Fréttablaðið - 25.01.2003, Page 2

Fréttablaðið - 25.01.2003, Page 2
2 25. janúar 2003 LAUGARDAGUR Í gær var bóndadagur og að fornum sið eiga konur að vera góðar við menn sína þann dag. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður brást ekki þeim skyldum. Við erum í okkar sælureit vestur í Hnappa- dal þar sem við slökum vel á saman. Ég eldaði góðan mat fyrir hann og á borðum var fallegur blómvöndur ætlaður honum. SPURNING DAGSINS Bryndís, hvað gerðir þú fyrir bóndann í gær? Hryðjuverkamenn handteknir: Aðgerð gegn al Kaída MADRÍD Lögreglan á Spáni handtók í gær sextán manns sem grunaðir eru um aðild að al Kaída-hryðju- verkasamtökunum. Handtökurnar voru liður í lög- regluaðgerð þar sem ráðist var inn í a.m.k. tólf íbúðir í norðausturhéruð- um landsins, í nágrenni borganna Barcelona og Gerona. Einnig var lagt hald á mikið magn sprengi- og eiturefna auk ýmissa skjala, en þar á meðal voru fölsuð vegabréf. Að sögn spænskra yfirvalda er talið að mennirnir, sem nú eru í haldi lögreglu, tilheyri Spánardeild al Kaída-samtakanna en rassían tengdist handtökum á meintum hryðjuverkamönnum í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Menn- irnir eru flestir alsírskir ríkisborg- arar og meðlimir öfgahópa þar í landi en leiddar hafa verið líkur að því að margir þeirra hafi hlotið þjálfun í búðum Osama bin Laden í Afganistan. Alls hafa 35 manns nú verið handteknir á Spáni vegna gruns um aðild að íslömskum hryðjuverka- samtökum síðan árásirnar voru gerðar á World Trade Center. ■ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um þéttbýlismyndun: Búsetubylting á Íslandi BÚSETA Vegna fámennis er ekki efni- viður í meira en einn til tvo stóra þéttbýliskjarna á Íslandi. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því hversu stór hluti þjóðarinnar býr á höfuð- borgarsvæðinu, að því er fram kem- ur í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands um þéttbýlismyndun. Í skýrslunni segir að frá árinu 1980 hafi átt sér stað gífurlegar kerfisbreytingar í íslensku þjóðlífi sem hafi valdið því að ungt fólk hér- lendis hafi farið á flakk. Í raun eru búsetubreytingarnar svo örar að hægt er að tala um búsetubyltingu, að landsmenn flytji úr minni byggð- arkjörnum um allt land og til Reykjavíkur. Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar munu áhrif þessarar bylting- ar ekki koma að fullu fram fyrr en eftir nokkra áratugi þegar stórir ár- gangar sem nú byggja landsbyggð- ina fara á eftirlaun. Öll frávik frá þeirri spá hljóta að byggjast á því að fólk flytji aftur frá Reykjavík, þar sem náttúrulegri fólksfjölgun á landsbyggðinni hljóta að vera mikil takmörk sett ef fólk á barneignar- aldri býr ekki lengur á svæðinu. Skilorðsdómar fyrir sendilsrán Tveir piltar sem rændu pitsusendil í september hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi. Þrátt fyrir árásina kom sendillinn pitsunni í hendur viðtakanda en mátti þola nýja atlögu er hann sneri aftur. DÓMSMÁL Tveir piltar hafa verið dæmdir í fjögurra og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ræna pitsusendil frá Domino´s. Piltarnir voru sautján og átján ára gamlir í sept- ember í fyrra þeg- ar þeir réðust að pitsusendli sem var um miðja nótt að leita að réttri dyrabjöllu við fjöl- býlishús í Breið- holti. Þeir felldu hann um koll og kýldu í andlit áður en þeir náðu af honum peningaveski með 7.880 krónum. Þrátt fyrir árásina hélt pitsu- sendillinn sínu striki og kom pits- unni til skila til viðtakandans í húsinu. Þegar