Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 46

Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BORGIN er eins og svona olíu- skip, sem tekur langan tíma að hreyfa. Þessu svaraði Björk Vil- helmsdóttir borgarfulltrúi R-listans í Kastljósi sl. þriðjudag, þegar hún var spurð, hvers vegna það tæki heilt ár fyrir Reykjavíkurborg að bregðast við þeirri ömurlegu stað- reynd, að tugir heimilislausra kvenna í Reykjavík væru settir út á götu klukkan tíu á morgnana til sjö á kvöldin, dag hvern. Þeim væri vísað úr athvarfinu, Konukoti, jafnvel þótt þær væru fárveikar. Björk útskýrði seinaganginn með því að líkja borg- arkerfinu sem hún stýrir við olíuskip, það tæki langan tíma að breyta um stefnu. Áætlanir hefðu verið gerðar á því sviði sem um ræddi, velferð- arþjónustu borg- arinnar, og fjármunum ráðstafað til lengri tíma. Þess vegna hefði hún ekki getað brugð- ist hraðar við, þegar ein þessara kvenna heimsótti hana fyrr á þessu ári og gerði henni grein fyrir neyð heimilislausra kvenna í Reykjavík. Björk sagðist eftir það hafa tekið málið upp í Velferðarráði borgarinnar, kallað eftir ráðum sér- fræðinga, sett af stað stefnumót- unar- og áætlanastarf og sagði áformað, að á næsta ári, þe. 2006 yrðu málefni útigangsfólks sett í for- gang. Hún sagði þó ekkert hvað það myndi þýða fyrir heimilislausu kon- urnar. Éta það sem úti frýs Meðan á stefnumótun og áætl- anagerð R-listans stæði ætlaði Björk augljóslega að láta sér í léttu rúmi liggja, að konurnar þyrftu að éta það sem úti frýs, í bókstaflegri merkingu. Þetta var sl. þriðjudags- kvöld. Þetta var Björk Vilhelms- dóttir fulltrúi Vinstri grænna í R- listanum, flokks sem kynnir sig sem sérstakan velferðarflokk, fulltrúa þeirra sem minnst eiga og minnst mega sín. Eitthvað virðist þó hafa gerst í kjölfar Kastljóssins, því daginn eftir, miðvikudag, ákveður Velferðarráð borgarinnar, þar sem Björk er for- maður, að hafa Konukot opið allan daginn. Örfáum dögum eftir að Kastljósið tók málið upp, var hægt að láta „olíuskipið“ taka u- beygju. Er það virki- lega svo, að sómatilfinn- ing þessa fólks og sam- úð með þeim sem verst eru staddir í þessu þjóðfélagi verði aðeins virk, ef fjölmiðlar beina að þeim kastljósinu og krefjast úrbóta, krefj- ast svara fyrir hönd úti- gangskonunnar í Kast- ljósinu, sem heimsótti Björk fyrir mörgum mánuðum og fannst hún aðeins mæta „áhuga- leysi“ á neyð þessara kvenna. Hvað verður sagt í kosningabaráttunni? Sem betur fer hafði Kastljósfólkið erindi sem erfiði og á þakkir skildar. Einnig konurnar sem komu fram í þáttum þeirra og sögðu sínar sögur. Stjórnmálaflokkarnir sem standa að R-listanum munu á næstu mánuðum ganga fyrir dyr borgarbúa og sækj- ast eftir endurnýjuðu umboði, segj- ast gæta hagsmuna þeirra betur en höfuðandstæðingurinn Sjálfstæð- isflokkurinn. Þá bið ég borgarbúa að minnast heimilislausu kvennanna, sem máttu éta það sem úti fraus á götum borgarinnar. Konur sem gætu verið mæður okkar, dætur, vinir eða skyldmenni. Olíuskip R-listans tekur U-beygju Bolli Thoroddsen fjallar um velferðarmál í Reykjavík og stefnu R-listans Bolli Thoroddsen ’ Er það virkilega svo,að sómatilfinning þessa fólks og samúð með þeim sem verst eru staddir í þessu þjóð- félagi verði aðeins virk, ef fjölmiðlar beina að þeim kastljósinu?