Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 65
MESSUR Á MORGUN
KÁLFATJARNARKIRKJA: Barnastarf kirkj-
unnar er á sunnudögum kl. 11 í Tjarn-
arsal Stóru-Vogaskóla. Aðventumessa
Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 27. nóv-
ember kl. 16 í Tjarnarsal Stóru-Voga-
skóla. Athugið breytta staðsetningu frá
áður auglýstri dagskrá.
VÍDALÍNSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11.00. Sunnudagaskólinn mætir á
sama tíma, eldri og yngri hópar. Opnuð
verður sýning á vegum Listanefndar á
kaleikum úr Kjalarnessprófastsdæmi.
Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng.
Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Jó-
hann Baldvinsson. Kaffi og piparkökur í
safnaðarheimilinu að lokinni messu. Sr.
Friðrik J. Hjartar þjónar. Allir velkomnir!
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00
með sérstakri þátttöku Kvenfélags
Garðabæjar. Lilja Hallgrímsdóttir djákni
predikar, konur úr kvenfélaginu lesa ritn-
ingargreinar og tendra aðventukerti. Kór
Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jó-
hanns Baldvinssonar. Sr. Birgir Ásgeirs-
son, þjónar ásamt Lilju Hallgrímsdóttur.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl.
11.00 í sal Álftanesskóla í umsjón Krist-
jönu, Ásgeirs Páls, Söru og Odds. For-
eldrar hvattir til að koma með börnum
sínum. Allir velkomnir!
BESSASTAÐAKIRKJA: Aðventusamkoma
safnaðarins kl. 17.00. Álftaneskórinn
syngur undir stjórn organistans, Bjarts
Loga Guðnasonar. Jóhanna Ósk Vals-
dóttir syngur einsöng og leikur á fiðlu
ásamt Eddu Garðarsdóttur. Barnakór úr
Álftanesskóla syngur undir stjórn Val-
geirs Skagfjörð. Sr. Friðrik J Hjartar og
Gréta Konráðsdóttir, djákni, sjá um talað
orð. Öll fjölskyldan velkomin!
GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl.
11. Hvetjum foreldra, ömmur og afa til
að koma með börnunum og taka þátt í
skemmtilegum samverustundum. Messa
kl. 14 með þátttöku Kvenfélags Grinda-
víkur. Kvenfélagskonur taka þátt í sam-
talspredikun og ritningarlestri. Létt
kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit
kirkjunnar. Stjórnandi Örn Falkner. Ein-
söngvari: Guðbjörg Björnsdóttir. Kaffi-
veitingar í umsjón Kvenfélagskvenna eft-
ir athöfnina. Ágóði af kaffisölu rennur í
orgelsjóð.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í
umsjá Sigþrúðar Harðardóttur nk. sunnu-
dag kl. 11.00. Julian Edward Isaacs við
hljóðfærið. Prestur sr. Kristinn Á. Frið-
finnsson. Aðventusamvera í Þorláks-
kirkju sunnudag kl. 16.30. Þorláks-
kirkjukór syngur undir stjórn Julian
Edward Isaacs. Fermingarbörn aðstoða
við helgihaldið. Vænst er þátttöku að-
standenda væntanlegra fermingarbarna.
Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson.
STRANDARKIRKJA: Aðventuguðs-
þjónusta nk. sunnudag kl. 14.00. Þor-
lákskirkjukór syngur undir stjórn Julian
Edward Isaacs. Prestur sr. Kristinn Á.
Friðfinnsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa (alt-
arisganga) sunnudaginn 27. nóvember
kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir
héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir
altari. Kór kirkjunnar leiðir söng undir
stjórn Natalíu Chow Hewlett. Meðhjálpari
Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sunnu-
dagaskóli sunnudaginn 27 .nóvember kl.
11 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð-
ardóttur, Natalíu Chow Hewlett, Kristjönu
Gísladóttur, Arnars Inga Tryggvasonar og
sóknarprests. Kirkjutrúðurinn mætir.
NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík):
Sunnudagaskólinn verður í Ytri-
Njarðvíkurkirkju og verður börnum ekið
frá Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju kl.
