Fréttablaðið - 25.01.2003, Side 25

Fréttablaðið - 25.01.2003, Side 25
TÓNLIST Söngkonan Björk Guð- mundsdóttir hefur opinberað á heimasíðu sinni www.bjork.com að henni hafi upphaflega verið boðið að semja og syngja „Gollum’s Song“ í nýju Lord of the Rings- myndinni. Hún segir fyrirspurnina hafa komið einum mánuði fyrir fæðingu Ísadóru dóttur sinnar og því hafi hún ekki treyst sér í verk- ið. Stuttu síðar var haft samband við hana aftur og henni sagt að Howard Shore, tónlistarhöfundur myndarinnar, hafi samið lag sér- staklega með hana í huga sem hún var beðin um að syngja. Þetta var aðeins nokkrum dögum fyrir fæð- ingu dóttur hennar og því kastaði Björk verkinu frá sér. Henni var þá sagt að þrjár aðrar söngkonur sem væru líkar henni í „stíl“ kæmu einnig til greina. Hún frétti það svo síðar að Emilíana Torrini hefði ver- ið ráðin. Hún segist sjá eftir því að hafa afþakkað tilboðið þar sem henni finnist að annað hvort eigi tónlist- armenn að sjá um alla tónlistina fyrir kvikmyndir eða enga. Henni finnst þó leiðinlegt að framleiðend- um myndarinnar finnist það í góðu lagi að herma eftir stíl annarra listamanna. Hún segist oft fá tilboð um að gera lög fyrir kvikmyndir eða sjón- varpsauglýsingar, sem hún afþakki yfirleitt. Þá hafi hún tekið eftir því að algengt sé að endanlegu útkom- unni svipi til sinna verka. Hún kall- ar þetta glæpsamlegt þar sem það sé hennar lífsstarf að skapa sér sinn eigin stíl. ■ 25LAUGARDAGUR 25. janúar 2003 Fótboltakappinn Sharpe kostar sitt Dagbjartur stendur þétt við bakið á sínum mönnum í fót- boltaliði Grindvíkinga. Þeir hafa af miklum stórhug byggt stúku við völl sinn sem tekur 1.500 manns. „Ég á nú reyndar eftir að upp- lifa það að sjá hana fulla. En við hugsum stórt, það er rétt. Og á bak við þetta eru örfáir menn sem eru ógurlega duglegir við þetta. Ég tel mig nú ekki til þeirra. Ég stend á hliðarlínunni og reyni að láta í mér heyra þar.“ Sægreifinn og frístundabóndinn tekur undir það að gegndarlaus metnaður ráði för í íþróttamálum í Grindavík og magnað að eiga tvö lið sem eru í toppbaráttunni í fót- bolta og körfubolta. Honum finnst sérkennilegt að Jónas Þórhallsson og hans líkar hverfi bara ekki upp, slík sé bjartsýnin! „Fyrirtæki hér hafa stutt mynd- arlega við bakið á þessu og mikill er samhugurinn. Þetta kostar nátt- úrulega allt sitt. Nú er það Lee Sharpe næst. Hann vill bara fá svo mikið fyrir sinn snúð.“ Grindvíkingar standa í viðræð- um við knattspyrnumanninn Lee Sharpe, sem þótti mikið efni og kom aðeins 17 ára gamall til Manchester United á sínum tíma. Þaðan var hann seldur til Leeds fyrir fimm milljónir punda. Meiðsli og óregla hafa síðan sett strik í reikninginn hjá Sharpe. En hvernig er þetta allt til komið? Dagbjartur segir svo frá að sonur hans hafi ásamt vini sínum farið til Manchester, meðal annars til að horfa á fótboltaleiki. Leið þeirra lá á pöbb þar sem þeir frægu halda til og rákust þar á Sharpe. „Já, hann lenti í óreglu og svona en þeir fóru sem sagt að ræða við hann og þá kemst þetta í umræð- una, hvort hann sé ekki til í að koma til Íslands. Þetta þróaðist og menn hafa verið í sambandi við hann síðan. Enn hefur ekki gengið að ganga frá samningum. En Jónsi minn, hann ætlar að fara með fisk til hans og það kannski dugar. Þetta eru nú fiskætur, Englendingarnir. Svo er þetta spurning um að ein- hverjir fuglar, eins og ég og fleiri, láti eitthvað af hendi rakna.“ Og út- gerðarbóndinn segist tilbúinn að opna veskið ef það er innan skyn- samlegra marka. „En ég kæri mig ekkert um þennan blessaða mann ef hann er á hælunum. Hann verður að vera á tánum. Og það yrði að vera þannig að hann fengi visst á leik. Nú vill hann fá meira en menn eru tilbúnir í. En menn eru að vonast til að hann komi hingað meðal annars til að breyta sínum lífsháttum. Peningar eru nú ekki allt.“ jakob@frettabladid.is „Nú er orðið svo vont að fá leigu kvóta. Hann kostar svo mikið. Menn eru búnir að vera að braska við það lengi að gera út kvótalaus skip. Ég hef aldrei botnað í því. Hvernig í andskotanum það er hægt að leigja sér kvóta í sífellu og svo eru bara einhverjir örfáir tíkall- ar eftir? Ég hef aldrei skilið það en það er svo margt sem ég ekki skil. ,, Björk Guðmundsdóttir: Átti að syngja „Gollum’s Song“ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Framleiðendur Lord of the Rings-mynd- anna vildu upphaflega fá hana til þess að semja og syngja „Gollum’s Song“. Þegar hún afþakkaði boðið þar sem hún var barnshafandi var henni sagt að þrjár aðrar söngkonur með „svipaðan stíl“ kæmu einnig til greina. Hún frétti það svo síðar að Emilíana hefði verið ráðin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.