Morgunblaðið - 13.12.2005, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Páll Þórir Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 6. nóvem-
ber 1920. Hann and-
aðist á Hrafnistu í
Hafnarfirði 5. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðríður Pálsdótt-
ir, f. á Miðnesi í
Gullbringusýslu 17.
nóv. 1883, d. 15. des.
1947, og Ólafur
Ólafsson skipstjóri,
f. í Mýrdal í V.
Skaftafellssýslu 27.
okt. 1874, d. 7. okt. 1941. Systkini
hans voru Sigurður, f. 31. ágúst
1904, d. 25. feb. 1973, Páll Þórir
eldri, f. 17. okt. 1905, d. 14. maí
1911, Margrét, f. 7. sept. 1909, d.
15. júlí 1968, Þórunn Ragnhildur,
f. 22. nóv. 1913, d. 24. mars 1993,
og Óskar Kristinn, f. 31. maí 1924.
Páll kvæntist 13. desember 1941
Guðrúnu Ólafíu Þorsteinsdóttur
frá Hafnarfirði, f. 25. júlí 1923, d.
24. nóv. 1974. Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Sæmundsson, f. 16.
ágúst 1884, d. 9. okt. 1960, og El-
ínborg Jónsdóttir, f. 16. des. 1881,
d. 5. júlí 1970. Þau bjuggu á Lang-
eyrarvegi 14 í Hafnarfirði. Þor-
steinn stundaði lengi sjó á eigin
báti frá Hafnarfirði.
Börn Páls Þóris og Guðrúnar
eru: 1) Ólafur, f. 5. maí 1941. Sonur
hans og Guðnýjar Hákonardóttur
er a) Hákon, dóttir hans og Guð-
nýjar Svönu Harðardóttur er Ingi-
björg Ósk, sonur hennar er Róbert
Snær Harðarson. Hákon er kvænt-
ur Sunnevu Gissurardóttur, börn
þeirra eru Guðrún Björk og Gissur
Þór. Sonur Ólafs og Sigríðar Auð-
ar Þórðardóttur er b) Páll Þórir,
kvæntur Sigþrúði Sigurþórsdótt-
ur, sonur þeirra er Heimir. Dóttir
Ólafs og Fideliu Unoro er c) Guð-
rún Sóley. Dóttir Ólafs og Guðríð-
ar Ebbu er d) Sigurrós. 2) Guðríð-
Páll Þórir. Dóttir hans og Sigur-
borgar Unnar Björnsdóttur er
Anita Sif. Páll er kvæntur Lilju
Sigurborg Sigmarsdóttur, börn
þeirra eru Atli Christian og Anja
Erla. b) Sonja Hafdís, maki Jason
William Steele, dóttir þeirra er
Amelía April Steele. 6) Margrét, f.
23. feb. 1960. Dóttir hennar og
Stefáns V. Stefánssonar er Eyrún
Margét, dóttir hennar og Bjarka
Hallvarðssonar er Birta Líf. Mar-
grét er gift Jónasi Bjarnasyni.
Börn þeirra eru Jórunn Pála,
Bjarni Rúnar og Bergrós Fríða.
