Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 1
AFMÆLI Lyftir sér upp í kvöld bls. 44 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 28. mars 2003 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Bíó 38 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FYRIRLESTUR Ólafur Þ. Harðarson prófessor heldur fyrirlestur um samkynhneigð og breytingar á gild- ismati almennings á Vesturlöndum. Fyrirlesturinn verður haldinn í há- deginu í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Er fyrirlesturinn í röð há- degisfyrirlestra sem Samtökin ‘78 hafa efnt til í samvinnu við félags- vísindadeild Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tví- kynhneigðra stúdenta. Samkynhneigð og gildismat KÖRFUBOLTI Keflavík tekur á móti Njarðvík í þriðja leik liðanna í und- anúrslitakeppni Intersport-deildar- innar. Keflavík hefur unnið tvo fyrstu leikina í þessari viðureign og getur tryggt sér sæti í úrslitum með því að vinna í kvöld. Nágrannaslagur í körfunni SPURNINGAKEPPNI Úrslitaviðureign Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund í spurn- ingakeppni framhaldskólanna hefst klukkan 20.10. Er þetta annað árið í röð sem þessir skólar mætast til að berjast um sigurinn. Keppnin fer fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Gettu betur TÓNLIST Ekki stjórn- málamaður FÖSTUDAGUR 74. tölublað – 3. árgangur bls. 36 FÓLK Kanadískur sagnaþulur bls. 34 ÍÞRÓTTIR Mjög spenntur bls. 28 REYKJAVÍK Suðvestan 8-13 m/s og él. Hiti 3 til 6 stig en nálægt frostmarki síðdegis. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-10 Él 3 Akureyri 5-10 Él 4 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 5 Vestmannaeyjar 8-13 Él 4 ➜ ➜ ➜ ➜ STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun gagnrýnir harðlega meðferð trún- aðarupplýsinga í tölvukerfum sýslumannsembætta. „Sums staðar geta óviðkomandi aðilar komist hindrunarlítið að netþjónum, skrifstofum eða út- stöðvum. Ríkisendurskoðun telur að þörf sé á verulegum úrbótum á öryggismálum tölvubúnaðar hjá sumum embættanna,“ segir í nýrri skýrslu um tölvukerfi sýslu- mannsembætta. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segist ekkert hafa heyrt af málinu fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðun- ar barst honum í gær. „Ef ekki er búið að bæta úr því sem ábótavant er þá munum við taka á því,“ segir Björn. Sérstaklega er fundið að því fyrirkomulagi að oft sé ekki stuðst við persónubundin aðgangs- og lykilorð. Í staðinn séu notuð sam- eiginleg aðgangsorð fyrir starfs- menn til að komast inn á kerfi með viðkvæmum upplýsingum um borgarana. „Það skipulag aðgangs- og leyniorða sem notast er við get- ur á engan hátt talist ásættanlegt,“ segir Ríkisendurskoðun. Einnig er bent á að nýir starfs- menn séu oftast ekki skráðir sér- staklega inn sem notendur upplýs- ingakerfa. Á sama hátt séu þeir sem hætta starfi hjá sýslumanns- embættum ekki afskráðir sem not- endur kerfanna. Rétt væri að eng- inn starfsmaður gæti ekki notað kerfið nema fara þangað inn á eig- in notendanafni. Þeir sem láti af störfum verði strax aftengdir. Netþjónarnir, sem eru undir- staða upplýsingakerfanna, eru að sögn Ríkisendurskoðunar oft stað- settir á óviðunandi hátt, til dæmis þar sem eru vatnsrör eða gluggar með opnanlegum fögum. Þá segir að starfsmenn fari að- eins í undantekningartilfellum eft- ir öryggisreglum sem þeim hafa verið kynntar. Gera þurfi átak í þessum efnum. Að áliti Ríkisendurskoðunar þarf að færa sýslumannsembættin inn í nútímann. Á sama tíma og bylting hafi orðið í samgöngum og upplýsingatækni