Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 48

Morgunblaðið - 13.12.2005, Side 48
Fagrar Frostrósir HINIR árlegu jólatónleikar Frostrósa voru haldnir á laugardaginn og er óhætt að segja að Laugardalshöllin hafi verið þétt setin þann daginn enda uppselt á hvoratveggju tónleikana. Vildu margir meina að um stærstu jóla- tónleika Íslandssögunnar væri að ræða og annar eins fjöldi hefur líklegast ekki keypt sig á alíslenska tónleika, sem fram fara á einum degi, áður. Laugardalshöllin skartaði fögrum jólabúningi og 150 manna kór, saman settur af Karlakór Fóstbræðra, Léttsveit Reykjavíkur, Kammer- og Stúlknakór Bústaðakirkju ásamt tuttugu manna stórhljómsveit sem studdi söng íslensku Frostrósanna, en Frostrósirnar skipa Ragnhildur Gísladótt- ur, Margrét Eir, Guðrún Árný, Védís Her- vör, Regína Ósk, Vala Guðna og Jóhanna Vigdís. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Góður rómur var gerður að frammistöðu dívanna í Laugardalshöllinni. Sólveig Lilja Rögnvaldsdóttir, Salvör Svanhvít Björnsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir og með þeim er Rannveig Sigurðardóttir, en þær skemmtu sér konunglega á tónleikunum. Unnur Bjarnadóttir, Magnús Eirkíksson, Ólafur Hjálmarsson og Emilía Karlsdóttir voru hæst- ánægð með tónleikana.                                     ! " #$   % &' #&# ( ) *+ ,+ -+ .+ /+ 0+ 1+ 2+ 3+ *4+   ., 4. $$ $$ B /   ) ? !  /<$%8           FJÓRÐA myndin um galdra- strákinn Harry Potter er mest sótta mynd helgarinnar í ís- lenskum kvikmyndahúsum þriðju vikuna í röð. Christof Wehmeier hjá Sambíóunum kall- ar þetta „töfrandi aðsókn“ sem eru orð að sönnu því nú hafa meira en 40.000 manns lagt leið sína á Harry Potter og eldbik- arinn hérlendis. Alls sáu um 4.300 manns myndina um helgina. Hæsta nýja myndin á lista er hinsvegar spennugamanmyndin Ice Harvest sem situr í þriðja sæti. Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu segir að myndin hafi byrj- að ágætlega en um 1.300 manns lögðu leið sína til að sjá John Cusack og félaga í myndinni um helgina. „Þetta er öðruvísi jóla- mynd um glæpamenn á að- fangadagskvöldi, ekki ósvipuð Bad Santa í fyrra en þessar myndir sem byggjast á kolsvört- um húmor og annarlegum að- stæðum á jólunum hafa alltaf átt sinn aðdáendahóp. Þessi mynd er engin undantekning frá því enda einvala lið leikstjóra og leikara að baki myndarinnar,“ segir hann. Ein mynd til viðbótar var frumsýnd fyrir helgina. Rúm- lega 1100 manns fylgdust með Reese Witherspoon í Just Like Heaven en hún fór beint í fjórða sætið. Töfrandi aðsókn á Harry Potter Spennugamanmyndin Ice Harvest byggist á kolsvört- um húmor og annarlegum aðstæðum á jólunum. 48 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl  Stattu á þínu og láttu það vaða.  S.V. MBL Þar sem er vilji, eru vopn. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára Green Street Hooligans kl. 5.45 - 8 og 10.15 B.i. 16 ára La Marche De L'empereur kl. 6 Lord of War kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára Tim Burton´s Corpse Bride kl. 6 Gæti vakið ótta ungra barna! Ástin lífgar þig við. Stattu á þínu og láttu það vaða. Reese Witherspoon Mark Ruffalo                                 !                                                                  !   "  # $   "   %  &'( )      *   " " #     !  + #  (  ,+ " #      #   JÓLAMYND Kvikmyndasafnsins að þessu sinni er dansk/sænska kvikmyndin Pelle sigurvegari (Pelle erobreren) í leikstjórn Bille August. Myndin byggir á skáldsögu Martins Andersens Nexö um þá tíma er danski heimsborgarinn George Brandes kom fram á sjónarsviðið seint á 19. öld og skar upp herör gegn trú og kirkju í nafni vísindahyggju og byltingarhugsjóna um frelsi einstaklingsins. Einnig útmálaði hann presta sem uppskafninga og hræsnara. Landbúnaðarverkamaðurinn og ekkjumað- urinn Lasse Karlson (Max Von Sydow) og Pelle, sjö ára sonur hans, eru á leið frá Svíþjóð til Dan- merkur, í leit að betra lífi en lenda reyndar í kaldri vist sem fjósamenn á herragarði. Prest- urinn á staðnum er eigingjarn hrokagikkur og sonur hans níðist á Pelle. Bænir Lasse eru heitar og einlægar en hjálpa lítið gegn óréttlætinu í heiminum, - og þó, hver veit nema þær geri það að verkum að það sé einhver von til þess að um- komulaus sonur hans spjari sig í hinum stóra heimi? Lífið á herragarðinum er skoðað með augum Pelle og hann verður vitni að flestu sem þar gerist. Myndin sópaði að sér verðlaunum á sínum Kvikmyndir | Kvikmyndasafn Íslands í Bæjarbíói Myndin sópaði að sér verðlaunum á sínum tíma en m.a. hlaut leikstjórinn Bille August Gullpálmann á Cannes fyrir hana. tíma og fékk t.d. Óskarsverðlaun sem besta er- lenda myndin og Max Von Sydow var tilnefndur sem besti leikari í sama flokki. Einnig hlaut Bille August Gullpálmann á Cannes fyrir myndina og hún fékk hin eftirsóttu BAFTA-verðlaun auk fjölda annarra. Pelle sigurvegari í Bæjarbíói í dag kl. 20 og laugardaginn 17. desember kl. 16. Myndin er með íslenskum texta. Kvikmyndasafn.is Pelle sigurvegari er jólamyndin Breski popparinn Robbie Williams hefur verið beðinn um að syngja titillagið í næstu James Bond myndinni. Hinn gamalreyndi söngv- ari, Tony Christie, hefur samið lag sem hann telur að henti rödd Robbies vel. „Rödd Robbies smellpassar við lagið. Auk þess er hann móðins og svalur þannig að það yrði alveg frábært ef hann tæki þetta að sér. Við reyndum að gera lagið að dæmigerðu Bond-lagi með ákafri og drama- tískri bassalínu sem fyllir bakgrunninn,“ segir Christie. „Ég er mikill aðdáandi gömlu Bond-laganna eins og „Goldfinger“ með Shirley Bassey og „Thunder- ball“ með Tom Jones. Ég reyndi því að gefa lag- inu þennan ósvikna hljóm. Við munum svo fara í hljóðver til þess að taka upp lagið í febrúar,“ segir Christie. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.