Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 65 MESSUR Á MORGUN KÁLFATJARNARKIRKJA: Barnastarf kirkj- unnar er á sunnudögum kl. 11 í Tjarn- arsal Stóru-Vogaskóla. Aðventumessa Kálfatjarnarkirkju sunnudaginn 27. nóv- ember kl. 16 í Tjarnarsal Stóru-Voga- skóla. Athugið breytta staðsetningu frá áður auglýstri dagskrá. VÍDALÍNSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskólinn mætir á sama tíma, eldri og yngri hópar. Opnuð verður sýning á vegum Listanefndar á kaleikum úr Kjalarnessprófastsdæmi. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Jó- hann Baldvinsson. Kaffi og piparkökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Allir velkomnir! GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00 með sérstakri þátttöku Kvenfélags Garðabæjar. Lilja Hallgrímsdóttir djákni predikar, konur úr kvenfélaginu lesa ritn- ingargreinar og tendra aðventukerti. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar. Sr. Birgir Ásgeirs- son, þjónar ásamt Lilju Hallgrímsdóttur. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11.00 í sal Álftanesskóla í umsjón Krist- jönu, Ásgeirs Páls, Söru og Odds. For- eldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Allir velkomnir! BESSASTAÐAKIRKJA: Aðventusamkoma safnaðarins kl. 17.00. Álftaneskórinn syngur undir stjórn organistans, Bjarts Loga Guðnasonar. Jóhanna Ósk Vals- dóttir syngur einsöng og leikur á fiðlu ásamt Eddu Garðarsdóttur. Barnakór úr Álftanesskóla syngur undir stjórn Val- geirs Skagfjörð. Sr. Friðrik J Hjartar og Gréta Konráðsdóttir, djákni, sjá um talað orð. Öll fjölskyldan velkomin! GRINDAVÍKURKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Hvetjum foreldra, ömmur og afa til að koma með börnunum og taka þátt í skemmtilegum samverustundum. Messa kl. 14 með þátttöku Kvenfélags Grinda- víkur. Kvenfélagskonur taka þátt í sam- talspredikun og ritningarlestri. Létt kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit kirkjunnar. Stjórnandi Örn Falkner. Ein- söngvari: Guðbjörg Björnsdóttir. Kaffi- veitingar í umsjón Kvenfélagskvenna eft- ir athöfnina. Ágóði af kaffisölu rennur í orgelsjóð. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta í umsjá Sigþrúðar Harðardóttur nk. sunnu- dag kl. 11.00. Julian Edward Isaacs við hljóðfærið. Prestur sr. Kristinn Á. Frið- finnsson. Aðventusamvera í Þorláks- kirkju sunnudag kl. 16.30. Þorláks- kirkjukór syngur undir stjórn Julian Edward Isaacs. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Vænst er þátttöku að- standenda væntanlegra fermingarbarna. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. STRANDARKIRKJA: Aðventuguðs- þjónusta nk. sunnudag kl. 14.00. Þor- lákskirkjukór syngur undir stjórn Julian Edward Isaacs. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa (alt- arisganga) sunnudaginn 27. nóvember kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow Hewlett. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Sunnu- dagaskóli sunnudaginn 27 .nóvember kl. 11 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð- ardóttur, Natalíu Chow Hewlett, Kristjönu Gísladóttur, Arnars Inga Tryggvasonar og sóknarprests. Kirkjutrúðurinn mætir. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Sunnudagaskólinn verður í Ytri- Njarðvíkurkirkju og verður börnum ekið frá Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju kl. 10.45. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Laufey Gísladóttir, umsjón- armaður sunnudagaskólans. Guðsþjón- usta á Hlévangi kl. 13. Prestur: sr. Ólaf- ur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Stjórnandi: Hákon Leifsson. Aðventukvöld kl. 20. Gunnar Hersveinn, rithöfundur, flytur hugleiðingu um lífs- gildin í nálægð jóla í tilefni að nýútkom- inni bók eftir hann sem nefnist Gæfu- spor. Kór Keflavíkurkirkju og Barnakór Keflavíkurkirkju flytja aðventu- og jólalög. Sjá keflavikurkikja.is ÚTSKÁLASÓKN: Kvenfélagsguðsþjón- usta verður í Útskálakirkju fyrsta sunnu- dag aðventunnar kl. 14. Konur úr kven- félaginu lesa ritningarlestra. Kór Útskálakirkju leiðir sönginn. Organisti Steinar Guðmundsson. Prestur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Helgistund verður á Garðvangi kl. 15.30. HVALSNESSÓKN: Guðsþjónusta verður í Hvalsneskirkju sunnudag kl. 11. Börn úr NTT-starfi kirkjunnar tendra ljós á aðven- tukransinum. Kór Hvalsneskirkju leiðir sönginn. Organisti Steinar Guðmunds- son. Prestur sr. Lilja Kristín Þorsteins- dóttir. BORGARPRESTAKALL: Borgarneskirkja. Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl 14. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Jóns Þ. Björnssonar. Altarisganga. Messukaffi í safnaðarheimili að lokinni messu. Borgarkirkja. Messa kl 16. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Aðventukvöld kl. 20 þar sem fram koma kirkjukór Ísa- fjarðarkirkju, Sunnukórinn, Karlakórinn Ernir og Kammerkórinn. Þá mun Lúðra- sveit Ísafjarðar koma fram sem og nem- endur Tónlistarskóla Ísafjarðar og Guð- rún Jónsdóttir syngur einsöng. Ólafur Skúlason biskup flytur aðventuhugvekju á samkomunni. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 19.30. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Aðventukvöld verður fyrir allt prestakallið á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Bjarni Guðleifsson flytur hátíðaræðu. Kirkjukórinn syngur. Ferm- ingarbörn flytja helgileik. Nemendur Tón- listarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri. Almennur söngur. Mikil aðventustemmn- ing. Allir velkomnir. Sóknarprestur og sóknarnefnd. AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakór Akureyr- arkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sr. Sólveig Halla Kristjáns- dóttir. Æðruleysismessa kl. 20.30. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ing- ólfsson leiða sönginn. Lísa Hauksdóttir ásamt Hjalta Haukssyni mun syngja. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Sr. Sig- ríður Munda Jónsdóttir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arnaldur Bárðarson og Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Barnakór Glerárkirkju syngur. Kórstjóri: Ásta Magnúsdóttir. Organisti: Hjörtur Steinbergsson. Aðventukvöld kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnudagaskóli kl. 11. Hjálpræð- issamkoma kl. 17. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn leiðir sönginn. 28. nóv. (mánud.). Kyrrðarstund kl. 18, bibl- íulestur kl. 20.30–21.30 (skóli orðsins). Sóknarprestur. PRESTSBAKKAKIRKJA á Síðu: Aðventu- samkoma sunnudag kl. 14. Fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. Söngur og tón- list í umsjón kórfólks, organista, hljóð- færaleikara og tónlistarnema. Upplestur og bæn sem Haraldur M. Kristjánsson flytur og annast. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11. Organisti Nína María Morávek. Munið Kirkjuskóla barnanna á laug- ardögum kl. 11 í safnaðarheimili Odda- sóknar á Hellu. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Aðventu- kvöld í félagsheimilinu Brautarholti, Skeiðum sunnudagskvöldið 27. nóv. kl. 20.30. Boðað er til fjórða sameiginlega aðventukvölds sóknanna á 1. sunnudegi í aðventu sem ber upp á 27. nóvember nk. og hefst stundvíslega kl. 20.30. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur verð- ur ræðumaður kvöldsins. Kórar kirkjanna syngja aðventusálma og yngri börn Þjórs- árskóla syngja. Sóknarprestur les guð- spjall dagsins og leiðir bæn. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnin sín á aðventukvöldið sem og aðrir að koma í Brautarholt og eiga saman uppbyggilega stund sem markar upphaf undirbúnings- ins fyrir komu jólanna. Dagskráin er tæp- ur klukkutími og lýkur með kaffisopa og piparkökum í lokin. Axel Árnason sókn- arprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður á sunnudag 27. nóvember kl. 14.00. Skálholtskórinn syngur. Sóknarprestur. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Aðventu- kvöld nk. sunnudag kl. 20.30. Söngkór Hraungerðisprestakalls syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Börn úr Flóaskóla syngja við hefðbundna athöfn í lok samverunnar undir stjórn Höllu Að- alsteinsdóttur. Ræðumaður kvöldsins er Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti í Biskupstungum, en hún hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók, Einnar báru vatn, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Sr. Kristinn Á. Friðfinnsson flytur örhug- vekju um aðventuna. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. SELFOSSKIRKJA: Aðfangadagur að- ventu: Sérstök tíðagjörð laugardaginn 26. nóv. kl. 18. Messa á sunnudag kl. 11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyr- ir altari. Kirkjukór Selfoss syngur. Org- anisti og söngstjóri: Glúmur Gylfason. Foreldrar fermingarbarna aðstoða við at- höfnina. Fermingarbörn og aðstandendur þeirra sérstaklega hvött til þess að koma. Barnaguðsþjónusta í safn- aðarheimilinu kl. 11.15. Léttur hádeg- isverður framreiddur í safnaðarsal að loknu embætti. Sr. Gunnar Björnsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Aðventu- samkoma á sunnudag kl. 17. Kirkjukór- inn syngur. Börn lesa upp. Ræðumaður Hinrik Bjarnason. EYRARBAKKAKIRKJA: Aðventukvöld á sunnudag kl. 20. Kirkjukórinn syngur. Börn lesa upp. Ræðumaður Lýður Páls- son. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Ræðumað- ur: Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaður. Kirkjukór Hveragerðis- og Kot- strandarsókna flytur fjölbreytta tónlistardagskrá ásamt hljóðfæraleik- urum. Fermingarbörn flytja helgiþátt og aðstoða við samkomuna. Eigum góða stund í kirkjunni við upphaf jólaföstu og hugsum til hans sem kemur. ÞINGVALLAKIRKJA: Messað fyrsta sunnudag í aðventu kl. 14. Blásaranem- endur úr Tónlistarskóla Garðabæjar leika í messunni undir stjórn kennara síns, organistans Guðmundar Vilhjálmssonar. Prestur er Kristján Valur Ingólfsson. Í LJÓSI þeirrar umræðu, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu um málefni aldraðra ætla Landsamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík að gangast fyrir opnum fundi um kjara- og hagsmunamál, í dag, laugardaginn 26. nóvember kl 14, í húsakynnum Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 í Reykja- vík. Á fundinn mæta fulltrúar þing- flokkanna og gera grein fyrir stefnu flokka sinna í málefnum eldri borgara og sitja fyrir svörum. Jafnframt þessu verður fund- armönnum gefinn kostur á að bera fram spurningar til þeirra. Fundur um kjara- og hagsmunamál eldri borgara FRÉTTIR TVÖ íslensk verkefni eru í hópi 25 verkefna