Morgunblaðið - 13.12.2005, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
É
g veit ekki um ykkur,
kæru lesendur, en
mér er breytileiki
afar mikilvægur.
Mér er afar mik-
ilvægt að árstíðirnar séu innbyrðis
ólíkar, að sumarið sé heitt og sól-
ríkt, vorið sé bjart og kátt, haustið
rigningasamt og veturinn kaldur
og hvítur. Ég vil hafa línurnar
skýrar í mínum árstíðum.
Undanfarnar vikur hafa því ver-
ið mér mikil kvöl og pína hvað
varðar veðurfar. Grámyglan og
skýjasinfónían yfir borginni hefur
valdið mér leiðindum, svo ekki sé
talað um blautar og svartar götur
með tilheyrandi pollum. Og búandi
í Reykjavík veit ég að það yrði ekk-
ert mikið betra ef það snjóaði. Á
nokkrum klukkutímum yrði snjór-
inn orðinn að koxgrárri eða brúnni
leðju.
Mér leiðist óafgerandi og skap-
gerðarsnautt veðurfar þar sem
maður veit ekkert hvernig manni á
að líða. Nú lítur allt út fyrir að um-
gjörð jólanna verði koxgrá og
blaut. Mig langar heim á Vestfirði
eða Skagafjörðinn. Ég eyddi
dásamlegum tíma á Fljótsdalshér-
aði fyrir nokkrum dögum. Þar var
snjór. Við feðginin vorum ofboðs-
lega ánægð og hún byggði snjókarl
með vinkonum sínum. Ég kann að
meta vetur sem ber nafn með
rentu og dregur ekkert af sér. Ég
vil að veturinn sé tími þess að það
sé erfitt að komast í vinnuna og
stundum sé rafmagnslaust og lýsa
verði upp húsið með kertum.
Á sama hátt held ég að þetta
snúi að okkur mannfólkinu. Við
verðum líka að vera ákveðin og
skýr. Ekki halda alltaf sama óræða
pókerfésinu. Ég hef lengi verið
einn af því fólki sem byrgir inni
óánægju sína og pirring. Ég lokaði
á það ef mér leið illa og sagði eng-
um frá því fyrr en það var orðið allt
of seint til að laga nokkurn skap-
aðan hlut, skapvonska mín braust
út og bitnaði á þeim sem síst
skyldi. Þau urðu hissa og hrædd og
mér leið hörmulega að láta þá sem
mér þykir vænt um ganga í gegn-
um minn pirring algerlega óverð-
skuldað og ofan á allt, án þess að
ég eða viðkomandi gætu gert
nokkuð í því.
Það er alveg ferlegt að skorta
ákveðni í samskiptum við fólk. Sjá-
ið til, við viljum öll vita hvar við
stöndum gagnvart öðrum. Okkur
líður einmitt verst þegar við höfum
ekki hugmynd um það hvort það
sem við erum að gera og segja sé í
lagi eða ekki. Við viljum ekki þurfa
að tipla á tánum í kringum einhver
óvissutundurdufl og passa okkur
að segja ekkert sem gæti sært þau,
eitthvað sem við fáum ekki að vita
að særði þau fyrr en jafnvel mörg-
um dögum seinna. Þetta sama
gildir um alla í kringum okkur. Við
verðum að vera ákveðin og dugleg
við að láta vita hvað það er sem
pirrar okkur og stinga upp á leið-
um til að lagfæra það. Fólkið í
kringum okkur á það skilið.
Ég hef ákveðið að taka mig á í
þessum málum, eins og svo mörg-
um öðrum. Árið sem nú er að líða
er ár bilanagreiningar sjálfsins.
Þegar ég fer yfir pistlana mína
undanfarna mánuði sé ég að mikil
sjálfsskoðun og greining hafa átt
sér stað. Ég hefði getað farið þá
leið að skrifa ekki um hana, en
hver hefði þá haft gagn af henni
annar en ég? Er það ekki hlutverk
okkar pistlahöfunda að miðla okk-
ar nærtækustu reynslu til að reyna
að hjálpa fólki við svipaðar að-
stæður?
En aftur að ákveðninni. Rétt
eins og við kunnum flest að meta
skýrar og ómengaðar árstíðir,
hreint loft og tært vatn, kunnum
við líka að meta það að samskipti
okkar við aðra séu hrein og tær,
ómenguð og skýr. Við viljum vera
sanngjörn við aðra og við viljum að
aðrir séu sanngjarnir við okkur
sjálf. Og heiðarleiki í samskiptum,
opin tjáskipti og ákveðni eru upp-
hafið að allri sanngirni. Það væri
t.d. algerlega ómögulegt að semja
um laun ef hvorugur aðili kæmi að
borðinu með neinar hugmyndir
uppi, heldur fæli öll sín spil. Á
sama hátt er gjörsamlega ómögu-
legt að eiga í samskiptum við fólk,
hvort sem um er að ræða nána ást-
vini eða starfsfélaga, án þess að
skilgreina sín mörk, ræða hlutina
og klára þá frá. Með því að draga
upp skýrar línur gerum við öðru
fólki miklu auðveldara að skilja
okkur og samþykkja í sam-
skiptum. Ég vildi óska að ég hefði
uppgötvað þetta fyrr, en betra er
seint en aldrei.