sendillinn kom út aftur voru ræningjarnir enn fyrir utan. Sá yngri sló hann þá í andlit- ið og krafði hann um meiri pen- inga. Sendillinn komst þó undan inn í bíl sinn og beið þar uns árás- armennirnir höfðu sig á brott. Sendillinn, sem er liðlega tvítug- ur, slapp með marið og bólgið and- lit. Pitsusendillinn gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu á árásarmönn- unum. Sagði hann annan þeirra hafa verið „þrekinn og búlduleitan með þykkar augabrýr“ og hinn „grannan, kinnfiskasoginn og píreygðan“. Árásarmennirnir ját- uðu verknaðinn við yfirheyrslur tæpum sjö vikum síðar. Eldri pilturinn fékk harðari refsingu þar sem hann hefur áður fengið skilorðsbundna fangelsis- dóma fyrir glæpi á borð við líkams- árás og þjófnaði. Hann var einnig dæmdur nú fyrir innbrot og skemmdarverk á þremur bílum, skemmdarverk á póstkassa og óheimila úttekt af bankareikningi vinkonu sinnar. Báðir játuðu piltarnir sekt sína. Þeir báru því við að ránið hafi ekki verið skipulagt fyrirfram heldur verið skyndiákvörðun og „fyllerís- rugl“. Piltarnir sögðust hafa tekið sig á varðani vímuefnamisnotkun. Yngri pilturinn kvaðst hafa farið á Vog eftir ránið og staðið sig síðan. Hann byggi í Noregi og væri þar í vinnu. „Hann kvaðst hafa verið í óreglu þegar brotin áttu sér stað, en hafa tekist á við það og vera nú að vinna á byggingarkrana,“ segir Héraðs- dómur Reykjavíkur um eldri pilt- inn. gar@frettabladid.is Þyrluslys: Fórust við fíkniefna- eftirlit TEXAS, AP Tvær herþyrlur fórust skammt frá landamærum Banda- ríkjanna og Mexíkó með þeim af- leiðingum að fjórir bandarískir hermenn létust. Þyrlurnar höfðu verið kallaðar til af landamæra- eftirlitsmönnum til þess að að- stoða við fíkniefnaeftirlit. Voru þær í yfirlitskönnun að næturlagi syðst í Texas þegar slysið átti sér stað. Talsmenn landamæra eftirlits- ins hafa lítið viljað tjá sig um til- drög slyssins að svo stöddu en málið er í rannsókn. ■ ÁRNI M. MATHIESEN Segir dóm í meiðyrðamáli fréttamanns gegn sér í andstöðu við dóma Hæstaréttar sem varða tjáningarfrelsi og hefur áfrýjað. Meiðyrðamál: Ráðherra áfrýjar DÓMSMÁL „Ég tel að dómur þessi sé í andstöðu við dóma Hæstarétt- ar Íslands í málum sem varða tjáningarfrelsi. Þar sem málið varðar svo mikilvægt svið sem tjáningarfrelsið er í nútíma þjóð- félagi tel ég óhjákvæmilegt annað en að áfrýja framangreindum dómi,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann hefur áfrýjað dómi Hér- aðsdóms Reykjaness í máli sem Magnús Þór Hafsteinsson frétta- maður höfðaði gegn Árna. Árni var dæmdur fyrir ósönn- uð ummæli um að Magnús Þór hefði falsað sjónvarpsfréttaefni um brottkast um borð í fiskiskip- um. Einnig fyrir að hafa sagt það vera stefnu Magnúsar Þórs að koma höggi á kvótakerfið á er- lendri grund eða eyðileggja þar með öðrum hætti fyrir íslenskum stjórnvöldum. ■ Seltjarnarnesbær: Sýknaður af 600 milljóna kröfu DÓMSMÁL Tæplega 600 milljóna króna skaðabótakrafa ÁHÁ verk- taka á hendur Seltjarnarnesbæ hef- ur verið felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verktakafyrirtækið taldi sig eiga rétt á byggingarlandi vegna meintra ólögmætra vinnubragða við útboð. Krafan kom fram í að- draganda sveitarstjórnarkosninga og var aðalkrafa gerð um svokall- aðar efndarbætur á grundvelli þess að verktakinn hefði fengið samning um verkið og notið þess hagnaðar sem af honum leiddi. Að auki voru sett fram sjónarmið um að bærinn kynni að hafa notað hugmynd ÁHÁ um uppbyggingu á Hrólfsskálamel. Kröfunni og tilboði um samn- inga