Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 41
DAGBÓK
Nátttröll, dagtröll
og niðurtölumenn
ÞAÐ fer rosalega í taugarnar á mér
allt þetta tal um Reykjavíkurflugvöll
og Vatnsmýrina. Það eru alls konar
nátttröll, dagtröll og niðurtölumenn
sem ætla að ríða þessu borgar-
skipulagi alveg að fullu í gegnum
kosningarnar. Svo er verið að tala um
að Hollendingar séu einhverjir sér-
fræðingar og allt í lagi að tala við þá
um þessar tillögur um flugvöll. En
hvar er þjóðarrembingurinn?
Hollendingar, þrautalendingar,
snertilendingar eða bara millilend-
ingar og hvar er þjóðarstoltið? Höf-
um við ekki vit á þessu sjálf? Mitt mat
er það að við eigum hérna mjög hæfa
menn til þess að meta þetta, t.d. kom
Hrafn Gunnlaugsson með mjög góða
hugmynd um flugvöll á Lönguskerj-
um en því miður eru þær ekki sam-
kvæmt strangasta raunveruleika.
Hugmyndir Arngríms Jóhannssonar
tel ég að séu mjög athyglisverðar og
ætti fólk að skoða þær. Hver ætli hafi
meira vit á flugmálum hérlendis en
hann? Hann hefur sýnt það og sannað
með því að byggja upp stórveldi í
flugi og ef hann veit ekki um þetta, þá
hver? Niðurtölumenn ættu að hlusta
á hans tillögur. Við eigum að passa
okkur á því að missa ekki allt úr borg-
inni eins og flugvöllinn sem er gull-
kista. Eins þarf að fara varlega í hafn-
armálunum og koma í veg fyrir að
hafnirnar endi uppi í Hvalfirði. Hvers
konar pólitík er þetta að verða?
Rausari.
Alvarleg mistök hjá Skjá 1
ÉG ER einstaklega ósátt við frammi-
stöðu fjölmiðlanna þessar vikurnar.
Ég á ekki til orð. Það hefur bara ekk-
ert verið hægt að fylgjast með Miss
World því aldrei er dagskráin auglýst
rétt. Hvers á ég, vinnandi konan, að
gjalda? Nú þarf ég að stilla mynd-
bandstækið mitt svo ég nái uppá-
haldsþáttunum mínum og aldrei eru
Miss World-kynningarnar teknar
upp því alltaf er öllu frestað og ég tek
bara upp Ástarfleyið og svoleiðis rusl.
Á sunnudaginn, viku fyrir keppni, var
ekki einu sinni skráð í dagskrána að
þátturinn ætti að vera, þrátt fyrir
heilsíðuauglýsingu við hliðina. Hverju
átti ég að trúa? Þetta er varla réttlæt-
anlegt.
Og svo í gær, laugardag. Stóri dag-
urinn. Í dagskránni stendur að það sé
þáttur milli 13 og 15 en bein útsend-
ing frá 21–23. Ég og mamma tékk-
uðum báðar. Svo klukkan sjö mæti ég
í veislu og geng beint inn í stofu með
kveikt á fréttum og sé Unni krýnda!
Þá var hún krýnd fyrr um daginn en
auglýst að keppnin væri eftir tvo
tíma. Ég missti af allri spennunni og
þurfti að horfa á keppnina tekna upp
vitandi að Unnur Birna myndi vinna.
Þetta eru mjög alvarleg mistök, ófyr-
irgefanleg jafnvel og svona á ekki að
vera liðið!
Elísabet Ólafsdóttir
rithöfundur.
Hundur í óskilum
ÞESSI hundur
fannst ólar- og
merkingarlaus í
Staðahverfi í
Grafarvogi,
hann er í góðum
höndum á
Barðastöðum
51. Þeir sem
kannast við
hann eða þekkja
vinsamlegast
láti vita í síma
555 4937 eða
862 9251.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Bókin Í dag – hugleiðingar 366 Íslend-inga um lífið, tilveruna og trúa erkomin út hjá Skálholtsútgáfunni. Íbókina skrifa 366 Íslendingar úr ólík-
um áttum og er hverjum þeirra tileinkaður einn
dagur á almanaksárinu. Aldrei hafa svo margir
Íslendingar áður tekið höndum saman við að
skrifa eina bók.
Ritstjórar bókarinnar eru þau Halla Jóns-
dóttir, Halldór Reynisson, Hreinn S. Há-
konarson og Edda Möller, og hafði Morg-
unblaðið samband við þá síðastnefndu vegna
málsins.
Hvernig vaknaði hugmyndin að bókinni Í dag?
