Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 58

Morgunblaðið - 26.11.2005, Page 58
58 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigfús Stein-dórsson fæddist í Hamarsgerði í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 7. júní árið 1921. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðár- króks hinn 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Helga Magnúsdóttir frá Gilhaga, f. 18.3. 1896 d. 19.1. 1986, og Steindór Kristján Sigfússon frá Mælifelli, f. 12.12. 1895, d. 21.8. 1921. Alsystir Sigfús- ar var Helga, f. 1918. d. 1994, og hálfbræður hans sammæðra Stein- dór Kristján Sigurjónsson, f. 1923, d. 2003, Magnús, f. 1929, og Indr- iði, f. 1933. Sigfús kvæntist Jórunni Mar- gréti Guðmundsdóttur frá Breið, f. 20.2. 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Soffía Jónsdóttir frá Hóli og Guðmundur Eiríksson frá Sölvanesi. Börn Sigfúsar og Jór- unnar eru: 1) Svanhildur, f. 1951, maki B. Haukur Sigfússon, f. 1953. 2) Steindór, f. 1953, maki Jóhanna Óskarsdóttir, f. 1952. 3) Guð- munda, f. 1955, maki Jón Björn Sigurgeirsson, f.1956 , þau skildu. 4) Sindri, f. 1956, maki Erna Reyn- isdóttir, f. 1956. Afabörnin eru ell- efu og langafabörnin átta. Sigfús missti föður sinn rúmlega tveggja mánaða og ólst því upp hjá móður sinni og seinni manni henn- ar, Sigurjóni Helga- syni, f. 24.5. 1895, d. 20.8. 1974. Fyrstu árin bjuggu þau í Ham- arsgerði en síðan í Árnesi. Árið 1938 fluttu þau í Nautabú, þar sem þau bjuggu síðan. Sigfús lauk far- skólaprófi í Lýtings- staðahreppi árið 1935, prófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni árið 1940, minnimótors vélstjóraprófi árið 1945 og meiraprófi bifreiða- stjóra árið 1948. Hann stundaði sjómennsku, m.a. vélstjórn skipa, áætlunarakstur milli landshluta með ýmsan varning, vörubílstjórn á Keflavíkurflugvelli o.fl. Árið 1953 gerðist hann bóndi, fyrst rúm tvö ár á Breið og síðan óslitið í Steintúni til ársins 1980, eða 24 ár. Eftir að Sigfús hætti búskap árið 1980, fluttu þau hjón á Sauðár- krók, og vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í nokkur ár. Síðustu ár starfsævinnar vann hann hjá Loðskinni h.f. Sigfús var góður hagyrðingur og eftir hann liggja margar vísur. Hann gaf út eitt ljóðakver, sem hann kallaði, Fýkur í hendingum hjá Fúsa. Var það prentað í eitt þúsund eintökum og er að heita má uppselt. Útför Sigfúsar fer fram frá Reykjakirkju í Skagafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Öll eru kolin öskugrá í ævi minnar stó. Lífið kveður, lokast brá, loksins finn ég ró. Þannig yrki ég í orðastað afa míns og vinar, Sigfúsar Steindórssonar, sem jarðsettur verður í dag. Mig langar, fátæklegum orðum, að minn- ast hans. Ein fyrsta minning sem ég á um afa minn er fram á Breið. Ég ligg láréttur í stóru hrömmunum hans og flýg um gangana. Það merkilegasta við það er að ég get snert loftið, sem fyrir litlum dreng er alla jafna í órafjarlægð. Þetta gerði hann oft fyrir mig, við mikla kátínu. Aðra minningu á ég frá svipuðum tíma. Það stóð til að reka féð á Breið á afrétt. Þetta hefur verið í kring um 1983. Til stóð að ég færi á hesti áleiðis af stað, en eitthvað var kjarkurinn lítill þegar á reyndi. Fór ég fram á fylgdarmann suður að Rétt, en enginn mátti vera að því að sinna því kvabbi, eðlilega. Þá bauðst afi til að teyma undir mér og gerði það. Á leiðinni hughreysti hann mig og sagði mér gönguferðarsögur af sjálfum sér og Guðmundi langafa mínum. Mikið var ég þakklátur afa mínum í það skiptið, eins og oft seinna. Afa kynntist ég best á árunum fjór- um sem ég dvaldi hjá honum og ömmu á Víðigrundinni. Þá kom í ljós að við áttum ýmisleg sameiginlegt. Vorum sennilega dálítið líkir. Við höfðum gaman af hestum, ortum vís- ur, spiluðum á munnhörpu og þótti koníak gott. Oftar en ekki var afi vak- andi þegar ég kom heim á Víðigrund eftir skrall, um miðja nótt. Var þá kaffi á könnunni, súkkulaði í skál og sögurnar ekki langt undan. Fyrir allt þetta er ég þakklátur. Ekki síst fyrir að hafa átt afa að góðum vini í öll þessi ár. Eftir að ég stofnaði heimili voru afi og amma sérlega dugleg að heim- sækja okkur. Þannig gat afi fylgst með litlu fallegu frænkunum sínum, sem hann lét sér mjög annt um. Eitt af mörgu sem ég lærði af afa var að mæta alltaf aðeins fyrir áætl- aðan komutíma. Á því var sjaldan misbrestur hjá honum og ömmu. Þannig var það einnig á burtfarar- degi; afi fór svolítið fyrr en ætlað var. Farðu Guðs í friði, mér fylgir minn- ing þín. Elsku amma mín, ég hugsa til þín. Ólafur Sindrason. Það er alltaf þungbært að kveðja ástvin sem leggur í langferð. Ævin- lega er þó síðasta kveðjustundin hvað sárust; þá er huggun harmi gegn að eiga minningar, margar og góðar, um þann sem fallinn er frá. Nú er Sigfús Steindórsson, tengda- afi minn dáinn og langar mig að minn- ast hans í fáeinum orðum. Allt frá fyrstu stundu sýndi Sigfús mér vinsemd og hlýju og það hefur alltaf verið gott að koma á Víðigrund- ina til þeirra sómahjóna, Jórunnar og Sigfúsar. Það verður áfram gott að koma á Víðigrundina en það verður öðruvísi en áður. Ég á eftir að sakna þess að heyra engar sögur og vísur og spilað á munnhörpuna. Ég heyri enn hlátur- inn í Sigfúsi þegar hann sagði okkur um daginn eina af fjölmörgu sögunum sem hann kunni. Hann hafði varla klárað söguna þegar hann sprakk sjálfur úr hlátri. Þannig er honum ef til vill best lýst, skrafhreifnum og skemmtilegum karli. Hann var afar barngóður og hafði mikið dálæti á litlu dætrum okkar Óla og kallaði þær litlu fallegu frænkurnar sínar. Við fórum í sunnudagsheimsókn á Víðigrund fyrir rúmri viku síðan. Það var mjög notaleg stund sem við áttum saman, eins og alltaf. Þó var eitthvað sérstakt við við þessa. Við sátum inni í eldhúsi, eins og svo oft áður, drukkum kaffi og fengum góða bakkelsið henn- ar Jórunnar með. Sigfús spilaði fyrir okkur á munnhörpuna, Rollurælinn og Suður með sjó. Þetta var stund sem fyllti mig klökkva og ég hugsaði með sjálfri mér að þessa stund skyldi ég geyma í hjarta mínu. Þetta var okkar síðasta stund með Sigfúsi afa, ljúf og góð minning. Ég er þakklát fyrir allar vísurnar, sögurnar, alla Rollurælana og síðast en ekki síst fyrir vinsemd og hlýju í minn garð alla tíð. Litlu stelpurnar okkar Óla, þær Erna Sigurlilja og Þóra Emilía, eru of ungar til að muna eftir langafa sínum seinna meir, en ég veit að þær eru honum þakklátar fyrir alla væntum- þykjuna og örlætið sem hann sýndi þeim. Ég kveð tengdaafa minn með bæn- inni sem ég fer með fyrir litlu langaf- astelpurnar hans á hverju kvöldi: Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Helga Sigurðardóttir. Elsku afi minn. Mig langaði bara til að skrifa lítið þakkarbréf um allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Það var svo gaman þegar þú lán- aðir mér Sörla gamla til að ríða út á, á sumrin. Þú fylgdist alltaf með því hvernig mér gekk og sagðir að hann mætti nú alveg missa spikið af sér. Ég veit að þú munt fylgjast með mér áfram, því ég mun halda áfram að ríða út á honum á næsta