Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 22
Í Fréttablaðinu í dag er birt nið-urstaða skoðanakönnunar þar
sem fólk var spurt hvort það
borgaði hærra hlutfall tekna
sinna í skatta og opinber gjöld nú
en fyrir tíu árum. Niðurstaðan er
nokkuð klár: 58 prósent segjast
borga meira, 21 prósent segist
ekki borga meira og 21 prósent
er ekki viss. Ef aðeins eru teknir
þeir sem segja af eða á eru hlut-
föllin þannig að 74 prósent segj-
ast borga meira í skatta og opin-
ber gjöld en 26 prósent minna.
Sem kunnugt er hafa ríkis-
stjórnarflokkarnir – og þá eink-
um Sjálfstæðisflokkur, sem ber
ábyrgð á fjármálaráðuneytinu –
lagt mikið undir í að sannfæra
fólk um að skattar hafi lækkað á
Íslandi. Miðað við niðurstöður
þessarar könnunar mun þetta
reynast sjálfstæðismönnum
erfitt. Þótt fræin þeirra kunni að
vea góð og gild þá er jarðvegur-
inn ekki frjór.
Umræðan um skattana hefur
verið dálítið kostuleg. Sjálfstæð-
ismenn segja að skattbyrði hafi
hækkað vegna þess að kaupmátt-
ur hafi aukist. Til að finnast það
gott og gilt þarf fólk að sam-
þykkja að það sé eðlilegt að ríkið
taki æ stærri sneið af kökunni
eftir því sem hún stækkar. Ef al-
menningur bætir kjör sín um 10
prósent þá eykur ríkið tekjur sín-
ar um 13 prósent. Ég hef ekki trú
á að fyrir þessu sé almenn sátt
hjá þjóðinni. Jafnvel þveröfugt.
Ég hugsa að fleiri séu á þeirri
skoðun að ríkið eigi að beita að-
haldi í eigin rekstri og gæta þess
að auka ekki útgjöld umfram
verðlagsþróun. Ef sú væri raunin
hefði hagur ríkisins staðið í stað
en hagur almennings batnað enn
frekar. Hin hliðin á rökstuðningi
sjálfstæðismanna er nefnilega sú
að kaupmáttur almennings hefði
vaxið enn meir ef ríkið hefði ekki
stækkað sneið sína af kökunni.
Annar galli á rökstuðningi
sjálfstæðismanna er sá að hann
byggir á þeirri kenningu að ríkis-
stjórnin hafi aukið kaupmáttinn.
Það er ekki rétt. Það var atvinnu-
lífið í landinu – fyrirtækin og
starfsfólk þess – sem stóð undir
auknum kaupmætti. Það sem rík-
isstjórnin gerði var að auka hlut
ríkisins í sameiginlegum tekjum
þjóðarinnar.
Það er rétt hjá sjálfstæðis-
mönnum að þeir hafa lækkað
skattprósentur bæði á einstak-
linga og fyrirtæki. Deilan snýst
hins vegar um hvort nóg hafi ver-
ið að gert. Það er ekki hægt að
kalla lækkun skattprósentu
skattalækkun ef það dugir ekki
til að draga úr hækkun skatta
vegna kaupmáttaraukningar.
Einn veikleiki enn í rökum
sjálfstæðismanna er sá að fáir
skattgreiðendur kannast við
aukna þjónustu fyrir skattpen-
inginn sinn. Þvert á móti hefur
ríkið dregið mjög úr þjónustu
sinni og aukið gjaldtöku. Það er
því snúið að finna út hvað ríkið
gerði við stærri sneiðina af
stærri kökunni. ■
22 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Það er fróðlegt að fylgjast meðþví hvernig kosningabarátta
hinna tveggja turna er að þróast.
Fyrr í vetur sáu menn fyrir sér mik-
inn leðjuslag, þar sem allt snerist í
kringum foringjana tvo sem virtust
vera búnir að taka sér stöðu
miðsviðs í íslenskri pólitík – þau
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og
Davíð Oddsson. Einvígi þeirra hef-
ur enn sem komið er látið á sér
standa og það er spá þess sem þetta
ritar að kjósendur muni þurfa að
bíða enn um sinn. Ástæðan er ein-
faldlega sú að eftir dálítið fát og
fum vegna góðs gengis Samfylking-
ar í skoðanakönnunum og innreið
Ingibjargar í landsmálapólitík virð-
ast sjálfstæðismenn nú hafa komið
sér niður á hernaðaráætlun. Í þeirri
áætlun kemur það í hlut herforingja
Davíðs – ekki hans sjálfs – að takast
á við Ingibjörgu. Á meðan mun kon-
ungurinn sjálfur einbeita sér að
landsföðurhlutverkinu.
