Morgunblaðið - 06.12.2005, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.2005, Side 1
Hryllingsbúðin á Akureyri Andrea Gylfadóttir verður plantan blóðþyrsta | Menning Bækur og Íþróttir í dag Bækur | Romsur, ljóð og tónlist  Frumkvöðull, femínisti, fyrirmynd Íþróttir | Grétar Rafn gerir það gott í Hollandi  Enn og aftur er leit- að að sökudólgum  Leitar Real Madrid til Englands eftir þjálfara? SADDAM Hussein, fyrrverandi for- seti Íraks, hrópar að dómara í máli hans þegar hann kom fyrir rétt í Bagdad í gær. Fyrir aftan Saddam er hálfbróðir hans, Barzan Ibrahim al-Tikriti. Saddam á dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur um morð á 148 manns í bæ sjíta, Dujail, árið 1982. „Ég hræðist ekki af- töku,“ sagði hann og kvaðst saklaus af ákærunum. | 16 Reuters Kveðst ekki hræðast aftöku FRAMLEIÐSLA á laxaseiðum í þremur eldisstöðvum í meirihlutaeigu Oddeyrar, dótturfélags Samherja, hefur gengið afar illa í ár og verður svo til engum laxi slátrað í stöðvunum á árinu 2007. Kostnaður vegna affalla á seiðum nemur yfir 100 milljónum króna í ár, og stefnir í verulegt framleiðslutap á næstu árum. Aðeins tókst að fram- leiða 10% af þeim seiðum sem ráðgert var að koma upp og voru 120 þúsund seiði sett í sjó í ár af þeim 1,2 millj- ónum seiða sem áætlanir gerðu ráð fyrir, segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri laxeldis hjá Sam- herja. Hann segir að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og þegar sé búið að komast fyrir vandann. „Við feng- um sýktan efnivið frá þriðja aðila sem hefur valdið okkur gríðarlegu tjóni sem ekki er hægt að sækja til trygg- inga.“ Oddeyri á meirihluta í þremur lax- eldisfyrirtækjum; Silfurstjörnunni í Öxarfirði, Sæsilfri í Mjóafirði og Ís- landslaxi sem er í Grindavík og Ölfusi. Reiknað er með að framleiðsla á seið- um fyrir stöðvarnar verði lítil á næsta ári en nái sér á strik árið 2007. Reikna má með að litlum sem engum laxi verði slátrað í stöðvunum árið 2007 og minna en vonir stóðu til árin 2006 og 2008 vegna skorts á seiðum. Staða laxeldis á Íslandi er veik að mati Jóns Kjartans. Sterk staða krón- unnar þýði að fyrirtæki hafi ekki fé af- lögu til að leggja í áhættusöm og fjár- frek verkefni á borð við fiskeldi. Mikil afföll í framleiðslu á laxaseiðum hjá eldisstöðvum Samherja Kostnaður verður yfir 100 milljónir króna í ár Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Ekkert framleitt | 8 IMG hefur með kaupum á dönsku ráðgjafarfyrirtæki, KPMG Advis- ory, tvöfaldað veltu sína en gengið var frá samningum í Kaupmanna- höfn í gær. Kaupverðið er trún- aðarmál en að sögn Skúla Gunn- steinssonar, forstjóra IMG, má reikna með að samanlögð velta þessara fyrirtækja verði á árinu á bilinu 2,3 til 2,5 milljarðar króna. Hjá IMG á Íslandi starfa 115 manns en hjá KPMG Advisory 85 manns. Samanlagður starfsmanna- fjöldi verður því um 200 eftir kaup- in. Um er að ræða dótturfélag KPMG endurskoðunarskrifstofunn- ar í Danmörku en kaupin eru gerð í samvinnu við stjórnendur og lyk- ilstarfsmenn danska fyrirtækisins. Hefur sameinað félag fyrirætl- anir um frekari útfærslu og áfram- haldandi vöxt á Norðurlandamark- aði.