Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 38
Breska hiphopsveitin TheStreets hefur bætt sér í hóp
þeirra sveita sem koma fram á
Hróarskelduhátíðinni í ár. Hátíðin
er óðum að taka á sig mynd og
áður hafa boðað koma sína Cold-
play, Queens of the Stone Age,
Metallica, Iron Maiden, Blur og
óstaðfestar fregnir herma að
Björk Guðmundsdóttir komi fram.
Æskuheimili Bítilsins JohnLennon í Liverpool hefur nú
verið opnað almenningi. Það var
ekkja hans, Yoko Ono, sem stóð
fyrir því. Lennon bjó í húsinu frá 5
ára aldri þar til að hann fluttist að
heiman 23 ára gamall árið 1963.
Ono keypti húsið fyrir mörgum
árum og gaf bæjaryfirvöldum það
fyrir skömmu í þeim tilgangi að
opnað yrði þar safn. Hún segist
vera himinlifandi yfir því að þetta
sé nú orðið að veruleika. „Hann
bjó til draum í svefnherberginu í
þessu húsi og gerði
þann draum að
veruleika fyrir
allan heiminn.
Og hann breytti
heiminum með
þessum draumi,“
sagði hún í viðtali
við BBC.
38 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR
SPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 8 og 10.20 THE RING kl. 10.30 b.i. 16 ára
SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4
TWO WEEKS NOTICE kl. 6 og 8
TRAPPED b.i. 12 ára kl. 5.50, 8, 10.10
GULLPLÁNETAN m/ísl. tali kl. 4
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12 b.i. 12
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20
Sýnd í lúxus kl. 8
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 b.i. 14 ára
kl. 6, 8 og 10 NÓI ALBINÓI
kl. 5.50 og 8 8 FEMMES
kl. 10.10ADAPTATION
kl. 8 og 10.30NOWHERE IN AFRICA
kl. 4.30HOUSE OF HEARTS
MAN WITHOUT A PAST kl. 6
NORRÆNIR BÍÓDAGAR
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
THUNDERPANTS kl. 4 og 6
25th HOUR kl. 8 og 10.10
kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.05
CHICAGO Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 10.30
SOLARIS b.i. 12 kl. 5.50, 8 og 10.10
■ MÚSÍKTILRAUNIRFréttiraf fólki
Felix Bergsson var 19 ára gamallþegar Músíktilraunir breyttu
lífi hans. Greifarnir sigruðu á
fjórðu tilraununum, sem haldnar
voru 1986. Þegar Felix steig fyrst á
svið með Greifunum á undanúr-
slitakvöldi tilraunanna hafði hann
verið liðsmaður í rétt rúma viku.
Hinir Greifarnir höfðu tekið þátt
árið áður og undir öðru nafni og
voru nú staðráðnir í því að sigra.
Felix segist varla hafa þekkt hina
liðsmennina með nafni á þeim tíma.
„Greifarnir urðu frægir á einni
nótt,“ rifjar Felix upp. „Það var
ekki mikið af léttum sveitum á
þessum tíma og það var eins og
myndast hefði gat. Það vantaði eitt-
hvert „Írafár“. Við fengum forsíð-
ur á öllum blöðum og „Útihátíð“ fór
mjög fljótlega í spilun í kjölfarið.
Ég segi oft að sveitin hafi orðið að-
eins of fræg, aðeins of snemma.“
Sveitin fékk hljóðverstíma í sig-
urverðlaun og notaði þá vel til þess
að hljóðrita fyrstu þröngskífuna,
„Blátt blóð“, sem kom út um sum-
arið. „Við spiluðum á tvennum stór-
um tónleikum í Reykjavík sem
gerðu mikið fyrir sveitina. Við spil-
uðum á afmælishátíð Reykjavíkur-
borgar og á 17. júní með Fine
Young Cannibals og Madness í
Laugardalshöll. Það voru stór og
mikil gigg. Eftir það kýldum við á
sveitaböllin. Vorum samt bara með
20 lög á dagskránni, spiluðum þau
bara aftur og aftur.“
Felix minnist þess að Greifarnir
kepptu á móti mörgum pönksveit-
um á úrslitakvöldinu. Til dæmis
nefnir hann Voice, sem síðar varð
að Rauðum Fletum. Einnig segir
hann að Guðmundur Pétursson gít-
arleikari hafi stigið sín fyrstu spor
á sömu tilraunum og þeir unnu.
