Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 17 Sjálfstæðismenn: Morgun- blaðið greið- ir yfirverð SKIPULAGSMÁL Reykjavíkurborg selur Morgunblaðinu lóð í Grafar- holti fyrir 97 milljónir króna. Þar á að rísa nýtt prentsmiðjuhús. Lóðin er tæpir 25.700 fermetrar og er við Hádegismóa. Sjálfstæðismenn í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu málsins. Það gerðu þeir með vísan til fyrri bókana sinna varðandi sölu byggingarréttar á verði sem er um- fram hefðbundin gatnagerðargjöld. Hefði lóðin verið seld miðað við gatnagerðargjöldin ein hefði verð hennar verið 77,7 milljónir króna. ■ FASTEIGNIR Íbúðaeigendur í fjölbýl- ishúsinu Hringbraut 4 í Hafnar- firði hyggjast ekki taka sáttatil- boði Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Sparisjóðurinn sem hefur ver- ið að innheimta lán sem veð er fyrir í íbúðum á Hringbraut 4, hefur boðist til að lækka vaxta- kröfur sínar um fimmtung. Einnig að íbúðareigendurnir fái að halda eftir greiðslum sem nemi kostn- aði við að lagfæra galla á húsinu. Rekstur fyrirtækisins Lista- kjörs ehf., sem seldi íbúðirnar, komst í þrot áður en byggingu hússins lauk. Sparisjóðurinn seg- ist ekki bera ábyrgð á vanefndum Listakjörs þó hann hafi lánað fyrirtækinu fé. Íbúarnir hafa haldið eftir greiðslum vegna þess að húsið hef- ur ekki verið fullklárað. Sparisjóð- urinn hafði hafið innheimtuað- gerðir en setti fram áðurgreint sáttatilboð fyrir helgi. Íbúðareig- endurnir munu ekki hafa í hyggju að taka tilboðinu. Þeir telja mat sem gert hefur verið á göllum í húsinu vera ófullnægjandi. Einnig að milljóna upphæðir í dráttar- vexti séu ósanngjarnar þar sem íbúðirnar hafi í raun ekki verið af- hentar fullbúnar samkvæmt kaup- samningi. Íbúar og sparisjóður munu eiga fund um málið í næstu viku. ■ HRINGBRAUT 4 Margvíslegir gallar og ókláraðir lausir endir einkenna fráganginn á þessu fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Íbúar í Hringbraut 4 ósáttir við sáttatilboð Sparisjóðs: Gallað mat á göllum KRISTJÁNSBORG Íbúar í Kristjaníu eru óánægðir með stefnu danskra stjórnvalda í málefnum fríríkisins og ætla því að fara í mótmælagöngu að Kristjánsborg næstkomandi laugardag. Fríríkið Kristjanía: Hasssalar í verkfalli DANMÖRK Hasssölumenn í frírík- inu Kristjaníu ætla að loka hinu alræmda Pusher-stræti næstu þrjá daga til þess að mótmæla stefnu danskra stjórnvalda varð- andi sölu kannabisefna. Með verk- fallinu segjast þeir ætla að sýna fram á að þegar hasssölubásunum í Pusher-stræti verði lokað muni viðskiptavinirnir sækja út fyrir fríríkið þar sem á boðstólum séu hörð eiturlyf og lögreglan hafi enga möguleika á að hafa stjórn á mannskapnum. Samfara verkfalli hasssalanna ætla íbúar Kristjaníu að standa fyrir kröfugöngu að þinghúsinu Kristjánsborg í Kaupmannahöfn undir slagorðinu „Varðveitum Kristjaníu“. ■ JACQUES CHIRAC Þingmenn í Washington-ríki vilja að Bandaríkjamenn sýni andstöðu sína við stefnu Frakka í Íraksmálinu með því að sniðganga frönsk vín. Afstöðu Frakka mótmælt: Frönsk vín sniðgengin WASHINGTON, AP Hópur þingmanna í Washington-ríki í Bandaríkjun- um hvetur landsmenn sína til að sniðganga frönsk vín vegna and- stöðu franskra yfirvalda við inn- rásina í Írak. Þess í stað er lagt til að fólk snúi sér að vínum sem framleidd eru í Washington. Þingmennirnir hafa lagt fram óformlega greinargerð þar sem Bandaríkjamenn eru beðnir um að kaupa hvorki frönsk vín né aðrar franskar drykkjarvörur svo lengi sem Frakkar sitja við sinn keip. Bill Grant, einn þingmannanna sem standa á bak við greinargerð- ina, segir hugmyndina fyrst og fremst vera að styðja við bakið á vínframleiðendum í Washington en ekki sé verið að reyna að beita Frakkland þrýstingi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.