Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 56

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 56
56 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Axel JóhannJúlíusson fædd- ist í Koti á Grenivík 24. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Júlíus Stefáns- son, smiður, f. 18. desember 1903, á Eyri í Fjörðum, d. 11. júlí 1970 í Hrís- ey, og kona hans, Lovísa Sigurgeirs- dóttir, f. 18. apríl 1905 í Uppibæ í Flatey á Skjálf- anda, d. 20. mars 2000 á Dalvík. Syskini Axels eru: Þorsteinn f. 1924, dó ungur; Þorsteinn, f. 1926; Sigurgeir, f. 1929; Hall- dóra, f. 1931; Esther, f. 1934; Hafdís, f. 1936; Sigríður, f. 1941, lést ung; Sigrún, f. 1943; og Júl- íus Berg, f. 1946, d. 2001. Árs- gamall flutti Axel með fjölskyld- unni frá Grenivík til Hríseyjar, þar sem hann ólst upp og starf- aði til ársins 1977. Hann fór snemma að vinna eins og tíðkaðist í sjávarþorpun- um á þessum tíma, við fiskvinnu og beitningu, Axel tók snemma bílpróf, keypti vörubíl og stundaði akstur með annarri vinnu í Hrísey. Hann tók að sér sorphirðinguna og vann að því um helgar. Axel annaðist af- greiðslu á olíu og bensíni til báta og tækja á landi og út- keyrslu á olíu til húskyndingar. Hann var löggiltur vigtarmaður og vann á hafnarvog- inni. Árið 1958 heit- bundust Axel og Unnur Jóhannesdóttir, frá Egg í Hegranesi. Þau voru fyrsta árið til heimilis á Norðurvegi 15. Þau á Egg 23. maí 1959. Árið 1960 keyptu þau húsið Ásgarð og bjuggu þar uns þau byggðu á Norðurvegi 25. Árið 1977 fluttu þau til Sauð- árkróks og komu sér upp heimili á Fornósi 12. Á Sauðárkróki stundaði Axel farþega- og póstflutninga á eigin bifreiðum. Unnur rak verzlun og stundaði ýmis þjónustustörf með heimilisstörfunum. Fósturbörn Axels og Unnar eru: Gunnar, Bryndís og Ingimar. Útför Axels verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Axels er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Hér við skiljumsk og hittask munum á feginsdegi fira. Dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum.) Halldóra G. Júlíusdóttir. Nú þegar Axel móðurbróðir okk- ar, eða Bóbó frændi eins og við köll- uðum hann, er látinn, langar okkur systkinin til að minnast hans í örfá- um orðum. Bóbó hefði ekki viljað neina lofræðu, það hefði ekki verið í hans anda. Þegar við bjuggum öll í Hrísey var mikill samgangur á milli heimilanna en eftir að hann og Unn- ur fluttu á Sauðárkrók fækkaði sam- verustundunum. Alltaf var jafn gaman að heimsækja þau og krakk- ana á Krókinn. Samverustundir með Bóbó frænda hafa gefið okkur mikla gleði og hlátur því húmorinn hans var einstakur. Við erum mörg systkinabörnin hans sem sjáum á eftir kærum frænda sem okkur þótti svo innilega vænt um og við eigum eftir að minn- ast hans með gleði í hjarta. Við sendum Unni, Gunnari, Ingi- mar Axel, Bryndísi og afabörnunum hans samúðarkveðjur og kveðjum frænda með bæninni hennar Lovísu ömmu: Sofðu vinur, sofðu rótt, svo að vel þig dreymi. Gefi þér nú góða nótt Guð í dýrðarheimi. (L. S.) Blessuð sé minning þín, elsku Bóbó, og takk fyrir allt. Alda Lovísa, Ingimar og Linda. Þegar ég nú sest niður í byrjun vetrar og set á blað nokkur minning- arorð