Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 44
44 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR ■ Bækur Það var óvenjulegt að sjá Trausta áhverfiskránni án hundsins. Hann hafði mætt á krána á hverjum degi í mörg ár og alltaf var hundurinn með honum. Garðar furðaði sig á því að hundurinn væri ekki með og spurði Trausta hvar dýrið væri. Trausti brast í grát. „Ég þvoði hundinn í gærkvöldi og hann dó,“ snökti Trausti sorgmæddur. Garðar var að vonum forviða. „Held- urðu að hundurinn hafi dáið bara af því að þú þvoðir hann?“ spurði hann. Trausti kinkaði dapurlega kolli. „Það var annað hvort það eða þurrkarinn.“ Pondus eftir Frode Øverli STELPAN MÍN! Úrval söngva 1971-2002 Þekktustu lög frumherja trúbadoranna á einni úrvalsplötu. Einnig fáanlegir eldri titlar á frábæru verði kr. 1.299 kr.1.499 í Bókabúðum Máls og menningar s ö n g v a s k á l d s Hörður Torfa – Bergmál „Hann hefur ferðast um landið í ríflega þrjá áratugi í anda hins sanna förusveins, sem fer um lönd með orðið og gígjuna að vopni, aldrei með fingur á lofti, heldur spegil, töfraspegil, sem sýnir hverjum sem í hann horfir það sem trúbadorinn sér og bergmálar það sem hann heyrir. Og einsog aðrir slíkir, sem eitthvað er spunnið í, þá skilur hann eftir sig spor, hvar sem drepur niður fæti. Ósýnileg spor, sem þessvegna er aldrei hægt að afmá.“ –Ævar Örn Jósepsson. Úrvalsverk Plata vikunnar á Rás 2 Mál og menning hefur gefið útbókina Dagur – Hlutabréf í sólarlaginu. Ritstjórar eru Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson. Hér er á ferðinni glæsileg bók um Dag Sigurðsson, skáld og mynd- listarmann, þar sem valinkunnir lista- og fræðimenn skrifa um Dag og verk hans frá ýmsum sjónar- hornum. Dagur – Hlutabréf í sólar- laginu er lokabindi trílógíu um lista- menn sem tilheyra ákveðnum kima íslenskrar menningar. ■ JARÐARFARIR 10.30 Elín Þorbjarnardóttir, Nesvegi 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 10.30. Ólafur Gunnar Sigurðsson, Stúf- holti 3, Reykjavík,verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu. 13.30 Árni Kristjánsson, Hávallagötu 30, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.30 Jóna Svanfríður Ingibergsdóttir, Freyjugötu 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Margrét Kr. Meldal verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. 13.30 Sigríður B. Sigurðardóttir, Dvalar- heimilinu Hlíð, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal. 15.00 María Guðmundsdóttir, Rauðar- árstíg 3, verður kvödd frá Foss- vogskapellu. Jarðarförin auglýst síðar. ■ Tímamót Ég held að það sé gömul mýtasem á sér enga stoð í veru- leikanum að tvíburar séu eitt- hvað nánari en önnur systkini,“ segir Harpa Arnardóttir, sem á afmæli í dag, 28. mars, og verður 39 ára. Hún vísar þar í tvíbura- systur sína Ástu en hún á vita- skuld einnig af- mæli í dag. Þær systur eru báðar ein- hleypar og b a r n l a u s a r . Harpa er leik- kona og mörg- um kunn en Ásta systir hennar er jóga- kennari og rek- ur jógasetrið Lotus í Borgartúni. „Ég velti mér alla jafna ekki upp úr afmælisdögum og geri því ekki mikið úr þeim. Við systur vorum þó saman fyrir níu árum þegar við áttum þrítugsafmæli en hún var þá í leiklistarnámi í New York og þá heimsótti ég hana í tilefni dagsins. Við skemmtum okkur mjög vel þá og fórum meðal annars í tvíbura- turnana sem horfnir eru nú eins og allir vita. Í kvöld býður hún mér í afmælið sitt og það dugar mér að þessu sinni,“ segir Harpa. Hún segist hafa nóg að gera á afmælisdaginn og verður í leik- húsinu frá tíu til fjögur. Um kvöldið er sýning á „Maðurinn sem hélt að konan hans væri hatt- ur,“ og það verður ekki fyrr en eftir sýningu sem hún kemst til Ástu. „Margir vinir mínir eru vinir okkar beggja og ég hitti þá væntanlega þetta kvöld og nýt at- hyglinnar sem fylgir því að eiga afmæli ásamt Ástu,“ segir Harpa. Harpa segist sjaldan gera mikið úr afmælisdögum sínum; það fari aðeins eftir því hvernig hún er stemmd hverju sinni hvað hún geri. „Ef þannig liggur á mér býð ég til mín vinum þennan dag en sjaldnast skiptir dagurinn sköpum í mínu lífi. Á næsta ári þegar ég verð fertug á ég þó von á að ég geri mér eitthvað til há- tíðarbrigða og aldrei að vita nema ég haldi þá veglega upp á daginn,“ segir Harpa. ■ HARPA ARNARDÓTTIR Hún er 39 ára í dag en það breytir ekki því að hún stendur á sviði og skemmtir leikhúsáhugafólki þrátt fyrir það. Í afmæli eftir sýningu „Ég velti mér alla jafna ekki upp úr afmælisdög- um og geri því ekki mikið úr þeim. Afmæli ■ Harpa Arnardóttir verður í leikhús- inu lungann úr afmælisdeginum sín- um. Hún ætlar að lyfta sér upp í kvöld og fara í afmælisveislu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN Með súrmjólkinni Það hlýtur að teljast framúr- skarandi árangur í feluleik... ...þegar það þarf lögguna til að finna mann! ‘ ‘

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.