi við á meðan ég nem fræði við háskólann. Finndu og rækt- aðu hæfileika þína Hildur Vala Einarsdóttir skrifar um geðorð nr. 9 Hildur Vala Einarsdóttir ’Meginatriðiðer að njóta hæfi- leika sinna, trúa á þá, nýta í leik og starfi, og rækta vel.‘ Höfundur er IDOL-stjarnan 2005. FATLAÐAR konur verða fyrir of- beldi eins og aðrar konur. Á árunum 1999–2000 var gerð könnun á ofbeldi gagnvart fötluðum konum í Svíþjóð. Rannsóknin var gerð á vegum Forum – Kvin- nor och Handikapp. Tilgangurinn með rannsókninni var að auka þekkingu á hvers konar ofbeldi er um að ræða, áhrifum þess á líf kvennanna og hvetja til aðgerða gegn ofbeld- inu. Upplýsingar voru m.a. fengnar hjá kvennaathvörfum, bráðamóttöku, sam- tökum fatlaðra og með viðtölum við fatlaðar konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi. Erfitt var að fá upplýsingar um fjölda, þar sem kvennaathvörf og bráðamóttökur aðgreina ekki fatl- aðar konur frá öðrum konum í tölu- legum upplýsingum. Fatlaðar konur eru oft háðar öðr- um í daglegu lífi og það gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi. Allar upp- lýsingar um ofbeldi sýna að það snýst um völd og stjórn. Ofbeldið fer oftast fram á heimilinu og er ofbeldismað- urinn þá maki, sambýlismaður, kær- asti, karlkyns ættingi eða karlkyns hjálparmaður. Konurnar eru oft háð- ar ofbeldismanninum með aðstoð í daglegu lífi og eiga því erfitt með að binda enda á sambandið. Þessir menn eru oft indælir út á við, eru nánast eins og tvær ólíkar mann- eskjur. Þær konur sem eiga erfitt með að tjá sig eru sérstaklega við- kvæmar, því þær geta jafnvel ekki sagt frá ofbeldinu eða hver var að verki. Það ofbeldi sem fatl- aðar konur verða fyrir einkennist af því að það er ráðist á veikleika þeirra. Hér verða nefnd nokkur dæmi um það ofbeldi sem kom fram í sænsku rannsókninni.  Konum er meinað um lyf, hjálpartæki eða meðferð.  Mjög algengt er að þroskaheftar konur verði fyrir kynferð- islegu ofbeldi.  Kona er skilin eftir hjálparvana í lyftu við baðkar á baðherbergi.  Síminn er færður úr seiling- arfjarlægð.  Húsgögn eru færð úr stað ef kon- an er blind.  Blind kona er felld með að bregða fyrir hana fæti.  Staðið í vegi fyrir konu í hjólastól.  Fótunum er sparkað undan konu ef hún á erfitt með jafnvægi og hún hædd fyrir að standa ekki á fótunum.  Konur með ósýnilega fötlun fá að heyra að þær séu að látast.  Konan fær að heyra hæðnislegar athugasemdir um það hvernig hún gengur, hreyfir sig eða tjáir sig.  Konur skildar eftir heima þegar karlinn fer út að skemmta sér, fá að heyra að þær passi ekki inn í umhverfið.  Konur fá að heyra að þær séu ljót- ar (með poka á maganum, ónýta fætur o.s.frv.). Í rannsókninni kom fram að það svíður meira undan andlegu ofbeldi en líkamlegu. Að auki kom fram að þeim konum sem voru í þeirri aðstöðu fannst nið- urlægjandi að vera öðrum háðar með praktíska hluti í hinu daglega lífi, að þurfa að biðja fallega um aðstoð og að það væri undir öðrum komið hvort og hvenær hlutirnir væru gerðir. Algengt er að konunum finnist ekki litið á þær sem konur, heldur einungis einstaklinga sem þurfa að- stoð og vernd. Þeim finnst fólk oft ekki sjá manneskjuna á bak við fötl- unina. Þótt áðurnefnd rannsókn hafi ver- ið gerð í Svíþjóð er engin ástæða til að ætla að ofbeldi gagnvart fötluðum konum eigi sér ekki líka stað hér- lendis. Ekki er vitað til að sambæri- leg rannsókn hafi verið gerð hér á landi og væri það verðugt verkefni t.d. fyrir nemendur í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Ofbeldi gegn fötluðum konum Eftir Þorberu Fjölnisdóttur ’Það ofbeldi sem fatl-aðar konur verða fyrir einkennist af því að það er ráðist á veikleika þeirra.