Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 13
13FÖSTUDAGUR 28. mars 2003 TJÓN Síldarvinnslan hyggst hefja endurbyggingu á gamla hrað- frystihúsinu í Neskaupstað, sem varð fyrir miklum skemmdum í eldsvoða fyrir rúmum tveimur árum þegar verið var að taka upp kvikmyndina Hafið. Síldarvinnslan stefndi kvik- myndafélaginu Sögn ehf. og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins, en það hefur verið met- ið á 76 milljónir króna. Málið hef- ur ekki verið útkljáð fyrir dómi, en þrátt fyrir það hyggst Síldar- vinnslan hefja endurbyggingu hússins. Talsverðar breytingar verða gerðar á húsinu. Það verður lækkað og sett nýtt þak á það. Þá verður húsið klætt að utan með stálklæðningu. Efri hæð hússins skemmdist aðallega í eldinum, en neðri hæð þess hefur verið nýtt undir tilraunir með hlýraeldi. ■ Neskaupstaður: Hraðfrysti- húsið endurbyggt BRANN Í DESEMBER 2001 Hraðfrystihúsið varð fyrir miklum skemmd- um fyrir rúmum tveimur árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VORVERKIN Þrátt fyrir rysjótta tíð er farið að sinna vorverkum víða, þar á meðal í Kirkjugarðinum við Suðurgötu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILEH LM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.