Það að vera ákveðinn er ekki
það sama og að breytast í ónær-
gætinn og ruddalegan valtara sem
engu eirir og tekur ekkert tillit.
Það að vera ákveðinn er að skýra
mörk sín. Að gera fólki auðveldara
fyrir að virða manns eigin landa-
merki og liðka fyrir öllum sam-
skiptum við fólk. Þegar við byggj-
um hús á lóð höfum við gjarnan
litla girðingu í kringum hana til að
skilgreina lóðamörkin. Girðingin
er ekki svo stór og hrikaleg að ekki
sé hægt að labba yfir hana, þetta
er enginn steinmúr, heldur einföld
mörk sem skilgreina okkar per-
sónulega svæði. Ákveðnin gefur
okkur líka miklu betra færi á að
skilja hvernig öðrum líður, því
undir eins og við skilgreinum okk-
ar mörk treysta aðrir sér til að
sýna sín eigin og við getum losað
okkur við mikla óvissu og óöryggi
á einfaldan hátt.
Mér þykir leiðinlegt að hafa ver-
ið óákveðinn í svona mörg ár. Ein-
hver misskilin hógværð og lítillæti
bjó svo um sig í mér að ég byrgði
inni vanlíðan mína, sem hefði aldr-
ei þurft að verða að neinu hefði ég
bara hleypt henni út jafnóðum, þar
til hún sprakk með vondum afleið-
ingum, trekk í trekk. Það felst eng-
in hógværð í því að tala ekki um til-
finningar sínar og skýra sín mörk.
Hógværð og lítillæti er að stæra
sig ekki af hlutunum, að monta sig
ekki um of. Að tjá sig ekki um hlut-
ina er bæling sem getur engu góðu
áorkað.
Að lokum vil ég hvetja ykkur öll
til að láta fé af hendi rakna til
góðra málefna. Ekki bara um jólin,
þegar við erum svo rækilega minnt
á bágstadda, heldur líka í mars,
maí, júlí og september, því hinir
bágstöddu eiga ekki bara erfitt um
jólin. Hundruð þúsunda manns í
Pakistan eiga enn um sárt að binda
og fólk er enn að deyja þar, mörg-
um mánuðum eftir jarðskjálftann.
Þeir sem vilja styrkja fórn-
arlömbin geta hringt í 907 2020 og
þá færast 1.000 krónur af síma-
reikningnum.
Skýrleiki
Rétt eins og við kunnum flest að meta
skýrar og ómengaðar árstíðir, hreint loft
og tært vatn, kunnum við líka að meta
það að samskipti okkar við aðra séu
hrein og tær, ómenguð og skýr.
VIÐHORF
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
ÍSLENSKA galleríið i8 tók í fyrsta
sinn í ár þátt í listastefnunni Art Ba-
sel á Miami Beach, sem fram fór í
byrjun mánaðarins. Síðastliðin átta
ár hefur galleríið tekið þátt í fjöl-
mörgum listastefnum í Evrópu, til
dæmis Art Brussels, Art Cologne og
Art Basel í Sviss, en þetta mun vera
í fyrsta sinn sem galleríið tekur þátt
í listastefnu utan Evrópu.
Ein allra besta
listkaupstefna i8
Listamennirnir sem i8 kynnti á
Art Basel á Miami Beach þessu
sinnu voru 19 talsins, bæði íslenskir
og erlendir. Þeir eru: Roni Horn,
Ólafur Elíasson, Sigurður Guð-
mundsson, Hreinn Friðfinnsson,
Gjörningaklúbburinn, Kristján Guð-
mundsson, Katrín Sigurðardóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Eggert Pét-
ursson, Karin Sander, Finnbogi Pét-
ursson, Þór Vigfússon, Ragna Ró-
bertsdóttir, Victor Boullet, Birgir
Andrésson, Hrafnkell Sigurðsson,
Gabríela Friðriksdóttir, Ragnar
Kjartansson og Lawrence Weiner.
Að sögn aðstandenda i8 sýndu
gestir galleríinu mikinn áhuga á
opnuninni, en á svæði þess gaf meðal
annars að líta ný verk eftir Ólaf Elí-
asson og Sigurð Guðmundsson. „Það
gekk frábærlega, í einu orði sagt,“
sagði Edda Jónsdóttir eigandi i8,
sem segir þetta eina allra bestu list-
kaupstefnu sem hún hefur tekið þátt
í. „Viðskiptavinirnir voru allt alvöru
safnarar, sem hugsa alvarlega um
myndlist og að kaupa hana.“
Að sögn Eddu er mjög erfitt að
komast að á stórum listkaupstefnum
á borð við þessa, og tóku einungis
þrjú gallerí frá Norðurlöndum þátt.