Páll og Guðrún hófu sinn búskap
í húsum foreldra hennar í Hafn-
arfirði. Síðar fluttu þau til Reykja-
víkur og bjuggu þar allan sinn bú-
skap. Eftir fráfall hennar bjó Páll í
Reykjavík, að undanskildum
nokkrum árum í Mosfellsbæ. Þar
var hann virkur þátttakandi í
starfi Lions hreyfingarinnar. Síð-
ustu árin dvaldi Páll á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Páll tók barnaskóla-
próf frá Miðbæjarskólanum við
Tjörnina. Hann byrjaði ungur að
aldri að vinna fyrir sér með sendi-
ferðum fyrir verslanir, t.d. Pétur
Kristjánsson, Jafet og fleiri. Var í
vegavinnu á sumrin við Þingvalla-
veg, ásamt byggingarvinnu við
ýmsar byggingar, þar með talið
Háskóla Íslands. Páll var í mörg ár
til sjós, m.a. á skakbátum frá Hafn-
arfirði. Hann var kyndari á togar-
anum Jökli sem sigldi með fisk til
Bretlands á stríðsárunum og
stundaði síldveiðar við Norður-
land á sumrin. Einnig háseti á
togaranum Júní frá Hafnarfirði
sem stundaði veiðar á Halamiðun-
um. Páll starfaði á smurstöð Esso í
Tryggvagötu. Hann rak smurstöð-
ina Klöpp við Skúlagötu í sam-
starfi við félaga sína í mörg ár þar
til hann hætti störfum. Páll og
Guðrún kona hans stunduðu mikið
laxveiði og ferðuðust mikið saman
meðan hennar naut við. Einnig
stundaði hann hestamennsku og
fjallaferðir. Um tíma átti hann
hraðbát. Seinni árin greip hann í
golfíþróttina.
Útför Páls verður gerð frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
ur, f. 17. nóv. 1942,
gift Viktori Sveini
Guðbjörnssyni. Börn
þeirra eru: a) Guðrún
Ólafía, gift Einari
Ólafi Svavarssyni,
dætur þeirra eru
Guðríður Olga og
Gunnhildur. b) Páll
Þórir, maki Guðrún
Róshildur Kristins-
dóttir, börn þeirra
eru Sigurður
Straumfjörð, Guð-
mundur Kristinn og
Guðbjörn Jón. c)
Viktor Sveinn, maki Berglind Sig-
urðardóttir, börn þeirra eru Katr-
ín Birna og Elías Örn. d) Sigríður
Fjóla, gift Elvari Eylert Einars-
syni, dætur þeirra eru Ásdís Ósk
og Viktoría Eik. 3) Elínborg Stein-
unn, f. 23. júlí 1947. Sonur hennar
og Rúnars Þorkels Jóhannssonar
er Páll Þórir, kvæntur Mekkínu
Árnadóttur, börn þeirra eru Árni
Jón og Elínborg Steinunn. Elín-
borg er gift Guðmundi Einarssyni,
börn þeirra eru: a) Ólafur Þór,
kvæntur Lilju Margréti Berg-
mann, synir þeirra eru Viktor
Freyr, Elvar Snær og Jason Leó.
b) Þorsteinn Sæþór, börn hans og
Gunnhildar Steinarsdóttur eru
Guðmundur, Eygló og Guðrún
Ólafía. c) Kristjana Fjóla, maki
Orri Hermannsson, börn þeirra
eru Dagný Lilja og Alexander. 4)
Sigurður Straumfjörð, f. 26. okt.
1951, kvæntur Kristínu Andreu
Jóhannesdóttur. Börn þeirra eru:
a) Jóhannes Páll, dóttir hans og
Ingunnar Ágústu Guðmundsdótt-
ur er Anna Kristín. Sonur hans og
Hafrúnar Óskar Sigurhansdóttur
er Almar Freyr. b) Guðrún Ólafía
gift Geir Gunnari Geirssyni, börn
þeirra eru Geir Gunnar og Andrea
Hjördís. 5) Páll Þórir, f. 8. okt.
1954, kvæntur Önnu Snæbjörtu
Agnarsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Með nokkrum orðum langar okk-
ur að minnast Páls Þóris Ólafssonar,
því nú er komið að kveðjustund.
Dagurinn í dag er brúðkaupsdag-
urinn hans og mömmu árið 1941.
Það er nú 31 ár síðan hann missti
mömmu. Hann stóð sig frábærlega
þennan tíma. Studdi okkur með ráð-
um og dáð í lífi og starfi.
Pabbi mundi tímana tvenna og
tók þátt í að byggja upp það sam-
félag sem við þekkjum í dag. Í æsku
hans renndi fólk sér á skautum á
tjörninni og fór á skíði á tunnustöf-
um í Öskjuhlíðinni. Hann fór ófáar
ferðir með ömmu með þvott í hjól-
börum frá Brávallagötunni inn í
Laugar.