um Axel Júlíusson koma mér í hug eftirfarandi ljóðlínur Davíðs frá Fagraskógi: Við skulum ekki vetri kvíða, vænn er hann á milli hríða. Skreyttur sínum fanna feldi, fölu rósum, stjörnueldi dokar hann við dyrastaf. Ekkert er á foldu fegra, fagurhreinna, yndislegra en nótt við nyrsta haf. Eins og skáldið ólst Axel upp við hið nyrsta haf, en litlu utar, það er í Hrísey, sem oft er nefnd perla Eyja- fjarðar. Axel kynntist ég er hann gekk að eiga Unni Jóhannesdóttur en hún hafði verið tekin í fóstur barn að aldri að bænum Egg í Hegranesi, bernskuheimili mínu. Þar átti hún heimili til fullorðinsára. Unnur og Axel byrjuðu sinn búskap í Hrísey og í huga mér er ævintýraljómi yfir ferðalögunum þangað. Þetta var ekki svo lítið ferðalag á þeim tíma, og að enda það með sjóferð var há- punkturinn. Í Hrísey bjuggu þau í 18 ár. Öll þau ár komu þau í Skaga- fjörðinn og héldu jólin þar. Það var ætíð mikið tilhlökkunarefni okkar allra að fá þau, þá fyrst voru jólin komin, og margt spennandi fylgdi þeim. Axel spaugaði við okkur krakkana og við tókum upp á ótrú- legustu hlutum og hann tók fullan þátt í því öllu. Mér er í fersku minni hvað hann var fljótur að reikna í huganum, ef á því þurfti að halda. Hann var talnaglöggur maður hann Axel. Síðar, eftir að ég stofnaði heimili í Eyjafirði, fórum við hjónin í samfylgd þeirra margar ferðir til að halda jólin í Skagafirði. Þær voru ekki allar fljótfarnar ferðirnar á þeim tíma, Öxnadalurinn fullur af snjó og oft blindbylur á heiðinni svo ekki sá út úr augum, en þá fór Axel fremstur, enda mjög traustur bíl- stjóri alla tíð. Á Sauðárkróki settust þau Unnur og Axel að rétt við sjó- inn, það hefur komið Hríseyingnum vel. En nú var útsýnið annað, eyj- arnar á Skagafirði blöstu nú við í allri sinni dýrð, og sólin kyssti haf- flötinn, líkt og í Hrísey forðum. Um Axel á ég margar góðar minn- ingar, en samgangur okkar varð minni með árunum eins og oft vill verða. Ég kveð hann með virðingu og þökk og sendi fjölskyldu hans og ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Pálína S. Jóhannesdóttir, Möðruvöllum í Hörgárdal. Elsku Axel minn, hjartans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit að þú hefðir ekki viljað neina lofræðu um þig, þú varst bara ekki þannig. Í þínum huga var allt svo sjálfsagt og einfalt. Við kynntumst fyrir mjög löngu síðan. Það sem gerðist á eftir, vil ég þakka þér fyrir í dag. Þakka fyrir dóttur okkar eins og þú sagðir alltaf. Þú tókst þér hana í faðm þegar hún var tveggja ára gömul og þar var hún ætíð síðar og vildi hvergi annars staðar vera. En þú lést ekki þar við sitja, heldur fylgdum við Tóti minn með og næstu árin vorum við öll eins og börnin þín. Þú umvafðir okkur kærleika og hlýju og minnisstæð eru öll jólin og áramótin okkar saman út í Hrísey, sumarbústaðaferðir og allt annað sem við gerðum saman. Eftir að þú fluttir á Sauðárkrók fórum við tvö gjarnan út að keyra á kvöldin og þá var nú spjallað um allt. Það var alveg sama um hvað var rætt, hvort það var gleði, sorg eða eitthvað annað, þú skildir allt og mörg málin voru leyst á kvöldrúnt- inum. Það verður skrýtið að koma á Fornósinn og sjá þig ekki standa í dyrunum og taka á móti mér með hlýja faðminn þinn og stríðnisbrosið og heyra þessi vanalegu orð sem þú sagðir alltaf við mig: „Nú, en hver er besti vinur þinn?“ En Axel minn, þú varst orðinn þreyttur og mikið veikur. Síðustu vikurnar þínar var Unnur þín hjá þér og vék ekki frá rúminu þínu. Þið kvöddust, þú með höndina þína í hennar og þannig vilduð þið líka bæði hafa það. Elsku Unnur mín, nú er hann laus við veikindin sín og hvílir nú hjá Jesú og englunum. Nú þarft þú að hvíla þig og leyfa börnunum þínum og ömmubörnunum að hjálpa þér og þið haldið vel utan um hvert annað. Elsku Bryndís mín, Gunni og Ingimar Axel, litlu guddurnar mínar eins og Axel kallaði afastelpurnar alltaf, svo og allir ástvinir Axels. Ég bið góðan Guð að hjálpa og styðja ykkur öll. Nú er kletturinn í lífi ykk- ar horfinn og laus við veikindi og þjáningar. Elsku Axel minn, ég kveð þig með mikið þakklæti í huga og mun alltaf minnast þín fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Dökkir skuggar dvína, dýrðarljós upp kemur. Drott- inn sér um sína, sálin orku nemur. Yfir svífa englar hans, umvefja ykk- ur og þerra tár. Laugað úr lindum skaparans, líknað og græða hjarta- sár. Þín Hafdís. AXEL JÓHANN JÚLÍUSSON ✝ Guðbjörn Frí-mannsson fædd- ist í Reykjavík 20. október 1921. Hann lést á heimili sínu á Selfossi 15. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Björnsdóttir, f. 16. september 1896, d. 14. nóvember 1928, og Frímann Einars- son, f. 21. mars 1890, d. 16. desem- ber 1976. Systkini Guðbjörns eru: Jóhannes, f. 1919, látinn. Guðrún, f. 1923, látin. Ingi- björg, f. 1924, látin, Bára, f. 1926, látin, Marvin, f. 1928, látinn, Ólaf- ur, f. 1929, Helga, f. 1931, Einar, f. 1932, María, f. 1933, látin, Elín, f. 1935, látin, og Kristín, f. 1941. Hinn 31. desember 1944 kvænt- ist Guðbjörn konu sinni Guð- björgu Ólafsdóttur, f. 25. desem- ber 1926, d. 17. október 1994. Börn þeirra eru: 1) María Ingi- björg, sjúkraliði, f. 1946, maki Steinn Hermann Sigurðsson. Þau skildu. Börn þeirra: a) Sigurður Einar, maki Áslaug Guðmunds- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: Auður Sif, Steinn Hermann, sambýliskona Soffía Sigrún Gunnlaugs- dóttir. Börn þeirra Fjóla María og Vikt- or Kolbeinn. b) Hanna, maki Sig- urður Pétursson. Þau skildu. Sonur þeirra Pétur Guð- björn. 2) Sigurður Óli, húsasmíða- meistari, f 1954 sambýliskona Svala Halldórsdóttir. Fyrrverandi maki Guðbjörg Katrín Sigurbjörnsdóttir. Börn þeirra a) Ólafur Jens, dóttir hans Ragn- heiður Lóa, barnsmóðir Kristjana Stefánsdóttir. b) Sigrún, sambýlis- maður Erling Þ.V. Klingenberg, dóttir hennar er Katrín, barnsfað- ir Guðmundur Ragnar Guð- mundsson. c) Ívar Örn, sonur hans Steinar Máni, barnsmóðir Harpa Steinarsdóttir. Guðbjörn flutti á Selfoss 1944 og hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, þar sem hann starfaði sem bifreiðarstjóri allt til 1991 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðbjörn verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Bubbi minn. Þá er komið að leiðarlokum, þú kvaddir þennan heim eins og þú hafð- ir óskað. Ég talaði við þig í símann lík- lega 20 mínútum áður en öllu var lok- ið. Þú varst hress og allt í lagi eins og vanalega hjá þér. En lífsklukkan þín hefur sagt stopp þar sem þú sast í stólnum þínum og varst að lesa dag- blað. Þú last mikið og lítið fór fram hjá þér. Ég hef aðeins þekkt þig í eitt og hálft ár eftir að ég fór að búa með syni þínum Sigurði Óla. Þetta hefur verið góður tími og ég fékk tækifæri til að kynnast þér. Það er með ólíkindum hverju 84 ára gamall maður gat komið í verk. Þú vannst eins og ungur maður og alltaf eitthvað að gera. Ég verð að við- urkenna að mér stóð ekki alltaf á sama, þegar þú varst kominn hátt í stiga, farinn að mála, en lærði fljótt að skipta mér ekki af því. Ef þú varst ekki að hjálpa okkur þá varstu að hjálpa öðrum. Það verður tómlegt í Laufhaganum í hádeginu því þú komst á hverjum degi og drakkst með okkur kaffisopa. Ógleymanlegt verð- ur þegar við sátum tvö við eldhús- borðið og þú sagðir mér frá bernsku þinni og hvernig var að vera mjólk- urbílstjóri í gamla daga og allar þær breytingar sem urðu meðan þú vannst við þetta en það voru tugir ára. Þú varst einstakt snyrtimenni og ber heimilið þitt, garðurinn og allt þess vitni, lögð alúð við allt. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, Bubbi minn. Hvíl í friði. Svala. Það er alltaf erfitt að átta sig á því þegar dauðinn knýr dyra og minnir mann á hvað lífið er óútreiknanlegt. Það flaug margt í gegnum huga minn þegar mér bárust þau tíðindi að Bubbi afi væri fallinn frá. Hann var einn af föstu punktunum í tilverunni og stóð mér mjög nærri alla tíð. Ég hef alltaf haldið því fram að ég hafi verið ótrúlega heppinn að fá að kynn- ast afa vel strax mjög ungur. Þannig háttaði til að ég dvaldi mjög mikið hjá ömmu og afa mín fyrstu ár og þegar barnsminnið er skoðað tengist það þeim báðum og dvölinni á „Heiðó“ mjög mikið. Ég naut þess að vera fyrsta barnabarnið og eflaust hefur verið dekrað við mig. Upp koma minningarnar, má þar nefna ófáar ferðirnar með afa í mjólk- urbílnum vítt og breitt og drakk mað- ur í sig allt sem fyrir augu bar og ekki vantaði bíladelluna í okkur báða, eða ferðirnar á Volvónum, markmiðið var að láta afa fara hratt yfir pípuhliðin og brýrnar og athuga hvort maður fengi ekki í magann. Þetta tókst alltaf en ekki var amma alltaf hrifin af þessu háttarlagi okkar. En ekki mátti á milli sjá hvor okkar hafði meira gaman af þessu. Ekki vantaði svo hjálpsemina í barnabarnið þegar ég tók mig til og mokaði grjóti í bensíntankinn á nokk- urra mánaða gömlum heimilisbílnum. Endaði þetta með mikilli aðgerð til að losna við grjótið og skröltið í tankn- um. Ekki minnist ég þess að hafa ver- ið skammaður neitt að ráði fyrir „bensínfyllinguna“ en oft dró afi þetta upp og gerði óspart grín að þessu síð- ar meir. Til viðbótar voru allar stund- irnar í skúrnum þ.s. heilu rúturnar og kassabílarnir voru smíðaðir af ótrú- legri lagni og vandvirkni. Ég fylgdist líka vel með þegar hann gerði upp „Fordinn“ og oft var farið í skúrinn og reynt að hjálpa til. Hann var líka óþreytandi að útskýra og leiðbeina, jafnframt því að aðstoða mig við margt. Má þar nefna að halda reiðhjólinu gangandi, bílamál ýmiss konar, laga hin ótrúlegustu heimilistæki og síðast