Morgunblaðið - 13.12.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 13.12.2005, Síða 43
desember kl. 17, í húsnæði SÍBS að Síðu- múla 6. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka verður með jólafund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, kl. 17. Á dagskrá er m.a: upp- lestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Heitt súkkulaði og smákökur á boð- stólum. Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrkt- arhópur | Opinn fundur í Áskirkju kl. 20.30. Hugleiðingu flytur Ásgerður Flosadóttir. Þema dagsins er: Fátækt. Fundirnir eru ætlaðir fólki sem vill koma saman og ræða tilfinningar og líðan. Kaffiveitingar. OA-samtökin | OA karladeild fundar á Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA (Overeaters Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda, matarfíkn. www.oa.is. Sögufélag | Í árlegri bókaveislu Sagnfræð- ingafélags Íslands og Sögufélags munu höfundar 10–12 bóka af sögulegum toga kynna verk sín í stuttu máli kl. 20–22, í húsi Sögufélags er við Fischersund. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Selfossi 14. des. kl. 10–17. Mikil vöntun er á blóði. Blóðgjöf er lífgjöf. Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 10. desember: 96479. 11. desember: 56130. 12. desember: 58994. 13. desember: 94269. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Íslensku jólasvein- arnir í Þjóðminjasafninu. Jólasveinarnir koma alla daga 12.–24. desember kl. 11 virka daga (og á aðfangadag) en kl. 14 um helgar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 43 DAGBÓK Einfalt spil? Norður ♠102 ♥1095 ♦Á10864 ♣Á85 Suður ♠DG8 ♥ÁK3 ♦DG9 ♣K974 Suður spilar þrjú grönd og fær út spaðafjarka – fjórða hæsta. Er um eitt- hvað að hugsa? Þetta lítur út fyrir að vera einfalt af- greiðsluspil, sem alltaf vinnst ef tíg- ulkóngur liggur fyrir svíningu og líka ef spaðinn fellur 4-4. Helsta taphættan er sú að spaðinn sé 5-3 og austur eigi tígulkóng, en við því virðist lítið að gera. Eða hvað? Norður ♠102 ♥1095 ♦Á10864 ♣Á85 Vestur Austur ♠K7543 ♠Á96 ♥G762 ♥D84 ♦32 ♦K75 ♣D6 ♣G1032 Suður ♠DG8 ♥ÁK3 ♦DG9 ♣K974 Segjum að suður láti spaðagosa und- ir ás austurs í fyrsta slag. Austur spilar svo níunni næst og suður lætur hik- laust drottninguna. Vestur verður greinilega að dúkka til að ná spilinu niður, en því skyldi hann gera það? Frá hans bæjardyrum gæti austur hafa byrjað með Á986 og spilað níunni í öðrum slag til að stífla ekki litinn. Hugsanlega rambar vestur á réttu vörnina, en kannski ekki. Alla vega er vandalaust að dúkka síðari spaðann ef suður lætur áttuna í fyrsta slag. Gos- inn er rétta spilið til að undirbúa jarð- veginn ef austur skyldi koma með níuna næst. Það er merkilegt hvað hægt er að gera einföld spil flókin – fyrir vörnina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Re4 9. Rbd2 Bxf4 10. gxf4 Rd7 11. e3 Rdf6 12. Re5 g5 13. fxg5 Rxg5 14. f4 Rge4 15. Kh1 Bd7 16. Rxe4 fxe4 17. Hg1 Kh8 18. Df2 Rh5 19. Bh3 De7 20. cxd5 cxd5 21. Rxd7 Dxd7 22. Dh4 Rg7 23. Hg5 Df7 24. Hag1 Hg8 25. Dh6 Rf5 26. Bxf5 exf5 27. Dd6 Hxg5 28. Hxg5 He8 29. h3 a6 30. Kh2 He7 Staðan kom upp á alþjóðlegu skák- móti sem lauk fyrir skömmu í Dóm- iníska lýðveldinu. Stórmeistarinn Evgeny Ermenkov (2.474), sem tefl- ir fyrir Palestínu, hafði hvítt gegn Kjartani Guðmundssyni (2.062). 31. Hxf5! og svartur gafst upp þar sem eftir t.d. 31. … Dxf5 32. Dxe7 Kg8 33. De8+ Kg7 34. De5+ fær hvítur léttunnið peðsendatafl. Kjartan fékk helming vinninga á mótinu en félagi hans, Róbert Harðarson, lenti í öðru sæti með 7 vinninga af 9 mögulegum. 1. c4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. 0–0 c6 6. d4 Bd6 7. Bf4 0–0 8. Dc2 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, sund, vefnaður, línudans, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Nokkrir miðar til á Vín- arhljómleikana 6. jan. 2006. Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl. í síma 588 9533. Ferðaklúbbur eldri borgara | Hin vinsæla jólaferð Ferðaklúbbs eldri borgara verður farin föstudaginn 16. desember og verður lagt af stað frá Blómavali við Sigtún kl. 15. Innifalið í verði eru kaffiveitingar. Skráning í síma 892 3011. Athugið skráning fyrir 15. des. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan að Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10–11.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Stangarhyl 4, kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og 9.50 Leikfimi, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10 handavinna, kl. 10.50 rólegar æfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 ganga. Kl. 19 grænt jólahlaðborð Glóðar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karla- leikfimi kl. 13.15 í Mýri. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9–16.30. Ganga um nágrennið kl. 10.30. Mánud. 19. des. er jólahlaðborð í hádeginu og miðvi- kud. 21. des. er skötuveisla í hádeg- inu. Allir velkomnir, skráning hafin á staðnum og síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 glerskurður. Almenn handavinna. Kaffi, spjall, dagblöðin. Hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Myndmennt kl. 10. Leikfimi kl. 11.30. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13. Glerskurður kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur hjá Sigrúnu kl. 9–13. Boccia kl. 9.30–10.30. Jólahelgistund í umsjón séra Ólafs, börn frá Austurborg koma, einnig mætir Þorvaldur Hall- dórsson með söng og undirspili. Kaffihlaðborð, allir velkomnir. Nám- skeið í myndlist kl. 13.30–16.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við, líttu í blöðin, fáðu þér kaffisopa, skoðaðu dag- skrána okkar og láttu þér líða vel á aðventunni í Betri stofunni í hjá okkur. Jólaferð hverfishóps í dag 13. des. Upplýsingar: 568 3132. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðrastyrksnefnd Kópavogs verð- ur með aukaopnun á fimmtudögum fram að jólum. Opið verður á sama tíma á þriðjudögum, kl. 16–18. Mót- taka er á sama tíma. Norðurbrún 1 | Opin vinnustofa kl. 9–16.30, smíði kl. 9, myndlist kl. 9– 12, boccia kl. 10, postulínsmálun kl. 13–16.30 og leikfimi kl. 14. Kvöld- skemmtun á jólaföstu föstudaginn 16. des. og hefst kl. 18. Séra Þór- hildur Ólafsdóttir og Margrét Svav- arsdóttir flytja jólahugvekju. Félagar úr Árnesingakórnum syngja. Mar- grét Guðmundsdóttir les smásögu. María Einarsdóttir sér um undirleik. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postulínsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 9– 16.30, hárgreiðsla kl. 9, morg- unstund kl. 9.30–10, leikfimi og fótaaðgerðir kl. 10, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 2). Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag. Hugvekja, Sr. Þórhildur Ólafs. Hádegisverður, jólalög og jólapakk- ar. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Digraneskirkja | Starf aldraðra kl. 13. Helgistund og jólasamvera. (www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja | Þriðjudaginn 13. des. Kyrrðarstund kl. 12. Bæn og íhugun. Að henni lokinni er hádeg- isverður í boði kirkjunnar. Opið hús eldri borgara kl. 13–16. „Jólastundin okkar“. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas | Bænastundir eru á þriðjudagskvöldum kl. 20.30. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju kl. 13–16.30. Spilað og púttað. Jólakaffi kl. 14.30, helgi- stund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Allir velkomnir. Næsta Opna hús verður 10. janúar 2006. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgi- stund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT fyrir börn 10–12 ára á þriðjudögum í Engjaskóla, kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.–10. bekk á þriðjudög- um kl. 20 í Grafarvogskirkju. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er hvern þriðjudag í Hjalla- kirkju kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sig- urjóns Árna Eyjólfssonar, héraðs- prests. Bæna- og kyrrðarstundir í Hjallakirkju kl. 18. Keflavíkurkirkja | Þrjár lúðrasveitir T.R. halda aðventutónleika í Kirkju- lundi kl. 19.30. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvöld- söngur í kirkjunni. Þorvaldur Hall- dórsson og Gunnar Gunnarsson leiða söng ásamt aðvífandi tónlist- arfólki. Bjarni Karlsson flytur hug- vekju og bæn. Kl. 20.30 kemur saman sjálfshjálparhópur um sorg undir handleiðslu Dagnýjar Leifs- dóttur og Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos GOSPELSYSTUR Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae, alls um tvö hundruð konur, halda aðventutónleika í Hallgríms- kirkju undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur á miðvikudag og fimmtudag. Margrét hefur unnið mikið hvatningarstarf í þágu söng- listar á Íslandi og stofnað og stjórn- að fjölda kóra. Árið 2000 stofnaði hún sönghúsið Domus Vox í Reykja- vík, þar sem hún sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarf- semi. Stórtónleikar á aðventu eru hefð í starfi Margrétar og hér sam- einast um 200 söngkonur á öllum aldri ásamt hljóðfæraleikurunum Ástríði Haraldsdóttur orgelleikara, Eiríki Erni Pálssyni trompetleikara, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og óbóleikaranum Kristjáni Þ. Steph- ensen. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Schubert, Willcocks, Vivaldi, Palestrina, Rutter, Fauré og fleiri. 200 konur syngja Í TILEFNI þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Stefáns Jónssonar, rithöf- undar og kennara, standa Snorrastofa í Reykholti og Safnahús Borgar- fjarðar fyrir dagskrá sem verður flutt í Snorrastofu (bókhlöðusal) í kvöld kl. 20.30. Stefán Jónsson fæddist hinn 22. desember 1905 á bænum Háafelli í Hvítársíðu. Foreldrar Stefáns voru Jón Einarsson og Anna Stefánsdóttir. Eiginkona Stef- áns var Anna Aradóttir, f. 1914, frá Stöðvarfirði. Stefán stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1929–31 og lauk kennaraprófi árið 1933. Ævi- starf Stefáns var tengt börnum og barnamenningu en hann var kenn- ari í Austurbæjarskóla í Reykjavík frá árinu 1933 til æviloka ásamt því að vera þjóðþekktur barnabókahöf- undur. Stefán var afar vinsæll rithöf- undur. Þekktustu barnabækur hans eru bækurnar um Hjalta litla sem komu út 1948–51 en meðal annarra barna- bóka hans má nefna Fólkið frá Steinshóli (1954) og Óli frá Skuld (1955). Stefán sendi einnig frá sér sögur fyrir fullorðna, bæði smá- sögur og tvær skáldsögur, Sendibréf frá Sandströnd (1960) og Vegurinn að brúnni (1962). Dagskráin Vilborg Dagbjartsdóttir: Fáein orð um Stefán. Dagný Kristjáns- dóttir: Fullorðin börn. Um Hjalta og Snorra. Silja Aðalsteinsdóttir: Konur og karlar í lífi Ásgeirs Han- sen. Þorleifur Hauksson: Gluggað í bréf og dagbækur. Söngatriði: Snorri Hjálmarsson Syðstu-Fossum syngur nokkur lög við kvæði Stef- áns við undirleik Bjarna Guð- mundssonar á Hvanneyri og Þor- valdar Jónssonar í Brekkukoti. Aðgangur er ókeypis. 100 ára fæðingar- afmælis Stefáns Jónssonar minnst Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is UM þessar mundir eru liðin tíu ár frá frumsýningu kvikmyndarinnar um tónskáldið Jón Leifs, Tár úr steini. Af því tilefni hefur verið gefinn út tveggja diska pakki sem inniheldur DVD disk með kvikmyndinni ásamt fjölbreyttu ít- arefni og CD disk með tónlistinni úr kvikmyndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmyndin Tár úr steini birtist á DVD, en hún kom út á VHS spól- um á sínum tíma. Sú útgáfa er löngu uppseld og hefur kvikmynd- in því verið ófáanleg um allnokk- urt skeið. Íslensk tónverkamið- stöð gaf út geisladisk með tónlistinni úr kvikmyndinni, en hann hefur einnig verið ófáan- legur undanfarin ár. Þessi nýja tvöfalda útgáfa er samstarfsverkefni Kvikmynda- félagsins Tónabíós og Tón- verkamiðstöðvarinnar. Kvikmynd- in Tár úr steini fékk góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd árið 1995. Enda fór myndin víða, fékk af- bragðsdóma í virtum fagblöðum eins og Variety og Hollywood Re- porter, auk þess sem hún vann til fjölda alþjóðlegra sem og inn- lendra verðlauna. Kvikmyndinni Tár úr steini fylgir heimildarmynd um gerð mynd- arinnar auk annars myndefnis sem tengist kvikmyndagerðinni og ekki hefur áður birst op- inberlega. Hægt er að hlusta á leikstjóra og aðalleikara rifja upp minn- ingar tengdar tökum og útskýra vinnubrögð sín sem og annað sem tengist sköpunarferlinu. Skýringartextar eru á íslensku, ensku og þýsku og pakkanum fylgir vandaður bæklingur um tón- listarþátt kvikmyndarinnar. Tár úr steini

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.