Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 12

Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun ÚR VERINU Fiskirann- sóknir í Arnarfirði HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þá niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur frá því í sumar, að lögbannsúrskurð- ur á hendur fjórum fyrrum starfs- manna SÍF/Iceland Seafood hafi ver- ið ólögmætur. Starfsmennirnir fjórir hyggjast leita réttar síns, en þeir telja sig hafa orðið fyrir verulegum launamissi, kostnaði og miska vegna málsins. Mál tveggja annarra fyrrum starfsmanna SÍF/Iceland Seafood gegn félaginu hefur verið þingfest fyrir héraðsdómi þar sem m.a. er far- ið fram á að gerð verði upp starfslok og áunnið orlof frá þeim tíma er þeir störfuðu sannanlega hjá fyrirtækinu. Forsaga málsins er sú að í ársbyrj- un sögðu sjö starfsmenn SÍF upp störfum en um þær mundir var stofn- að sérstakt félag, Iceland Seafood International, að öllu leyti í eigu SÍF, um ákveðinn rekstur, sérstaklega frumvinnslu afurða og sölu þeirra. SÍF/Iceland Seafood fór fram á lög- bann á það að 5 af starfsmönnunum hæfu störf hjá Seafood Union ásamt því að þeir hagnýttu sér á nokkurn hátt atvinnuleyndarmál og/eða trún- aðarupplýsingar í eigu Iceland Sea- food. Varð sýslumaðurinn í Reykja- vík við þeirri beiðni á fjóra þeirra í lok janúar á þessu ári. Fjórmenningarnir undu ekki þeim úrskurði og fóru með málið fyrir héraðsdóm Reykjavíkur sem úrskurðaði þeim í hag og að lög- bannsúrskurðurinn hefði verið ólög- mætur. SÍF/Iceland Seafood áfrýjaði síðan þeim dómi til Hæstaréttar, sem nú hefur fellt úrskurð sinn. Kröfum áfrýjanda vísað frá Í dómsorði Hæstaréttar í máli eins fjómenninganna, Björgvins Gests- sonar, segir meðal annnars svo: „Vís- að er frá héraðsdómi kröfu áfrýj- anda, Iceland Seafood International ehf., um að viðurkennt verði að stefnda, Björgvini Gestssyni, sé óheimilt að hagnýta sér á nokkurn hátt atvinnuleyndarmál eða trúnað- arupplýsingar í eigu áfrýjanda, sem vera kynnu í vörslum stefnda eða kynnu að komast í hans vörslur. Synjað er kröfu áfrýjanda um stað- festingu lögbanns er sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á 24. janúar 2005 við því að stefndi hagnýtti sér á nokkurn hátt atvinnuleyndarmál og/eða trún- aðarupplýsingar í eigu áfrýjanda, sem vera kynnu í vörslum stefnda eða kynnu að komast í hans vörslur.“ Gróflega á okkur brotið Björgvin Gestsson segir í samtali við Morgunblaðið, að úrskurður Hæstaréttar sé mikið fagnaðarefni, en hafi í sjálfu sér ekki komið þeim félögum á óvart. Þeir hafi alltaf verið sannfærðir um að lögbannsúrskurð- urinn hafi verið ólögmætur eins og nú hafi komið í ljós. „Við teljum að með þessum aðför- um hafi gróflega verið á okkur brotið. Sé maður ranglega úrskurðaður í lögbann á maður klárlega rétt á bót- um vegna þess. Það er ekki aðeins að ranglega hafi verið sett lögbann á störf okkar hjá Seafood Union, held- ur vorum við opinberlega bornir þungum sökum af stjórnendum SÍF/ Iceland Seafood meðan á þessum málarekstri stóð. Við höfum fyrir vik- ið orðið fyrir verulegum launamissi auk annars kostnaðar og miska m.a. fyrir þær sakir sem á okkur voru bornar án rökstuðnings eða rann- sóknar. Við höfum ekkert heyrt frá Iceland Seafood