Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.12.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 29 MENNING JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá sölu á erlendum útgáfurétti á glæpasög- unni Tíma nornarinnar eftir Árna Þórarinsson til Danmerkur, Svíþjóð- ar, Noregs og Finnlands. Það er fyr- irhugað að bókin komi út í þessum löndum næsta haust. Þetta er önnur bók Árna sem seld er utan en Nóttin hefur þúsund augu var seld til Dan- merkur og Þýskalands á sínum tíma. Að sögn Jóhanns Páls Valdimars- sonar hjá JPV útgáfu hafa útgef- endur víða um heim verið með bókina til skoðunar síðustu vikur og þegar fréttin barst að Tími nornarinnar hefði verið tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir helgi brugðust menn skjótt við. Það vekur, að sögn Jóhanns Páls, athygli erlendra útgefenda að glæpa- saga hefur einungis einu sinni verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna áður en það var Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason í fyrra. Verulegur áhugi á norrænum glæpasögum Fleiri samningar við erlenda útgef- endur eru á viðræðustigi og frétta að vænta af þeim á næstunni, segir Jó- hann Páll. „Mér sýnist að við munum ná saman við þýska útgefendur mjög fljótt. Þýskir útgefendur og fleiri voru með bókina til skoðunar áður en tilnefningin kom til en þegar þeir fréttu af henni komst alvöru gangur í málið. Ég hef ekki trú á öðru en að við munum lenda samningum í ensku- mælandi heiminum líka.“ Jóhann Páll segir að það sé veru- legur áhugi á glæpasögum frá Norð- urlöndum um allan heim um þessar mundir. „Sænskir krimmahöfundar hafa t.d. slegið í gegn á heimsvísu á undanförnum árum að ógleymdum höfundi Lesið í snjóinn á sínum tíma.“ Hann segir ákaflega skemmtilegt að geta flutt út íslenskar bókmenntir með þessum hætti. „Það spillir ekki gleðinni að Tími nornarinnar er að mínu viti jafnframt fínar bókmenntir en það hefur verið tilhneiging til að greina á milli bókmennta og glæpa- sögunnar.“ Tími nornarinnar hefur, að sögn Jóhanns Páls, fallið í frjóa jörð hér heima. Fyrsta prentun bókarinnar er uppseld og önnur prentun nýkomin. Efni bókarinnar er á stutta leið að á Hólum í Hjaltadal ætla mennta- skólanemar frá Akureyri að frum- sýna Galdra-Loft og Einar blaðamað- ur mætir á vettvang til efnisöflunar. Hann hefur nú yfirgefið sínar fornu veiðilendur, löggufréttir af höf- uðborgarsvæðinu, og er fluttur til Ak- ureyrar því auka skal útbreiðslu Síð- degisblaðsins á uppgangstímum á Norður- og Austurlandi. Á leiðinni frá Hólum þarf Einar að sinna nýrri frétt: Kona frá Akureyri hefur fallið útbyrðis í flúðasiglingu, einni af hinum vinsælu óvissuferðum starfsmannafélaganna í landinu. Skömmu síðar er hún látin. Þetta er fyrsta en ekki síðasta dauðsfallið í ískyggilegri atburðarás þessarar nýju sakamálasögu um ævintýri Ein- ars blaðamanns. „Árni Þórarinsson tvinnar sögu- legan arf Íslendinga og næma sýn á þjóðlífið saman í margslungna fléttu þar sem hver gátan rekur aðra,“ seg- ir Jóhann Páll. Bókmenntir | Tími nornarinnar seld til Norðurlandanna Árni Þórarinsson, höfundur glæpasögunnar Tími nornarinnar. Menn brugðust skjótt við er bókin var tilnefnd til verðlauna Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Á AÐVENTU og fram á næsta ár prýða málverk Kristínar Gunnlaugs- dóttur og leirverk Margrétar Jóns- dóttur anddyri Hallgrímskirkju og á umgjörðin vel við verk þeirra beggja. Margrét Jónsdóttir er menntuð leir- listarkona og hefur einnig lært mósaíkgerð, hún vinnur einkum við gerð nytjahluta á borð við leirtau og mósaíkflísar á veggi og gólf. Í Hall- grímskirkju sýnir hún spiladósir, jólaplatta og sérkennilega og fallega leirmuni sem hún nefnir Trú, Von og Kærleik. Leirtau og leirmunir Mar- grétar hafa yfir sér andblæ gamalla leirmuna frá slóðum Miðjarðarhafs, eins og mætti ímynda sér að hægt væri að finna á litlum sjarmerandi markaði í fjallaþorpi á Ítalíu. Jóla- plattarnir eru í þessum anda, gam- alhvítir, dálítið þykkir og brúnirnar óreglulegar. Gerðarlegir en fínlegir í senn. Spiladósirnar og hleðslu- skúlptúrarnir eru skemmtileg blanda af húmorísku ofhlæði og elskulegum fígúrum, það er yfir þeim viðkunnanleg lífsgleði. Málverk Kristínar Gunnlaugsdóttur eru ekki síður falleg en af öllu andlegri toga, hér sýnir hún tvö verk, Land von- arinnar og Engil vonarinnar. Lands- lag í málverkum Kristínar er mið- aldalandslag. Landslagsmálverk sem slík urðu ekki til fyrr en á sautjándu öld, allt fram að því var landslag í málverkum fyrst og fremst táknrænt, líkt og listin öll. Landslag á miðöldum var bak- grunnur, og aldrei eftir fyrirmynd heldur ímyndað landslag. Málverk fjórtándu aldar málarans Ambrogio Lorenzetti eru ágætt dæmi um slíkt landslag. Málverk Kristínar, Land vonarinnar, er við fyrstu sýn afar óraunverulegt líkt og tíðkaðist á mið- öldum en minnir um leið á sérkenni- legar klettamyndanir Sinaifjallsins í Egyptalandi. Land vonarinnar er þannig kannski ekki eins langt frá raunveruleikanum og ætla mætti en aðferð listakonunnar við málverkið er auðvitað ekki raunsæi eins og flestir vita sem þekkja myndir henn- ar, landslagið tekur á sig ójarðneska mynd eins og því er ætlað. Málverkið Engil vonarinnar má síðan sjá á veggnum andspænis, engillinn er æðrulaus á svip eins og persónur á málverkum Kristínar eru jafnan. Þessar myndir eru ekki jafnlits- terkar og áferðarfallegar og oft er raunin hjá listakonunni og verða fyr- ir vikið nálægari og áleitnari. Er von í þessum hörmungaheimi, virðast þær spyrja, og leggja svarið í huga áhorfandans. Það fer ekki mikið fyrir þessari litlu sýningu Kristínar og Margrétar en hún er sannarlega heimsóknar verð, listin er góð stoppistöð á þessum árstíma. Morgunblaðið/Sverrir Málverk Kristínar Gunnlaugsdóttur, Land vonarinnar. Lífsgleði og von MYNDLIST Hallgrímskirkja Út febrúar 2006. Kristín Gunnlaugsdóttir Margrét Jónsdóttir Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.