Það hæfir nefnilega ekki slíkum
landsföður að standa í pexi við
bónapartískan leiðtoga Samfylking-
arinnar – skipaðan en ekki kosinn –
sem skaust inn í ættir landsins utan-
veltu hjónabandsins, ef svo má
segja. Það hæfir hins vegar lands-
föður að halda hátíðarræður á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
undir risastórri mynd af fuglinum,
stórsamkomu þar sem hirðin hyllir
leiðtogann skilyrðislaust. Í slíku
umhverfi er óhætt að láta nokkur
hvassyrt ummæli falla án þess að í
því felist að stígið sé niður af stall-
inum góða.
Þetta hlutverk þekkir Davíð vel
og hann veit manna best hve kraft-
mikil baráttuaðferð það getur verið
að hefja sig upp yfir dægurþrasið,
tala helst ekki nema á hátíðarstund-
um og mæta í drottningarviðtöl. Öf-
ugt við Ingibjörgu Sólrúnu, sem er
orðin landlaus í embættum, hefur
Davíð valdagrundvöllinn í þessa
baráttuaðferð. Hann er óskoraður
foringi Sjálfstæðisflokksins og sá
forsætisráðherra lýðveldisins sem
lengst hefur setið.
En á meðan Davíð heldur sig
utan (og ofan) við kosningakarpið
heyrast stöðug frýjunarhróp úr hin-
um turninum. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir lagði upp með það í sinni
landsmálabaráttu að skora Davíð á
hólm og lýsa því yfir að tímabært
væri að koma honum frá. Spaug-
stofan hefur nú gert ódauðlega setn-
inguna þjóðkunnu: „Þetta byrjaði
allt í Borgarnesi“. Og þó sannleikur-
inn sé sá, að áskorun Ingibjargar
hafi verið komin til löngu fyrir
Borgarnes, þá var hún vissulega
ítrekuð þá, rétt eins og hún hefur
verið ítrekuð margoft síðan. Ásak-
anir Ingibjargar um pólitísk af-
skipti stjórnvalda af atvinnulífinu
særðu raunar fram viðbrögð frá
Davíð og þegar ásakanir um spill-
ingu og rógburð náðu hámarki í
kjölfar mánudagsmorgunhugvekju
hans í Ríkisútvarpinu, áttu menn
von á að einvígið milli turnbúanna
væri að hefjast fyrir alvöru. Vissu-
lega skorti rödd Davíðs sinn venju-
lega myndugleik á meðan hann var
í þessum mútum, en hann er nú
óðum að ná sér og var orðinn sjálf-
um sér líkur á landsfundinum í gær.
Hann hefur hins vegar einu sinni
enn lært þá lexíu að það getur verið
hættulegt ímyndinni að stíga af
stallinum og lenda í deilum um for-
gengilega hluti eins og hver annar
dauðlegur pólitíkus.
Þess vegna er ólíklegt að Davíð
muni aftur bregðast við hrópum og
ögrunum úr turni Ingibjargar með
því að „stíga af stallinum“ og mæta
Ingibjörgu Sólrúnu í kappræðum
um skattamál, svo notað sé orðalag
sem ættað er frá Ingibjörgu sjálfri.
Hún mun því geta tekið undir með
flokksbróður sínum Helga Pé og
Ríó: „Ekkert svar, ekkert svar.“
Hins vegar er greinilegt að
ögrunum og tilraunum Ingibjargar
til að særa Davíð niður úr hásæti
sínu hefur engu að síður verið svar-
að. En í staðinn fyrir Davíð fær hún
Geir. Geir tekur að sér þessa glímu.
Fyrst gerir hann það sem fjármála-
ráðherra og ber til baka ásakanir
stjórnarandstöðunnar og Ingibjarg-
ar Sólrúnar um skattahækkun ríkis-
stjórnarinnar. Skattalækkun er
skattalækkun, hét það hjá Geir. Og í
fyrrakvöld fengu kjósendur að sjá
allt annað sjónvarpseinvígi í Kast-
ljósi Sjónvarps en þeir áttu von á
fyrir nokkrum vikum. Það var boðið
upp á einvígi Geirs og Ingibjargar
Sólrúnar, en ekki Ingibjargar og
Davíðs. Varla skoðast slíkt nema
hálfur sigur í herbúðum Ingibjarg-
ar, þó vissulega sé það viðurkenning
að hafa knúið Geir í umræður við
sig um skattamálin.
Enn er of snemmt að spá því
hvort landsföðurtaktík Davíðs dug-
ar honum í enn einar kosningar, eða
hvort breyttar pólitískar kringum-
stæður hafa gert hana úrelta. Það
mun skýrast í næstu þáttum þessar-
ar turnóperu, sem kennd er við
kosningabaráttuna. ■
Um daginnog veginn
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
■
stjórnmálafræðingur skrif-
ar um nýja hernaðaráætl-
un sjálfstæðismanna.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um aukna skattbyrði
á almenning. Ekkert svar,
ekkert svar?
