Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 14
14 15. febrúar 2003 LAUGARDAGUR Þeir eru margir Íslendingarnirsem muna vart eftir sér öðru vísi en svo að Halldór Ásgríms- son hafi verið ráðherra, eða í það minnsta áberandi þingmaður. Enda er það svo að hann hefur verið þingmaður hálfa ævina og setið á ráðherrastóli 16 af síðustu 20 árum. Það er því ekki laust við að blaðamann fýsi að vita hvort það hafi aldrei komið til greina að leggja eitthvað annað fyrir sig í upphafi eða breyta til síðar meir. „Mér hefur oft dottið það í hug,“ segir Halldór. „Sérstaklega datt mér það í hug þegar ég náði ekki kjöri 1978. Þá fékk Fram- sóknarflokkurinn slæma kosn- ingu. Við fengum ekki nema tólf þingmenn, að vísu erum við að- eins með tólf þingmenn í dag. Ég var þá atvinnulaus, fékk ekki út- borgað daginn eftir kosningar. Það voru engin biðlaun þá.“ Þá stóð hann á tímamótum, fjórum árum eftir að hafa fyrst verið kjörinn á þing. „Ég ákvað að fara til sjós og reyna að átta mig á hlutunum, sem ég hafði gott af.“ „Síðan urðu kosningar haustið 1979 og ég ákvað að taka þátt í þeim. Ég er ekki viss um að ég hefði farið aftur í framboð ef það hefðu liðið fjögur ár milli kosn- inga. Ég hefði sjálfsagt snúið mér að einhverju öðru sem hefði verið erfitt að snúa til baka frá. Þetta er það sem er erfitt við stjórnmálin. Auðvitað hefur það stundum hvarflað að manni að maður hefði betur gert eitthvað annað. Sérstaklega þegar maður hefur á tilfinningunni að störfin séu ekki metin.“ Stór mál eru alltaf umdeild „Ég hef alla mína tíð í stjórn- málum verið að fást við þung mál og oft lent í miklu mótlæti með þau. Ég get nefnt fiskveiðistjórn- unarmálin. Ég get nefnt hvalamál- in. Ég vann mikið á árunum 1989 til 1991 í samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið sem var mjög langt kominn í þeirri ríkis- stjórn. Ég get nefnt virkjana- og stóriðjumál og núna síðast Evr- ópumál, sem ég tel að séu mikil- vægasta framtíðarmál Íslendinga. Þess vegna hef ég talið það skyldu mína að fjalla mikið um þau.“ „Það eru öll stór mál umdeild. Aðildin að Atlantshafsbandalag- inu var umdeild. Fiskveiðistjórn- unarkerfið var og er umdeilt. Kárahnjúkavirkjun og álver á Austurlandi eru umdeild. Þegar Járnblendiverksmiðjan í Hval- firði var byggð og ég var nýkom- inn á þing hafði enginn samband við mig sem var meðmæltur mál- inu. Ég sá mikið af fólki sem var að mótmæla fyrir utan Alþingis- húsið. Það var mikið af fólki sem hringdi í mig sem andstæðingar málsins. Ég var eindreginn stuðningsmaður en á slíkum stundum spyr maður sig hvað maður er að styðja mál sem allir virðast vera á móti. Hvað er mað- ur að styðja mál sem skoðana- kannanir sýna að fólk vilji ekki? Ég hef lært það á mínum ferli að við sem erum að taka þessar ákvarðanir berum mikla ábyrgð og við sitjum oft á tíðum inni með meiri upplýsingar en okkur tekst að koma frá okkur. Við verðum að vera tilbúin að láta brjóta á okk- ur.“ Þetta reynir oft á, segir Hall- dór. Það hafi þurft að koma stór- iðju- og virkjanamálum áfram við háværa andstöðu. Sölu ríkis- bankanna hafi einnig verið and- mælt. Án þessara tveggja mála hefði þó ekki verið hægt að ráð- ast í það átak í samgöngu- og byggðamálum sem ríkisstjórnin kynnti í vikunni. „Það er þetta samhengi hlutanna sem oft vill verða utangátta. Þetta eru mál sem núverandi stjórnarandstaða hefur verið á móti. Samfylkingin utan Reykjavíkur er farin að styðja Kárahnjúkavirkjun en Samfylkingin í höfuðborginni er meira og minna á móti.“ Náðum stöðugleika með breyttri fiskveiðistjórn Á löngum ferli fer ekki hjá því að menn komi að mörgum málum. Sum hljóta að vera mönnum ánægjulegri en önnur. „Ég er stoltur af því hvernig okkur tókst að gjörbreyta sjáv- arútveginum í landinu, leggja niður miðstýrt kerfi með verð- lagsákvörðun um millifærslu, endalausum gengisfellingum og óstöðugleika. Það tel ég að hafi verið mikið grundvallarmál fyr- ir íslenskt þjóðfélag og sé helsta ástæða þess að við búum við stöðugleika.