Umsækjendur séu margfalt fleiri en
þeir sem komast inn. „Þess vegna
eru ýmsar aukastefnur í boði í borg-
inni á sama tíma,“ segir hún.
Áhugi á íslenskum
myndlistarmönnum
i8 fékk til sín þó nokkra mikilvæga
kaupendur á sýningunni, bæði
einkasafnara og söfn. Auk þess
fengu margir af listamönnunum boð
um að sýna víðsvegar um heim í
kjölfarið, þar á meðal í Perú, Venes-
úela, Sviss, Bretlandi og Bandaríkj-
unum.
Edda segir að í fyrsta sinn hafi ís-
lenskum myndlistarmönnum gall-
erísins verið sýndur jafnmikill eða
jafnvel meiri áhugi en þeim erlendu,
en i8 hefur á snærum sínum bæði ís-
lenska og erlenda myndlistarmenn.
„Ég hef hægt og sígandi verið að
koma þeim inn ásamt þeim sem eru
þekktari erlendis,“ segir hún. „En
núna var áherslan á þau mjög sterk,
og mikill áhugi á til dæmis Birgi
Andréssyni, Rögnu Róbertsdóttur
og Katrínu Sigurðardóttur. Þeirra
verk seldust upp. Einnig var mikill
áhugi fyrir Kristjáni Guðmundssyni,
sem er nú mikill mínímalisti og ég
hélt jafnvel að myndi ekki ganga
þarna úti, en það var greinilega
áhugi á honum. Það komu tækifæri
fyrir allflesta af listamönnunum sem
við vorum með þarna; sýningatilboð,
sala og fleira.“
Edda segir að verk Ólafs Elías-
sonar, sem galleríið var með í boði,
hafi selst upp strax fyrir hádegi
fyrsta daginn. Sömu sögu sé að
segja um verk Roni Horn. „Margir
sýndu Gabríelu Friðriksdóttur mik-
inn áhuga, og safn í Zürich sýndi
áhuga á að fá Eggert Pétursson til
að sýna. Þannig að þetta var mjög
árangursrík ferð hjá okkur, þó hún
hafi byrjað illa,“ segir Edda, en
þannig er mál með vexti að galleríið
fékk ekki verkin í hendur fyrr en
einum og hálfum degi of seint. „Dag-
inn áður en við opnuðum var því
ekkert komið upp nema eitt verk eft-
ir Ólaf Elíasson. Það var því verið að
velta fyrir sér hvaða texta ætti að
setja á veggina ef ekkert kæmi. En
svo kom þetta allt, og frábærir lista-
menn hjálpuðu mér að koma þessu
upp – Jón Óskar og Magnús Sig-
urðsson. Þetta fór því allt eins vel og
farið gat.“
Myndlist | i8 tekur þátt í Art Basel á Miami Beach í fyrsta sinn
Íslensku listamönnunum
sýndur mikill áhugi
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Á myndinni gefur að líta verk eftir Gjörningaklúbbinn, Eggert Pétursson,
Birgi Andrésson, Þór Vigfússon og Gabríelu Friðriksdóttur.
Hreinn Friðfinnsson, Birgir Andrésson, Roni Horn, Ólafur Elíasson og
Kristján Guðmundsson voru í hópi nítján myndlistarmanna sem galleríið i8
kynnti sérstaklega á listastefnunni Art Basel á Miami Beach í ár.
www.artbasel.com
SÍÐASTA eintakið af Íslandsatlasi
var selt út af lager Eddu útgáfu um
helgina. Verkið er því uppselt í bili
eftir þriggja vikna veru á markaði.
„Okkur er til efs að sambærilegt
verk hafi nokkru sinni áður selst
jafn hratt hér á landi – og þegar til-
lit er tekið til sérstöðu íslensk bóka-
markaðar á heimsvísu – er allt eins
líklegt að slíkt hafi aldrei gerst áð-
ur á heimsvísu sé tillit tekið til
höfðatölunnar,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Eddu útgáfu.
Edda gaf bókina út 16. nóvember
sl. í samstarfi við Fixlanda/Hans H.
Hansen. Atlasinn er í gríðarlega
stóru broti og vakti þegar mikla at-
hygli, að sögn útgefanda. Strax eft-
ir viku á markaði var pöntuð endur-
prentun af verkinu, en vegna
umfangs þess mun hennar ekki að
vænta fyrr en undir lok janúar.
Hvert eintak vegur liðlega 4,5 kíló
og því lætur nærri að þau 3.300 ein-
tök sem selst hafa vegi 15 tonn.
Edda hefur látið útbúa sérstök
gjafabréf sem bjóðast þeim sem
vilja gefa atlasinn í jólagjöf og þau
tryggja handhöfum þess eintök úr
næstu sendingu af verkinu.
15 tonn af Íslandsatlasi seld
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Forseti Íslands og umhverfisráðherra með fyrstu eintökin af Íslandsatlas-
inum þegar bókin kom út. Fyrsta prentun er nú uppseld hjá forlaginu.