Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.11.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, eru orð að sönnu því við áttum síst af öllu von á að við þyrftum að kveðja Ró- bert svona snemma. Það er erfitt að sætta sig við að svona ungur maður hverfi á braut í blóma lífsins en þeir sem Guð elsk- ar deyja ungir. Róbert var mjög ljúfur og góður strákur en því miður fengum við að þekkja hann í alltof stuttan tíma. Róbert hafði gaman af því að spjalla um allt milli himins og jarð- ar og átti mjög auðvelt með að kynnast fólki því alltaf fann hann upp á einhverju umræðuefni enda fátt honum óviðkomandi. Hann var einstaklega fróðleiksfús og las sér til um ólíklegustu hluti. Þegar hann var annars vegar þá var lítið um þessar vandræðalegu stundir þar sem enginn segir neitt því hann var líkt og hafsjór brandara og skemmtilegheita. Hann fékk mann oft á tíðum til að hugsa miklu dýpra en maður var vanur að gera og þá gjarnan um lífið sjálft og það sem skiptir okkur öll máli. Róbert var mikill grúskari og hafði gaman af alls konar tækjum og tólum. Hann var mjög skipu- lagður og vildi hafa allt í röð og reglu í kringum sig. Við minnumst þess að þegar farið var með honum í útilegu þá þurfti maður ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma ein- hverju heima því tjaldvagninn hans var mjög vel útbúinn og ólíklegustu hlutir voru með í för og allt að sjálfsögðu á sínum stað. Hann var mjög handlaginn, vandvirkur og í raun sannur listamaður en eftir hann liggja mörg listaverkin. Róbert var mjög duglegur, vinnusamur og drífandi og varð að hafa eitthvað fyrir stafni nótt sem nýtan dag. Hann var mjög rólegur og yfirvegaður að eðlisfari, traust- ur og hafði góða nærveru. Hann hafði svo mikið að gefa og var ávallt reiðubúinn að hjálpa öðrum. Með þessum orðum viljum við minnast Róberts en margar góðar minningar munu lifa áfram í huga okkar. Margs er að minnast, margs er að sakna, blessuð sé minning þín. Með trega kveðjum við góðan dreng. Elsku Hulda okkar og aðrir ætt- ingjar, megi Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tíma- mótum í lífi okkar allra. Dauðinn dó, en lífið lifir, lífs og friðar sólin skær ljómar dauðadölum yfir, dauðinn oss ei grandað fær, lífið sanna sálum manna sigurskjöld mót dauða ljær. (Helgi Hálfdánarson.) Árni og Ása. RÓBERT ÞÓR RAGNARSSON ✝ Róbert Þór Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1966. Hann lést af slysförum 14. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 25. nóvember. Er vinur fer fram af heljarbrún um- turnast líf okkar, sem eftir stöndum, og alla rökræna hugsun brestur. Satt best að segja, þá ærist hugur manns. Öllu er svipt í burtu sem tengdi hvern og einn við manninn, ástvininn okkar, eigimanninn, bróðurinn, frænd- ann, góða vininn og allar gerðir hans og hugsanir. Nú verður hann aldrei framar, nema í okkar huga. Allt er breytt, líf allra sem eftir eru og hans líf er annars staðar. Við stöndum eftir með spottann í hönd- unum, harm í huga og vitum ekki neitt. Þá minnast skal Róberts Ragn- arssonar, þá kemur ljúfmennska fyrst í hug. Þessi bjarti ungi maður með sitt blíða bros, geislandi af góðmennsku og kærleika til ann- arra manna. Hann var í raun sú fyrirmynd sem allir vilja eiga. Okk- ur er kennt í bernsku að vera hjálpsöm við aðra, sýna kærleika í verki, og vel að merkja, þetta er í