Æskuslóðir hans voru Vesturbær-
inn í Reykjavík. Hann var frá góðu
heimili en ævi hans mótaðist af þeim
tíma sem hann lifði á. Hann byrjaði
snemma að vinna fyrir sér og var
vinnusamur alla ævi. Á stríðsárun-
um var hann kolakyndari á togurum
sem sigldu með fisk til Bretlands.
Hann vildi lítið ræða þessar ferðir,
líklega lífsreynslan öðrum þræði
óskemmtileg.
Hann var áhugasamur um bíla og
átti marga um ævina. Hann hugsaði
vel um þá og þeir voru alltaf nýbón-
aðir. Hann var sparsamur og nýtinn
á alla hluti og það mátti aldrei henda
neinu því það gat komið að góðum
notum seinna.
Það var honum ánægjuefni hvern-
ig fjölskyldan stækkaði og barna-
börnin urðu fleiri. Hann lét sig öll
barnabörnin varða á þeirra lífsleið,
barnabörn pabba eru við andlát
hans 20 að tölu á aldrinum 8 til 45
ára. Barnabarnabörnin eru orðin 32
og eitt barnabarnabarnabarn. Af-
komendurnir eru því orðnir 59.
Hann vildi hafa snyrtilegt á heim-
ilinu og þau mamma hjálpuðust að
við að halda heimilinu í góðu standi.
Pabbi ryksugaði og þurrkaði af og
flautaði listavel allan tímann meðan
á því stóð. Við söknum flautumelódí-
unnar, sem enginn annar gat leikið
eftir. Sama var þau ár sem hann bjó
einn, alltaf var hreint og snyrtilegt.
Ásamt Sigurði Straumfjörð bróð-
ur sínum, sem var prentari, voru
þeir með þeim fyrstu til að byggja
sumarbústað í landi prentara í Mið-
dal. Mörg sumur vorum við börnin
allt sumarið með mömmu í bústaðn-
um og pabbi kom um helgar. Þótt
bústaðurinn yrði gamall var honum
alltaf vel við haldið og garðurinn vel
hirtur og fallegur.
Þau mamma fóru í margar sigl-
ingar til útlanda, en það var ekki
mjög algengt á þeim tíma. Lax- og
silungsveiðar voru líka þeirra líf og
yndi. Áhugamál pabba voru marg-
vísleg fyrir utan sameiginleg áhuga-
mál hans og mömmu. Á yngri árum
stundaði hann íþróttir. Síðar á æv-
inni voru það sund og gönguferðir,
hestamennska og seinni árin byrjaði
hann að spila golf með ágætum ár-
angri.
Mamma var hans lífsförunautur
og helsti vinur. Eftir lát hennar
helgaði hann sig fjölskyldunni og
segja má að fjölskyldan hafi verið
hans nánustu vinir. Hann var hlýr
við sitt fólk og góður heim að sækja.
Börnin hændust að honum og þótti
vænt um hann. Nú syrgja þau afa
sinn.
Meðal hans helstu kosta var hvað
hann var hjálplegur og ósérhlífinn.
Alltaf var hann boðinn og búinn að
rétta okkur börnum eða tengda-
börnum hjálparhönd hvort sem ver-
ið var að mála hús, slá grasið, smíða
sumarbústað eða bóna bíl.
Heilsan var góð mestalla ævi.
Hann fékk þó lungnakrabbamein ár-
ið 1980 og var einn af þeim heppnu á
þeim tíma, hluti annars lungans var
numinn á brott og með hjálp góðra
lækna hlaut hann bata. Þegar geng-
ið var til verka eftir þetta var ekki
hægt að sjá, að hann væri þolminni
en þeir sem yngri voru.
Síðustu árin þjáðist hann af Alz-
heimer. Til að byrja með lýsti það
sér sem gleymska á það sem hafði
gerst nýlega. Sjúkdómurinn ágerð-
ist og þetta voru stundum erfiðir
tímar fyrir hann og okkur. Sjúk-
dómurinn tók á sig ýmsar myndir og
hafði áhrif á athafnir daglegs lífs.