„Hinir í sveitinni hans voru ekkert
svo góðir en hann spilaði gítarsóló
með tönnunum, alveg á milljón. Það
er alltaf mjög mikill ferskleiki og
gredda í gangi þarna sem er mjög
skemmtileg. Listamenn ná engum
árangri fyrr en þeir prófa efni sitt
á áhorfendum. Músíktilraunir eru
frábær vettvangur til þess.“
Þær sveitir sem þegar höfðu
tryggt sér keppnisrétt í úrslitum
þegar blaðið fór í prentun voru
Heimskir synir, Doctuz, Amos,
Lokbrá, Dáðadrengir, Fendrix,
Drain, Betlehem, Enn ein sólin,
Danni & Dixieland-dvergarnir, Still
not fallen og Amos.
Gestasveitir í kvöld verða fyrr-
um sigursveitirnar Búdrýgindi og
Maus ásamt hollensku harðkjarna-
sveitinni Instil.
Úrslitin ráðast í Austurbæ við
Snorrabraut og er húsið opnað kl.
18:00. Inngangseyrir er 800 kr.
Rás 2 sendir beint út frá tilraun-
unum.
biggi@frettabladid.is
Það kom kvikmyndaáhugamönn-um lítið á óvart að þýska kvik-
myndin „Hvergi í Afríku“ skyldi
hljóta Óskarsverðlaunin í ár sem
„besta erlenda myndin“. Henni
hafði verið spáð velgengni enda
hafði henni gengið vel á kvik-
myndahátíðum fram að hátíðinni.
Leikstjóri myndarinnar, Caro-
line Link, lét sig þó vanta á hátíðina
til þess að lýsa yfir andstöðu sinni
við beitingu hervalds í Írak.
Myndin er gerð eftir bók Stef-
anie Zweig, sem ritaði sögu
Redrich fjölskyldunnar.
Myndin hefst skömmu áður en
seinni heimstyrjöldin skellur á.
Þýsk gyðingafjölskylda ákveður að
flýja land sitt og ofsóknir nasista
og flytja til Kenýa. Þar ætlar fjöl-
skyldan að hefja nýtt líf. Þau kaupa
sér einangrað bóndabýli og ætla að
lifa af búskap.
Dóttirin er fimm ára og upp-
götvar því undur Afríku í gegnum
augu barnsins. Búskapurinn geng-
ur ekki sem skyldi og foreldrarnir
glíma við verulega fátækt og fyll-
ast örvæntingu. Heimilisfaðirinn
Walter á erfitt með að aðlagast
hinum nýju aðstæðum sínum og
saknar fyrrum þjóðar sinnar. Sökn-
uðurinn heldur áfram þrátt fyrir að
hann sannfærist um það að öll
skyldmenni hans í Þýskalandi hafi
verið drepin.
Þegar stríðinu lýkur þarf fjöl-
skyldan svo að ákveða hvort hún
eigi að flytja aftur til Þýskalands.
Mæðgurnar hafa vanist tilvist sinni
í Kenýa en Walter vill ólmur fara.
Myndin er sýnd af Film-undri í
samvinnu við Ísl. Kvikmyndasam-
steypuna.
biggi@frettabladid.is
HVERGI Í AFRÍKU
Þýska Óskarsverðlaunamyndin „Nirgendwo in Afrika“ er drama sem segir frá gyðingafjöl-
skyldu sem flýr Þýskaland nasista og flytur til Kenýa.
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM:
Internet Movie Database 8.0 / 10
Rottentomatoes.com 90% = Fresh
Entertainment Weekly B
Los Angeles Times 4 1/2 stjarna
AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM
HELGINA:
Omfavn mig måne (Faðmaðu mig, Máni)
Cradle 2 the Grave
National Security
Gyðingar
í Kenýa
Í dag verður Óskarsverð-
launamyndin „Hvergi í
Afríku“, eða „Nirgendwo
in Afrika“ eins og hún
heitir á frummálinu,
frumsýnd.
■ KVIKMYND
GREIFARNIR
Músíktilraunir Tónabæjar voru áður fyrr
haldnar í Skaftahlíð 24, sem nú hýsir DV.
Felix Bergsson hafði verið tíður gestur á
Músíktilraunum áður en hann vann þær
með hljómsveitinni Greifunum árið 1986.
„Ég elti sveitir eins og D.R.O.N. á röndum.
Þetta gerir tónlistarlífinu mjög gott. Mér
finnst t.d. Búdrýgindi mjög skemmtileg.“
„Ferskleiki og gredda“
Í kvöld ræðst það hvaða sveit bætist í hóp þeirra 20 er hafa sigrað í Músíktilraunum.
Greifarnir urðu landsfrægir er þeir unnu tilraunirnar árið 1986. Felix Bergsson rifj-
ar upp þá daga þegar blátt blóð rann um æðar hans.