Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Bjarnadóttir, skáldog leikkona með meiru,lifir og hrærist í tangó-heiminum. Hún hefur dansað á ófáum „milongum“ í Buenos Aires þar sem tangóinn á uppruna sinn. „Tangó er stór hluti af lífi mínu, kemur að mér úr ólíkum áttum og fyllir oft upp í hvern krók og kima,“ segir Kristín innan um danstímarit, tölvu, bækur, myndir og veggspjöld á heimili sínu í Gautaborg þar sem hún hefur búið frá árinu 1990. Bók um tangó „Heimsins besti tangóari er heitið á nýrri bók sem Kristín sendi nýverið frá sér en vettvangur sögunnar er ein- mitt Buenos Aires og tangóstaðirnir þar. Bókin er bæði á íslensku og spænsku í sama eintaki og er það við- eigandi þar sem margir sem hafa áhuga á tangó hafa líka áhuga á spænsku, eins og Kristín bendir á. Spænska heitið er El mejor tanguero del mundo en Kristinn R. Ólafsson þýddi. Kristín hefur skrifað um dans und- anfarin ár, ljóð, frásagnir og hugleið- ingar, og birt texta í tímaritum bæði á Íslandi og í Svíþjóð en fannst kominn tími til að senda frá sér eitthvað í bók- arformi. „Mér fannst þessi litla saga fínt upphaf, aðgengileg kynning á því sem ég er að fást við, kynning á tangóheiminum. Bókin virkar eins og sambland af skáldskap og fræðslu- grein um tangó. Kristín er bara ánægð með þá upplifun lesanda. „Ég er að lýsa ákveðnum menningarheimi þar sem sú er söguna segir er gestur og hefur þurft að laga sig að nýjum umgengnisreglum og ég vil alls ekki að lesandinn þurfi að hlaupa upp um alla veggi í leit að þýðingu á hug- tökum tangóheimsins, hvað orð eins og milonga, tanda og cortina standa fyrir. Frekar að hann spyrjist fyrir um næstu milongu … ég vil að hinum óinnvígða finnist að hann gæti átt heima í þessum leik. Já, líklega blanda ég ólíkum aðferðum þegar ég þarf. Ljóðin mín verða stundum eins og leikrit eða sendibréf og mér finnst þau ekki hætta að vera ljóð fyrir því. Prósinn rúmar að mínu viti sagn- fræði, heimspeki, landafræði, ást … hvað sem hann vill og þarf í sömu sögu. En ég held það sé engin sérstök hilla í búðunum fyrir fag- urbókmenntir sem ekki eru skáld- skapur. Þetta minnir mig á að ég gaf söguna út sem skáldskap en svo þeg- ar hún fór í búðir þá flaug hún upp í hillu með ljóðum í einni og fræðibók- um í annarri. Ég vakti athygli á þessu og var þá spurð hvort hún væri skáld- saga og mér fannst eitthvað flott að hafa hana með fræðibókunum svo ég svaraði, já, en það er allt satt sem stendur í henni. Tangó býr yfir aðdráttarafli Kristín kynntist argentínskum tangó fyrst fyrir alvöru þegar hún sá sýningu í Danmörku árið 1992 þar sem saga tangósins var sögð í tónum og dansi. Þá komst hún á bragðið og vissi að þetta yrði hennar dans. Það tók tíma að finna kennara en hún tók sín fyrstu alvöru tangóspor fyrir níu árum og tveimur árum seinna gat hún ekki lengur hugsað sér lífið án tangós. „Mér hefur alltaf þótt lífs- nauðsynlegt að dansa en tangóinn býr yfir aðdráttarafli sem ég hef ekki kynnst í öðrum pardönsum. Kannski af því drunginn fær að vera með og treginn að kallast á við gáskann, auð- mýktin við stoltið. Tónlistin með öll- um sínum ólíku höfundum nær yfir svo breitt tilfinningasvið og dansinn er alltaf að leitast við að tjá þessa breidd. Það er auðvelt að verða háð honum því hann veldur sífelldum árekstrum, einhverri hindrun sem tek- ur tíma að læra á. Stundum held ég að hindrunin sé í þeim sem ég dansa við, langar til að dansa við eða vil ekki dansa við og fyrr eða seinna átta ég mig á hvernig ég bý hana til. Þannig séð er dansinn sjálfskönnun um leið og hann getur verið mjög ríkur í sinni orðlausu tjáningu. Enda vinsæll líka sem sviðsdans.