„Í vinnu útgáfuráðs Skálholtsútgáfunnar. Við
höfðum áður gefið út bækurnar Hönd í hönd,
Bænir kvenna og Bænir karla með 50 höfundum
í hvert skipti, það vantaði svona hugleiðingabók
fyrir hvern dag ársins og við ákváðum að reyna
að fá til þess 366 höfunda. Og það tókst!“
Um hvað er fjallað þar?
„Bókin fjallar um lífið, tilveruna og trúna á
mjög víðan og opin hátt.
Höfundar taka dæmi úr hversdagslegu lífi
sínu sem geta verið öðrum til fyrirmyndar og
vakið þá til umhugsunar og eftirbreytni. Það er
ótrúlegt hvað allt þetta fólk hefur frá miklu að
segja í stuttu máli.
Allt er hér sett fram á látlausan hátt og
gjarnan með bros á vor, sögur um litla sigra,
vonbrigði og lífsreynslu sem geta reynst drjúg
hjálp fyrir þann sem veltir fyrir sér tilgangi lífs-
ins.“
Hvað var haft í huga þegar leitað var til 366
einstaklinga til að skrifa í bókina?
„Við höfðum það í huga að bókin sýndi þver-
skurð í hugsun Íslendinga þegar komið er að því
að fjalla um lífið og tilveruna þar sem trúarlegir
tónar eru meðal annars slegnir. Við gáfum enga
nákvæma forskrift og höfundum var í sjálfsvald
sett hvernig efnistök væru. Það tókst afar vel og
við viljum að aðrir njóti þess með þessum 366
Íslendingum.“
Eru hugleiðingarnar mjög ólíkar?
„Þær eru jafn ólíkar og höfundarnir eru
margir. En fyrst og fremst eru þær allar gott
innlegg í daginn, þarfar áminningar og orð til
íhugunar í amstri dagsins. Þetta er bók sem er
ólík öðrum bókum því þú lest hana á hverjum
degi og getur í leiðinni skráð afmælisdaga
þeirra sem þykir vænt um.“
Fyrir hvern er bók af þessu tagi?
„Þessi bók er fyrir alla, alla daga ársins! And-
legt dagatal fyrir nútímafólk sem upplifir í dag-
legu amstri að lífið er bæði flókið og yndislegt.“
Bækur | 366 Íslendingar skrifa um lífið, tilveruna og trúna í bókinni Í dag
Andlegt dagatal fyrir nútímafólk
Edda Möller er fædd
árið 1959 í Reykjavík.
Stundaði nám í
Menntaskólanum við
Sund og við Háskóla Ís-
lands, lauk BA-prófi í
þýsku og sagnfræði ár-
ið 1984. Dvaldi eitt ár
sem skiptinemi í Sviss
á menntaskólaárum.
Hefur verið fram-
kvæmdastjóri og út-
gáfustjóri Skálholts-
útgáfunnar – útgáfufélags þjóðkirkjunnar í 20
ár, jafnframt því unnið fyrir Prestafélag Ís-
lands. Gift Einari Eyjólfssyni, fríkirkjupresti í
Hafnarfirði, börn þeirra Einar Andri, há-
skólanemi og handboltaþjálfari, og Inga Rakel
menntaskólanemi.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í kvöld, 13. des-ember, heldur Eyvindur P. Ei-
ríksson rithöfundur upp á sjötugs-
afmæli sitt á Thorvaldsen í
Austurstræti með opnu húsi og upp-
lestrum með meiru. Vinir og vanda-
menn velkomnir að samfagna frá kl. 20
og fram eftir kvöldinu.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 13. desem-ber, er sextug frú Kristín Guð-
mundsdóttir, kaupmaður. Hún og eig-
inmaður hennar, Sigurður Ingvarsson,
taka á móti gestum eftir kl. 18 í dag, á
heimili dóttur þeirra á Ósbraut 1 í
Garði.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 13. desem-ber, er sextugur Ásgeir S. Ás-
geirsson, stýrimaður, Lækjargötu 32,
Hafnarfirði. Ásgeir ætlar að eyða deg-
inum í faðmi fjölskyldunnar.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Meðlagsgreiðendur!
Meðlagsgreiðendur, vinsamlega
gerið skil hið fyrsta og forðist
vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
VIÐ SELJUM ATVINNUHÚSNÆÐI
FYRIR FYRIRTÆKI OG FJÁRFESTA
I I I
I I I
VELDU EIGNAMIÐLUN
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Marimekko flytur um áramót úr
IÐU húsinu að Laugarvegi 7.
30-40%
afsláttur af öllum fatnaði til jóla.
Vönduð jólagjöf á góðu verði.
STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA
Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn