Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 6

Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKERT PRUMP! Sprenghlægileg og afar upphressandi bók! ÞYRPING hf. er í viðræðum við fyrirtækið Borg- arplast um kaup á fasteignum fyrirtækisins á norð- anverðu Seltjarnarnesi, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Borgarplasts. Þá hefur félagið keypt tvær eignir Seltjarnarnesbæjar á svæðinu, áhaldahús og geymslur. Fyrirvarar eru gerðir við kaupin um að ný tillaga að aðalskipulagi bæjarins, þar sem iðnaðarsvæðinu Bygggörðum/Sefgörðum er breytt í íbúðarbyggð, verði samþykkt og að hentugt húsnæði fyrir áhaldageymslu bæjarins finnist á næstu 2–3 árum. „Í nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að iðnaðar- svæðinu verði breytt í íbúðarbyggð og hafa margir sýnt því áhuga á að taka þátt í að umbreyta þessu, Þyrping þar á meðal,“ segir Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri. Borgarplast er stærsti iðnrekandinn á svæðinu. Að auki á Seltjarnarnesbær þar eignir, sem og Fasteignir ríkisins. Þá eru þar nokkrir minni aðilar með rekstur og þjónustu af ýmsu tagi. Seltjarn- arnesbær á allar lóðir á svæðinu, aðeins eignir ganga þar kaupum og sölum. „Miðað við tillögu að aðalskipulagi er horft til þessara breytinga á tuttugu ára tímabili,“ segir Jónmundur. „Það gerist auðvitað hraðar, því mark- aðurinn vinnur hraðar ef þetta verður að veruleika. En það er enginn breyting að eiga sér stað í það minnsta hvað okkur snertir, fyrr en eftir um tvö ár.“ Svæðið þrír hektarar að stærð Tillaga að nýju aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar til ársins 2024 er nú auglýst og þurfa athugasemdir að hafa borist eigi síðar en 27. janúar 2006. í tillög- unni segir að stefnt sé að því að reisa íbúðarbyggð við Bygg- og Sefgarða, þar sem áður var skilgreint iðnaðarsvæði. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðarbyggð um 3 ha að stærð. Á því svæði er gert ráð fyrir lágreistri þéttri íbúðar- byggð, 2ja–3ja hæða og að hámarksnýtingarhlut- fall verði 0,8. Aðspurður hvernig þeirri hugmynd að breyta iðnaðarsvæðinu í íbúðarbyggð hafi verið tekið segir Jónmundur að almennt hafi viðbrögð verið jákvæð. Tveir kynningarfundir voru haldnir vegna breytingarinnar, annars vegar fyrir íbúa í grennd við svæðið og hins vegar fyrir þá hags- munaaðila sem þar eru nú með starfsemi. Nið- urstaða fundarins með íbúunum var að sögn Jón- mundar mjög jákvæð en á fundinum með hags- munaðilum hafi vaknað ýmsar spurningar, t.d. hvort fólki væri skylt að selja og þá hvenær. „Svar- ið við því er einfalt, það er nei,“ segir Jónmundur. Fundurinn hafi þó verið jákvæður. „En það byggist líka á því að ekki sé verið að ýta neitt á menn, að þarna sé gefinn nægur fyrirvari og það höfum við lagt áherslu á. Við viljum leggja fram þessi drög og svo er það undir hverjum og einum komið á þessu tímabili hvað hann vill gera. Þannig að það verður engin formleg breyting á svæðinu fyrr en að skipulagstímanum liðnum, þ.e. eftir tutt- ugu ár, eða þá að menn fari sér hraðar í frjálsum samningnum sín á milli.“ Ekkert iðnaðarsvæði skilgreint Verði aðalskipulagstillagan samþykkt verður ekkert skilgreint iðnaðarsvæði á Seltjarnarnesi en á svokölluðu miðsvæði í kringum Eiðistorg, Aust- urströnd og Hrólfsskálamel er hins vegar gert ráð fyrir léttum iðnaði og margs konar þjónustu og verslun. „Við höfum ekki markað neina stefnu um að úthýsa einum eða neinum en hins vegar horfum við fram á að það er gífurleg eftirspurn eftir hús- næði á Seltjarnarnesi og þetta er auðvitað ákveðið tækifæri til að koma til móts við þá þörf,“ segir Jón- mundur. „Á sama tíma og líkur benda til, og þar er Borgarplast besta dæmið, að þeir aðilar sem stundi iðnað í Bygggörðum eigi möguleika á að flytja sig annað. En það er þeim auðvitað í sjálfsvald sett en þeir hafa tímann fyrir sér í því.