“ Á sviðinu í Iðnó Kristín kom síðast til Íslands í ágúst ásamt argentínska tangótónskáldinu Carlos Quilici sem lék á bandóneon, argentínskt hljóðfæri sem líkist harm- ónikku. „Við vorum með sameiginlega dagskrá í Norræna húsinu, einleik á bandóneon og ljóð fyrir skemmtilega blandaðan hlustendahóp; bókmennta- fólk, tónlistar- og tangóáhugafólk og fleiri. Svo brilleraði Carlos aftur á menningarnótt og ég naut þess líka að vera með honum á sviðinu í Iðnó um kvöldið. Þá vorum við orðin fjögur því Hany Hadaya og Bryndís Halldórs- dóttir voru með okkur á sviðinu og dönsuðu. Þetta var svona drauma- dagskrá sem varð að raunveruleika þarna, samsetningin ljóð, tónlist og  TJÁNING Hún vissi að tangó yrði hennar dans Treginn kallast á við gáskann og auðmýktin við stoltið. Ljósmynd/Árni Kristjánsson Kristín Bjarnadóttir tangódansari. Síðasta tangóballið fyrir jól verður haldið í Iðnó í kvöld, þriðjudags- kvöldið 6. desember, og þar verður bók Kristínar til sölu. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is dans. Tangóhátíð er orðinn árviss við- burður á íslensku hausti en bók Krist- ínar kom einmitt út í tengslum við síð- ustu hátíð og er tileinkuð íslensku tangófólki. Kristín bendir á að Íslend- ingar séu ætíð fljótir til og tileinki sér nýjustu strauma og stefnur í hverju sem er, líka tangó. Nýja tangóbylgjan, þ.e. endurreisn argentínska tangósins, átti sér upphaf árið 1983 með sýning- unni Tango Argentino sem var frum- sýnd í París og sló í gegn. „Hafdís í Kramhúsinu var nú ekki sein að taka til sín nýju tangóbylgjuna, og með Hany Hadaya og Bryndísi Halldórs komst kennsla í argentínskum tangó í traust horf. Þau eru ótrúleg, gæta þess alltaf að ferðast til að mennta sig, ná í það nýjasta og bjóða upp á það besta. Og svo Tangóhátíðin! Ekkert smá skemmtilegt dæmi,“ segir Kristín sem sjálf kemur árlega til Íslands, fer á tangóböll og –hátíðir eða sest við tölv- una, hvort tveggja er góður tjáning- armáti fyrir hana, hvar sem hún er stödd.  Milonga = tangódansleikur  Tanda = fjögurra laga syrpa  Cortina = hlé eftir töndu „ÍSLANDSBANKI sendir neikvæð skilaboð til menntaskólanema á Ís- landi. Þar sem þunglyndi er þekkt meðal þeirra finnst mér að svona auglýsingum, sem beinast gegn útliti og eiginleikum ungmenna, eigi ekki að dreifa meðal þeirra og það allra síst af banka", segir Heiðrún Guð- mundsdóttir, móðir 19 ára fram- haldsskólanema í Reykjavík og sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Þetta flokkast að mínu mati undir vafasama auglýsingaherferð, sem beinist að unglingunum okkar, og ég er hneyksluð á því að nokkrum skuli detta svona lagað í hug,“ Í vikunni barst unglingnum aug- lýsing frá Íslandsbanka um svokall- aða Námsvild Íslandsbanka. Um var að ræða bréfamöppu á stærð við um- slag utan um geisladisk. „Möppuna prýða myndir af óeðlilega rauð- sólbrúnum ungmennum, stelpu og strák, sem eiga líklega að vera menntaskólanemar. Þegar mappan er opnuð blasir við pakki með sól- brúnkuklúti, sem viðtakendum er bent á að prófa. Þetta vakti að vonum athygli mína og ég fór að lesa hvað stæði utan á og innan í möppunni. Undir fyrirsögninni „Námsvild“ stendur: „Fallegri spegilmynd, meiri vinsældir, flottari vini, meiri athygli, hraustlegra útlit, meiri gleði, litríkara líf …“ Inni í möppunni stendur svo: „Ágæti námsmaður. Það er alveg óþarfi að vera fölur og fár yfir próf- lestrinum. Við óskum þér góðs gengis og sendum þér þennan brúnkuklút til að fríska upp á útlitið.