Stundum þurftum við að taka erf-
iðar ákvarðanir sem við töldum hon-
um fyrir bestu. Alltaf var hann já-
kvæður fyrir breytingum og gremju
sýndi hann okkur aldrei, yfirleitt var
þó stutt í brosið sem veitti okkur
styrk. Þannig þekktum við pabba
best.
Um tíma hafði hann dagvist í
Fríðuhúsi á Laugarási, og við systk-
inin og tengdabörn skiptumst á að
sitja hjá honum á kvöldin til að
stytta honum stundir og ekki síst
lagði Öryggismiðstöð Íslands sitt af
mörkum til að aðstoða okkur um
nætur sem gátu oft verið erfiðar. Að
endingu gat hann ekki lengur búið
einn. Loks fékk hann inni á Hrafn-
istu í Hafnarfirði þar sem hann
dvaldi síðustu árin við ómetanlega
umönnun starfsfólks. Þessi ár
reyndum við að aðstoða eftir mætti
og kom það sér þá vel að börnin sex
gátu skipt því með sér að líta við á
Hrafnistu.
Fyrir rúmum mánuði héldum við
upp á 85 ára afmæli hans og var sá
dagur honum góður, e.t.v. einn af
síðustu góðu dögunum hans.
Hann var á fótum og sjálfbjarga
með margar daglegar athafnir þar
til tveimur dögum fyrir andlátið að
hann missti meðvitund. Síðustu
mánuðina hafði hann haft óskil-
greinda verki víða um líkamann.
Við varðveitum í hjarta okkar
minningarnar um pabba. Við vitum
að nú hefur hann fengið betri vist og
kærkomna hvíld. Hafi hann þökk
fyrir allt og allt. Megi góður Guð
fylgja pabba og mömmu á þær slóðir
sem þeim var ætlað.
Börn og tengdabörn.
Elsku afi, okkur þykir mjög erfitt
að kveðja þig, en á sömu stundu
gleðjumst við yfir því að þú og
amma séuð loks sameinuð á ný eftir
langa fjarveru hvort frá öðru.
Við viljum þakka þér fyrir allar
þær yndislegu stundir sem við höf-
um átt með þér og kemur margt upp
í hugann þegar við horfum til baka
og rifjum upp þessar stundir. Til
dæmis allar þær ferðir í Laugardal-
inn þar sem þú þuldir upp öll nöfnin
á fjöllunum, bæjunum og kirkjunum
á leiðinni í hverri einustu ferð, þang-
að til allir voru komnir með þetta á
hreint og það hvernig í hvert skipti
sem við komum í heimsókn til þín þá
mátti treysta á að til var skafís í
frystinum og gamli góði perubrjóst-
sykurinn var ætíð á sínum stað, í
brjóstvasanum hjá þér. Það var allt-
af líf og fjör í kringum þig og aldrei
sá maður þig öðruvísi en með bros á
vör og sól í hjarta. Þú skapaðir
ávallt ákveðna stemningu sem gerði
það að verkum að það var gott að
vera í návist þinni.
Elsku besti afi, við munum aldrei
gleyma þér og mun minning þín lifa
í hjörtum okkar allra. Guð geymi
þig.
Ástar- og saknaðarkveðjur, Páll,
Ólafur, Þorsteinn og Fjóla.
Elsku afi minn. Ég man svo vel
seinasta skiptið sem þú komst í
heimsókn og fórst með okkur systk-
inin í sund. Það var sko gaman! Og
auðvitað var stoppað í bakaríinu á
leiðinni heim og bakkelsi keypt til að
hafa með kaffinu. Í Stapaselinu
varstu þekktur sem „Afi snúður“ af
krökkunum því að allir vissu að þeg-
ar afi á græna bílnum renndi í hlað
myndu vínarbrauð og snúðar vera á
boðstólum.
