Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 12
12 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR
REYKJAVÍKURHÖFN
Það var nóg að gera hjá mönnum
í Reykjavíkurhöfn í gær.
ALÞJÓÐASAMNINGAR EFTA-ríkin og
Chile hafa áritað samning um frí-
verslun í viðskiptum með iðnaðar-
vörur og sjávarafurðir sem gefur
íslenskum framleiðendum mikil-
væg tækifæri til að sækja á ný
mið.
Chile er mikilvægur og vax-
andi markaður fyrir ýmsar ís-
lenskar vörur, m.a. veiðarfæri og
tæki til vinnslu matvæla. Ísland
flutti inn vörur fyrir 3,8 milljarða
króna frá Chile árið 2001 og hefur
innflutningurinn vaxið gríðarlega
undanfarin ár því árið 1997 flutti
Ísland inn vörur fyrir 53 milljónir.
Árið 2001 flutti Ísland út vörur
fyrir 345 milljónir króna til Chile.
Fríverslunarsamningurinn
fjallar enn fremur um þjónustu-
viðskipti og stofnsetningarrétt.
Þá hefur hvert EFTA-ríki gert tví-
hliða samning við Chile um við-
skipti með landbúnaðarvörur og
tengjast þeir samningar fríversl-
unarsamningnum. Chile fær sam-
bærilegan aðgang og Evrópusam-
bandið fyrir tilteknar landbúnað-
arvörur og í staðinn fær Ísland
tollfrjálsan aðgang fyrir útflutn-
ingsvörur sínar, þ. á m. lambakjöt
og hross á fæti.
Aðalsamningamaður og tals-
maður EFTA-ríkjanna var Bene-
dikt Jónsson, sendiherra, en hann
stýrði einnig samningaviðræðum
EFTA-ríkjanna við Mexíkó. Er
stefnt að því að undirrita samn-
inginn á ráðherrafundi EFTA-
ríkjanna í lok júní. ■
SJÁVARÚTVEGUR „Þó við myndum
mæla með auknum þorskveiðum,
sem ég er alls ekki að segja að við
munum gera, þá myndi slík aukn-
ing aldrei koma til framkvæmda
fyrr en í fyrsta lagi á næsta fisk-
veiðiári,“ segir Jóhann Sigurjóns-
son forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar.
Hann vill alls ekki staðfesta að
þorskstofninn sé stærri núna en
undanfarin ár. „Miðað við úttekt
okkar á síðasta ári er verkefnið
frekar að draga úr sókn en auka
hana svo að upp-
vaxandi árgangar
fái að skila sér.“
Kristinn Péturs-
son, fiskverkandi á
Bakkafirði, vill að
þorskkvóti fisk-
veiðiársins sé auk-
inn nú þegar um 25
þúsund tonn. Krist-
inn hefur tekið
saman afla fjög-
urra togara sem tóku þátt í togar-
arallinu 1.-20. mars og borið sam-
an við afla sömu togara frá í fyrra.
Niðurstöður hans sýna að
þorskafli hafi aukist um 17% og
ýsuafli um heil 70%. Frá þessu
greinir í Morgunblaðinu.
„Þetta er einfaldlega ekki
praktískt úrlausnarefni á þessu
stigi,“ segir Árni Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra. „Ekki eru tekn-
ar ákvarðanir um þorskkvótann
eingöngu á niðurstöðum togara-
rallsins.“ Glaðbeittir útgerðar-
menn verða að bíða aukins kvóta
enn um sinn.
Í gær voru niðurstöður úr tog-
ararallinu loksins kynntar og þar
kemur í ljós að nokkuð meira afl-
aðist af þorski en árið 2002 og
hækkaði heildarvísitala þorsks um
9% frá fyrra ári. Lengdardreifing
þorsksins staðfestir að árgangur
2001 sé mjög lélegur en árgangur
2002 virðist vera meðalárgangur.
Stofnvísitala ýsu jókst um 70% frá
árinu 2002 en þá var hún sú hæsta
frá upphafi stofnmælingarinnar.
Þessi aukning skýrist af 3 sterkum
árgöngum, frá árunum 1998-2000.
Kristinn virðist því ekki hafa ver-
ið fjarri lagi með sínar áætlanir.
„Lokaúttekt á niðurstöðum og
tillögur Hafrannsóknastofnunar-
innar um aflamark fyrir næsta
fiskveiðiár verða kynntar í byrjun
júní,“ segir Jóhann en hlutverk
Hafrannsóknastofnunar segir
Árni að reikna út eftir bestu getu
stofnstærð og sú stærð sé til
grundvallar. „Og síðan auðvitað að
gefa út hver óvissumörkin eru
eins og þeir hafa verið að gera eft-
ir að ofmatið kom í ljós árið 2000
og 2001.“
jakob@frettabladid.is
nettrúm:
Nettur að utan en
rúmgóður að innan.
Talar þú Micra?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
SPRENGING Í VERKSMIÐJU Þrír
létu lífið og eins er saknað eftir
sprengingu sem varð í sprengi-
efnaverksmiðju í Pas-de-Calais
héraði í Frakklandi.
OF LANGT GENGIÐ Mannréttinda-
hópar í Bretlandi gagnrýna laga-
frumvarp sem veitir lögreglu
heimild til að safna fingraförum
og DNA-upplýsingum allra sem
eru grunaðir um glæpi. Gagn-
rýnendur segja að þetta leiði af
sér glæpagagnagrunn sem geymi
upplýsingar um marga saklausa
einstaklinga.
BORGIÐ SEKTINA Þýskur
hægriöfgamaður sem lofaði þá
sem stóðu að árásunum á World
Trade Center í New York hefur
tapað áfrýjun sinni gegn sekt
sem honum var gert að greiða.
Dómari staðfesti jafnframt að
hann ætti ekki að sæta fangelsis-
vist. .
HERÆFINGAR Í SUÐUR-KÓREU
Sameiginleg heræfing Suður-Kóreuhers og
Bandaríkjahers fer fram á sama tíma og
mikil spenna er í samskiptum við Norður-
Kóreu.
Leita samkomulags:
Tala við
grannana
SEÚL, AP Fjölþjóðleg áætlun um
lausn kjarnorkuvopnadeilunnar á
Kóreuskaga gæti orðið að veru-
leika á næstu tveimur mánuðum,
segir Yoon Young-kwan, utanrík-
isráðherra Suður-Kóreu. Hann
segir að ekki dugi að ræða aðeins
um kjarnorkumál heldur verði
einnig að taka á efnahags- og
orkumálum til að ná samkomulagi
við stjórnvöld í Pyongyang, höf-
uðborg Norður-Kóreu.
Bandaríska stjórnin vinnur að
því ásamt nágrannaríkjum Norð-
ur-Kóreu að finna friðsamlega og
varanlega lausn á deilunni, sagði
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og sagði unnið í
ákveðnum atriðum. ■
■ Evrópa
SKÓLAMÁL Fræðsluráð Reykjavík-
ur úthlutaði á dögunum 44 styrkj-
um til að efla þróunarstarf og nýj-
ungar í starfi grunnskóla borgar-
innar. Samtals nema styrkirnir 38
milljónum króna. Styrkirnir eru
veittir til einstakra verkefna í
grunnskólum, sem stuðla að nýj-
ungum og framförum, en að auki
fá ýmsir aðilar rekstrarstyrki.
Myndlistarskóli Reykjavíkur fær
hæsta styrkinn, eða 10 milljónir
króna, til reksturs.
Við úthlutun úr þróunarsjóði
grunnskóla Reykjavíkur undan-
farin ár hefur áhersla verið lögð á
styrki til svokallaðra móðurskóla.
Þeir skólar hafa því hlutverki að
gegna að vera frumkvöðlar á sínu
sviði í uppbyggingu náms eða
starfs og að vera ráðgefandi gagn-
vart öðrum skólum. Þrír nýir
móðurskólar bætast nú í hóp
þeirra sem fyrir eru. Þetta eru
Háteigsskóli og Hlíðaskóli, sem
verða móðurskólar í list- og verk-
greinum, og Hamraskóli, sem
verður móðurskóli í samstarfi
leik- og grunnskóla. ■
Fræðsluráð Reykjavíkur úthlutar 44 styrkjum upp á 38 milljónir:
Myndlistarskólinn fær mest
STYRKIR ÚR FRÆÐSLURÁÐI
Fulltrúar 44 styrkþega Fræðsluráðs Reykjavíkur komu saman í Höfða á dögunum ásamt
Stefáni Jóni Hafstein, formanni fræðsluráðs, og Þórólfi Árnasyni borgarstjóra
Ýsu- og þorsk-
stofninn sterkari
Hafrannsóknastofnunin kynnir niðurstöður úr togararalli. Ekki tíma-
bært að taka ákvörðun um aukningu kvóta segir sjávarútvegsráðherra.
ÞORSKUR
Hafrannsóknastofnun mun kynna niður-
stöður rannsókna um ástand þorskstofns-
ins í byrjun júní.
ÁRNI MATHIESEN
Engar niðurstöður fyrirliggjandi sem hægt er að byggja á ákvörðun um aukinn kvóta.
■
Og síðan auð-
vitað að gefa út
hver óvissu-
mörkin eru ein-
sog þeir hafa
verið að gera
eftir að ofmatið
kom í ljós árið
2000 og 2001.
Harmleikur í Wales:
Faðir
myrti
syni sína
WALES, AP Síðustu samverustund-
um fjögurra ungra drengja með
föður sínum lauk með því að faðir-
inn myrti þá og framdi sjálfsmorð
um leið.
Drengirnir bjuggu hjá móður
sinni eftir að foreldrarnir slitu
samvistum. Faðir drengjanna,
sem allir voru innan við tíu ára
gamlir, fór með þá í bíltúr. Móðir
drengjanna kallaði á lögreglu eft-
ir að maðurinn hringdi í hana síðla
kvölds. Lögregla fann bíl manns-
ins skömmu síðar. Faðirinn og
synirnir voru allir látnir. Svo virð-
ist sem faðirinn hafi leitt útblást-
ur bílsins inn í farþegarýmið og
þannig banað þeim öllum. ■
HÉRAÐSDÓMUR NORÐURLANDS
Dæmdi mann fyrir að aka undir
áhrifum lyfja.
70 þúsund króna sekt
og svipting ökuleyfis:
Ók undir
áhrifum
deyfandi
lyfja
DÓMSMÁL Akureyringur var
dæmdur fyrir að hafa ekið bif-
reið ófær um að stjórna henni ör-
ugglega vegna neyslu deyfandi
lyfja í september árið 2002. Öku-
ferð hans var frá Glerártorgi á
Akureyri, um Þórunnarstræti,
norður Glerárgötu og austur
Tryggvabraut, þar sem hann ók
aftan á bifreið sem var kyrrstæð
á götunni við innkeyrsluna að
bensínstöð Olís á Tryggvabraut.
Hann var dæmdur til að
greiða 70 þúsund króna sekt í rík-
issjóð, allan kostnað sakarinnar
og var að auki sviptur ökurétti í 6
mánuði. ■
Ísland flytur inn vörur fyrir milljarða frá Chile :
EFTA semur
um fríverslun
ÚTFLUTNINGUR TIL CHILE
Milljónir króna
1997 306
1998 161
1999 182
2000 239
2001 345
INNFLUTNINGUR FRÁ CHILE
Milljónir króna
1997 53
1998 84
1999 99
2000 1.560
2001 3.840
HEIMILD: VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS
GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR
Þetta mikla skip er meðal þess sem Ís-
lendingar hafa keypt í Chile.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/JAN
U
S
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M