öllum trúarbrögðum. Alls staðar er lögð rík áhersla á þessi atriði, mis- kunnsemi og hjálp. Þar skar Ró- bert sig úr, því ávallt var hann reiðubúinn til aðstoðar og vildi hvers manns vanda leysa. Hvert fólkið var skipti ekki máli, allir nutu hjálpar hans. Þegar ég var kynntur til sög- unnar hjá fjölskyldu Róberts, eins og sagt er, þá tók mig ekki langan tíma að sjá, hver voru helstu ein- kenni hennar. Fjölskyldan var sam- hent og glaðvær. Faðir Róberts var rafvirkjameistari, mjög útsjónar- samur í starfi sínu, hafði gaman af að segja skemmtilegar sögur og var hláturmildur. Móðirin stjórnaði öllu af reisn og var ákaflega list- feng, sem munir hennar bera best vitni um, og hún hafði létta lund, sem stýrði öðrum oft til betra lífs. Þau eru bæði látin, en þau unnu börnum sínum og gáfu þeim allt það besta sem unnt var. Foreldrar hans og þrjár eldri systur umvöfðu hann ást og blíðu frá fæðingu, og það kann að hafa haft mikil áhrif á ljúflyndið, sem honum var í raun í blóð borið, en hann ræktaði síðan með sér með auknum þroska og varð öllum til heilla, sem áttu samleið með hon- um. Á langri ævi hef ég kynnst mörgu góðu fólki, mörgum góðum dreng, konum sem körlum, en öðr- um eins ljúflingi og Róberti hef ég aldrei kynnst. Aldrei lagði hann illt orð til annarra, ávallt gladdist hann yfir annarra velgengni, aldrei öf- undarorð, og aldrei skoraðist hann undan að veita hjálparhönd. Un- aðurinn sem skein úr augum hans, þegar hann hafði látið gott af sér leiða, hann kom sannarlega frá hamingjusömum manni. Að sjálfsögðu kom ástin til hans, og það getur enginn annar en guð hafa komið þar við sögu, vegna þess að Hulda var sem guðsgjöf fyrir Róbert og hann fyrir hana. Í leikjum barna með dúkkur sínar raða þau gjarnan saman í pör. Ef við bregðum okkur í þennan hug- arheim, þá má segja að Hulda og Róbert hafi verið par allra tíma. Ég tek ofan hatt minn fyrir þeim sem setti þau saman, svo vel tókst til. Róbert unni konu sinni heitt, en hann átti aðra ástmey, sem var listagyðjan sjálf. Hann var gæddur miklum listrænum hæfileikum og þá kom sér vel að vera einnig hag- ur sem hann var, einkum á járn. Hann hafði frjótt ímyndunarafl, sem veitti honum mikla tilfinninga- lega útrás í listinni og hafði til þess góðan stuðning af Huldu. Hann lætur eftir sig mörg góð listaverk, og eru þau verðugir minnisvarðar um hann sjálfan. Merkilegt er, að sum af þessum verkum er erfitt að meta, hvort um er að ræða hag- leikssmíð á nytsömum hlut eða stórkostlegt listverk. Reyni hver sem vill að skilja þar á milli, en hann sendi aldrei frá sér smíð, sem ekki hafði listrænt yfirbragð, þá er vel þegar þetta fer saman. Er við kveðjum þennan góða dreng, þá reynum við að láta líf hans verða okkur hvatningu til betri dáða, en nú er skarð fyrir skildi. Illt er í eftirsjá vinar. Björgúlfur Lúðvíksson. Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar Róberts. Ekki gátum við ímyndað okkur þegar við hittum Róbert í brúðkaupinu okkar í sumar að það yrði í síðasta skiptið sem við hittum hann. Þá ræddum við um að vera duglegri að hittast og hafa samband. Það síðasta sem við heyrðum í Róbert var símleiðis á miðvikudeginum áður en hann lést. Þá samgladdist hann okkur með nýfæddan son okkar. Við höf- um átt margar góðar samveru- stundir með Huldu og Róbert, allt- af var virkilega gaman að koma til þeirra. Róbert var