var skilyrðislaust hafnað af Seltjarnarnesbæ og féllst Héraðs- dómur á rök bæjarins. ■ Dauðasveitir: Myrða upp- reisnarmenn MANILA, AP Tveir fyrrum leiðtogar kommúnískrar uppreisnarhreyfing- ar á Filippseyjum hafa verið ráðnir af dögum síðustu daga. Morðunum á þeim hefur verið líkt við aftökur og hefur Gloria Macapagal Arroyo, forseti Filippseyja, fyrirskipað sér- staka rannsókn á hugsanlegum dauðasveitum. Angelo Reyes varn- armálaráðherra sagði böndin bein- ast að Nýja alþýðuhernum, komm- únískri uppreisnarhreyfingu sem myrtu mennirnir tilheyrðu áður. Talsmaður uppreisnarmanna skellti sökinni á CIA. ■ Andlát: Rúrik Haraldsson látinn ANDLÁT Rúrik Haraldsson leikari er látinn, 77 ára að aldri. Rúrik fædd- ist 14. janúar 1926 í Vestmannaeyj- um. Foreldrar hans voru Kristjana Einarsdóttir húsmóðir og Haraldur Sigurðsson, trésmiður á Sandi. Rúrik lék fjölda hlutverka á sviði og einnig í fjölmörgum kvik- myndum og sjónvarpsþáttum. Á ferli sínum hlaut hann margar við- urkenningar auk þess að hljóta heiðurslaun listamanna samkvæmt ákvörðun Alþingis frá árinu 2001. Rúrik kvæntist Önnu Sæbjörns- dóttur hönnuði, sem lést sumarið 1998. Þau láta eftir sig þrjú upp- komin börn: Björn ljósmyndara og flugmann, Harald Stein flug- umferðarstjóra og Ragnhildi leikkonu. Barnabörn Rúriks og Önnu eru nú sjö. ■ Yfirtaka House of Fraser: Hunter hætti við VIÐSKIPTI Tom Hunter, sem hugðist taka yfir verslunarkeðjuna House of Fraser, er hættur við yfirtökutil- raunir. Hunter naut stuðnings Baugs, sem á 8% hlut í fyrirtæk- inu. Samkvæmt breskum kaup- hallarreglum má Hunter ekki hefja yfirtökutilraunir að nýju fyrr en að sex mánuðum liðnum. Hunter sagðist myndu fylgjast grannt með framgangi félagsins. Hann sagðist hlakka til að sjá stjórnendur félagsins skila betri arðsemi en fólst í tilboði hans, sem var 85 pens á hlut. Gengi bréfa fyr- irtækisins lækkaði við fréttirnar og endaði í 68,5 pensum á hlut. ■ VÍGBÚNAR SÉRSVEITIR Yfir 150 spænskir lögreglumenn auk sér- þjálfaðra hunda tóku þátt í rassíu gegn hryðjuverkastarfsemi. Ráðist var inn í á annan tug íbúða í norðausturhluta lands- ins og sextán manns handteknir. REYKJAVÍK Búsetubreytingarnar hafa verið svo örar frá árinu 1980 að hægt er að tala um búsetu- byltingu, samkvæmt skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands. „Hann kvaðst hafa verið í óreglu þegar brotin áttu sér stað, en hafa tekist á við það og vera nú að vinna á byggingar- krana.“ DOMINO´S Pitsasendill frá Domino´s var rændur seint um nótt í Krummahólum í fyrrahaust. Árásar- mönnum lýsti hann þannig að annar hefði verið þrekinn og búlduleitur en hinn grannur, píreygður og kinnfiskasoginn. Þeir segjast hafa tekið sig á varðandi vímuefnamisnotkun og vera í vinnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Akureyri: Tvær íkveikjur í heimahúsi LÖGREGLUMÁL Tveir unglingspiltar eru grunaður um að hafa fleygt brennandi rusli inn um kjallara- glugga á einbýlishúsi við Borgar- síðu á Akureyri um níuleytið í fyrrakvöld. Hjón með tvö börn voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og náðu þau að slökkva eldinn, sem hafði breiðst út í þvott sem þarna var. Á fimmtudag kom upp svipað dæmi þegar fjórir menn opnuðu glugga bakdyramegin að íbúðarhúsnæði og kveiktu í gardínu sem hékk fyrir glugganum. Að því búnu hlupu þeir í burtu. Ekki hefur náðst í brennuvargana. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri eru málin bæði í rannsókn. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.