Þú varst alltaf svo kátur, afi minn,
og vissir þínu viti. Eitt skiptið þegar
við komum að heimsækja þig í Jök-
ulgrunninn var Popp Tíví stillt á og
Robbie Williams í botni. Og þú sagð-
ir eitthvað á þessa vegu: „Þetta er
bara rosa skemmtileg stöð“! Þá var
mér og Bjarna skemmt. Alltaf gastu
komið manni á óvart. Eitt af því
seinasta sem þú sagðir mér var að
gleyma aldrei að dansa, og því skal
ég aldrei gleyma.
Afi, þú varst algjör snillingur og
þú mátt vera stoltur af þínum 85
glæstu árum. Það á sko eftir að vera
tómlegt án þín, enginn vafi á því. En
ég veit að þú ert kominn á góðan
stað núna. Til hennar ömmu. Hafðu
það gott, afi minn, það var mikill
heiður af því að fá að kynnast þér.
Megi Guð geyma þig.
Koss og knús,
Jórunn Pála.
Elsku afi. Núna ert þú farinn frá
okkur og rifjast upp ótrúlega marg-
ar minningar um þig, allar jafnfal-
legar og skemmtilegar. Það voru
ekki svo fáar ferðirnar sem farnar
voru á Laugarvatn í bústaðinn. Á
leiðinni spurðirðu okkur barnabörn-
in um hvern bóndabæ, hverja á og
fjöll og var mikil keppni um að
svara, ég man sérstaklega eftir
Tannastöðum, ég gat það alltaf enda
brosi ég yfirleitt þegar ég keyri þar
fram hjá og hugsa til þín. Það var
heldur ekki leiðinlegt hjá okkur þeg-
ar við hittumst öll fjölskyldan, börn
og barnabörn í bústaðnum 17. júní.
Tjaldað hér og þar í garðinum og
farið í skrúðgöngu og beint niður á
flöt, hástökk, pokahlaup og fullt af
leikjum, og varst þú í því að hvetja
alla áfram, síðan endaði þetta allt
saman yfirleitt á grilluðum lamba-
kótelettum í bústaðnum, alveg ynd-
islegt. Ekki svo ófáar ferðirnar uppá
Gullkistu hvort sem var á snjósleða
eða keyrandi, allar sögurnar um að
labba afturábak alla leið og þá fengi
maður að óska sér, ég held að ég
trúi þessu enn þann dag í dag. Þú
komst til okkar til Danmerkur, það
var alltaf svo gaman að fá þig þang-
að, alltaf brosandi og hress. Þú varst
sá fyrsti sem komst upp á spítala til
mín þegar Geir Gunnar kom í heim-
inn, í grænu jakkafötunum og six-
pensarinn á höfðinu, tókst Geir
Gunnar í fang þér og taldir tærnar
og fingurna, sagðir svo að þetta yrði
hraustur strákur. Þú keyrðir til mín
uppá Vallá í heilt ár í hverri viku og
gafst mér blóm, drakkst tvo kaffi-
bolla og mola, síðan heim. Þetta eru
mér minnisverðar stundir, þér
fannst svo sniðugt að ég þurrkaði
alla blómvendi og setti þá svo alla í
körfu eða uppá skáp, ég er með
blómvendina enn.
Elsku afi, ég á eftir að sakna þín
mikið, en einhvern veginn er ég svo
viss um að þér líði vel, ég setti mynd
af þér í rammann hjá ömmu og þeg-
ar ég horfi á ykkur get ég ekki ann-
að en brosað í gegnum tárin, því þar
var þitt hjarta og til hennar ertu
kominn.
Elsku besti afi minn, takk fyrir
allt.
Ég elska þig og guð geymi þig
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir.
