Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 6
6 28. mars 2003 FÖSTUDAGURVeistusvarið? 1Í kvöld verður keppt til úrslita íspurningakeppni framhaldskólanna. Hvað tveir skólar keppa til úrslita? 2Íslensk kona að nafni Jóhanna Krist-jónsdóttir dvelur nú á Arabíuskaga. Í hvaða landi dvelur hún? 3Nú á dögunum var gert samkomulagmilli Öryrkjabandalagsins og Heil- brigðisráðuneytisins um hækkun grunnlíf- eyris ungra öryrkja. Hver er heilbrigðis- ráðherra okkar Íslendinga? Svörin eru á bls. 46 LÖGREGLUMÁL Meintur morðingi Lucille Yvette Mosco var í gær framseldur frá Louisiana-ríki til Flórída. Robert Mosco, bróðir Lucille, segir lögregluna í heimabæ þeirra, Pensacola, vilja að hinn meinti banamaður verði ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Við slíkum glæp liggur dauðarefsing í Flórída. Sérstakur dómstóll á að taka afstöðu til þess 8. apríl hvert ákæruefnið verður. Meintur árásarmaður, Sebasti- an Young, var eiginmaður Lucille í fimm ár þar til þau skildu í fyrra. Young beitti konu sína ítrekað of- beldi. Hann gekk laus þó hann sætti ákæru fyrir líflátshótanir. Young neitar alfarið að hafa banað Lucille. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, sem er sextán ára, slapp hins vegar illa særður eftir átök við manninn, sem þá áður hafði banað móður Jóns Atla með skoti í höfuðið. Fyrir utan framburð Jóns Atla hefur lögregla ýmis sönnunar- gögn sem tengja Young við ódæð- ið, meðal annars blóð á fötum og í bíl hans. Jón Atli hefur náð sér furðuvel og dvelur nú ásamt föður sínum á heimili Roberts móðurbróður síns. Feðgarnir munu fljótlega snúa aftur til Íslands með jarð- neskar leifar Lucille. Hún var 37 ára gömul. ■ MINNINGARATHÖFN UM LUCILLE MOSCO Synir Lucille Yvette Mosco með föður sínum á minningarathöfn um móður drengjanna. Lucille verður síðar jarðsett á Íslandi við hlið móður sinnar og ömmu. F.v. Robert Wayne, Jón Júlíus Hafsteinsson og Jón Atli Júlíusson. Meintur morðingi íslenskrar móður framseldur: Lögregla vill dauðarefsingu SKELJATANGI 9 Fyrirhugað hús var of stórt. Hæstiréttur: Kári mátti ekki byggja DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt ógilt byggingarleyfi Reykjavíkur- borgar til handa Kára Stefánssyni fyrir 540 fermetra einbýlishúsi í Skerjafirði. Kári hugðist reisa hús sitt á Skeljatanga 9. Nokkrir nágrannar hans kærðu byggingarleyfið vegna stærðar hússins og hafa nú unnið málið á öllum úrskurðar- og dómsstigum. Kári hefur hins vegar keypt nýja byggingarlóð í Vatnsenda- landi í Kópavogi. Lóðin í Skelja- tanga hefur verið til sölumeð- ferðar. ■ MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Margrét segir sinn flokk alltaf hafa stutt góð mál, hvaðan sem þau koma. Margrét Sverrisdóttir um samkomulag við öryrkja: Mikið fagn- aðarefni STJÓRNMÁL „Við fögnum þessu samkomulagi innilega því við höf- um alltaf haft þetta á okkar stefnuskrá. Við lögðum einmitt áherslu á að þeir sem byggju við fötlun frá barnsaldri ættu ekki möguleika á að vinna sér inn nokkurn lífeyri og ættu því rétt á hærri örorku,“ segir Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Margrét segir sinn flokk alltaf hafa stutt góð mál, hvaðan sem þau koma. „Vegna tímasetningar finnst mér mikil kosningalykt af þessu sam- komulagi. Ég held að þetta sé meðal annars af hræðslu við okk- ur og þá fylgisaukningu sem okk- ur hefur hlotist sem þeir drífa í þessu,“ segir Margrét. ■ STRÍÐI MÓTMÆLT Mikil andstaða er meðal spænsku þjóðar- innar við stefnu þarlendra stjórnvalda í Íraksmálinu. Rafræn mótmæli: 100.000 bréf á sama augnabliki MADRÍD, AP Vefur stjórnarflokksins á Spáni hrundi vegna álags þegar yfir andstæðingar innrásarinnar í Írak sendu yfir 100.000 mótmæla- bréf í tölvupósti á netfang flokks- ins. Mótmælin voru skipulögð með nokkurra daga fyrirvara og hafði flokkurinn reynt að undir- búa sig eftir bestu getu. Bréfin voru hins vegar nær öll send á sama augnablikinu og fengu flokksmenn því ekkert við ráðið. Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, er einn helsti stuðn- ingsmaður bandarískra stjórn- valda í herferðinni gegn Saddam Hussein en mikill meirihluti spænsku þjóðarinnar er mótfall- inn innrásinni í Írak. ■ HVORKI KAUPAUKI NÉ LAUNA- HÆKKUN Olav Fjell, forstjóri norska olíufélagsins Statoil, fær hvorki launahækkun né kaupauka í ár. Stjórnarformaður fyrirtæk- isins sagði Fjell hafa unnið gott starf en sagði ekki sjálfgefið að laun starfsmanna hækkuðu ár frá ári. Fjell hefur rúmar 40 milljón íslenskra krónaí laun. ■ Norðurlönd BÓKHALD FLOKKANNA Það er aðeins tímaspursmál hvenær stjórn- málaflokkar verða skyldaðir til að opna bókhald sitt og birta nöfn styrktaraðila, að mati Sigurðar Líndal lagaprófessors. „Þetta er gert í flestum lönd- um,“ segir Sigurður og bendir á að þróunin sé í þá átt að þjóðfélagið sé alltaf að verða opnara og gagn- særra. Til dæmis séu nú til upp- lýsingalög og upplýsingaskylda hlutafélaga sé sífellt að verða víð- tækari. Þetta endurspeglist síðan í þeirri nýlegu kröfu almennings, einkum hluthafa, að fá að vita hversu há laun forstjórar stórra fyrirtækja séu með. „Þetta var farið með eins og mannsmorð hér einu sinni. Mér sýnist þróunin því vera í þá átt núna að það sé verið að opna þjóð- félagið.“ Sigurður segir að vissulega greini menn á um það hvort almanna- hagsmunir séu í húfi þegar rætt sé um að skylda flokkana til að opna bókhald sitt. „Stjórnmálaflokkar eru náttúr- lega á framfærslu almennings, enda kostnaðurinn að talsverðu leyti greiddur af almannafé og er það réttlætt með því að þeir gegni mikilvægu hlutverki í lýðræðis- þjóðfélagi. Í framhaldi af því er ekkert óeðlilegt að menn vilji vita hvernig þessu fé er varið.“ Árið 1995 skipaði forsætisráð- herra nefnd til að fjalla um og und- irbúa frumvarp til laga um fjár- hagslegan stuðning við stjórn- málasamtök. Hvorki náðist sam- staða um að skylda flokkana til að birta nöfn styrktaraðila né til að birta ársreikninga sína opinberlega. Í rök- um nefndarinnar var vísað á nýtt félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar frá 1995. Nefndin taldi að það innihéldi frek- ari löghelgun og vernd fyrir stofn- un og starfsemi stjórnmálasam- taka en áður gilti og fortakslausa vernd innri málefna þeirra, sem ekki yrði hróflað við af Alþingi. Sigurður segir þessi rök nefnd- arinnar vera hæpin. „Ef stjórnmálasamtök njóta sérstakrar stjórnarskrárverndar finnst mér frekari ástæða til þess að þau starfi fyrir opnum tjöldum. Þá finnst mér einmitt þeim mun meiri ástæða til þess að við vitum hvað þau gera við peningana.“ Aðspurður segir Sigurður vafa- samt að opna bókhald flokkanna aftur í tímann. Hann segir að þeg- ar menn hafi t.d. gefið fjármuni til flokkanna hafi þeir gert það í trausti þess lagaumhverfis sem þá hafi gilt. Þeir hefðu kannski ekki gert það vitandi að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. „Íþyngjandi afturvirkni er alltaf viðsjárverð og ég myndi ekki mæla með slíku.“ trausti@frettabladid.is SIGURÐUR LÍNDAL LAGAPRÓFESSOR „Ef stjórnmálasamtök njóta sérstakrar stjórnarskrárverndar þá finnst mér frekari ástæða til þess að þau starfi fyrir opnum tjöldum.“ segir Sigurður. Opnun bókhalds tímaspursmál Sigurður Líndal lagaprófessor telur eðlilegt að bókhald stjórnmála- flokka verði opnað. Þjóðfélagið sífellt að verða opnara og gagnsærra. Vafasamt að opna bókhaldið aftur í tímann. MARYLAND, AP Hlutverk Samein- uðu þjóðanna í enduruppbygg- ingu Íraks að loknu stríði var eitt af meginumræðuefnunum á fundi George W. Bush Banda- ríkjaforseta og Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í Camp David í gær. Leiðtogarnir ávörp- uðu blaðamenn að fundi loknum og sögðu að leitað yrði eftir nýrri ályktun frá Sameinuðu þjóðunum til þess að tryggja að öflugt hjálparstarf færi í gang í Írak eins fljótt og auðið væri. Jafn- framt hvöttu þeir Sameinuðu þjóðirnar til þess að koma undir eins á fót nýrri áætlun sem gerði Írökum kleift að kaupa matvæli og lyf fyrir olíu. Bush og Blair ítrekuðu að her- sveitir Bandaríkjanna og Bret- lands myndu ekki hverfa frá Írak fyrr en sigur væri í höfn og tekist hefði að steypa Saddam Hussein af stóli. Sögðust þeir ánægðir með gang mála í Írak og lögðu áherslu á að innrásarherinn væri hægt og bítandi að grafa undan óvininum. Að lokum sögðust Bush og Blair harma andstöðu ýmissa þjóðarleiðtoga við innrásina í Írak og vörðu málstað sinn. „Ég efast ekki um að réttvísin er okkar megin,“ sagði Blair. ■ ENN VÍGREIFIR „Við höfum skuldbundið okkur að afvopna Írak og frelsa írösku þjóðina og við munum sjá til þess að það verði gert,“ sagði Blair á blaðamannafundinum í Camp David. Fundur Bush og Blair: Harma andstöðu við innrás í Írak FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.