10.45.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11 árd. Laufey Gísladóttir, umsjón-
armaður sunnudagaskólans. Guðsþjón-
usta á Hlévangi kl. 13. Prestur: sr. Ólaf-
ur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju
leiðir söng. Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Aðventukvöld kl. 20. Gunnar Hersveinn,
rithöfundur, flytur hugleiðingu um lífs-
gildin í nálægð jóla í tilefni að nýútkom-
inni bók eftir hann sem nefnist Gæfu-
spor. Kór Keflavíkurkirkju og Barnakór
Keflavíkurkirkju flytja aðventu- og jólalög.
Sjá keflavikurkikja.is
ÚTSKÁLASÓKN: Kvenfélagsguðsþjón-
usta verður í Útskálakirkju fyrsta sunnu-
dag aðventunnar kl. 14. Konur úr kven-
félaginu lesa ritningarlestra. Kór
Útskálakirkju leiðir sönginn. Organisti
Steinar Guðmundsson. Prestur sr. Lilja
Kristín Þorsteinsdóttir. Helgistund verður
á Garðvangi kl. 15.30.
HVALSNESSÓKN: Guðsþjónusta verður í
Hvalsneskirkju sunnudag kl. 11. Börn úr
NTT-starfi kirkjunnar tendra ljós á aðven-
tukransinum. Kór Hvalsneskirkju leiðir
sönginn. Organisti Steinar Guðmunds-
son. Prestur sr. Lilja Kristín Þorsteins-
dóttir.
BORGARPRESTAKALL: Borgarneskirkja.
Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl
14. Kór eldri borgara syngur undir stjórn
Jóns Þ. Björnssonar. Altarisganga.
Messukaffi í safnaðarheimili að lokinni
messu. Borgarkirkja. Messa kl 16.
Sóknarprestur.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Aðventukvöld kl.
20 þar sem fram koma kirkjukór Ísa-
fjarðarkirkju, Sunnukórinn, Karlakórinn
Ernir og Kammerkórinn. Þá mun Lúðra-
sveit Ísafjarðar koma fram sem og nem-
endur Tónlistarskóla Ísafjarðar og Guð-
rún Jónsdóttir syngur einsöng. Ólafur
Skúlason biskup flytur aðventuhugvekju
á samkomunni.
HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11. Aðventukvöld kl. 19.30.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Aðventukvöld
verður fyrir allt prestakallið á sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Bjarni Guðleifsson flytur
hátíðaræðu. Kirkjukórinn syngur. Ferm-
ingarbörn flytja helgileik. Nemendur Tón-
listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri.
Almennur söngur. Mikil aðventustemmn-
ing. Allir velkomnir. Sóknarprestur og
sóknarnefnd.
AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Barnakór Akureyr-
arkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga
Jónssonar. Sr. Sólveig Halla Kristjáns-
dóttir. Æðruleysismessa kl. 20.30. Arna
Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ing-
ólfsson leiða sönginn. Lísa Hauksdóttir
ásamt Hjalta Haukssyni mun syngja. Sr.
Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Sr. Sig-
ríður Munda Jónsdóttir.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson og Pétur
Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna.
Barnakór Glerárkirkju syngur. Kórstjóri:
Ásta Magnúsdóttir. Organisti: Hjörtur
Steinbergsson. Aðventukvöld kl. 20.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri:
Sunnudagaskóli kl. 11. Hjálpræð-
issamkoma kl. 17. Ingibjörg Jónsdóttir
talar. Allir velkomnir.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Barnakórinn leiðir sönginn. 28. nóv.
(mánud.). Kyrrðarstund kl. 18, bibl-
íulestur kl. 20.30–21.30 (skóli orðsins).
Sóknarprestur.
PRESTSBAKKAKIRKJA á Síðu: Aðventu-
samkoma sunnudag kl. 14. Fjölbreytt
efnisskrá við allra hæfi. Söngur og tón-
list í umsjón kórfólks, organista, hljóð-
færaleikara og tónlistarnema. Upplestur
og bæn sem Haraldur M. Kristjánsson
flytur og annast.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa
kl. 11. Organisti Nína María Morávek.
Munið Kirkjuskóla barnanna á laug-
ardögum kl. 11 í safnaðarheimili Odda-
sóknar á Hellu. Sóknarprestur.
STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Aðventu-
kvöld í félagsheimilinu Brautarholti,
Skeiðum sunnudagskvöldið 27. nóv. kl.
20.30. Boðað er til fjórða sameiginlega
aðventukvölds sóknanna á 1. sunnudegi
í aðventu sem ber upp á 27. nóvember
nk. og hefst stundvíslega kl. 20.30.
