Morgunblaðið - 26.11.2005, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 71
DAGBÓK
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Í dag, 26. nóv-ember, er fimmtugur Björgvin
Björgvinsson, myndlistarkennari.
Björgvin býr og starfar í Finnlandi, og
kennir myndlist á efri stigum grunn-
skólans í finnsku pappírsiðnaðarborg-
inni Kuusankoski. Auk myndlist-
arinnar hefur Björgvin kynnt Ísland
fyrir Finnum og farið með nokkra
finnska hópa til Íslands. Björgvin býr
ásamt eiginkonu sinni Pirjo Aaltonen í
verslunarborginni Kouvola sem er
skammt frá Kuusankoski.
Hlandhausagangur
í málefnum þroska-
heftra í Kópavogi
ÉG Á bróður sem er þroskaheftur
og ólst alla ævi upp hjá móður
sinni í Kópavogi, hinum mikla fé-
lagsmálabæ að eigin áliti. Árið
1997 lést móðir mín, sem er
kannski ekki í frásögur færandi,
en þá kom líka í ljós hversu frá-
bær þessi félagsmálabær var í
málefnum bróður míns. Ekkert
var hægt að gera þó svo að hann
hefði alið allan sinn aldur í Kópa-
vogi, meira að segja daufheyrðist
hinn ágæti maður Sigurður Geir-
dal heitinn við málefnum bróður
míns.
Það sem bjargaði bróður mínum
var það að móðurbróðir hans
skaut yfir hann skjólshúsi í því
ágæta sveitarfélagi sem nú heitir
Árborg. Þar var ekkert verið með
neinn mélkisugang og und-
irlægjuhátt, heldur tekið á vanda-
málunum og þau leyst. Vildi bara
koma þessu á framfæri svo Kópa-
vogsbúar vaði ekki í villu og svíma
varðandi málefni þroskaheftra í
félagsmálabænum Kópavogi.
Daníel Guðmundsson,
fyrrverandi Kópavogsbúi.
Aldurstakmörk
í ljósabekki?
ÉG er að velta því fyrir mér hvort
ekki séu til neinar reglugerðir -
eða aldurstakmörk - um ljósa-
bekkjanotkun. Ég er móðir ung-
lingsstúlku sem fer mikið í ljósa-
bekki og hef ég áhyggjur af því.
Ég hef hringt á nokkrar sólbaðs-
stofur til að afla mér upplýsinga
um þetta en þar virðist enginn
geta svarað þessu - eða vita hvort
einhverjar reglugerðir séu til um
þetta.
Því langar mig að vita hvort til
séu reglur eða aldurstakmörk við
notkun ljósabekkja og hvort ein-
hver getur svarað þessu.
Áhyggjufull móðir.
Krúsa týndist í Setberginu
KRÚSA, sem er með hvíta/rauða
hálsól, týndist í Setberginu í Hafn-
arfirði þar sem hún var í pössun
en hún á heima í Hlíðarhjalla í
Kópavogi. Krúsa er mjög stygg og
hrædd og það getur ekki hver sem
er náð henni og skiptir því máli að
fá upplýsingar sem allra fyrst.
Þeir sem gætu gefið upplýsingar
vinsamlega hafi samband í síma
865 5178 eða 564 5178.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Þjóðleikhúsið fékk í haust til afnotagamla Hæstaréttarhúsið við Lind-argötu, en þar er nú fræðsludeild leik-hússins með aðstöðu. Í vetur verður
þar ýmiss konar dagskrá, meðal annars svo-
nefnd Réttarhöld, en þau eru vettvangur um-
ræðu um samfélag og listir. Réttarhöldin verða
haldin einu sinni í mánuði og fjalla um þau efni
sem eru tengslum við sýningar Þjóðleikhússins
hverju sinni.
Réttarhöldin eru haldin í samstarfi við Ritið –
tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Tvenn réttarhöld verða haldin fyrir áramót. Þau
fyrri voru strax í byrjun nóvember og var þar
lýðræði tekið til umfjöllunar í tengslum við sýn-
inguna Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur. Leitast
var svara við því hvað lýðræði væri, hvað væru
mótmæli og hvað væru hryðjuverk. Hvar liggja
mörkin?
Seinni réttarhöldin fyrir jól verða haldin á
þriðjudaginn kemur, 29. nóvember, í tengslum
við sýninguna Halldór í Hollywood, en hún var
fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á þessu leik-
ári og hefur notið mikilla vinsælda.
Í janúar fjalla réttarhöldin um málefni sem
tengjast jólaleikriti Þjóðleikhússins, Túskild-
ingsóperuna. Þá verður fjallað um virkjunar-
áráttu mannsins í réttarhöldum sem ganga und-
ir nafninu Að virkja eða ekki virkja. Í febrúar
verður einmitt frumsýnt leikritið Virkjunin eftir
Elfriede Jelinek í leikgerð Maríu Kristjáns-
dóttur. Í mars er síðan áætluð umræða um Pét-
ur Gaut eftir Ibsen. Hvenær er maðurinn hann
sjálfur? Að síðustu verða svo réttarhöld í
tengslum við sýningu þýska leikstjórans Chri-
stofs Schlingensiefs á Ragnarökum 2010, en sú
sýning er í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík.
