Morgunblaðið - 06.12.2005, Page 18
Meðlagsgreiðendur!
Meðlagsgreiðendur, vinsamlega
gerið skil hið fyrsta og forðist
vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
Akureyri | Skipverjar á Súl-
unni EA eru komnir heim til
Akureyrar í jólafrí að lokinni
síldarvertíð. Síldveiðarnar hóf-
ust hinn 1. október og var afl-
inn um 3.600 tonn en Súlan
landaði afla sínum í Neskaup-
stað. Súlan kom til Akureyrar
á laugardag og eftir að búið
var að taka nótina í land við
Togarabryggjuna var skipið
fært á sinn stað við Torfunefs-
bryggju. Á myndinni eru þeir
Jón Zophaníasson og Helgi Ás-
mundsson að ganga frá land-
festum skipsins. Í byrjun
næsta árs er svo ráðgert að
skipið haldi til loðnuveiða.
Morgunblaðið/Kristján
Síldarvertíð lokið
Jólafrí
Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Við sem byggjum þessa sýslu sem er
austan Gljúfurár erum einstaklega sam-
taka í því að vera ósamtaka. Við höfum
ekki enn áttað okkur á því að ganga saman
á vit tækifæranna af einskærum ótta við
að einhver gæti hugsanlega fengið meira
en hinn. Þann 10. desember kjósa fjögur
sveitarfélög í A-Hún. sér sameiginlega
sveitarstjórn og nafn á það sveitarfélag.
Þetta eru hreppar sem standa að rekstri
Húnavallaskóla en utan við þessa samein-
ingu standa Skagabyggð, Blönduósbær,
Skagaströnd og Áshreppur. Það er í sjálfu
sér engin goðgá að spyrja: Hvers vegna að
sameinast og eða hvers vegna ekki? Þessi
sameining er engin tímamót í framtíðars-
infóníu A-Húnavatnssýslu. Eftir sem áður
stöndum við ekki saman sem skyldi og
áfram verða við lýði byggðasamlög um hitt
og þetta. Sitt hvorum megin við okkur
hafa sveitarfélögin borið gæfu til að koma
auga á kosti sameiningar og tala einni
röddu út á við.
Jafnvel í sveitarfélagi eins og Blöndu-
ósbæ geta menn heldur ekki talað einni
röddu. Fyrir leikmann sem lítið vit hefur á
kvóta, hvað þá byggðarkvóta, er erfitt að
skilja að menn geti ekki komið sér saman
um úthlutun hans. Á Blönduósi er eitt fyr-
irtæki sem gerir út alvörubát og á Blöndu-
ósi er eitt fyrirtæki sem annast fisk-
vinnslu. Því er einfalt að álykta sem svo:
Getur fiskiskipið ekki veitt fyrir fisk-
vinnslufyrirtækið? Þetta er víst ekki vera
svona einfalt í raunveruleikanum og menn
ná þeim einstæða árangri með byggða-
kvótann undir höndum að fækka störfum á
Blönduósi. Hér er eitthvað mikið að.
Verið getur að fréttaritari skilji ekki mál-
ið og sé með hausinn fullan af koltrefjum.
Ef svo er þá er bara að yppta öxlum og
hrista höfuðið og segja að maðurinn sé vit-
laus og syngja áfram Blessuð sértu sveitin
mín, hver í sinni sveit. Hvað sem öðru líð-
ur þá hafa Húnvetningar haft vit á því að
þroska með sér ást á Blönduóslöggunni.
Þessi vaska lögreglusveit, með trausta
sýslumenn í gegnum tíðina sér við hlið,
skilar inn í héraðið þónokkrum störfum.
Það er alltaf ljós í tilverunni og berið virð-
ingu fyrir sjálfum ykkur og umhverfinu,
þá þurfið þið ekki að upplifa bláu ljósin hjá
Blönduóslögreglunni.
Úr
bæjarlífinu
BLÖNDUÓS
EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA
í Ólafsvík sinn þátt í því. Sungu börnin
nokkur jólalög ásamt fóstrum sínum við
góðar undirtektir gesta, og var það
greinilegt að börninn höfðu lagt á sig
mikla vinnu til að læra lögin.