Elsku afi. Þá hefur þú kvatt þetta
líf og annað tekið við. Á svona stund-
um rifjast upp ótal minningar sem
við áttum saman, það væri hægt að
skrifa heilu bækurnar um það og
verða þær minningar ávallt í hjarta
mér. Gleymi aldrei þeim ferðum
sem ég fór með þér í sumarbústað-
inn í Miðdal á Laugarvatni, þetta
voru margar ferðir og brölluðum við
mikið saman þar, þá sérstaklega að
klippa trén og rölta svo niður að á að
veiða silung og ekki má gleyma því
að skreppa á Ketilvelli til systranna
að fá egg hjá þeim. Svo þegar þú
komst norður til Jóns og Fríðu heit-
innar og varst þar yfir svolítinn tíma
til að aðstoða þau og ég var þar í
sveit nokkur sumur, gott að hafa þig
þar á þeim tíma. Ekki er hægt að
gleyma þegar þú skutlaðir mér í
strætó og ég fékk að bíða í bílnum
hjá þér á meðan ég beið eftir vagn-
inum í miklum kulda eða rigningu,
þegar við bjuggum hjá þér á Soga-
veginum. Það voru góðir tímar og þú
kenndir mér líka að tippa 1x2, ég
gerði tóma vitleysu í fyrstu, en alltaf
gast þú reddað mér fyrir horn og við
náðum að laga þetta og gera rétt.
Eftir að við fluttum í Breiðholtið
keyptir þú hesta og hesthús í Víðidal
og þar vorum við að bralla mikið
saman á hestbaki og þess háttar
sem tengist því. Það sem er sérstakt
í huga mér er að þegar ég var að fá
bílpróf eða á 16. ári þá sagðir þú við
mig að þú værir orðinn þreyttur á að
keyra og lést mig aka fyrir þig,
þetta væri góður undirbúningur fyr-
ir bílprófið, hehe, þú lést mig aka
upp í hesthús og svo austur fyrir
fjall og tala nú ekki um stoppin á
Selfossi þar sem við fengum okkur
pylsu með öllu nema steiktum og
appelsín í gleri og stundum lakkr-
ísrör með, þetta voru alveg æðisleg-
ir tímar. Fyrir stuttu áttir þú svo 85
ára afmæli þar sem við hjónin og
börnin kíktum til þín, það var gleði-
stund. Okkur fannst svo gaman að
sjá hvað þú montaðir þig af því við
starfsfólk og aðra vistmenn hvað þú
værir ríkur af börnum.
En nú hefur þú fengið það, sem
þú nefndir nokkrum sinnum við mig,
að hitta ömmu aftur, ég sá alltaf
hvað þú saknaðir hennar og þú sagð-
ir mér hvað hún hafi verið góð kona,
blessunin og væntanlega hefur hún
tekið vel á móti þér. Við vonum að
þér líði betur á nýjum stað.
Elsku afi, hvíldu í friði og við
munum alltaf sakna þín og elska.
Páll Þórir, Lilja og börn.
Elsku besti afi minn, þú ert farinn
frá okkur eftir baráttu við leiðinleg-
an sjúkdóm sem er búinn að vera að
hrjá þig í nokkur ár. Þú sem varst
einn sá hraustasti maður og miðað
við aldur þá varst þú með skrokk á
við ungling, En „eitt sinn verða allir
menn að deyja“ eins og sagt er. Þú
fórst eftir góða kveðjustund með
þínum ástvinum og ég er svo glöð
með það að hafa getað kysst þig og
sagt þér nokkur falleg orð og að við
elskum þig öll og ég veit að þú
heyrðir en þú gast bara ekki svarað
okkur. Það er alltaf sárt að missa
ástvin eins og þig en þú ert kominn í
góðar hendur og loksins fékkstu að
hitta hana elskulegu ömmu okkar
heitnu sem þú ert búinn að vera frá í
rúm 30 ár og það hlýtur að hafa ver-
ið gleðistund fyrir þig, elsku afi
minn, að fá að sjá „hina“ fjölskyldu
þína eftir svona langan tíma.
Minningarnar sem við eigum sam-
an eru nú ekki fáar þar sem ég ólst
upp með þér part af mínu lífi í
Starrahólunum og voru það yndis-
legir tímar og þú sagðir mér svo
margar sögur af þér og fyrri störf-
PÁLL ÞÓRIR
ÓLAFSSON