og munum hiklaust fara með málið fyrir dómstóla leysist það ekki með öðrum hætti,“ segir Björgvin. Björgvin segir ennfremur, að þeir félagarnir velti fyrir sér hvernig sýslumaðurinn í Reykjavík geti kveð- ið upp lögbannsúrskurð með þeim hætti sem gert var. Og ekki síður hver ábyrgð embættisins sé, þegar í ljós komi að úrskurðurinn hafi verið ólögmætur. Fyrrum starfsmenn SÍF hyggjast leita réttar síns Hæstiréttur hefur staðfest ólögmæti lögbanns á störf þeirra AFLI á haustvertíðinni á síld er nú orðinn ríflega 82.000 tonn. Það eru um 74% leyfilegs heildar- afla, sem er 111.000 tonn. Nær allur aflinn hefur farið til mann- eldis. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva hef- ur 45.400 tonnum verið landað til vinnslu í landi, þar af 4.700 tonn- um til bræðslu en bróðurpart- urinn hefur farið í frystingu og smávegis í söltun. Miðað við þess- ar tölur hafa vinnsluskipin veitt og unnið tæp 40.000 tonn. Langmestum afla hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, 14.100 tonnum, Skin- ney-Þinganes á Höfn hefur tekið á móti 9.350 tonnum, Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum er með 6.900 tonn, Ísfélag Vest- mannaeyja með 4.900, HB Grandi á Vopnafirði er með 4.150 tonn. Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 4.100 og Hrafrystistöð Þórs- hafnar með 1.400 tonn. Vinnslugeta í síldarflökun hjá HB Granda á Vopnafirði er nú orðin 300 tonn á sólarhring. Vinnslulína með fimm flök- unarvélum hefur verið sett upp í nýju húsnæði á staðnum. Á liðnu sumri ákvað HB Grandi hf. að setja upp vinnslulínu til flökunar á síld á Vopnafirði. Vinnslulína, sem í voru m.a. fimm flökunarvélar, var keypt af Vísi hf. á Djúpavogi. Reist var rúm- lega 500 fermetra hús undir starfsemina og er húsið áfast uppsjávarfrystihúsinu á Vopna- firði. Línan var tekin í notkun 8. nóvember og hefur staðist ýtr- ustu væntingar. Löndun, flokkun og mötun inn á flökunarvélar eru tölvustýrðar til að ná sem mest- um afköstum. Þessi búnaður ger- ir mögulegt að vinna úr um 300 tonnum af síld á sólarhring í stað um 150 tonna áður með óbreyttri frystigetu. Að auki fást meiri verðmæti úr síldinni með þessum hætti. Veiðzt hafa um 82.000 tonn af síld Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vinnslan Mestri síld hefur verið landað í Neskaupstað. Þar er hún nánast öll flökuð og fryst til mann- eldis. „ÆTLI mönnum þar ytra hafi ekki helst komið á óvart hve vel gekk að grafa stöðvarhellinn í Fljótsdal þrátt fyrir ýmis vandamál sem upp komu,“ segir Matthías Loftsson á Hönnun hf. Hann er nýlega kominn heim af norrænni jarð- og bergtækniráð- stefnu í Osló þar sem meðal annars var fjallað var um virkjunarfram- kvæmdirnar í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Á vef Kárahnjúkavirkjunar segir að Matthías sé einn þriggja höfunda ítarlegrar greinar um gröft stöðvar- hellis Kárahnjúkavirkjunar sem lögð var fram á ráðstefnunni og er birt á Kárahnjúkasíðunni á ensku. Meðhöf- undar eru Ægir Jóhannsson á VST og Einar Erlingsson hjá Landsvirkj- un. Ægir flutti erindi um málið á ráð- stefnunni. Hún er árlegur viðburður í Noregi í nóvember og ber heitið Fjellsprengningsdagen. Þar koma saman helstu sérfræðingar og verk- takar í jarðgangagerð á Norðurlönd- um