‘ Höfundur er formaður Heimdallar og fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. GUÐRÚN Guð- laugsdóttir blaðamað- ur skrifaði grein undir fyrirsögninni „Börnum er oftast best komið hjá móður sinni“. Eftir að hafa lesið þessa grein gat ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort Guðrún sé að gera grín að þessum fornu viðmiðum eða hvort hún trúi virki- lega því sem hún segir. Hún vitnar til hinna herskáu og hörðu Spartverja til að rök- styðja að börn eigi að vera hjá mæðrum sín- um til 7 ára aldurs. Ef við tölum um Spartverja þá má geta þess að þar voru konur húsmæður og höfðu það megin hlutverk að ala af sér góða hermenn. Markmið uppeldis var að skapa hermenn í þágu rík- isins með skilyrðislausri hlýðni við ríkið, líkamshreysti, harðneskju og vopnfimi. Guðrún vill kannski koma okkur aftur til fornaldar (500 f.kr.–500 e.kr.), en ég held hún gleymi því að á þessum tíma var ekki rætt um jafnan rétt kynja í einu né neinu. Guðrún skrifar greinina í kjölfar hér- aðsdóms þar sem 6 og 9 ára börn voru sett til móður á þeim for- sendum að börn þurfi meira á móður en föður að halda. Vilji Guðrún vitna til Spartverja, þá ættu ofangreind börn að vera hjá föður eða á leið til föður, því Spart- verjar eftirlétu feðrum uppeldi frá 7 ára aldri. Guðrún heldur því að vísu fram að börnin hafi verið 3 og 5 ára en það er nokkur tími síð- an þau voru á þeim aldri. Guðrún rökstyður með að meðganga og brjóstagjöf geri börn nánari mæðrum en feður. Ég þekki ekkert barn á þessum aldri sem enn er á brjósti né að rannsóknir sýni að börn á þessum aldri þurfi meira á móður að halda. Guðrún talar um dæmi þess að karlar hafi tekið börn og falið um tíma til að þeir standi betur að vígi ef til forsjárdeilu kæmi. Ekki veit ég hvort hún eigi við óskylda karla, stjúpa eða feður barnanna og ekki minnist hún á að mæður fremja líka þann verknað sem hún lýsir, verkn- að sem raunar er óásættanlegur. Þetta breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að börn hafa í yfir 90% tilfella lögheimili hjá móður og 97% af meðlagsgreiðendum eru feður. Einnig rökstyður hún þetta með líkamlegri gerð mannfólks. Ég geri þá ráð fyrir að hún sé að tala um að leg og brjóst séu nauðsynleg til að vera forsjárforeldri. Það vekur þá spurningu hjá mér hvort kona sem verður fyrir því að missa leg eða brjóst vegna sjúkdóms verði þá fyrir vikið ekki eins hæf til að hafa forsjá yfir börnum sínum. Þessi rökstuðn- ingur Guðrúnar er því vægast sagt veikur og stórfurðulegur. Guðrún telur ekki nauðsynlegt að lögleiða sameiginlega forsjá. Að hafa þennan valkost sé í raun nóg. Ég spyr á móti valkostur hvers? Reynslan segir okkur að við slíkar aðstæður þá hefur konan algert neitunarvald og það er í hennar valdi hvort hún leyfir föður að halda forsjá. Hagsmunir barns koma þar hvergi nærri. Frakkar hafa langa reynslu af þessum málum og þar hefur dóm- urum verið heimilt að dæma í sam- eiginlega forsjá síðan 1987. Árið 1993 breyttu Frakkar lögum á þann veg að ríkar ástæður þarf til að svipta foreldri forsjá og sönn- unarbyrði á vanhæfi foreldris sé á því foreldri sem fer fram á eins for- eldris forsjá. Þessi breyting varð til þess að sameiginleg forsjá er í 90% tilvika í Frakklandi. Frakkar hafa greinilega góða reynslu af þessum breytingum því árið 2002 bæta Frakkar enn við þessi lög og gefa dómurum heimild til að dæma um jafna umönnun milli foreldra, og það þarf ríka ástæðu til að annað for- eldri missi forsjá barna sinna við skilnað. Guðrún ruglar saman sam- skiptum foreldris og barns og sam- skiptum foreldra sín á milli. Það er rétt að foreldrum kemur oft ekki vel saman við og eftir skilnað. En það breytir ekki þörf barnanna til beggja foreldra. Börnin eiga rétt á báðum foreldrum áfram eftir skiln- að óháð því hversu vel foreldrunum líkar við hvort annað. Það er skylda foreldra að hugsa fyrst og fremst um hag barnanna og halda þeim utan við beiskju þá sem getur verið á milli foreldra. Jöfn foreldraábyrgð eftir skilnað með jafna umönnun og valda- jafnvægi milli foreldra er árangurs- ríkast til að koma á friði milli for- eldra. Gamaldags viðhorf Guðrúnar Heimir Hilmarsson svarar grein Guðrúnar Guðlaugs- dóttur um forsjármál ’Börnin eigarétt á báðum foreldrum áfram eftir skilnað …‘ Heimir Hilmarsson Höfundur er tölvufræðingur og í stjórn Félags ábyrgra feðra. ÞAÐ er tölfræðilegur munur á líð- an og árangri stúlkna og drengja í grunnskólum. Áður fengu stúlkur lægri einkunnir en strákar í stærð- fræði og raungreinum en þá stóðu strákarnir sig lakar t.d. í tungu- málum. Smám saman réttu stúlkurnar hlut sinn upp á eigin spýtur en strákarnir döluðu að sama skapi. Þær hafa nú skotið strákun- um ref fyrir rass og toppa þá í náminu, fara fremur í áframhald- andi nám, ljúka frekar námi o.s.frv. Munurinn er kannski ekki mikill, en hann vex fremur en hitt. Ýmsu hefur verið kennt um þessa þróun s.s. fækkun karla í kennarastétt, skólinn sé meira kven- miðaður og strákahegðun og stráksskapur eigi ekki upp á pall- borðið. Það tel ég hæpnar skýringar. Sú staðreynd blasir við að árang- ur stráka sem hóps t.d. á samræmd- um prófum er lakari en árangur stelpna, það blasir líka við að fleiri strákum líður illa í skólum en stelp- um. En eru strákar vandamál í skól- anum vegna þess að þeim gengur verr en stelpum á samræmdum prófum og eru stelpur í góðum mál- um af því að þeim gengur betur en strákum á samræmdum prófum? Líður öllum strákum illa í skólanum vegna þess að hlutfallslega fleiri stelpum en strákum líður vel? Auð- vitað eiga strákar eitthvað sameig- inlegt með kynbræðrum sínum og stelpur með kynsystr- um sínum, en þetta er of mikil einföldun. Strákar og stelpur eru ekki meðaltöl. Sér- hver strákur og sér- hver stelpa eiga að fá að njóta sín í skólanum. Það á ekki nokkurt barn eða unglingur að þurfa að mæta í skól- ann með þá tilfinningu að honum sé ofaukið þar. Að viðfangsefni séu honum svo erfið að hann ráði ekki við þau. Viðhorfin honum svo andsnúin að honum finnist skólinn ekki rétti staðurinn fyrir hann. Skólastarf verður að byggjast á því að rækta sterkar hliðar hvers einasta nem- anda um leið og byggt er undir þær veikari eins og þarf hverju sinni. Barni líður vel í skóla ef það er að vinna að verkefnum sem felur í sér hæfilega ögrun. Skólinn á að veita sérhverjum nemanda þá örvun sem nauðsynleg er til að þroskast áfram. Hún felst í fjölbreyttum viðfangs- efnum, ólíkum nálgunum, hvetjandi umhverfi og þroskandi samskiptum. Æ fleiri skólar laðast nú að hug- myndafræði sem gengur út á að nám í grunnskóla