lakkaði hann barnarúm fyrir okkur Soffíu sem sonur okkar sex mánaða sefur nú í. Hjálpsemi afa var alltaf ótrúleg og nutu margir góðs af allt fram á síðasta dag. Það er tákn um það hversu áhugasamur hann var um það sem hann var að sýsla hverju sinni, að eftir að hann kom af spítalanum nú um daginn varð hann að vera í spariföt- unum daginn eftir svo hann færi ekki út í skúr að huga að „Fordinum“ sem var þá nýkomin úr sprautun. Á meðan ég bjó á Selfossi leið varla sá dagur að maður kæmi ekki við, færi í skúrinn, svo inn og fengi kaffi. Eftir að ég flutti fækkaði heimsókn- unum en alltaf var jafngott að koma á „Heiðó“ og gaman var að fylgjast með hvað barnabarnabörnunum þótti mikið til koma að hitta afa sinn. Það er merkilegt að hann var nær aldrei kallaður langafi, skýringin er kannski óljós en ég er sannfærður um hluti hennar er hve lítið hann breyttist þrátt fyrir að árin færðust yfir. Það er stórt skarð sem myndast í huga mér við fráfall afa, hann var mér alltaf góður félagi og reyndist mér ávallt vel. Ég minnist þess sérstak- lega, þegar ég tók mér það fyrir hend- ur að gerast atvinnubílstjóri og síðan ökukennari, hve mörg ráð og dæmi- sögur hann átti handa mér og er ég sannfærður um að þetta hefur allt reynst mér vel. Að kveðja þig afi og vita að okkar góðu stundir verða ekki fleiri er ekki auðvelt. En minningin um þig og allar samverustundirnar eiga eftir að ylja mér og mínum lengi vel. Sigurður Einar Steinsson. „Rétt eins og vel unnið dagsverk færir mönnum sælukenndan svefn, þannig færir vel unnið lífsverk mönn- um dásamlegan dauða.“ (L. D. V.) Þessi orð eiga vel við hann afa Bubba, þó okkur finnist andlát ná- kominna ættingja aldrei tímabært var ekki hægt að hugsa sér betri dauðdaga fyrir hann afa að loknu vel unnu „dagsverki“. Afi hafði alltaf nóg að gera og þó nú séu liðin 14 ár síðan hann lét af störfum hjá Mjólkurbúi Flóamanna féll honum aldrei verk úr hendi. Ef hann var ekki að aðstoða okkur fjölskyldu sína eða vini við ým- islegt, þá var hann heimavið, eitthvað að dedúa. Það var alltaf nóg að gera í skúrnum á Heiðarveginum eða garð- inum, auk þess sem hann hugsaði myndarlega um heimilið eftir að amma Guðbjörg dó 1994. Hann bar þá sorg í hljóði en heiðraði minningu hennar með því að ganga í öll verk á heimilinu með hennar lagi. Afi var skemmtilegur afi. Við eig- um margar minningar um góðar stundir, glettni og góðlátleg stríðni einkenndi hann í samskiptum við okk- ur lítil. Afi leit á okkur sem jafningja sína. Hann var okkur innan handar þegar við þurftum á honum að halda, hann var alltaf fyrstur til, mættur með þau tól sem til þurfti og sína löngu reynslu af að leysa hin ýmsustu verkefni. Hann kenndi okkur öllum að keyra. Hann sýndi okkur áhuga. Við eigum eftir að sakna afa Bubba, það skarð sem hann skilur eftir verð- ur ekki fyllt. Við getum hins vegar reynt að tileinka okkur þá góðu eig- inleika sem hann bjó yfir og mæta hverju verki af alúð, virðingu og vand- virkni. Við trúum að afi hafi nóg fyrir stafni á nýjum stað. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Ólafur, Sigrún og Ívar. GUÐBJÖRN FRÍMANNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.