Fréttablaðið - 25.01.2003, Blaðsíða 21
21LAUGARDAGUR 25. janúar 2003
TÍSKA Sverrir Bergmann er fram-
kvæmdastjóri hjá Herrahúsinu-
Adam á Laugaveginum, þar sem
hann hefur starfað frá árinu
1990.
Sverrir, sem er 48 ára, byrjaði
í tískubransanum árið 1976 með
Herraríkið á Snorrabrautinni fyr-
ir Sambandið. Á þeim tíma rak
hann fjórar fataverslanir og voru
hinar þrjár staðsettar í Glæsibæ,
Hamraborg og í Hafnarfirði.
Hann hefur því mikla reynslu í
faginu. „Ég var með Herraríkið
fyrst. Síðan réði ég mig vestur á
Ísafjörð sem kaupfélagsstjóra í
þrjú ár. Svo datt ég bara inn í
þetta aftur því eigandinn hringdi,
vildi semja og ég sló til, það er
svo einfalt.“
Sverrir telur að góðir sölu-
menn þurfi að vera ýmsum kost-
um búnir. „Þeir mega ekki vera of
ýtnir, hafa lipra framkomu og það
sakar ekki að vera svolítið
tungulipur.“
Að sögn Sverris er alltaf eitt-
hvað skemmtilegt að gerast í
vinnunni. „Það kom maður á laug-
ardegi um tólfleytið í öngum sín-
um. Hann var að gifta dóttur sína
klukkan tvö og hafði ekkert mát-
að smókinginn sinn, sem hafði
hlaupið í skápnum. Hann komst
ekki í hann lengur og það varð að
redda því allsnarlega og kalla á
saumakonu. Það hafðist þannig að
hann gat gift stúlkuna sína.“
Sverrir hefur aðra sögu að
segja: „við erum með yfirstærðir,
föt upp í 78, sem er gríðarlega
stórt. Hér kom inn maður fyrir
nokkrum vikum sem hafði verið í
þessari stærð og var þá 150 til 160
kíló. Þetta var smiður sem vann
mikið inni á verkstæði í kyrrsetu.
Síðan skipti hann um vinnu og fór
í byggingarstarf þar sem hann sá
meðal annars um vinnupalla.
Hann þurfti að hlaupa á milli
hæða vegna þess að engin lyfta
var komin í húsið. Með því að
skipta um vinnu og hætta að
drekka kók missti hann 48 kíló á
átta mánuðum. Það er ótrúlegt
hvað er hægt að gera án þess að
hlaupa í heilsuræktina.“ ■
Sverrir Bergmann hjá Herrahúsinu-Adam:
Tunguliprir en ekki of ýtnir
Starfið
mitt
SVERRIR
Sverrir Bergmann, sem
byrjaði í tískubransanum
árið 1976, telur að mið-
borgin sé langt í frá að
vera eitthvað að slaka á í
samkeppninni við versl-
unarmiðstöðvarnar. Hann
segir að brúni liturinn sé
að koma sterkur inn um
þessar mundir sem og
teinóttu skyrturnar.
Björk Jakobsdóttir tveg-
gja ára og skelfingu lostin:
Fiskarnir
átu prjóna-
húfuna
Ég man fyrst eftir mér tveggjaára gömul á gangi með Einari
frænda í miðbæ Hafnarfjarðar,“
segir Björk Jak-
obsdóttir leik-
kona. „Einar
frændi var að
sýna okkur Hafn-
arfjarðarlækinn
og lyfti mér upp
og hallaði mér
yfir handrið svo
ég sæi til botns.
Þá gerist það að
prjónahúfan mín
dettur af höfðinu
á mér og ofan í
lækinn. Þetta var
skelfilegt og ekki
minnkaði skelf-
ingin þegar Einar
frændi sagði mér að fiskarnir
myndu éta húfuna. Ég sá fyrir
mér prjónahúfuna mína einhvers
staðar langt úti í sjó, sundurtætta
eftir nart í fiskunum,“ segir
Björk, sem hefur þó alveg náð
sér í dag eftir þessa eftirminni-
legu fyrstu hremmingu sem hún
lenti í.
Síðar man Björk líka eftir sér
að sökkva ofan í mykjuhaug á
Saurbæ í Vatnsdal. „Ég var sokkin
upp í mitti þegar systir mín hljóp
inn og náði í pabba og mömmu.
Verst þótti mér þó að ég var í nýju
galladressi sem fór illa við mykju-
hauginn. En það er önnur og
lengri saga sem sögð verður síð-
ar,“ segir Björk Jakobsdóttir. ■
Fyrsta
bernskuminningin
BJÖRK
JAKOBSDÓTTIR
Hefur að fullu
náð sér eftir
gönguferð um
miðbæ Hafnar-
fjarðar aðeins
tveggja ára
gömul.