“ Gríðarlegt heilsufarsvandamál Sem sérfræðingur hjá Umhverf- isstofnun starfar Heiðrún við að framfylgja ákvæðum Montreal- bókunarinnar frá 1987 um verndun ósonlagsins, en Sameinuðu þjóðirnar stóðu að gerð samnings til varnar ósonlaginu árið 1985. „Ein af afleiðingum eyðingar óson- lagsins er aukin útfjólublá geislun sólar, sem veldur aukinni tíðni húð- krabbameina og augnsjúkdóma.. Eyðingu ósonlagsins má rekja til los- unar efna, sem notuð hafa verið í kælikerfum, slökkvitækjum, einangr- unarfrauði og loftkælikerfum. Aukin útfjólublá geislun vegna þynningar ósonlagsins er heilsufars- vandamál og hefur Alþjóða heilbrigð- isstofnunin (WHO) gefið út fræðslu- efni til almennings um áhrif útfjólublárrar geislunar. Eitt af því sem WHO vinnur að er að hvetja til takmörkunar á notkun sólarbekkja og vonast margir til að þeir verði bannaðir innan tíðar þar sem hættan er orðin mönnum ljós. Með hinni „ný- stárlegu“ auglýsingaherferð Íslands- banka er verið að hvetja ungmennin til að dýrka þetta brúna útlit, sem einnig er fengið með notkun sól- arbekkja og veldur hrukkum og skorpnun fyrir aldur fram auk krabbameinshættu. Græskulaust létt gaman Unglingurinn minn var ekki minna hneykslaður á þessari sendingu og ég, sem betur fer. Það er hins vegar ekk- ert víst að unglingar með lélega sjálfs- mynd kunni að greina rétt frá röngu,“ segir Heiðrún að lokum. Að sögn Elísabetar Sveinsdóttur, markaðsstjóra hjá Íslandsbanka, voru hátt í sex þúsund pakkar með brún- kuklútum sendir til framhaldsskóla- og háskólanema að þessu sinni, en þjónustulína Námsvildar Íslands- banka er í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri. „Við erum einfaldlega að hvetja okkar viðskiptavini til dáða í prófunum og lítum á þetta miklu meira sem grín en einhverja alvöru. Það er svo fjarri lagi að Íslandsbanki sé að ýta undir þá ímynd að hvítt fólk sé ljótt fólk,“ segir Elísabet og bætir við að það hafi hvorki hvarflað að forsvars- mönnum bankans né ímyndarsmiðum bankans í Hvíta húsinu að þetta yrði túlkað á þennan hátt. „Þetta er græskulaust létt gaman af okkar hálfu. Við erum með þessu uppátæki að létta krökkunum lundina í annars annasömum próflestri og reynum yf- irleitt að vera svolítið sniðug þegar kemur að gjafavalinu. Hugmyndir að gjöfum koma m.a. frá krökkunum sjálfum því við tökum reglulega í viðtöl fókushópa til að fá fram vilja viðskipta- vinanna. Við höfum fengið góð við- brögð við þessu og svo virðist sem ein- hverjir hafi fattað húmorinn,“ segir Elísabet. Áður hafa ungir við- skiptavinir bankans í prófum fengið að gjöf m.a. áherslupenna, eyrnatappa og gleraugu með lokuðum hliðum til að ná meiri einbeitingu. „Neikvæð skilaboð til ungmenna okkar“ Morgunblaðið/Golli Að mati Heiðrúnar Guðmunds- dóttur felast vafasöm skilaboð í ný- legri sendingu Íslandsbanka til framhalds- og háskólanema. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is  NEYTENDUR | Íslandsbanki sendir framhaldsskólanemum brúnkuklúta í pósti GENGUR ILLA AÐ SELJA EIGNINA ÞÍNA? MIKIL SALA – VANTAR EIGNIR Á SKRÁ - Mikil sala hefur verið hjá okkur að undanförnu og vantar allar gerðir eigna á skrá. - Skoðum og metum samdægurs þér að kostnaðarlausu. - Enginn kostnaður fellur á seljanda ef eignin selst annars staðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.