‘ Þorbera Fjölnisdóttir Höfundur er meðlimur í stýrihópi kvennaheyfingar Öryrkjabandalags Íslands. 16 daga átak JÓLIN nálgast með ljósadýrð, gjöfum og góðum mat. Þessi hátíð ljóssins minnir okkur á fæðingu frelsarans og boðskap hans. Jólin eru hátíð gleði, vonar og kærleika. Því er sárt til þess að vita að með- al okkar í velferðarþjóðfélaginu eru margir sem, vegna fátæktar, geta ekki veitt sér og sín- um það sem við flest teljum sjálfsagt til hátíðahalds. Ein- staklingar og fjöl- skyldur sem ná ekki endum saman, kvíða hverjum degi og eiga dapurleg jól. Nýlega voru stofn- uð „Samtök um vel- ferð“. Stofnandi þeirra, Haraldur P. Sigurðsson (harp- sig@yahoo.com), rit- aði grein í Morg- unblaðið þann 22. október sl. Grein hans má lesa í heild í greinasafni á www.landsmenn.is . Haraldur kemst m.a. svo að orði: „Það er erfitt fyrir fólk að lifa í fátækt í landi þar sem flestir virðast lifa í alls- nægtum. Fólk sem lendir í fátækragildru af ýmsum ástæðum er útilokað frá venju- legu lífi og jafnvel brotin á því mann- réttindi. Sumir sérfræðingar halda því fram að hægt sé að vinna sig útúr fátækt ef vilji er fyrir hendi, jafnvel halda því fram að fátækt fólk eigi það skilið að standa í basli, en málið er það að lenda í fátækt er mjög auðvelt. Fullfrískt fólk í dag getur orðið öryrkjar á morgun af ýmsum ástæðum og hvernig á þá að standa í skilum með öll lán og skuldbindingar á rúmum 80.000 kr. frá trygg- ingastofnun. Því miður fer þessi hópur vaxandi sem hvorki getur fætt sig né klætt í velferðarþjóð- félaginu ... Það ætti ekki að líðast hér í velferðaríkinu að fólk þurfi að vera rek- ið grátandi út frá fé- lagsmálastofnun og þurfa að beygja sig í duftið til að þiggja einhverja ölmusu frá góðgerðarstofnunum.“ Þetta eru sterk orð og lýsa ástandi sem ekkert okkar vill búa við. Í allri þeirri vel- megun sem hér ríkir er þetta blettur á þjóðfélaginu. Það á ekkert okkar að þurfa að lifa á styrkjum neð- an við hungurmörk og þola þá líðan og nið- urlægingu sem slíku fylgir. Stjórnvöld hljóta að huga að lífskjörum borgaranna og bregð- ast við vaxandi fátækt þannig að félags- og velferðarkerfi okkar standi undir nafni. Þangað til skulum við, sem erum aflögufær, gefa eftir getu til góð- gerðarstofnana eins og Mæðrastyrks- nefndar og Fjöl- skylduhjálpar Íslands og þannig hjálpa samborgurum okkar að eiga gleðileg jól. Fátækt á jólum Baldur Ágústsson skrifar um velferðarmál Baldur Ágústsson ’Stjórnvöldhljóta að huga að lífskjörum borgaranna og bregðast við vaxandi fátækt þannig að fé- lags- og velferð- arkerfi okkar standi undir nafni.‘ Höfundur er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. UM KOMANDI áramót tekur gildi breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Hluti þeirrar breytingar varðar heimild rík- isstjórnar til að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki svo kom- ið verði í veg fyrir tví- sköttun tekna og eigna þegar einstaklingar og fyrirtæki stunda við- skipti bæði hér á landi og erlendis. Í þessari grein er fjallað um þessa breytingu sem virðist takmarka mjög heimildir ríkistjórn- arinnar til að gera tví- sköttunarsamninga við önnur ríki. Þegar íslenskir skatt- þegnar afla tekna frá öðrum ríkjum getur af- leiðingin orðið tvískött- un tekna. Annars vegar skattleggur Ísland allar tekjur skattþegna sinna og hins vegar getur ver- ið að annað ríki skatt- leggi sömu tekjur þar sem þær eru upprunar í því ríki. Flest ríki fara tvær leiðir til að koma í veg fyrir tvískött- un. Í