“ Þyrping hf. er þróunarfélag í eigu Fasteigna- félagsins Stoða hf. og Baugs Group hf. Félagið var stofnað 1. nóvember 2002. Fasteignafélagið Stoðir ákvað á stjórnarfundi 18. október 2002 að stofna dótturfélagið Þyrpingu ehf. Það var síðan gert 1. nóvember 2002. Hinn 13. ágúst 2003 var fé- lagsformi breytt í hlutafélag og Baugur Group hf. keypti þá hlut í félaginu. Tilgangur félagsins er kaup og sala fasteigna og lausafjármuna, byggingastarfsemi, verðbréfa- viðskipti, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Iðnaðarsvæði á Seltjarnarnesi verður breytt í íbúðarbyggð Morgunblaðið/Sverrir Þyrping hf. í viðræðum um kaup fasteigna Borgarplasts Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Í NÚGILDANDI aðalskipulagi Seltjarnarness er svæðið við Bygggarða/Sefgarða skilgreint sem iðn- aðarsvæði en þar fer fram ýmis iðnaðar- og atvinnustarfsemi. Telst svæðið fullbyggt. Niðurstaða um- hverfismats á samanburði núverandi landnotkunar við Bygggarða/Sefgarða við stefnu nýju aðalskipulagstillögunnar um íbúðarbyggð þar, er að núverandi landnotkun styðji síður við viðmið um samfélag, heilsu og vellíðan og byggð og efnisleg verðmæti, en hafi líkt og stefna um íbúðarbyggð á svæðinu, engin eða óveruleg áhrif á náttúrufar. Þrátt fyrir að núverandi nýting svæðisins skapi störf í bæjarfélaginu, er talið vega á móti að nýting svæðisins sem íbúðarsvæðis gefur kost á fjölgun íbúða og fjölbreyttari íbúðargerðum, segir í greinargerð með aðalskipulagstillögunni. Ásýnd iðnaðar- svæðis við Bygggarða/Sefgarða er talin falla verr að nærliggjandi íbúðarbyggð og útivistarsvæðum, auk þess sem starfsemi á svæðinu geti valdið ónæði og mengun á nærliggjandi svæðum. Á stærstu lóðinni er plastverksmiðja en önnur atvinnustarfsemi er t.d. áhaldahús, verkstæði og heildverslanir. Þar sem oft er sjónmengun af athafnastarfsemi þá er staðsetning athafnasvæðisins óheppileg með tilliti til nálægðar Nesstofu og útivistarsvæðis á Framnesi, segir í greinargerðinni. Dæmi eru um að íbúar hafi kvartað yfir loftmengun, þ.e. ólykt sem hefur komið frá athafnasvæð- inu, við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Eftir að gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í viðkomandi fyrirtækjum hefur ekki borið á slíkum kvörtunum. Íbúðarbyggð heppilegri REYKJAVÍKURBORG, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Reykja- nesbær eiga þá vefi sem best koma út úr mati á vefjum opinberra stofn- ana sem kynnt var í gær. Víða þarf að bæta aðgengi á vefjum opinberra stofnana til muna til þess að rafræn þjónusta nái til allra. Skýrslan er unnin af Sjá viðmóts- prófunum ehf. fyrir forsætisráðu- neytið og Samband íslenskra sveit- arfélaga, og voru skoðaðir samtals 246 vefir og þeir metnir með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nyt- semi og aðgengis. Fram kemur í skýrslunni að víða þurfi að bæta að- gengi að vefjum opinberra aðila til þess að aukin og betri þjónusta geti náð til allra sem þurfa á þjónustu viðkomandi stofnana að halda. Þegar vefir voru flokkaðir eftir innihaldi þótti vefur Reykjavíkur- borgar bera af, en vefir Akranes- kaupstaðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu fast á hæla vefj- ar borgarinnar. Þegar flokkað var eftir nytsemi, þ.e. uppsetningu upp- lýsinga á skipulegan hátt til að auð- velda nýtingu vefjarins, kom vefur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins best út. Næstir komu vefir landbún- aðarráðuneytisins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Vefur Reykjanesbæjar þótti hafa best að- gengi, en vefir Blindrabókasafns Ís- lands og Fjölbrautaskóla Snæfell- inga komu þar á eftir. Rafræn málsmeðferð sjaldgæf Vefir sveitarfélagana á höfuðborg- arsvæðinu þóttu yfirleitt bjóða upp á fleiri möguleika í rafrænni