Morgunblaðið - 13.12.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.12.2005, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐGENGI Veðurstofu Íslands að veðurgögnum frá gervitunglum mun stóraukast í kjölfar þess að Ísland gerðist samstarfsaðili að Veðurtunglastofnun Evrópu (EUMETSAT) í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra skrifaði undir samning við stofnunina í Þjóðmenningarhúsinu í gær. „Þetta mun hafa veruleg áhrif á starfsemi Veður- stofu Íslands, og mun í raun marka tímamót, því hér fáum við aðgang að miklu nákvæmari upplýsingum heldur en við höfum áður haft, svo öll veðurspágerð og vöktun mun verða nákvæmari en áður var unnt,“ sagði Sigríður Anna. Aðild Íslands að stofnuninni kostar 130 þúsund evrur á ári, eða um 10 milljónir króna á gengi gærdagsins. Skammtímaspár betri „Ég held að spárnar, sérstaklega stuttu spárnar næstu 6–12 tímana, eigi að geta orðið mun betri. Hægt verður að tímasetja mun betur hvenær skil fara yfir, hvenær veður versnar eða batnar. Ég held að þetta sé h þeirri byltingu sem ég held að verði þegar alme ingur getur farið að ná sér í upplýsingar með ga virkum hætti, hægt verði að ná sér í spá sem se um hvernig veðrið verður næstu klukkustundin næstu tvær, þrjár eða fjórar klukkustundir,“ se Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Veðurtunglastofnunin er tæplega 20 ára göm stofnun, og eiga 18 Vestur-Evrópuríki aðild að auk þess sem samstarfssamningur, líkur þeim s undirritaður var við Ísland í gær, er í gildi við 1 Mið- og Austur-Evrópu. Stofnunin á m.a. fjögu tungl í mikilli hæð yfir miðbaug jarðar sem fylg snúningi jarðarinnar, og eru því alltaf yfir sama Veðurstofan hefur þegar fengið aðgang að gögn stofnunarinnar, og er farin að vinna veðurspár grundvelli þeirra upplýsinga. Teknar eru myndir á 15 mínútna fresti sem h að nýta við veðurspágerð, auk þess sem margví annars konar upplýsingar berast, t.d. um hitast í mismunandi hæð, sjávarhita, seltustig sjávar o segir Magnús. Hann segir að upplýsingarnar m Ísland semur um að gerast samstarfsaðili að Ve Stóraukið að- gengi að gervi- tunglum getur bætt veðurspár Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og dr. Lars P. Prahm, for- stjóri Veðurtunglastofnunar Evrópu, ræddu samninginn yfir kaffibolla eftir undirritun í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Mynd tekin úr gervitun Íslandi. Dökkbláu fletir ALMENNINGUR virðist reiðubúinn í rafræna þjón- ustu hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) og meirihluti þátttakenda í nýrri rannsókn óskar eftir að geta séð virk réttindi til bóta og afslátt- arkorts hjá TR á netinu. Rúmlega níu af hverjum tíu telja sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufars- upplýsingum og svipaður meiri- hluti telur forráðamenn eiga að hafa aðgang að upplýsingum um börn sín. Þetta er meðal nið- urstaðna meistaraverkefnis Gyðu Halldórsdóttur í upplýsingatækni á heilbrigðissviði Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Einstakling- urinn og upplýsingasamfélagið: Aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónusta Tryggingastofnunar ríkisins á netinu og tilgangur þess var að rannsaka skilning, viðhorf og óskir Íslend- inga varðandi persónulegt aðgengi að heilsufars- upplýsingum hjá heilbrigðis- og almannatrygg- ingaþjónustunni. Þá var einnig markmiðið að afla upplýsinga um hvaða þáttum væri óskað eftir í gagn- virkri þjónustu TR á netinu og að kanna hvort munur væri á sjónarmiðum almennings og örorkulífeyr- isþega á Íslandi hvað þessa þætti varðaði. Mikill