Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 16
16 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR
BJÖRGUNARÆFING
Slökkviliðsmaður rennir sér niður eftir há-
hýsi með tvær ferðatöskur á björgunaræf-
ingu í borginni Hainan í suðurhluta Kína.
Æfingin var liður í því að búa kínverska
björgunarmenn undir að takast á við nátt-
úruhamfarir á borð við jarðskjálfta sem og
efna- og sýklavopnaárásir.
AP
/M
YN
D
KJÖTIÐNAÐUR „Húsavík er sá staður
í Evrópu sem best hentar fyrir
kjötvinnslu af þessu tagi,“ segir
Stefán Hrafn Magnússon, hrein-
dýrabóndi í Isortoq á Grænlandi,
sem hyggst í samvinnu við Íslend-
inga flytja kjöt af 3.000 hreindýr-
um til vinnslu á Húsavík. Kjötið af
dýrunum verður unnið í neytenda-
pakkningar á Húsavík og síðan
flutt þaðan til sölu í Evrópu. Lykill-
inn að því að hægt sé að setja á
stofn slíka vinnslu er að Alþingi
samþykkti lög um að heimilt væri
að flytja inn tollskylt kjöt og end-
urgreiða síðan tollinn þegar kjötið
fer aftur úr landi.
Stefán Hrafn segir að á Húsavík
séu kjöraðstæður fyrir rekstur af
þessu tagi.
„Þeir hafa mjög ódýra orku og
leiga á frystigeymslum er lág. Þeg-
ar um er að ræða vinnslu á svona
miklu magni er áríðandi að kostn-
aður við lagerinn sé ekki hár. Þá
eru þeir með ónotaða höfn sem á að
fara að stækka og laga í samband
við súrálið. Húsvíkingar eru með
dýralækni aðeins 200 metra frá
kjötvinnslunni og loks er tolla- og
innflutningseftirlit hinum megin
við götuna,“ segir Stefán Hrafn.
Stefán Hrafn hefur byggt upp
búgarðinn í Isortoq ásamt meðeig-
anda sínum, Ole Kristiansen, fjarri
annarri byggð á Grænlandi. Þar er
meðal annars risið fullkomið slát-
urhús sem stenst kröfur ESB. Stef-
án Hrafn segir að kostnaður við að
flytja kjötið til vinnslu á Íslandi sé
ekki meiri en að flytja það til Evr-
ópu. Þar komi sér vel samningar
Eimskips og grænlenska skipafé-
lagsins Royal Arctic Line.
„Flutningskostnaðurinn verður
svipaður og til Evrópu. Íslendingar
munu fá eins mikið kjöt og þeir vilja
og tollar heimila. Þetta ætti að
verða mun ódýrara hreindýrakjöt
en nú þekkist. Ég segi eins og Ford
forðum þegar hann lýsti því að bílar
ættu ekki að vera fyrir fáa útvalda.
Hreindýrakjötið á að verða allra
manna lúxusmatur. Allir eiga að
geta haft hreindýrakjöt í sunnu-
dagsmatinn eða á grillið,“ segir
Stefán.
Hann segir aðstandendur vænt-
anlegrar kjötvinnslu á Húsavík
vera með hugmyndir um enn meiri
vinnslu á Húsavík. Gangi áform þar
eftir megi tala um fjölmörg at-
vinnutækifæri fyrir Húsvíkinga.
„Þetta er á frumstigi og við ætl-
um að sjá hvernig þetta þróast.
Gangi þessi vinnsla að óskum þá
erum við að hugsa um að flytja kjöt
af vísundum og hjartardýrum frá
Kanada til að vinna á Húsavík fyrir
heimsmarkað. Þessi vinnsla verður
sérhæfð fyrir villibráð,“ segir Stef-
án Hrafn.
Hann segist þekkja til kjöt-
vinnslu víða í Skandinavíu. Hvað
vinnuafl varði standist enginn Hús-
víkingum snúning.
„Á Húsavík er að finna eitthvert
albesta vinnuafl á þessu sviði í Evr-
ópu,“ segir Stefán Hrafn.
Ítarlegt viðtal er við Stefán
Hrafn í laugardagsútgáfu Frétta-
blaðsins.
rt@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Það var
aldrei neitt samið við mig um
kaup og kjör. Bara lagt fram eitt-
hvað ráðningarbréf, hið sama og
hefur tíðkast fyrir borgarstjóra
sem hafa setið að undanförnu.
Þar er ekkert sem heitir starfs-
lokasamningur og ég hef ekki
óskað eftir því. Þannig að ég hef
engu hafnað og ekki beðið um
neitt í því sambandi,“ segir
Þórólfur Árnason, borgarstjóri í
Reykjavík.
Nú á tímum hinna feitu starfs-
lokasamninga heyrir til tíðinda ef
einhver þeirra sem gegna stöðum
sem teljast háar er án þeirra. Svo
mun hins vegar um borgarstjóra
Reykvíkinga. „Mér hefur aldrei
þótt það skipta máli í sambandi
við þetta starf hvað taki við. Í
ráðningarbréfinu er biðlaunarétt-
ur ef starfað er í tvö ár eða leng-
ur. Þá taka við 6 mánaða biðlaun
ef ekki er tekið við öðru starfi á
vegum hins opinbera.
„Ég hugsaði nú bara alltaf sem
svo að mér veittist auðvelt að fá
mér aðra vinnu ef þetta entist
stutt og hef því engar sérstakar
áhyggjur af því. Treysti því að ég
standi mig ekki verr en svo að ég
geti fengið einhverja vinnu þegar
þessu lýkur.“ ■
HÆSTIRÉTTUR
Staðfesti farbann.
Maður kyrrsettur:
Hæstiréttur
staðfestir
farbann
DÓMSMÁL Maður kærði ákvörðun
héraðsdóms um farbann frá Ís-
landi allt til 23. apríl 2003 en
Hæstiréttur staðfesti ákvörð-
unina. Maðurinn er grunaður um
aðild að innflutningi á 1.166
grömmum af hassi til landsins.
Hann hefur undanfarin ár dvalið í
Taílandi og hefur lýst yfir að
þangað vilji hann aftur en bið mun
verða á því. ■
Reykjavíkurborg:
Borgarstjóri án
starfslokasamnings
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
Treystir því að standa sig ekki verr en svo að hann fái aðra vinnu þegar þessu lýkur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
Vilja vísunda og
hirti til Húsavíkur
Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi og samstarfsaðilar íhuga að setja upp stórfellda
vinnslu á villibráð á Húsavík, þar sem hann segir kjöraðstæður vera. Húsvíkingar bestu
kjötvinnslumenn í Evrópu.
einfækni:
Hið fullkomna jafnvægi
milli einfaldleika og tækni.
Talar þú Micra?
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
STEFÁN HRAFN MAGNÚSSON
Hreindýrabóndinn á Grænlandi ætlar að
færa Húsvíkingum atvinnutækifæri. Hér er
hann ásamt Manitsiaq, syni sínum, við ný-
fellt hreindýr.