fyrsta lagi hafa mörg ríki í lög- gjöf sinni einhliða ákvæði um lækk- un tekjuskatts til að koma í veg fyrir tvísköttun. Í öðru lagi gera ríki tví- sköttunarsamninga sem skilgreina skyldur ríkja til að koma í veg fyrir tvísköttun tekna (og eigna). Síðari leiðin er öruggari fyrir skattgreið- endur þar sem réttindi þeirra eru skilgreind í samningi en ekki háð ákvörðunum skattyfirvalda. Tví- sköttunarsamningar eru vegna þessa nauðsynlegir til þess að gera erlendum aðilum kleift að eiga við- skipti á Íslandi jafnt sem íslenskum aðilum að eiga viðskipti erlendis. Staðan hefur verið sú að rík- isstjórn Íslands hefur á hverjum tíma verið falið vald til þess að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki, sbr. 1. mgr. 119. gr. laga um tekjuskatt og eign- arskatt. Með lögum nr. 129/2004 er gerð breyt- ing á þeirri grein, þ.e. varðandi vald rík- isstjórnar til þess að gera tvískött- unarsamninga. Ákvæð- ið orðast svo eftir breytinguna: „Rík- isstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar íviln- anir á sköttum er- lendra og íslenskra skattaðila sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Ís- landi og erlendis.“ Ákvæðinu er stillt þannig upp að heimild ríkisstjórnarinnar er fyrir hendi í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að íslenskum og erlendum aðilum verði gert að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis. Í þessu sambandi verður að athuga að skattstofn er hugtak (innan) landsréttar og skattstofn íslenskra skattþegna er skilgreindur í íslensk- um lögum um tekjuskatt og eign- arskatt. Skattstofn sömu aðila er- lendis er skilgreindur samkvæmt lögum í viðkomandi landi. Ríki skil- greina tekjur með mismunandi hætti, t.d. getur eitt ríki skilgreint greiðslu frá einu félagi til annars sem arðgreiðslu þegar annað ríki skilgreinir sömu greiðslu sem vaxta- greiðslu. Ríki hafa einnig mismun- andi reglur um hvaða gjöld er heim- ilt að draga frá tekjum. Þar sem skattstofn er skil- greindur í landsrétti og ólíklegt er að önnur ríki skilgreini skattstofn með nákvæmlega sama hætti og gert er í íslenskum lögum verður þegnum þessara landa í undantekn- ingartilvikum gert að greiða tvisvar skatt af sama skattstofni. Tvískött- un getur verið til staðar en ólíklegt er að hún sé af sama skattstofni. Með vísan til ofangreinds er ekki annað að sjá en að heimild rík- isstjórnar til gerðar tvískött- unarsamninga við önnur ríki sé svo takmörkuð samkvæmt lögum nr. 129/2004 að hún sé í raun óvirk. Til- gangur laganna er að koma í veg fyr- ir túlkunarvandkvæði um það hve- nær ríkisstjórninni sé heimilt að gera tvísköttunarsamninga. Svo virðist sem sá tilgangur hafi snúist upp í andhverfu sína. Að mati greinarhöfunda verður að gera breytingu á 30. gr. laga nr. 129/ 2004 sem mun taka gildi um næstu áramót. Ef lagaákvæðinu verður ekki breytt fyrir gildistöku verður það mikla hagsmunamál sem gerð tvísköttunarsamninga er í algerum ólestri. Heimild ríkisstjórnar til gerð- ar tvísköttunarsamninga Gunnar Gunnarsson og Jón Elvar Guðmundsson fjalla um heimildir ríkisstjórnarinnar til að gera tvísköttunarsamninga við önnur ríki. ’… er ekki annað að sjáen að heimild rík- isstjórnar til gerðar tví- sköttunarsamninga við önnur ríki sé svo tak- mörkuð samkvæmt lög- um nr. 129/2004 að hún sé í raun óvirk.‘ Jón Elvar Guðmundsson Gunnar er hdl. á skattasviði KPMG, kennari við Háskólann í Reykjavík og LL.M nemi í alþjóðlegum skatta- rétti. Jón Elvar er hdl. hjá Taxis lögmönnum og LL.M í alþjóðlegum skattarétti. Gunnar Gunnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.