meirihluti þátttakenda vildi sjá eigin heilsufars- upplýsingar og ráða hverjir hefðu aðgang að þeim. Undirbúningur hafinn Íslendingar búa við góðar aðstæður hvað tölvuað- gengi snertir, en rafrænt aðgengi almennings að heil- brigðis- og almannatryggingaþjónustu er af skornum skammti og þróunin takmörkuð, segir í verkefni Gyðu. Hún leggur til að niðurstöður verkefnis henn ásamt fyrirmyndum erlendra þróunarverkefna, ve nýttar við þróun og innleiðingu rafrænnar þjónustu hjá TR og persónulegs aðgangs að heilsufarsupplý ingum. Hún leggur einnig til að sjónarmið starfs- manna heilbrigðis- og almannatryggingaþjónustu varðandi viðfangsefnið verði könnuð. Rannsókn Gy er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi svo vitað sé og styðja niðurstöður hennar erlendar rannsóknir. Gyða segir koma skemmtilega á óvart hversu já- kvæðar undirtektir aðgangur að heilsufarsupplýs- ingum fái, ekki síst í ljósi þess að matið sé byggt á væntingum. Flestir vilja rafrænan aðgan ingum og þjónustu Tryggin Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Gyða Halldórsdóttir FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN Hart hefur verið deilt á nýjankjarasamning Reykjavíkur-borgar við stéttarfélagið Efl- ingu og Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar vegna mikilla launahækkana til lægst launuðu starfsmanna borgar- innar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sem beitti sér fyrir þess- ari samningsniðurstöðu, m.a. í nafni kynjajafnréttis, hefur verið sökuð um að rjúfa samstöðu sveitarfélaga, sýna ábyrgðarleysi í fjármálum og jafnvel að hleypa af stað skriðu launahækkana og verðbólgu. Þeir, sem halda því fram að opinber- ir aðilar hafi oft gengið of langt í launa- hækkunum hafa vafalaust sitthvað til síns máls. En að þessu sinni dugar ekki að einblína á prósentuhækkanir, án þess að taka tillit til þess við hvaða að- stæður Reykjavíkurborg hækkar laun lægst launuðu starfsmanna sinna. Mik- il þensla er nú á vinnumarkaði. Eftir- spurn eftir ófaglærðu starfsfólki er umfram framboð. Fólkið, sem er lík- legast til að vinna á leikskólum, frí- stundaheimilum fyrir skólabörn, í heimaþjónustu við aldraða o.s.frv. er jafnframt eftirsótt til verzlunar- og þjónustustarfa í einkageiranum. Einkafyrirtæki hafa kjarasamninga til hliðsjónar við launagreiðslur, en við aðstæður eins og þær, sem nú ríkja á vinnumarkaði, yfirborga þau starfsfólk sitt. Margir þekkja vafalaust raun- veruleg dæmi um t.d. starfsmenn leik- skóla, sem geta hátt í tvöfaldað laun sín með því að fara að vinna í verzlun eða á veitingastað. Enginn hefur sakað þá vinnuveitendur í einkageiranum, sem borga það sem til þarf að fá fólk í vinnu, um að rjúfa samstöðu vinnuveitenda eða hleypa efnahagsmálunum í bál og brand. Stjórnendur leikskóla, grunnskóla og annarra opinberra stofnana verða að halda sig við kjarasamninga og eiga enga möguleika á að yfirborga fólk. Foreldrar tuga leikskóla- og skóla- barna í Reykjavík hafa í allt haust verið í standandi vandræðum vegna þess að börnin hafa ekki fengið dagvistun sök- um starfsmannaeklu. Þetta kemur nið- ur á fjölskyldunum, sem um ræðir, fyr- irtækjunum sem foreldrarnir starfa hjá og atvinnulífinu í heild. Skortur á fólki sem annast heimaþjónustu við aldraða hefur svipuð áhrif. Nú vantar fólk í um 10% stöðugilda við þessa þjónustu hjá borginni. Það kemur nið- ur á því aldraða fólki, sem þarfnast þjónustunnar, og ekki síður á fjöl- skyldum þess, fyrirtækjunum og at- vinnulífinu. Miðstýring í kjarasamningum sveit- arfélaga er úrelt fyrirbæri, eins og sýndi sig í samningaviðræðum við kennara í fyrra. Það er hollt að ákveðin samkeppni ríki á milli sveitarfélaga um starfsfólk. Til lengri tíma litið er auð- vitað æskilegt að fjölga enn vinnuveit- endum í almannaþjónustu með því að færa rekstur fleiri skóla, leikskóla og annarra stofnana á hendur einkaaðila, þótt skattgreiðendur fjármagni hann áfram. En til skemmri tíma litið er ljóst að jafnvel í opinbera geiranum verður lögmál framboðs og eftirspurnar ekki tekið svo glatt úr sambandi. Ef við vilj- um að fólk fáist til að sinna börnunum okkar og öldruðum foreldrum verðum við að borga því samkeppnishæf laun. ÁMINNING TIL STJÓRNVALDA Dómur Hæstaréttar í máli Valgerð-ar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, gegn ríkinu er alvarleg áminning til stjórnmála- og embættismanna um að standa rétt að málum er viðkvæmar ákvarðanir eru teknar. Hæstiréttur hefur komizt að þeirri niðurstöðu að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi brotið meðalhófsreglu stjórnsýslu- laga er hann knúði Valgerði til að segja af sér starfi sumarið 2003. Þá hafði fall- ið dómur í Héraðsdómi Norðurlands, þar sem Leikfélag Akureyrar, þar sem Valgerður var formaður stjórnar, var dæmt fyrir brot á jafnréttislögum við ráðningu leikhússtjóra. Kona, sem ekki hlaut starfann, hafði unnið mál sitt fyr- ir kærunefnd jafnréttismála. Þetta mál var að sjálfsögðu við- kvæmt fyrir Jafnréttisstofu á sínum tíma. Gögn málsins sýna að Valgerður Bjarnadóttir hafði sjálf fullan skilning á því. Hins vegar kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi farið offari er hann þvingaði hana til að segja upp störfum. Hann hafi ekki sýnt fram á að ekki hefði mátt ná sama markmiði, þ.e. að skapa frið um Jafnréttisstofu, með því að Valgerður hyrfi úr starfi tímabundið, þar til Hæstiréttur hefði dæmt í málinu. Svo fór að sex mánuð- um síðar kvað Hæstiréttur upp þann dóm að LA hefði ekki brotið jafnrétt- islög og þar með var ráðherrann kom- inn í vonda stöðu. Félagsmálaráðherrann virðist hins vegar ekki hafa viljað koma sér úr þeirri stöðu með því að ganga til samn- inga við Valgerði um starfslok hennar. Þess í stað var látið við það sitja að greiða henni upphæð, sem svaraði til sex mánaða launa. Eins og Morgun- blaðið benti á – raunar áður en Hæsta- réttardómurinn féll – skaut þetta nokk- uð skökku við í ljósi þeirra háu fjárhæða, sem skömmu áður höfðu ver- ið greiddar karlmönnum, sem höfðu hrökklazt úr störfum forstjóra hjá rík- isstofnun. Í ljósi þess að félagsmálaráðherra segist með framgöngu sinni hafa viljað gera það sem var jafnréttinu fyrir beztu var þetta enn neyðarlegra. Og að sama skapi er niðurstaða Hæstaréttar nú verri fyrir ráðherrann en hún hefði þurft að vera. Rétturinn dæmir Val- gerði Bjarnadóttur sex milljóna króna starfslokagreiðslur. Áður hafa fallið dómar í Hæstarétti, þar sem ákvarðanir ráðherra baka rík- inu skaðabótaskyldu, oft svo nemur háum fjárhæðum. Það er ekki meiri ástæða til afsagnar ráðherra nú en í ýmsum þeim málum. En dómurinn er auðvitað álitshnekkir fyrir félagsmála- ráðherrann. Af honum verður ekki ráð- ið að pólitísk sjónarmið hafi ráðið því að Valgerður Bjarnadóttir var knúin til afsagnar; fremur klaufaskapur eða of- urkapp – nema hvort tveggja hafi ver- ið. Dómurinn er hins vegar auðvitað líka álitshnekkir fyrir stjórnsýsluna, því að ráðherra kallaði embættismenn til ráðuneytis um ákvörðun sína. Frá lögfræðingafjöld stjórnarráðsins hlýt- ur að hafa mátt vænta betri ráðgjafar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.