ári og mun nota hnakkinn þinn sem þú lánaðir mér og ístöðin góðu sem þú gafst mér. Svo man ég þessa góðu perulaga mola, kattartungurnar með appels- ínubragði og fleira sem þið amma vor- uð alltaf að gefa mér. Alltaf fékk ég súkkulaði eða kandís þegar ég kom til ykkar í Breiðagerði. Ég man allar þær góðu vísur og sögur sem þú varst alltaf að segja, en þær eru nú mjög margar góðar og nokkrar í uppáhaldi hjá mér. Þetta vil ég sérstaklega þakka fyr- ir, en það er nú margt fleira sem gæti komið á eftir þessu. Ég elska þig rosa- lega mikið, afi minn, svo miklu meira en þú getur ímyndað þér. Ég sakna þín mjög mikið en þú ert hjá mér í hjarta mínu. Við sjáumst aftur þegar minn tími er kominn. Þitt barnabarn, Sif Sindradóttir. Elsku afi minn, mig langar að skrifa nokkur orð til þín. Þegar ég hugsa til baka þá rifjast upp ótal minningar frá Breiðagerði, frá sumarbústaðnum sem þið byggð- uð þar, og frábærar minningar frá Víðigrundinni. Allar minningarnar geymi ég vel í mínu hjarta og þegar ég eignast börn þá á ég eftir að segja þeim frá þér. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar sumarið 2004 með Ómar með mér í fyrsta sinn, þá tókuð þið honum svo vel. Þá var mikið gaman og mikið hlegið. Þú sagðir fullt af sögum og fórst með vísur og þegar við Ómar hugsum til þessarar ferðar og tölum um hana, þá er það alltaf með hlýhug og bros á vör. Elsku afi, ég veit að þér líður vel núna og ég veit að það var vel tekið á móti þér. Mér þykir vænt um þig. Elsku amma mín, ég votta þér mína dýpstu samúð. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Hafrún. Okkur systurnar langar til að minnast afa með örfáum orðum. Við eigum margar skemmtilegar minn- ingar um hann. Við minnumst þess að við gátum leikið okkur tímunum sam- an í gamla bænum í Breiðargerði og þá var svo gott að skjótast yfir til afa og ömmu því við gátum verið vissar um að afi myndi lauma að okkur súkkulaði eða perubrjóstsykri. Hann átti líka alltaf eina vísu eða svo í poka- horninu eða sögu frá gamalli tíð. Við góð tækifæri dró hann munnhörpuna upp og spilaði nokkur lög. Við erum sérstaklega þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með afa þegar við bjuggum hjá þeim ömmu á framhaldsskólaárunum. Þá kynntumst við afa í raun upp á nýtt. Okkur þykir vænt um hvernig afi hvatti okkur áfram í náminu og gladd- ist yfir því þegar vel gekk. Við mun- um afa sem glaðlyndan, sterkan og hraustan mann. Því var erfitt að sjá þegar þrek hans dvínaði. Við vitum þó að honum líður vel núna og hann er á góðum stað. Nú til hvíldar halla eg mér, höfgi á augu síga fer, alskyggn Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. (Steingr. Thorst.) Blessuð sé minning afa. Elsku amma, hugur okkar er hjá þér. Jórunn og Arney Sindradætur. Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum. Þegar ég læt hugann reika til liðinna ára kemur margt upp í hugann. Afi var alltaf hrókur alls fagnaðar, fór með vísur og sagði sögur sem hann kunni alveg ógrynni af og mér fannst alltaf jafn skemmtilegar. Ég minnist þeirra stunda þegar ég fékk að vera hjá afa og ömmu í Breiðagerði og var að hjálpa afa í girðingarvinnu og ýmsum öðrum verkum. Þá lærði ég margt af honum. Það var alltaf gaman að koma í Breiðagerði. Þá var manni alltaf boðið upp á perubrjóstsykur og suðusúkku- laði og oft tók afi nokkur lög á munn- hörpuna. Svo var alveg lykilatriði að skrifa í gestabókina. Elsku afi, ég vil að lokum þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman og votta