“ „Ég er stoltur af mörgum verkum sem ég var í hér áður, í skattamálum og málefnum náms- manna. Eitt fyrsta málið sem ég var beðinn um að fara í var að finna málamiðlun í alvarlegri deilu um hvort heimila skyldi fóstureyðingar eða ekki. Við unn- um það saman, ég og Ellert Schram, og fundum á því ágæta niðurstöðu sem hefur verið sátt um síðan.“ Hann nefnir einnig til sögunn- ar uppbyggingu öflugrar utanrík- isþjónustu og samninga um mik- ilvæg mál á sviði fiskveiða, við- skipta og varnarmála. „Ég er stoltur af mínum flokki, okkur hefur tekist að koma virkjana- og stóriðjumálum áfram með bæri- legri sátt í umhverfismálum. Jafnframt hefur okkur tekist að gjörbylta fjármálakerfi þjóðar- innar og sýnt fram á það að Framsóknarflokkurinn hefur tek- ið fullt tillit til þjóðfélagsbreyt- inga og alþjóðavæðingar.“ Evrópumálin ráðast fyrr en margir halda Halldór segist fagna tillögu forsætisráðherra um að setja á fót nefnd stjórnmálaflokkanna til að ræða Evrópumálin. „Þessi nefnd á ekki að marka stefnu. Þessi nefnd á fyrst og fremst að vera viðræðuvettvangur stjórn- málaflokkanna um þessi mál. Við í Framsóknarflokknum fögnum því. Við höfum mikið fram að leggja gagnvart öðrum flokkum. Við fögnum því tækifæri að geta kynnt öðrum flokkum okkar vinnu og okkar sýn til þessara mála. Mér finnst líka mikilvægt að við fáum tækifæri til að heyra sýn annarra flokka.“ „Þetta verður eitt mikilvæg- asta mál þjóðarinnar þegar litið er til framtíðar. Ég er þeirrar skoðunar að þessi umræða verði að halda áfram af fullum krafti. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Á næstu árum þurfum við að taka afstöðu til þess hvort við veljum að vera innan Evrópu- sambandsins eða utan þess. Það er líka val að standa utan. Það gerist ekki nema með upplýstri umræðu.“ Í framhaldi af þessu liggur beint við að spyrja Halldór hvort þetta eigi að gerast á næsta kjörtímabili. „Ég vil ekki binda mig við nein tímamörk en þetta verður áreiðanlega fyrr en marg- ir halda.“ Viðsjárverð staða alþjóðamála Á alþjóðavettvangi rísa Íraks- deilan, deilur aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins og kjarn- Evrópumálin leysast fyrr en marga grunar Íslendingar verða að ákveða á næstu árum hvort þeir vilji vera innan Evrópusambandsins eða utan, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í viðtali um viðsjárverða tíma í alþjóðamálum, stöðu Framsóknarflokksins og pólitísk afskipti sín fyrr og nú. Það hefur reynst okkur erfitt að sinna starfinu í þinginu og í ríkisstjórn með þetta fámennu liði en ég tel mitt fólk hafa staðið sig einstaklega vel. ,, ÓSÁTTUR VIÐ ÞJÓÐVERJA OG FRAKKA „Frakkar eru með herlið í Miðausturlönd- um sem þeir eru tilbúnir að beita til að hjálpa til við varnir Ísraels. Þjóðverjar eru með lið í Kúvæt sem þeir eru tilbúnir að beita til að verja Kúvæt. En þeir eru ekki tilbúnir að standa að undirbúningi hugsan- legra varna lands sem er í Atlantshafs- bandalaginu. Í þessu er gífurleg mótsögn.“ HALLDÓR UM FRAMSÓKNAR- FLOKKINN FYRR OG NÚ „Framsóknarflokkurinn er allt annar flokkur en þegar ég gekk í hann, hann er allt annar flokkur en þegar ég kom fyrst á þing og hann er allt annar flokk- ur en þegar ég tók við forystu hans. Ég tel að hann hafi í dag, eins og þjóðfé- lagið í heild, miklu víðari sýn og líti til hagsmuna Íslands í alþjóðlegu sam- hengi.“ HALLDÓR UM AFSTÖÐU STJÓRNARANDSTÆÐINGA TIL UTANRÍKISMÁLA „Ég spyr mig: Fyrir hvað standa Sam- fylkingin og Vinstri grænir í utanríkis- málum? Hver er talsmaður til dæmis Samfylkingar í utanríkismálum? Niðri á Alþingi er það Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, hún hefur allt aðra sýn til alþjóða- mála en Framsóknarflokkurinn. Þess vegna finnst mér afstaða Samfylkingar- innar í öryggis- og varnarmálum vera mjög óljós og lítt traustvekjandi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/BILLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.