og bera saman bækur sínar. Stöðvarhellir Kárahnjúkavirkjun- ar telst til meiriháttar framkvæmda í heiminum á sína vísu, einkum þegar horft er til jarðfræðilegra aðstæðna. Hann er 120 metra langur, 14 metra breiður og mesta lofthæð er 35 metr- ar. Í grein þremenninganna er fjallað um gröft hellisins, forsendur verk- hönnunar, flókna jarðfræði, spennu í bergi, bergstyrkingar og bergtækni- leg vandamál. Fram kemur hvernig brugðist var við vandamálunum og þau leyst með þeim árangri að fram- kvæmdin var talsvert á undan áætlun þrátt fyrir að styrkja þyrfti bergið talsvert umfram það sem gert var ráð fyrir í upphafi. „Jarðlögin á Íslandi eru mjög ólík því sem menn venjast í gangagerð annars staðar á Norðurlöndum,“ seg- ir Matthías. „Sprungur og misgengi eru hér algengari og umfangsmeiri en víðast annars staðar. Einmitt í því ljósi vakti athygli á ráðstefnunni í Noregi að tæpast er hægt að tala um nokkurn vatnsleka í stöðvarhellinum og göngunum í Fljótsdal. Reyndar kom þetta okkur sjálfum líka á óvart.“ Stöðvarhússhellir vekur athygli Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skraufaþurrt hellisferlíki Athygli vekur að enginn leki hefur verið í stöðvarhússhelli Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófsstaðarfjalli. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is GISTINÆTUR á hótelum í októ- ber jukust um 2,5 % alls frá sama mánuði í fyrra og voru nú 86.100. Fjölgunin varð eingöngu vegna út- lendinga. Gistinóttum Íslendinga fækkaði um 4% og voru nú 20.000. Tölur Hagstofunnar eiga eingöngu við um gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið og tölur fyrir ár- ið 2005 eru bráðabirgðatölur. Eins og á síðustu mánuðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og á Vestfjörðum, þar sem aukn- ingin var 39,3%. Á höfuðborg- arsvæðinu varð hins vegar 0,5% samdráttur og gistinætur drógust saman um 13% á Austurlandi. Gistinóttum á hótelum fjölgar STÖÐUG aukning hefur verið í jóla- verslun undanfarin ár og Rannsókn- arsetur verslunarinnar spáir því að jólaverslun hér á landi muni í ár aukast um 10,8% frá því í fyrra. Samkvæmt spánni mun hver Íslend- ingur að jafnaði eyða tæpum 20.000 krónum aukalega vegna jólanna í ár og virðist sem horfur í sölu raftækja, fatnaðar, húsgagna og gjafavöru séu bestar. Í Skandinavíu er gert ráð fyrir minni aukningu og gert er ráð fyrir að jólaverslun muni að meðaltali dragast saman í Evrópu. 58% breskra verslana búast til dæmis við minni sölu fyrir þessi jól en í fyrra vegna lækkaðs kaupmáttar og auk- ins atvinnuleysis. Útlit er fyrir að einnig verði slegið met í netverslun fyrir þessi jól en aðallega er um að ræða erlenda netverslun sem er sér- staklega hagstæð vegna stöðu krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Áætlað er að um fjórðungur hefðbundinna jólainnkaupa í Evrópu fari fram með netverslun í ár. Ís- lendingar fara líka mikið til útlanda fyrir jólin, ekki síst til Bandaríkj- anna, en þessi beinu viðskipti ein- staklinga við erlendar verslanir koma ekki í ljós hér nema í gegnum greiðslukortafyrirtækin. Aukning í veltu greiðslukorta á jólum milli ár- anna 2003 og 2004 var 17,5%. Jólaverslun heldur áfram að aukast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.