þér, elsku amma mín, mína innilegustu samúð. Björgvin. Í dag kveðjum við móðurbróður okkar, Sigfús Steindórsson, eða Fúsa eins og við kölluðum hann alltaf. Fúsi var eini albróðir mömmu, en faðir þeirra lést þegar Fúsi var rúm- lega tveggja mánaða og mamma ný- orðin þriggja ára. Þá var búið tekið og allt sett á uppboð og selt og eftir stóð mamma þeirra með lítið annað en þau tvö. Lífið tók því harkalega á móti Fúsa strax upp úr fæðingu. Þegar mamma og Fúsi ræddu þessa sameig- inlegu reynslu sína, sem mamma mundi eftir, þótt hún hafi bara verið þriggja ára, þá þökkuðu þau fyrir að fjölskyldunni hefði ekki verið tvístrað eins og gjarnan var gert í þá daga. Þessi reynsla þeirra batt þau enn bet- ur saman. Amma giftist aftur og eign- aðist þrjá drengi. Var oft þröngt í búi hjá þeim, eins og sjá má við lestur bréfa, sem mamma lét eftir sig, er hún fékk frá ömmu og bræðrum sín- um á árunum 1937-38. Bæði mamma og Fúsi sögðu að þó hafi alltaf verið nóg að borða og voru þau þakklát fyr- ir það. Var það ekki síst að þakka ein- stökum dugnaði Sigurjóns afa og ráð- deild ömmu. Mestalla sína búskapartíð bjó Fúsi í Steintúni, sem var næsti bær við Fitjar. Þegar staðið var á hlaðinu á Fitjum var nóg að snúa sér í hálfhring og sáust þá allir bæirnir þar sem amma og afi og þrír af fjórum bræðr- um hennar mömmu bjuggu. Var það ómetanlegt að alast upp undir hand- arjaðri alls þessa góða fólks. Sam- gangur á milli bæjanna var eins og tíðkaðist á þeim árum. Við fórum í sendiferðir fyrir mömmu og áttum þá að reka erindið fljótt og vel, annað var óþarfa hangs. Þar sem pabbi var lang- dvölum burtu að vinna og mamma ein með okkur systkinin var oft leitað til afa og bræðra hennar á næstu bæjum með hjálp við þau verk sem við gátum ekki unnið og var Fúsi þar engin und- antekning. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur, sama hvert er- indið var. Oftast komu í hans hlut leið- inleg verk eins og að lóga kálfum eða öðrum skepnum og þótt það væri mið- ur upplífgandi brást hann alltaf fljótt og ljúfmannlega við. Fúsi var hagyrðingur góður og ófá- ar eru þær vísurnar eftir hann, sem því miður hefur örugglega ekki öllum verið haldið til haga og skráðar niður. Oft kom hann heim til okkar til að leyfa mömmu að heyra nýjustu vís- urnar, sem hann hafði ort í það sinnið, því hún hafði ekki síður en hann gam- an af kveðskap og setti gjarnan sam- an vísur, þótt ekki væri hún eins öflug í þeim efnum og Fúsi. Einhverju sinni sem oftar, þegar ekki áraði mjög vel hjá bændum, orti Fúsi: Bændur í bankana fara, biðja um lán til að hjara. Á þá stjórarnir stara stingandi augum og svara þið eigið að spara og spara, spenna ólina bara og þræla það sem þið getið, þó það sé einskis metið. Bregður fyrir barlómi, bognir eru armar. Þjakaðir eru af þrældómi þessir bændagarmar. Fúsi var marghvattur til að gefa út kveðskap sinn og lét hann verða af því árið 1994 að gefa út vísnakverið ,,Fýk- ur í hendingum hjá Fúsa“. Þar er þó aðeins örlítið brot af því sem hann orti. Það fer vel á því að ljúka þessum orðum með því sem hann kallaði ,,mottóið“ sitt: Aldrei stend ég eða ligg, öllum svo að líki. Oft ég ráð af öðrum þigg, þó aðeins frá þeim víki. Um leið og við systkinin kveðjum góðan frænda í hinsta sinn þökkum við af alhug allt það fjölmarga sem hann gerði fyrir okkur á Fitjum í gegnum árin. Jórunni, börnum og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Systkinin frá Fitjum. SIGFÚS STEINDÓRSSON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.