| 14 IMG kaupir danskt fyrirtæki Washington. AFP, AP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, varði í gær meðferð banda- rískra yfirvalda á meintum hryðju- verkamönnum þegar hún gaf út ítarlegustu yfir- lýsingu banda- rískra ráðamanna til þessa í deilunni um meint fangelsi bandarísku leyni- þjónustunnar CIA í Austur- Evrópu. Rice neitaði því ekki að CIA starfrækti leynileg fang- elsi í Evrópu og sagði að ríkin, sem ynnu með Bandaríkjastjórn, gætu sjálf veitt upplýsingar um samstarfið. „Það eru ráðamenn í þessum ríkjum og íbúar þeirra sem þurfa að ákveða hvort þeir vilja vinna með okkur til að afstýra árásum hryðjuverkamanna á eigið land eða önnur lönd, og ákveða að hve miklu leyti hægt sé að gera við- kvæmar upplýsingar opinberar,“ sagði í yfirlýsingu frá Rice áður en hún hélt í vikulanga ferð til Þýska- lands, Rúmeníu, Úkraínu og Brussel. Segir flutninginn löglegan Rice viðurkenndi að bandarísk yf- irvöld hefðu flutt fanga milli landa til yfirheyrslu en neitaði því að fangarnir væru pyntaðir. Hún lagði áherslu á að yfirheyrslurnar færu fram í samræmi við bandarísk lög og alþjóðlega sátt- mála um meðferð á föngum. Rice sagði að samkvæmt þjóðarétti væri leyfilegt að flytja fanga milli landa þegar ekki væri hægt að koma hefðbundnu framsali við. Bandaríkin og fleiri lönd hefðu lengi tekið þátt í flutningum á meintum hryðjuverka- mönnum milli landa. Hún nefndi sem dæmi að Frakkar hefðu flutt hryðju- verkamanninn „Sjakalann Carlos“ frá Súdan eftir að hann náðist þar árið 1994 og Mannréttindanefnd Evrópu hefði úrskurðað að sá flutningur stæðist lög. Rice neitar því að fangar séu pyntaðir Condoleezza Rice  Viðræður um framtíð | 4 Moskvu. AP. | Sergej Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, gagnrýndi í gær afskipti vestrænna ríkja af inn- anríkismálum fyrrverandi sov- étlýðvelda. Lavrov nefndi ekkert vestrænu ríkjanna á nafn í grein sem birt var á vef rússneska utanríkisráðuneytisins. Ummælin endurspegla gremju stjórnvalda í Moskvu út í Bandaríkin og fleiri vestræn lönd vegna tilrauna þeirra til að auka áhrif sín í grann- ríkjum Rússlands. Rússneskir emb- ættismenn og þingmenn hafa látið í ljósi áhyggjur af þessu og sakað vest- ræn ríki um að hafa hvatt til fjölda- mótmæla sem urðu til þess að stjórn- arandstæðingar komust til valda í Georgíu, Úkraínu og Kirgistan. „Það er furðulegt þegar mótmæl- endur leita eftir stuðningi erlendra þjóðhöfðingja fremur en samlanda sinna,“ sagði Lavrov. „Það er engin furða að ástandið skuli ekki batna eft- ir slíkt umrót heldur þvert á móti að- eins versna.“ Gagnrýnir íhlutun í grannríkjum Rússa „ÞAÐ er alveg á hreinu hvað mig varðar en ég ætla að spila fótbolta næsta sumar með mínu gamla liði á Akranesi og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Arnar B. Gunn- laugsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Allar líkur eru á því að tvíbura- bróðir hans, Bjarki, leiki einnig með ÍA en hann hefur ekki tekið endanlega ákvörðun þess efnis. Mun það ráðast af því hvort hann fær sig góðan af ökklameiðslum, sem hafa hrjáð hann undanfarin misseri. Arnar og Bjarki hófu að leika með meistaraflokki ÍA árið 1989, þá 16 ára gamlir. Þeir léku síðast sam- an með uppeldisfélagi sínu árið 1995. | C1 Arnar og Bjarki á æskuslóðir ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 331. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.