sem keppa um verðlaun á vegum verkefnisins Ungt fólk í Evrópu (UFE), sem er styrkt- aráætlun á vegum Evrópusam- bandsins. Áætlunin hefur verið starfrækt síðan árið 2000 í 31 samstarfslandi, en áætlunin er einnig þekkt undir enska nafninu YOUTH. Framkvæmdastjórn ESB mun 5. desember n.k. verðlauna þau verk- efni sem þykja bera af öllum verk- efnum sem hlutu styrk frá UFE á árunum 2003 til 2005, en alls voru um 30.000 verkefni styrkt á því tímabili. Fulltrúar framkvæmda- stjórnar ESB hafa valið 25 af- burða verkefni hvað varðar gæði, framkvæmd og innihald. Tvö ís- lensk verkefni eru í hópi þessara 25 verkefna: ,,Leifur í loftið“ sem framkvæmt var af Ný-ung, ung- liðahreyfingu Sjálfsbjargar, í flokki frumkvæðisverkefna ungs fólks; og kvikmyndin ,,Þröngsýn“ sem unnin var af hópnum Sam- ferða, í flokki verkefna gegn kyn- þáttafordómum. Í tilefni af viku ungs fólks í Evr- ópu munu fulltrúar þeirra 25 verkefna sem tilnefnd eru til verð- launa taka þátt í dagskrá 3. til 7. desember í Brussel. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu verk- efnin í fimm flokkum. Tvö íslensk verkefni tilnefnd STYRKTARFÉLAG vangefinna rekur hæfingarstöðina Bjarkarás í Stjörnugróf 9 í Reykjavík. Þangað koma 45 manns með þroskahömlum frá 19 ára aldri og fá fjölbreytta þjónustu. Í Bjarkarási eru unnin verkefni fyrir ýmis fyrirtæki á al- mennum markaði. Einnig er þar starfrækt tölvuver, dekurstofa, gróðurhús með lífræna ræktun og smiðja þar sem búnir eru til list- munir og gjafavara úr gleri, leir og tré svo eitthvað sé nefnt. Í dag, laugardaginn 26. nóv- ember, verður jólamarkaður í Bjarkarási kl. 13–16. Þar verða til sölu listmunir úr Smiðjunni. Fulltrúar frá Ási vinnustofu verða einnig með sinn varning og léttar veitingar verða til sölu. Jólamarkaður í Bjarkarási HANDGERÐ tréleikföng og skrautmunir frá handverkstæðinu Ásgarði í Mosfellbæ verða til sölu í Kringlunni um helgina. Hand- verkstæðið Ásgarður er vernd- aður vinnustaður í Álafosskvos- inni í Mosfellsbæ og eru munir sem starfsmenn hafa unnið síð- asta árið boðnir til sölu. Meðal annars má finna þar trébíla, út- skornar kindur og jólamerkimiða. Básinn er á neðri hæð, fyrir framan ÁTVR. Handgerð tré- leikföng frá Ásgarði UPPBOÐ verður á myndum til styrktar Mæðrastyrksnefnd, í dag, laugardag kl. 17.15 í verslun Yggdrasils á Skólavörðustíg 16. Örn Árnason verður uppboðshald- ari. Myndirnar máluðu börn sem fengu tækifæri til að styðja gott málefni í verslun Yggdrasils 22. október sl. en þá var börnum boðið að koma og mála myndir undir leið- sögn Helgu Óskarsdóttur frá Wal- dorfleikskólanum Sólstöfum. Eftirtaldar verslanir verða með myndirnar til sýnis fram að upp- boði: Kaffi Hljómalind, tískuversl- unin Joss, Kós leðurvörur, Yggdrasill, GK Reykjavík, Sipa, Leikbær, Jurtaapótek, Húfur sem hlæja, Rauði kross Íslands, Hatta- búð Reykjavíkur, barnafataversl- unin Du pareil au meme, Villtar og vandlátar, Dressmann, Ecco skó- búðin og Englabörnin. Ungir listamenn selja verk fyrir Mæðrastyrksnefnd. Uppboð til styrktar Mæðrastyrksnefnd FYRSTA sunnudag í aðventu, sunnudaginn 27. nóvember, verður mikið um dýrðir í Landakotsskóla. Að aflokinni messu í Landakots- kirkju gefst kirkjugestum og for- eldrum nemenda kostur á að skoða skólann og nokkuð af myndlist nemenda. Þá verður hlutavelta með góðum vinningum og engum núll- um sem og kaffisala foreldrafélags Landakotssóla í samkomusal skól- ans frá kl. 11.30–16. Hátíð í Landakotsskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.