Fjölmenni var á jólagleði í gamlapakkhúsinu í Ólafsvík síðastlið-inn sunnudag. Góð jólastemning
skapaðist og áttu börnin úr leikskól-
unum Kríabóli á Hellissandi og Krílakoti
Morgunblaðið/Alfons
Jólagleði í Pakkhúsinu
Einar Kolbeinssonheyrði af mús-arhöfði sem
fannst í hrásalati á dög-
unum og orti af því til-
efni:
Við allan fögnuð alveg laus,
yrði að ráða úr vöndu,
myndi ég sjá músarhaus,
í minni salatblöndu.
Ekki lengur þarf hér þras,
þeir sem hafna nauðum,
aldrei borða innflutt gras,
aðeins kjöt … af sauðum.
Ekki verður upphefð séð,
eða snilld hjá kokknum,
hvar sumir átu salat með,
sjálfum músarskrokknum.
Talandi um spaug og spé,
sprengir allan skalann,
að ég fyrir augum sé,
enhvern éta halann.
Ekkert finn ég út úr því,
– öllu þessu máli,
er nokkur fjandans næring í,
nagdýrum og káli?
Mús í salati
pebl@mbl.is
Suðurland | Menntun og nýsköpun var
til umræðu á fundi sem Samfylking-
arfélag Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslu stóð fyrir nýlega.
Rætt var um stöðu héraðsins í atvinnu
og skólamálum, nauðsyn aukinnar
menntunar til að bæta afkomu fólks og
til að dragast ekki aftur úr í þjóðfélagi,
sem tekur örum breytingum. Nýleg
könnun Byggðastofnunar telur meðal-
laun í héraðinu 26% undir landsmeð-
altali. Einnig var rætt um möguleika á
uppbyggingu menntastofnana og nýjum
atvinnutækifærum sem byggðust á
menntun.
Rætt var um uppbyggingu mennta-
skóla á svæðinu og möguleika á há-
skólanámi. Fræðasetur hafa margfeldis-
áhrif í atvinnuuppbyggingu.
Skynsamlegt er að byggja á sérstöðu og
sérþekkingu í héraðinu, sem er m.a.
landgræðsla, matvælaframleiðsla, hesta-
mennska, ferðamennska, söguslóðir, ein-
stæð náttúra o.fl.
Alþjóðlegt fræðasetur á sviði land-
græðslu og jarðvegsverndar í Gunnars-
holti þykir spennandi og raunhæfur
kostur, en þar hefur byggst upp mikil
þekking á þessum sviðum. Fræðasetur í
Njálufræðum mætti byggja upp í Odda.
Fræðasetur
spennandi
kostur
Vesturland | Stjórn Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi leggur til að hugað
verði að lagningu Sundabrautar úr
vestri, svo óvissa í skipulagsmálum í
Reykjavík tefji málið ekki.
Í ályktun sem stjórnin hefur sent frá
sér er lýst áhyggjum yfir því að þrátt
fyrir að búið sé að tryggja fjármagn í
lagningu Sundabrautar um Kleppsvík og
Grafarvog hafi ekki verið ákveðið hvar
brautin eigi að liggja. Svo virðist sem
enn sé langt í land með að sú ákvörðun
verði tekin.
„Stjórnin vill af því tilefni leggja til
við samgönguráðuneyti, borgarstjórn
Reykjavíkur og Vegagerðina að sá
möguleiki verði skoðaður að byrja á hin-
um endanum og hefja hið fyrsta fram-
kvæmdir við þverun Kollafjarðar og
lagningu brautarinnar um Álfsnes og
Geldinganes að Gufunesi. Lagning
Sundabrautar er mikið hagsmunamál
allra íbúa landsins og bætir aðgengi að
höfuðborginni. Því er afar mikilvægt að
framkvæmdir við lagningu hennar tefjist
ekki.“
Byrjað verði
á vestari
endanum
♦♦♦