þjónustu en vefir sveitarfélaga á landsbyggð- inni. Öll sveitarfélögin reyndust upp- fylla grunnskilyrði um rafræna þjón- ustu, og 87% sveitarfélaga buðu upp á þjónustu sem flýtir afgreiðslu. Hjá 43% sveitarfélaga var boðið upp á rafræna móttöku og afgreiðslu, og hjá aðeins 4% sveitarfélaga geta íbú- ar notað sér rafræna málsmeðferð. „Það er áhyggjuefni að í sveitar- félögum á landsbyggðinni þar sem fólk þarf yfirleitt að leita lengra eftir þjónustu en á höfuðborgarsvæðinu er rafræn þjónusta ekki eins mikil og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þar er einnig bent á að óheppilegt sé að vefir séu allt í senn, þjónusta og upplýsingaveita fyrir íbúa, og auglýsing fyrir aðila sem reka ferðaþjónustu eins og er í mörgum smærri sveitarfélögunum. Mat lagt á vefi opinberra stofnana Víða þarf að bæta aðgengið TENGLAR .............................................. Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni Í FRUMVARPI þingmanna Samfylkingarinnar, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er lögð til sú lagabreyting að launamanni verði hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun og önnur starfskjör sín. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir svokallaða launaleynd, að því er fram kem- ur í greinargerð frumvarpsins. Fyrsti flutningsmaður þess er Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, for- maður Samfylking- arinnar. Verði frum- varpið sam- þykkt, verður launamanni óheimilt að gera ráðning- ar- eða starfskjarasamning við atvinnurekanda sem felur í sér launaleynd. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a.: „Í því felst að fyr- irtæki semja við einstaka starfsmenn um kaup þeirra og kjör með því fororði að þeim sé óheimilt að upplýsa þriðja aðila, og þar með samstarfsmenn sína, um efni þeirra samninga. Slíkum ákvæðum er beinlínis ætlað að koma í veg fyrir að launafólk geti borið saman kjör sín hvort heldur sem er milli fyrirtækja eða innan fyrir- tækja. Þau koma í veg fyrir að samstarfsmenn á vinnustað geti borið saman kjör sín og þar með verður illmögulegt að komast að því hvort fyrirtæki mismuna starfsmönnum sínum, m.a. á grundvelli kynferðis, og gerast með þeim hætti brotleg við ákvæði jafnréttislaga.“ Vilja afnema launaleynd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir LÖGREGLAN á Akureyri lagði hald á nokkurt magn fíkniefna sl. fimmtudagskvöld. Athugull vegfar- andi hafði samband við lögreglu, eftir að hann varð var við óeðlileg- ar ferðir ungs manns á opnu svæði milli Skarðshlíðar og Hörgár- brautar. Lögreglan fór á staðinn með leitarhund og fann hundurinn 120 e-töflur í holu og 120 grömm af hassi í annarri holu á svæðinu. Um helgina voru svo þrír menn um tví- tugt handteknir og viðurkenndi einn þeirra að hafa átt hassið. Eng- inn hefur viðurkennt að eiga e- töflurnar og er sá þáttur málsins enn í rannsókn. Daníel Snorrason lögreglufulltrúi sagði það jákvætt að þetta mál hefði komið upp eftir ábendingu frá bæjarbúa. Fundu fíkniefni á opnu svæði UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að 12 milljóna króna við- bótarfjárveitingu vegna jarðskjálft- ans í Pakistan í október síðast- liðnum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. Alþingi sam- þykkti umrædda fjárveitingu í fjár- aukalögum ársins 2005 til viðbótar 18 milljóna króna framlagi, sem áð- ur hafði verið tilkynnt um. Hlutverk Atlantshafsbandalags- ins á sviði neyðaraðstoðar var á meðal umræðuefna á fundi utanrík- isráðherra aðildarríkjanna sem haldinn var í Brussel í síðustu viku. Þar var áréttað að bandalagið hefði brugðist við ákalli pakistanskra stjórnvalda og mundi í samvinnu við aðrar alþjóðastofnanir nýta flugflutninga og hraðlið til hjálp- arstarfsins. 12 milljónir til Pakistans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.