eigi að miðast við sér- hvern einstakling, að laða það besta fram í sérhverju barni. Framsæknir skólamenn og menntafrömuðir á Ís- landi hafa lagt áherslu á þetta í meira en öld. En hvaða nám á að ein- staklingsmiða? Hið hefðbundna bók- nám sem allt snýst um í dag, eða á að breyta áherslum, auka fjölbreytni og auka námsframboð? Á að gefa nemendum færi á að sinna hugð- arefnum sínum í námi sínu innan skólans? Verður hljóðfærakennsla hluti af grunnskólanámi þeirra nem- enda sem búa yfir mikilli tónlist- arsnilli? Fá hinir hreyfigreindu að verja meira af skólatímanum til íþróttaiðkunar? Fá náttúruunn- endur fleiri tíma úti í náttúrunni við grúsk og athuganir? Fá litlu vís- indamennirnir að glíma við alvöru verkefni? Fá áhugamenn um vél- tækni viðfangsefni sem snúa að því áhugamáli? Verður trésmíðavinna í boði meira en tvær kennslustundir á viku fyrir þá sem hafa áhuga á henni? Einstaklingsmiðað nám hlýtur að leiða til þess að nemendur fari ólíkar leiðir og fáist við ólík viðfangsefni á þeim tíma sem þeir eru í skólanum. Ef áherslan í skólakerfinu á áfram að vera á hið bóklega nám, er ekki hægt að tala um einstaklingsmiðað nám nema í mjög þröngum skilningi. Gagnsemi þess takmarkast fyrir þá sem standa sig vel í skólanum í dag, en er afar lítil og jafnvel skaðleg fyr- ir hina. Skólakerfið okkar hefur með tím- anum orðið æ bókmiðaðra og ein- hæfara. Veldur þar nokkru að sam- ræmdum prófum hefur fjölgað öllum í bóklegum greinum. Þau stýra skólastarfinu og má t.d. færa rök fyrir því að kennslustundum í list- og verkgreinum, stolti okkar ís- lenska skólakerfis, hafi fækkað vegna þeirra. Nemendur verða að standa sig vel í prófunum svo að skólinn þyki góður. Þeir sem eru lík- legir til að draga niður meðaltal skólans eru jafnvel best geymdir heima þegar prófað er. Þessir nem- endur hljóta að velta því fyrir sér hvort þeim sé ekki ofaukið í þessu kerfi. Taki þeir hinsvegar prófin fá þeir stimpil sem erfitt er að bera. Það er erfitt að vera 9 ára gamall og fá þann dóm að tilheyra þeim hópi jafnaldra sinna sem minnst geta í til- tekinni námsgrein. Ekki bara í bekknum eða skólanum sínum held- ur á öllu landinu. Þetta kerfi byggist á hugmyndum um að sumir nem- endur sigri og aðrir tapi. Nemendurnir eru kröftugir og dugmiklir, hugmyndaríkir og til- búnir til að takast á við krefjandi verkefni. Við þurfum að endurskoða starfið í skólunum og markmið okk- ar á að vera að virkja þennan mikla kraft og dugnað sem býr í strákum og stelpum. Skólastarf á ekki að snú- ast um að allir geri það sama, heldur að sérhver nemandi fái að njóta sín á sínum eigin forsendum, fái að glíma við fjölbreytt verkefni og njóta styrkleika sinna. Strákarnir og stelpurnar eru í góðum gír en leiðin sem skólarnir hafa búið þeim er of mörgum illfær. Það þarf að fjölga leiðunum svo allir komist klakklaust á leiðarenda og með bros á vör. Strákar og stelpur í góðum gír Hafsteinn Karlsson fjallar um stúlkur og drengi og frammistöðu við nám ’Sú staðreynd blasir viðað árangur stráka sem hóps t.d. á samræmdum prófum er lakari en ár- angur stelpna, það blas- ir líka við að fleiri strákum líður illa í skól- um en stelpum.‘ Hafsteinn Karlsson Höfundur er skólastjóri Salaskóla í Kópavogi. Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.