Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Stokkaðu upp fjármálin – með hagstæðari lánum Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar 80 Óhappatala Ástæðan fyrir því að við Íslend-ingar erum andlegt stórveldi er sú að við höfum ræktað kraft- miklar og snarráðar heilasellur með mataræði okkar gegnum tíð- ina. Við stöndum því fyllilega jafn- fætis bæði selum og háhyrningum gáfnafarslega séð, ef maður getur þá talað um að standa þessum hæfileikaríku dýrum „jafnfætis“ því að þau eru fótalaus – sem er vitanlega heppilegt fyrir okkur því að ef sjávarspendýrum hefðu vaxið fætur til að ganga á land er hætt við að mannkynið spilaði á aðra fiðlu í sinfóníu allífsins. FISKUR, soðinn, steiktur, saltað- ur, þurrkaður, barinn, siginn, kæst- ur og grafinn hefur verið undir- stöðumatur þjóðarinnar allt frá því er fyrstu landnemarnir flýðu hing- að undan ofsóknum norsku skatta- lögreglunnar til að fá að ala upp börn sín í skattaparadís, og grunaði ekki að afkomendur þeirra ættu eftir að neyðast til að skrá fyrir- tæki sín á Jómfrúreyjum. NÚ ER VÁ fyrir dyrum því að rannsóknir sýna að þjóðin er að mestu leyti hætt að nærast á fisk- meti. Þess í stað borðar fólk kind- ur, kýr og jafnvel hesta og svín og sumir ganga svo langt að þeir leggjast á fiðurfé og borða hænsn- fugla, rjúpur á jólum og varphæn- ur eða unga á rúmhelgum dögum. EF SVO FER FRAM sem horfir mun greindarvísitala þjóðarinnar hríðlækka á næstu árum í takt við minnkandi fiskneyslu. Við þessu þarf að sporna. Nú er svo komið að kíló af roðflettum ýsuflökum kost- ar 1262 krónur, þannig að almenn- ingur hefur ekki efni á að neyta þessarar hollu fæðu sem inniheld- ur bæði alfa- og omegasýrur þær sem veldi okkar byggist á. Hér þarf að grípa til róttækra aðgerða áður en þjóðin forheimskast af fiskleysi. Stjórnvöld ættu að þjóð- nýta fiskinn í sjónum umhverfis landið og gera hann að eign al- mennings. Þar fyrir utan ætti Tryggingastofnun að opna fisk- markað og afhenda hverju manns- barni einn þorsk eða eina ýsu á viku að eigin vali öllum að kostnað- arlausu og gáfnafari okkar til upp- byggingar. Talan 1262 er gömul óhappatala í sögu þjóðarinnar og veit aldrei á gott. ■ Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.