hafi skipulag og uppbygging embættanna verið nær óbreytt í hálfa öld. Til að nýta upplýsingatækni betur er lögð til verkaskipting sýslumannsembætta utan Reykja- víkur. Tiltekið embætti afli sér- þekkingar á ákveðnum málum og miðli henni til annarra embætta um miðlægt upplýsingakerfi. Þannig yrði ekki nauðsynlega unn- ið úr málum á þeim stað sem þau væru afgreidd. gar@frettabladid.is Trúnaðargögn leka út um allt Ríkisendurskoðun segir óviðkomandi eiga auðveldan aðgang að við- kvæmum trúnaðarupplýsingum í vörslu sýslumanna. Vinnubrögðin séu óviðunandi. Ráðuneytisstjóri hefur aldrei heyrt um málið fyrr. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SETTUR Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að bjart væri yfir íslenskum þjóðmálum á meðan það rigndi eldi og brennisteini í Írak. Í setningarræðu sinni lofaði hann víðtækum skattalækkunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI RAGNAR MAGNÚSSON Bæjarstjóri skipaði byggingarfulltrúa að stöðva viðgerðir. Deilur í Garðabæ: Látinn gjalda pólitískrar andstöðu SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta er sóða- mál og sérhagsmunir í hávegum hafðir rétt eins og í bananalýð- veldi,“ segir Ragnar Magnússon. Hann, ásamt tveimur sonum sínum, höfðar mál á hendur Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, vegna stöðvunar fram- kvæmda við húseign þeirra að Stekkjarflöt 21. Ragnar Magnússon skaut mál- inu til dómstóla þar sem hann krafðist þess að byggingarstöðv- uninni væri aflétt. Bærinn krafð- ist frávísunar og sagði þetta sjálf- stæða ákvörðun byggingarfull- trúa, Agnars Ástráðssonar. „Það er ekki satt. Hann fékk um þetta fyrirskipun frá Ásdísi Höllu sem hóf máls á þessu, öllum að óvörum, utan dagskrár og vildi stöðva framkvæmdirnar,“ segir Ragnar og fer ekki í grafgötur með þá skoðun sína að um hefnd sé að ræða af hálfu sjálfstæðis- manna. Rótina megi rekja til and- stöðu hans við að Ásdís Halla tæki 1. sæti á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ en Ragnar hafði þá starfað í 30 ár í Sjálfstæðisflokkn- um. Í kjölfarið fór hann í framboð fyrir eldri borgara Garðabæjar undir nafninu Óháðir í félagi við framsóknarmenn. „Þetta er aug- ljóslega pólitískt misbeiting,“ seg- ir Ragnar. Skilaboð Ásdísar Höllu, þegar leitað var eftir viðbrögðum henn- ar, voru þess efnis að hún væri ekki nógu vel inni í málinu og vís- aði hún á bæjarritara, Guðjón Friðriksson. Hann var á fundi og tók ekki síma og Agnar Ástráðs- son byggingaverkfræðingur var ekki viðlátinn, að sögn bæjar- skrifstofu Garðabæjar. ■NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 26% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 68% 77% LANDSFUNDUR Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, rétt- lætti stuðning Íslands við innrás- ina í Írak á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins sem hófst í gær. Það er bjart yfir íslenskum þjóðmálum um þessar mundir,“ sagði Davíð, sem lofaði skatta- lækkunum ef Sjálfstæðisflokkur- inn héldi völdum eftir kosningar. Davíð sagði að með stuðningi sín- um við innrás Bandaríkjamanna í Írak hefði íslenska ríkisstjórnin tekið afstöðu með írösku þjóðinni gegn Saddam Hussein. „Við höfnuðum þeim kosti að vera í hópi þjóða sem lýstu bak við tjöldin yfir stuðningi við bandamenn, en óskuðu nafnleynd- ar til að losna við óþægindi heima fyrir. Og ég er ekki í neinum vafa um að íslenska ríkisstjórnin gerði það sem var bæði rétt og ærlegt. nánar bls. 4. Davíð Oddsson: Stuðningur við innrás réttlættur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.