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur verð-
ur ræðumaður kvöldsins. Kórar kirkjanna
syngja aðventusálma og yngri börn Þjórs-
árskóla syngja. Sóknarprestur les guð-
spjall dagsins og leiðir bæn. Foreldrar
eru hvattir til að koma með börnin sín á
aðventukvöldið sem og aðrir að koma í
Brautarholt og eiga saman uppbyggilega
stund sem markar upphaf undirbúnings-
ins fyrir komu jólanna. Dagskráin er tæp-
ur klukkutími og lýkur með kaffisopa og
piparkökum í lokin. Axel Árnason sókn-
arprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
á sunnudag 27. nóvember kl. 14.00.
Skálholtskórinn syngur. Sóknarprestur.
HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Aðventu-
kvöld nk. sunnudag kl. 20.30. Söngkór
Hraungerðisprestakalls syngur undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Börn úr
Flóaskóla syngja við hefðbundna athöfn í
lok samverunnar undir stjórn Höllu Að-
alsteinsdóttur. Ræðumaður kvöldsins er
Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti í
Biskupstungum, en hún hefur nú sent
frá sér sína fyrstu bók, Einnar báru vatn,
sem vakið hefur verðskuldaða athygli.
Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson flytur örhug-
vekju um aðventuna. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og aðstandenda þeirra.
SELFOSSKIRKJA: Aðfangadagur að-
ventu: Sérstök tíðagjörð laugardaginn
26. nóv. kl. 18. Messa á sunnudag kl.
11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Kirkjukór Selfoss syngur. Org-
anisti og söngstjóri: Glúmur Gylfason.
Foreldrar fermingarbarna aðstoða við at-
höfnina. Fermingarbörn og aðstandendur
þeirra sérstaklega hvött til þess að
koma. Barnaguðsþjónusta í safn-
aðarheimilinu kl. 11.15. Léttur hádeg-
isverður framreiddur í safnaðarsal að
loknu embætti. Sr. Gunnar Björnsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Aðventu-
samkoma á sunnudag kl. 17. Kirkjukór-
inn syngur. Börn lesa upp. Ræðumaður
Hinrik Bjarnason.
EYRARBAKKAKIRKJA: Aðventukvöld á
sunnudag kl. 20. Kirkjukórinn syngur.
Börn lesa upp. Ræðumaður Lýður Páls-
son.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumað-
ur: Margrét Frímannsdóttir alþing-
ismaður. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsókna flytur fjölbreytta
tónlistardagskrá ásamt hljóðfæraleik-
urum. Fermingarbörn flytja helgiþátt og
aðstoða við samkomuna. Eigum góða
stund í kirkjunni við upphaf jólaföstu og
hugsum til hans sem kemur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messað fyrsta
sunnudag í aðventu kl. 14. Blásaranem-
endur úr Tónlistarskóla Garðabæjar leika
í messunni undir stjórn kennara síns,
organistans Guðmundar Vilhjálmssonar.
Prestur er Kristján Valur Ingólfsson.
Í LJÓSI þeirrar umræðu, sem nú á
sér stað í þjóðfélaginu um málefni
aldraðra ætla Landsamband eldri
borgara og Félag eldri borgara í
Reykjavík að gangast fyrir opnum
fundi um kjara- og hagsmunamál, í
dag, laugardaginn 26. nóvember kl
14, í húsakynnum Félags eldri
borgara að Stangarhyl 4 í Reykja-
vík.
Á fundinn mæta fulltrúar þing-
flokkanna og gera grein fyrir
stefnu flokka sinna í málefnum
eldri borgara og sitja fyrir svörum.
Jafnframt þessu verður fund-
armönnum gefinn kostur á að bera
fram spurningar til þeirra.
Fundur um kjara-
og hagsmunamál
eldri borgara
FRÉTTIR
TVÖ íslensk verkefni eru í hópi 25
verkefna sem keppa um verðlaun
á vegum verkefnisins Ungt fólk í
Evrópu (UFE), sem er styrkt-
aráætlun á vegum Evrópusam-
bandsins. Áætlunin hefur verið
starfrækt síðan árið 2000 í 31
samstarfslandi, en áætlunin er
einnig þekkt undir enska nafninu
YOUTH.
Framkvæmdastjórn ESB mun 5.
desember n.k. verðlauna þau verk-
efni sem þykja bera af öllum verk-
efnum sem hlutu styrk frá UFE á
árunum 2003 til 2005, en alls voru
um 30.000 verkefni styrkt á því
tímabili. Fulltrúar framkvæmda-
stjórnar ESB hafa valið 25 af-
burða verkefni hvað varðar gæði,
framkvæmd og innihald. Tvö ís-
lensk verkefni eru í hópi þessara
25 verkefna: ,,Leifur í loftið“ sem
framkvæmt var af Ný-ung, ung-
liðahreyfingu Sjálfsbjargar, í
flokki frumkvæðisverkefna ungs
fólks; og kvikmyndin ,,Þröngsýn“
sem unnin var af hópnum Sam-
ferða, í flokki verkefna gegn kyn-
þáttafordómum.
Í tilefni af viku ungs fólks í Evr-
ópu munu fulltrúar þeirra 25
verkefna sem tilnefnd eru til verð-
launa taka þátt í dagskrá 3. til 7.
desember í Brussel. Verðlaun
verða veitt fyrir þrjú bestu verk-
efnin í fimm flokkum.
Tvö íslensk
verkefni tilnefnd
STYRKTARFÉLAG vangefinna
rekur hæfingarstöðina Bjarkarás í
Stjörnugróf 9 í Reykjavík. Þangað
koma 45 manns með þroskahömlum
frá 19 ára aldri og fá fjölbreytta
þjónustu. Í Bjarkarási eru unnin
verkefni fyrir ýmis fyrirtæki á al-
mennum markaði. Einnig er þar
starfrækt tölvuver, dekurstofa,
gróðurhús með lífræna ræktun og
smiðja þar sem búnir eru til list-
munir og gjafavara úr gleri, leir og
tré svo eitthvað sé nefnt.
Í dag, laugardaginn 26. nóv-
ember, verður jólamarkaður í
Bjarkarási kl. 13–16. Þar verða til
sölu listmunir úr Smiðjunni.
Fulltrúar frá Ási vinnustofu verða
einnig með sinn varning og léttar
veitingar verða til sölu.
Jólamarkaður í
Bjarkarási
HANDGERÐ tréleikföng og
skrautmunir frá handverkstæðinu
Ásgarði í Mosfellbæ verða til sölu
í Kringlunni um helgina. Hand-
verkstæðið Ásgarður er vernd-
aður vinnustaður í Álafosskvos-
inni í Mosfellsbæ og eru munir
sem starfsmenn hafa unnið síð-
asta árið boðnir til sölu. Meðal
annars má finna þar trébíla, út-
skornar kindur og jólamerkimiða.
Básinn er á neðri hæð, fyrir
framan ÁTVR.
Handgerð tré-
leikföng frá
Ásgarði UPPBOÐ verður á myndum til
styrktar Mæðrastyrksnefnd, í dag,
laugardag kl. 17.15 í verslun
Yggdrasils á Skólavörðustíg 16.
Örn Árnason verður uppboðshald-
ari.
Myndirnar máluðu börn sem
fengu tækifæri til að styðja gott
málefni í verslun Yggdrasils 22.
október sl. en þá var börnum boðið
að koma og mála myndir undir leið-
sögn Helgu Óskarsdóttur frá Wal-
dorfleikskólanum Sólstöfum.
Eftirtaldar verslanir verða með
myndirnar til sýnis fram að upp-
boði: Kaffi Hljómalind, tískuversl-
unin Joss, Kós leðurvörur,
Yggdrasill, GK Reykjavík, Sipa,
Leikbær, Jurtaapótek, Húfur sem
hlæja, Rauði kross Íslands, Hatta-
búð Reykjavíkur, barnafataversl-
unin Du pareil au meme, Villtar og
vandlátar, Dressmann, Ecco skó-
búðin og Englabörnin.
Ungir listamenn selja verk fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Uppboð til styrktar
Mæðrastyrksnefnd
FYRSTA sunnudag í aðventu,
sunnudaginn 27. nóvember, verður
mikið um dýrðir í Landakotsskóla.
Að aflokinni messu í Landakots-
kirkju gefst kirkjugestum og for-
eldrum nemenda kostur á að skoða
skólann og nokkuð af myndlist
nemenda. Þá verður hlutavelta með
góðum vinningum og engum núll-
um sem og kaffisala foreldrafélags
Landakotssóla í samkomusal skól-
ans frá kl. 11.30–16.
Hátíð í Landakotsskóla