■ Bréf til blaðsins
Hafa lofað fleiru
Sjálfstæðisflokkurinn lofar nú að
afnema með öllu tekjutengingu
barnabóta ... Áætla má að það
loforð eitt og sér kosti um 7 millj-
arða króna. Þetta virkar auðvitað
grátbroslegt þegar litið er til þess
að þeir hafa skert barnabætur frá
1995 um 8-11 milljarða.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Á ALTHINGI.IS/JOHANNA
Fjöldamorð í Írak
Sjálfstæðisflokkurinn er magnað-
ur stjórnmálaflokkur. Hann geta
allir stutt, sem eindregið eru
samþykkir hinni nýju heims-
valdastefnu Bush forseta og
fjöldamorðum Bandaríkjanna
á Írökum.
JÓNAS KRISTJÁNSSON Á JONAS.IS
■ Af Netinu
Orð skulu
standa
Valur Kristinsson skrifar:
Ég taldi orðheldni mottó hjá yfir-mönnum Varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli. Svo virtist ekki vera
þegar loforð um starfslokasamn-
inga við starfsmenn var slegið af og
hreinlega svikið. Tilkynning barst í
byrjun marsmánaðar að ekkert yrði
úr starfslokasamningum og kom
hún eins og köld vatnsgusa framan í
fólk. Fólkið sem hlut á að máli var
að hætta vegna aldurs og af heilsu-
farsástæðum. Yfirmönnum þeirra
hafði verið sagt að engir starfsloka-
samningar yrðu gerðir 1. júní á
þessu ári en að uppsögnum yrði
skilað inn fyrir 1. maí. Annað kom á
daginn. Engir starfslokasamningar
verða gerðir við þetta fólk. Svona
framkoma rýrir það traust og trún-
að sem ríkir milli íslenskra starfs-
manna Varnarliðsins og manna í
efstu stjórnunarstörfum. ■
Í Fréttablaðinu í gær undir liðn-um Af Netinu gerðist þau mistök
að tekin voru ummæli Gary
Kasparov, fyrrv. heimsmeistara í
skák, sem hann birti í The Wall
Street Journal 22. mars sl., af vef-
síðu Björns Bjarnasonar, alþingis-
mann Sjálfstæðisflokksins. Mátti
skilja sem svo að ummælin væru
höfð eftir Birni. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum. ■
■ Leiðrétting
Ríkið tók af mikið af
aukningu kaupmáttar
Andrés Sigmundsson
bæjarfulltrúi Framsóknarflokks:
Gífurleg rógsherferð
Það sem fram hefur komið í yfirlýsingu sem sautján
bæjarfulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarmanna skrif-
uðu undir er hluti af gífurlegri rógsherferð gegn mér
persónulega sem kemur úr herbúðum sjálfstæðismanna.
Þetta gekk svo langt að eftir bæjarstjórnarfund um dag-
inn var lögreglan send á eftir mér til þess að láta mig
blása í blöðru. Þetta gerði og auðvitað var þar ekkert að
finna. Ég ræddi við lögregluna og benti þeim á að þetta
væri hluti af rógsherferð gegn mér. Þeir skildu það og
sögðu einfaldlega þurfa að gera þetta vegna þess að
ábending hafði borist. Ég vorkenni fólki sem telur sig
þurfa grípa til slíkra hluta. Ég þakka mínu starfsfólki
svo og fjölskyldu minni fyrir þann stuðning sem þau
hafa sýnt mér. Hvað framhaldið varðar mun ég svara
þessum ásökunum á viðeigandi stað og á viðeigandi hátt.
Arnar Sigurmundsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks:
Kom í opna skjöldu
Samstarfið við Framsóknarflokkinn og óháðra gekk
mjög vel. Þar var einungis á síðustu vikum að allur hóp-
urinn varð var við að formaður bæjarráðs og eini bæj-
arfulltrúi Framsóknar og óháðra sló orðið slöku við. Á
þessu níu mánaða tímabili okkar koma aðeins upp eitt
ágreiningsmál sem orð var á gerandi. Við náum góðri
sátt um málefnasamning til fjögurra ára og réðum okk-
ur góðan og ópólitískan bæjarstjóra. Þess vegna kom
það okkur í opna skjöldu að Andrés tók sig út úr hópn-
um og fór að draga sig til hliðar og semja við V-listann.
Það sýnir hversu illa staddur hann er innan flokksins að
hann fór niður í 12. sæti til að finna sér samstarfsmann.
Hvað rógsherferð varðar vísa ég öllum ummælum
Andrésar aftur til föðurhúsanna og tel slíkan málflutn-
ing tilbúning.
Átökin í Eyjum
Skiptar skoðanir