Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 46 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR LEIKRITAHÖFUNDUR „Við tókum okk- ur frí saman og fórum austur að Flúðum til að vinna þetta í sam- einingu,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir um leikrit henn- ar og Kjartans Ragnarssonar, Rauða spjaldið, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Sigríður Margrét segir þau Kjartan vinna mjög vel saman. Hún segir að oftast sé það svo að hugmynd fæðist í spjalli þeirra á milli sem smátt og smátt fái á sig mynd. „Þegar svo er komið förum við oftast eitthvað í burtu og hell- um okkur í vinnu. Annað okkar sest við tölvuna og byrjar að skrifa og síðan kemur hitt að og krukkar eitthvað í textanum. Síð- an ræðum við hvort okkur finnst betra og lesum hjá hvort öðru,“ segir hún. Þegar í leikhúsið er komið fær verkið á sig endanlega mynd í samráði við leikarana sjálfa. Sig- ríður Margrét segir að í þessu til- felli hafi þau samið verkið með leikarana í huga. Hún áréttar að persónurnar eigi sér engar ákveðnar fyrirmyndir en Eyjólfur Sverrisson hafi verið þeim mjög innan handar þegar þau unnu verkið. „Hann leikur með Herthu Berlin og það gerir einnig aðal- persónan. Það kemur meira að segja fram í leikritinu að hann leikur í liðinu með Eyjólfi,“ segir Sigríður. Sigríður er eins og flestum er kunnugt fréttamaður hjá sjón- varpinu í fullu starfi. Hún segir að vaktir þar séu langar en inn á milli séu góð frí. „Það hentar mér prýðilega við svona vinnu,“ segir hún. Sigríður Margrét segir drauminn vera að vinna meira við að semja og þau Kjartan hafi alltaf eitthvað í kollinum. ■ SIGRÍÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Vildi geta gefið mér meiri tíma við skriftir en nýti tímann á milli vakta hjá sjónvarpinu. Persónan ■ Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir er ásamt Kjartani Ragnarssyni, eiginmanni sínum, höfundur að nýju leikriti sem frumsýnt var í vikunni og nefnist Rauða spjaldið. OPNUN Margt var um manninn í opnunarteiti nýs hótels í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hótelið heitir 101 Hótel og er í gamla Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu en undan- farin misseri hefur húsið verið gert upp hátt og lágt. Eigandi hót- elsins er Ingibjörg Pálmadóttir og hótelstjóri er Þorvaldur Skúlason. 38 herbergi ásamt heilsurækt, bar og veitingastað eru meðal þess sem hótelið hefur upp á að bjóða. Í hverju herbergi er geisla- spilari ásamt litlu safni af geisla- plötum, einnig fylgir hverju her- bergi regnhlíf, baðsloppur, stutt- ermabolur og derhúfa svo eitt- hvað sé nefnt. ■ Fær Halldór Ásgrímsson utan-ríkisráðherra fyrir að treysta sér á fund með stúdentum í Há- skóla Íslands í miðjum styrjaldar- átökum í Írak. Miðbær Reykjavíkur: Glæsihótel í gamla Alþýðuhúsinu Alltaf eitthvað í gerjun Fréttiraf fólki Talar þú ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þekkjast á puttunum. Það er búið að taka af þeim baugfingurinn. Sérverslun með vandaðar heimilis- & gjafavörur Pastavél kr 4900,- Kringlunni Kverið Hringavitleysusaga,eftir Elísabetu Jökulsdótt- ur, hefur fengið góðar viðtökur en í ritinu skrumskælir höfund- urinn og skopast með Kára- hnjúkavirkjun. Fyrsta prentun bókarinnar er uppseld en Elísa- bet hefur nánast eingöngu séð sjálf um dreif- ingu hennar og sölu. Áhuginn á verkinu er það al- mennur að meðal viðskiptavina hennar eru bæði harðir and- stæðingar virkjunarfram- kvæmda sem og dyggir stuðn- ingsmenn. Elísabet bíður nú eft- ir næstu prentun og hefur ákveðið að koma sögunni í það minnsta inn í tvær stórar bóka- búðir svo hún þurfi ekki að fara á handahlaupum til þess að anna eftirspurninni. Frétt hér í blaðinu um verð-myndun á bjórdós í Ríkinu hefur vakið athygli og fengið margan manninn til að reikna. Þar sagði frá Faxe-dós sem kostar 159 krónur og var sögð sú ódýrasta í Ríkinu. Nú hafa dyggir viðskipta- vinir ÁTVR fundið annan ódýr- ari. Sá heitir DAB og kostar 138 krónur - hálfur lítri. Eurovision-keppnin er jafnanhátt skrifuð hjá þjóðarsál- inni og spennan stigmagnast jafnt og þétt þar til stóri dagur- inn rennur upp. Þeir sem eru langt leiddir geta stytt sér bið- ina á Broadway en söng- skemmtunin Eurovision í beinni verður frumsýnd þar í kvöld. Það eru sjóaðir Eurovision-jaxl- ar sem koma að herlegheitunum og því má búast við að þetta verði næstum jafn gott og aðal- keppnin. Egill Eð- varðsson stjórnar uppsetningunni, Gunnar Þórðar- son er tónlistar- stjóri og hinn magnaði Logi Bergmann Eiðs- son sér um kynn- ingar ásamt einni skærustu Eurovision-stjörnu landsins, Selmu Björns- dóttur. Birgitta Haukdal, Sverrir Stormsker og rússneski dúett- inn TaTu eru hins vegar fjarri góðu gamni en þau Davíð Olgeirsson, Hafsteinn Þór- ólfsson, Hjördís Elín Lárusdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir og Guðbjörg Magn- úsdóttir sjá um sönginn. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Sund. Óman. Jón Kristjánsson. MARGIR GÓÐ- IR GESTIR Fyrir miðju er Ingibjörg Pálma- dóttir, eigandi hótelsins, ásamt mági sínum Baltasar Kormáki. Með þeim á myndinni er Þórólfur Árnason borgarstjóri og Stefán Baldurs- son þjóðleikhús- stjóri. 101 HÓTEL OPNAÐ MEÐ POMPI OG PRAGT Margt var um manninn í opnunarteitinu þar sem gestir nutu veitinga og skemmtu sér saman. GLÆSILEGT HÓTEL Í HJARTA MIÐBÆJARINS Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu og er það mjög glæsilegt í alla staði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.