Á Réttarhöldunum nú á þriðjudaginn munu
þeir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og
Sumarliði Kristjánsson sagnfræðingur hjá
Reykjavíkurakademíunni fjalla um sína sýn á
Halldór Laxness. Ingibjörg Þórisdóttir, verk-
efnisstjóri hjá fræðsludeild Þjóðleikhússins, seg-
ir að á Réttarhöldunum sameinist fræði og listir,
þar sem leikhúsið nýtur liðsauka fræðaheimsins.
„Það koma ný og spennandi sjónarhorn fram á
viðfangsefni leikhússins,“ segir Ingibjörg. „Það
var húsfyllir síðast og afskaplega mikil ánægja
með þetta. Fólk var mjög hrifið, bæði listafólk
og fræðimenn, sem og almenningur sem þarna
kom til að sækja sér fróðleik.“
Ingibjörg segir salinn henta mjög vel fyrir
svona umræðufundi. „Það eru áætlaðar breyt-
ingar á þessu gamla húsi svo við getum tekið á
móti stærri hópi fólks, en nú er aðgangur tak-
markaður og aðeins komast að um 50 manns.“
Leiklist | Þjóðleikhúsið heldur mánaðarleg „Réttarhöld“ í gamla húsi Hæstaréttar
Halldór í Hæstarétti
Ingibjörg Þórisdóttir,
verkefnastjóri við
fræðsludeild Þjóðleik-
hússins, er fædd árið
1969. Hún lauk stúd-
entsprófi frá MH árið
1990 og hlaut BA-
gráðu í leiklist frá Fylk-
isháskóla Kaliforníu í
Fresno. Þá stundaði
hún cand.mag.-nám í
dramatúrgíu við Ár-
ósaháskóla og stundar nú einnig meistaranám
í menningar- og menntastjórnun við Við-
skiptaháskólann í Bifröst.
Ingibjörg var framkvæmdastjóri Hafnarfjarð-
arleikhússins og hefur starfað sem aðstoð-
arleikstjóri í Þjóðleikhúsinu.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Höfum trausta kaupendur að atvinnuhúsnæði, allt frá
200 fm til 10.000 fm. Sérstök eftirspurn er eftir
atvinnuhúsnæði sem er í útleigu. Nánari uppl. veita
Sverrir Kristinsson og Óskar Rúnar Harðarson.
EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS
ATHUGIÐ - STAÐGREIÐSLA
Útsala
Útsala
Haust - vetur 2005
30-80% afsláttur
á vönduðum
dömufatnaði
í Rauðagerði 26 í dag,
laugardag, kl. 10-18
Verið velkomin
Rauðagerði 26, sími 588 1259
50 ÁRA afmæli. Í dag, 26. nóv-ember, er fimmtugur Guð-
mundur Guðmundsson, Vesturbergi
4, Reykjavík.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 26. nóv-ember, er sextug Monika Páls-
dóttir, Torfufelli 27, Reykjavík. Hún
er að heiman í dag.
SÝNING á verkum Bjargar Þor-
steinsdóttur myndlistarmanns hef-
ur verið opnuð á 1. hæð Grófarhúss,
Tryggvagötu 15. Sýningin er sjötta
í röð sýninga á verkum listamanna
sem eiga listaverk í Artóteki – list-
hlöðu í Borgarbókasafni.
Björg Þorsteinsdóttir hefur á
myndlistarferli sínum fengist við
grafík, málverk, teikningu, vatnsliti
og collage-verk. Hún sækir sér end-
urnýjun og tilbreytingu með því að
breyta um tækni. Undanfarið hefur
hún einbeitt sér að vatnslitum þar
sem yrkisefnið er oft leikur vatns
og ljóss; endurteknar hreyfingar,
sjónrænar heildir þar sem gagnsæ-
ir litir og birta eru í öndvegi. Mynd-
irnar eru málaðar beint á pappírinn
án nokkurra frumdraga. Á sýning-
unni eru 10 vatnslitamyndir.
Í Artótekinu er íslensk samtíma-
myndlist til leigu eða sölu til ein-
staklinga og fyrirtækja.
Sýningin stendur til áramóta.
Opið er mánudaga kl. 10–21,
þriðjudaga–fimmtudaga kl. 10–19,
föstudaga kl. 11–19 og um helgar
kl. 13–17.
Björg sýnir í Grófarhúsi
Gallerí 100°
Í dag, laugardag, lýkur sýn-
ingu á glerverkum og ljós-
myndum eftir Bryndísi Jóns-
dóttur myndlistarmann í
Gallerí 100°, sýningarsal
Orkuveitu Reykjavíkur að
Bæjarhálsi 1. Á sýningunni,
sem nefnist Blástur, sýnir
Bryndís blásin glerverk sem
hún hefur unnið í Tékklandi á
síðustu tveimur árum. Einnig
sýnir hún ljósmyndir af gler-
verkum sínum, þar sem hún
teflir þeim fram í samhengi
við íslenska náttúru. Sýningin
er opin í dag frá klukkan 13-
17.
Gallerí Fold
Sýningu Kolbrár Bragadótt-
ur í Baksalnum í Galleríi Fold
við Rauðarárstíg lýkur sunnu-
daginn 27. nóvember. Sýn-
inguna nefnir listakonan Dear
Hunter - hjartans veiðimaður.
Gallerí Fold er opið laugardag
11-16 og sunnudag 14-16.
Sýningum lýkur