einstakur mað- ur, hann vildi oft sýna manni eitt- hvað nýtt sem hann var búinn að eignast, okkur er minnisstæður indjánajakkinn og hermannahjálm- urinn. Gott dæmi um hvað Róbert var einstakur er að þegar maður bauð þeim heim þá kom Róbert oft- ast bæði með veitingar og tónlist með sér og vildi leyfa öllum að njóta. Róbert eyddi aldrei tíma sínum í að tala illa um náungann, hann var ávallt uppbyggilegur og jákvæður. Hans verður sárt saknað af okkar hálfu. Elsku Hulda, missir þinn er mik- ill. Megi Guð styrkja þig í sorg þinni. Hugur okkar er með þér á þessum erfiðu tímum. Davíð og Hulddís. Nú kveð ég góðan vin minn og þakka honum fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman. Við fórum oft og skoðuðum fuglana, fjöllin og himininn. Einn göngutúr er mér þó minnisstæðastur sem við fórum í hörkufrosti og geng- um þvert yfir Rauðavatn. Var það í fyrsta skipti sem ég gekk yfir ís og var eins og spýtukerling í hverju fót- máli. Ég vildi fara göngustíginn en hann svaraði því til: „Við göngum þetta bara,“ og yfir vatnið fórum við og göngustíginn heim. Það var oft gaman hjá okkur í bæj- arferðunum, komum við oft við í Húsasmiðjunni og keyptum skrúfur og ýmislegt annað til smíðavinnu. Við vorum þá að dytta að hinum ýmsu hlutum og smíða. Við spjölluðum nú líka mikið um veiðiskap, eitthvað sem var okkur báðum mjög hugleikið. Við skelltum okkur eitt sinn í einn stuttan veiðitúr upp við Elliðavatn í ausandi rign- ingu. Við veiddum þó engan fisk, en það var óskaplega gaman og snerum heim alveg úrvinda og rennandi blaut. Ég þakka fyrir allar yndislegu samverustundirnar. Heyra hvin í trjánum og vera hlýtt, heyra fugla syngja og syngja með, sjá fiska í vatninu og synda með, finna lífið fljúga áfram og halda áfram með. (Álfheiður K. Lár.) Kveðja, Vilborg Edda. Ég kynntist Guðmundi í gegnum móður mína, þar sem hún sá um fé- lagsstarf aldraðra í Árbæjarkirkju. Hann fór fljótlega að sjást heima og kom oft við þar áður en hann og mamma skruppu í bæinn að versla. Við sátum saman í eldhúsinu og ég hellti upp á kaffi og við borðuðum kleinur eða piparkökur og spjölluð- um saman. Hann spurði mig hvort að ég væri ekki örugglega dugleg í skól- anum og hvort mér fyndist ekki gam- an að læra. Hann spurði mig nú líka stundum hvort ég væri ekki örugg- lega búin að trúlofa mig, því að það væri nú fjarstæðukennt að svona GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ✝ GuðmundurGuðmundsson húsasmiður fæddist á Húnstöðum í Fljót- um 27. maí 1925. Hann andaðist á Landakoti 15. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjar- kirkju 26. nóvem- ber. myndarleg og góð stúlka ætti ekki mann. Guðmundur kom líka alltaf heim á að- fangadag til að kíkja í kaffi og piparkökur á meðan mamma sauð handa honum hangi- kjöt og kartöflur og lét fylgja með frómas í eftirrétt. Ég kallaði hann oft Reykjavíkurafa, þar sem að ég átti bara einn afa sem bjó fyrir norðan og vantaði staðgengil hérna í bænum. Mamma kom oftar en ekki heim með litla pakka frá Guðmundi til mín. Þau höfðu þá verið í Rúmfatalagernum eða Húsasmiðjunni og hann hafði fundið eitthvað sniðugt handa mér. Mér þykir einna vænst um litla silf- uröskju sem hann gaf mér fyrir ein- hverjum árum síðan, sem ég á ennþá. Ég á eftir að sakna hans mikið. Nú ert þú farinn í hina hinstu bátsferð á milli gylltra skýja og bláma hafsins. Ég sendi þér kveðju, kapteinn, og sé þig á áfangastað. Kveðja. Björk. Nú kveðjum við góðan vin sem átti með okkur margar góðar stundirnar í félagsstarfinu. Guðmundur mætti alltaf á opna húsið og tók þar í spil og fékk sér með kaffinu. Hann var skriftafaðirinn og sá um það að láta alla skrifa í gestabókina að deginum loknum. Hann var elskaður af öllum og eigum við eftir að sakna hans sárt. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Megi Guð vera með ykkur. Kær kveðja. Vinirnir úr félagsstarfi aldraðra í Árbæjarkirkju. ✝ Árni Jóhanns-son fæddist í Blöndugerði í Hró- arstungu í N-Múla- sýslu 22. desember 1929. Hann lést á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Emil Jóhann Árna- son, bóndi frá Blöndugerði í Hró- arstungu, f. 23. jan- úar 1893, d. 28. júní 1964, og Stefanía Sigbjörnsdóttir, húsfreyja frá Litla-Bakka í Hróarstungu, f. 20. febrúar 1894, d. 13. júlí 1968. Þau bjuggu í Blöndugerði í Hróars- tungu. Systkini Árna eru Svan- laug Jóhannsdóttir, f. 26. júlí 1922, Sigbjörn Jó- hannsson, f. 19. mars 1928, og Vil- borg Málfríður, f. 16. júní 1934. Kona Árna var Sigríður Friðriksdóttir frá Selfossi, f. 6. desem- ber 1945, d. 29. nóv- ember 1992. Börn þeirra eru Emil Jó- hann, Stefán, Símon og Friðrik Kjartans- son, sem Sigríður átti fyrir. Barna- börnin eru átta. Árni var bóndi mestan hluta ævi sinnar, en starfaði einnig sem vörubílstjóri. Útför Árna verður gerð frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Eftir stutta sjúkdómslegu hefur Árni Jóhannssonar móðurbróðir okkar kvatt þennan heim á 76. ald- ursári. Við áttum því láni að fagna sem stelpur að koma oft í sveitina til afa, ömmu, Árna og Bjössa í Blöndu- gerði. Árni átti ekki minnstan þátt í því að gera þessar heimsóknir að skemmtilegum upplifunum sem skildu eftir góðar minningar. Heim- sóknir til Árna á nýbýli hans á Blöndubakka eftir að við komumst á fullorðinsár voru ekki síðri og ein- kenndust af hlýju og væntumþykju Árna. Sagan endurtók sig síðan þeg- ar við komum með börnin okkar, sem nutu í ríkum mæli þess sem við urðum aðnjótandi í æsku. Í huga okkar var Árni fallegur maður, traustur, hlýr og glaðlyndur, þó hann væri í raun hlédrægur og dulur. Allt lífshlaup hans tengdist sveitastörfum en snemma eignaðist hann vörubíl og stundaði þá vega- vinnu samhliða búskapnum. Árni var vinnusamur og ósérhlífinn og oft eft- ir langan vinnudag við vörubílaakst- ur biðu hans bústörfin heima. Hann var greiðvikinn og mönnum þótti gott að leita til hans því hann leysti allra vanda ef það var á hans valdi. Börn löðuðust að Árna sem var gamansamur og stríðinn á góðlátleg- an hátt og átti gjarnan góðgæti handa þeim. Minningarnar eru margar og ljúf- ar sem tengjast veru okkar í Blöndu- gerði. Að mörgu leyti kynntumst við gömlum búskaparháttum sem flestir eru löngu horfnir. Okkur þótti t.d. mikið ævintýri að fá að sitja uppi á heyvagni fullum af heyi á leið heim í hlöðu. Þá reyndi Árni að þræða ójöfnur svo ferðin yrði okkur eftir- minnilegri. Svona var hann, blessað- ur, alltaf að gera okkur sveitadvölina eftirminnilega. Við viljum þakka Árna samfylgd- ina og biðjum góðan Guð að styrkja frændur okkar Bjössa, Friðrik, Stef- án, Jóhann, Símon og fjölskyldur þeirra. Blessuð sé minning þessa mæta frænda okkar. Elfa og Þórey Eyþórsdætur. ÁRNI JÓHANNSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.